Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 27

Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 27 Gallerí Klaustur, Skriðuklaustri Sýning dönsku listakonunnar Anne Østergaard verður opnuð kl. 11. Á sýningunni eru vatnslitamyndir og akrýlverk sem Anne hefur unnið undanfarnar vikur meðan hún hefur dvalist í gestaíbúðinni á Skriðu- klaustri. Anne Østergaard er lærður málari frá listakademíunni í Árósum og hef- ur málað mikið af myndum á norð- urslóðum. Hún er meðlimur í Silke- borg Kunstnerhus og hefur haldið fjölda sýninga í Danmörku undan- farin tíu ár. Sýningin stendur til 18. júlí og er op- in á sama tíma og hús skáldsins, kl. 11-17 alla daga vikunnar. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is NÚ stendur yfir sýning Garðars Péturssonar teiknara á vatnslita- myndum í Faktorshúsinu í Hæsta- kaupstað á Ísafirði. Yfirskrift sýn- ingarinnar er „Í húsi faktorsins“. Gamlir og hversdagslegir hlutir verða listamanninum oftar en ekki að yrkisefni; ýmsir merkilegir bauk- ar og dósir frá barnsminni; gamlir trékassar með máðri áletrun; nær alltaf hlutir með sögu og iðulega með augljósri tengingu við hönnunarverk og auglýsingar síns tíma. Garðar útskrifaðist úr auglýsinga- deild Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands árið 1982. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Hann hefur margoft hlotið verðlaun fyrir graf- íska hönnun, og má þar m.a. nefna merki HM í handbolta 1995, merki fyrir hafnir landsins, „Hreint haf – hagur Íslands“, merki Kennarahá- skóla Íslands, merki Flugfélags Ís- lands og merki Ferðamálasamtaka Vestfjarða. Sýningin í Faktorshúsinu í Hæstakaupstað stendur til 31. ágúst. Málverkasýn- ing í Faktors- húsinu DJASSISTINN og bassaleikarinn Ray Brown, sem lék með tónlist- arjöfrum á borð við Dizzy Gille- spie, Charlie Parker og Ellu Fitzgerald, fyrr- verandi eig- inkonu Brown, er látinn. Brown var einn af frum- kvöðlum bíbopp djasstónlistar- stefnunnar og spannaði tónlist- arferill hans hálfa öld. Ferill hans hófst á fimmta áratugnum og lék hann með hljómsveit Gille- spies 1946-1947, auk þess sem hann kom fram með Parker og Bud Powell. Brown lék þá einnig ásamt Gillespie í myndinni „Jivin’ in Be-Bop“. Síðar varð Brown tónlistar- ráðunautur og eiginmaður Ellu Fitzgerald þótt þau skildu að skiptum síðar. Ray Matthews Brown fæddist í Pittsburgh 1926 og flutti til New York árið 1945 þar sem hann hellti sér strax í bíboppið. Hann lést í Indianapolis í Bandaríkj- unum í fyrradag, 75 ára að aldri, og hafði þá nýlokið tónleika- ferðalagi um Bandaríkin. Ray Brown látinn Ray Brown SÝNING á munum fram- leiddum hjá ítalska fyrir- tækinu MAGIS verður opnuð í Epal hf., Skeifunni 6, í dag. Munirnir eru eftir hönnuðina Michael Young, Stefano Giovannoni, James Irvine, Jerszy Seymour og Sigurð Þorsteinsson og verða þeir viðstaddir opn- unina. Verk Michaels Youngs hafa verið sýnd á nýlista- og hönnunarsöfnum m.a. í London, París, München og Reykjavík. Hann var heiðursgestur á Kortrijk Design Bi- ennale í október sl. Stefano Giovannoni hefur hannað fjölda hluta sem hafa hlotið alþjóðlega frægð, m.a. Bombo stóla fyrir Magis. Hann starfar jöfnum höndum sem iðnhönnuður, innanhúshönnuður og arkitekt og sérhæfir sig í hlutum úr plasti. Verk hans hafa m.a. hlotið margvíslegar viðurkenningarnar og eru hluti af safneign Pompidou og Nýlistasafns New York. Hann býr í Reykjavík eins og er, jafnframt því sem hann er með stúdíó í London. Jerszy Seymour er einn af frum- kvöðlunum í hópi ungra alþjóðlegra hönnuða og er kunnur fyrir að kanna mörk hefðbundinnar menningar og neðanjarðarmenningar með notkun nýrra hráefna og tækni. Jerszy starf- ar við vöru-, húsgagna- og innanhús- hönnun jafnframt því að kenna við há- skóla í Mílanó. Hann var m.a. valinn Dedalus evrópskur hönnuður ársins árið 2000. James Irvine hefur hannað allt frá Mercedes Benz strætó til hús- gagna en sérhæfir sig nú í iðnhönnun. Sigurður Þorsteinsson er einn af fjórum eigendum Design Group Italia sem er eitt virtasta hönnunarfyrir- tæki á Ítalíu. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga, þar á meðal Comp- asso d’Oro ADI, IF Hannover og Rote punkt Essen. Meðal íslenskra viðskiptavina Sigurðar eru 66° Norð- ur og Bláa lónið. Í tengslum við sýninguna heldur Jerszy Seymour fyrirlestur í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi á morgun, föstudag, kl. 12.15. Sýningin í Epal verður opin virka daga frá mánudegi til föstudags kl. 9– 18 og stendur til mánaðamóta. Hönnun sýnd í Epal „Yougi Family“. Verk eftir Michael Young á sýningunni í Epal. CONVERTER Project II verður sett af stað í Nýlistasafninu í kvöld, og stendur fram á sunnudagskvöld. Dagskráin hefst kl. 19 með opnun en svo munu koma þar fram Gjörninga- klúbburinn og Viðar Örn, Höggbora- kórinn og Egill Sæbjörnsson. Plötu- snúður mun hefja skífuþeytingar kl. 23. Aðgangur að Converter Project er ókeypis. ♦ ♦ ♦ Gjörninga- dagskrá í Nýló

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.