Morgunblaðið - 04.07.2002, Qupperneq 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 25
NÝ herferð andstæðinga evrunnar, sam-
eiginlegrar myntar Evrópusambandsríkj-
anna, í Bretlandi hefur vakið mikið upp-
nám bæði heima og í Þýskalandi en í
auglýsingu, sem sýnd hefur verið í kvik-
myndahúsum í Bretlandi, bregður grín-
istinn Rik Mayall sér í gervi Adolfs Hit-
lers. Þykir mörgum að auglýsingin sé
heldur smekklaus brandari, enda vanvirði
hún minningu gyðinga, sem létust í út-
rýmingarbúðum nasista í síðar heims-
styrjöldinni.
Í auglýsingunni sést hvar Mayall – í
gervi Hitlers – hrópar að miklum hópi
fólks: „Ein þjóð! Eitt ríki! Ein evra!“
Segja aðstandendur auglýsingarinnar
að með henni hafi einungis átt að vara
Breta, með góðlátlegu gríni, við því að
stjórnvöld stefndu að því að taka upp evr-
una í Bretlandi. Talsmaður þýskra stjórn-
valda sagði hins vegar út í hött að tengja
Hitler og evruna með þessum hætti.Reuters
Grátt gaman evruandstæðinga
RÁÐUNEYTI utanríkismála í
Bandaríkjunum hefur varað banda-
ríska borgara í öðrum löndum við
því að hryðjuverkamenn gætu gert
árásir á þá. Nefnt var að hættulegt
gæti verið að
vera á veitinga-
stöðum, í skólum
eða á íþróttavöll-
um þar sem hóp-
ar af Bandaríkja-
mönnum hefðu
safnast saman.
Ekki var til-
greindur neinn
ákveðinn staður
eða tími en ljóst
er að margir óttast að hermdar-
verkamenn gætu látið til skarar
skríða í dag, 4. júlí, sem er þjóðhá-
tíðardagur Bandaríkjanna.
Ari Fleischer, talsmaður Banda-
ríkjaforseta, sagði í gær að „ekkert
sérstakt“ hefði valdið því, að
stjórnvöld sendu frá sér viðvörun.
Hann sagði hins vegar að rétt væri
að fara varlega enda eðlilegt – með
hliðsjón af hryðjuverkaárásunum á
Bandaríkin 11. september sl. – að
geta sér þess að illvirkjar sjái það
hugsanlega sem ágætis skotmark
er Bandaríkjamenn söfnuðust sam-
an í jafn miklum mæli og von er á.
Mest er hættan talin vera í
Bandaríkjunum sjálfum og alrík-
islögreglan, FBI, mun vera mjög á
varðbergi við um 2.000 opinberar
samkomur í landinu í tilefni dags-
ins, að sögn Fleischers. Colin Po-
well utanríkisráðherra sagði í við-
tali við CBS-sjónvarpsstöðina á
sunnudag að reynt yrði að meta
hve mikil hættan væri. „En ég
vona að flestir Bandaríkjamenn
muni ótrauðir njóta 4. júlí. Það
ætla ég að gera,“ sagði Powell.
Fleischer hafði svipuð ummæli
eftir George W. Bush Bandaríkja-
forseta í gær. Sagði hann að Bush
vildi að Bandaríkjamenn kæmu
saman og fögnuðu þjóðhátíðardeg-
inum, í trausti þess að öryggisráð-
stafanir yfirvalda skiluðu tilætluð-
um árangri. „Skilaboð forsetans til
þjóðarinnar er að skemmta sér vel
og njóta frídagsins,“ sagði Fleisch-
er. „Látið okkur um áhyggjurnar.“
Allt lögreglulið New York
í viðbragðsstöðu
Allt lögreglulið New York-borg-
ar verður í viðbragðsstöðu, þyrlur
lögreglunnar verða á sveimi og
bannað hefur verið allt flug í
grennd við Frelsisstyttuna, umferð
skemmtibáta verður ekki leyfð á
fljótinu. Fólk sem vill fylgjast með
flugeldasýningum við Austurá
verður látið fara um 14 varðstöðvar
og þar verða óeinkennisklæddir
lögreglumenn með geiger-teljara
sem mæla geislavirkni. Enn er tal-
ið að hryðjuverkamenn gætu reynt
að sprengja svonefnda geisla-
sprengju í mannþröng til að valda
ringulreið og skelfingu. Einnig
verða tiltækir lögreglumenn í loft-
þéttum búningum til að fást við
sýklavopn.
Viðbúnaður í Washington
Ráðamenn Washington-borgar
hafa einnig gripið til umfangsmik-
illa aðgerða við svæðið í miðborg-
inni sem nefnist National Mall og
oft er notað við hátíðarhöld. Þar
eru nú öflugar girðingar og málm-
leitartæki, um 2.000 lögreglumenn
verða til staðar og fjöldi hunda til-
tækur. Svipaðar ráðstafanir verða
gerðar í mörgum öðrum stórborg-
um. Embættismenn segja að komið
hafi fram í yfirheyrslum fanga úr
röðum al-Qaeda manna, sem eru í í
fangabúðum í Guantanamo-her-
stöðinni á Kúbu, að aðgerðir á
þjóðhátíðardaginn væru á döfinni.
Flugbann við Frelsis-
styttuna í New York
Washington, New York. AP, AFP.
Miklar ráðstafanir gegn hermdarverkum 4. júlí
Frelsisstyttan.
Sæktu um talhólf fyrir heimilissímann á fiínum
sí›um á siminn.is, í fljónustuveri Símans 800 7000
e›a í verslunum Símans um allt land.
Talhólf er símsvari heimilisins
Ef flú sækir um fyrir 12. ágúst 2002 gætir
flú unni› fer› fyrir tvo til útlanda.
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
IY
D
D
A
•
N
M
0
6
6
2
2
/s
ia
.is
Panta›u talhólf fyrir 12. ágúst
Ertu a› fara í frí?
Ekki missa af símtölum, fá›u flér talhólf.
Kynntu flér máli› á innkápu
símaskrárinnar e›a á siminn.is