Morgunblaðið - 04.07.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 04.07.2002, Qupperneq 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 27 Gallerí Klaustur, Skriðuklaustri Sýning dönsku listakonunnar Anne Østergaard verður opnuð kl. 11. Á sýningunni eru vatnslitamyndir og akrýlverk sem Anne hefur unnið undanfarnar vikur meðan hún hefur dvalist í gestaíbúðinni á Skriðu- klaustri. Anne Østergaard er lærður málari frá listakademíunni í Árósum og hef- ur málað mikið af myndum á norð- urslóðum. Hún er meðlimur í Silke- borg Kunstnerhus og hefur haldið fjölda sýninga í Danmörku undan- farin tíu ár. Sýningin stendur til 18. júlí og er op- in á sama tíma og hús skáldsins, kl. 11-17 alla daga vikunnar. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is NÚ stendur yfir sýning Garðars Péturssonar teiknara á vatnslita- myndum í Faktorshúsinu í Hæsta- kaupstað á Ísafirði. Yfirskrift sýn- ingarinnar er „Í húsi faktorsins“. Gamlir og hversdagslegir hlutir verða listamanninum oftar en ekki að yrkisefni; ýmsir merkilegir bauk- ar og dósir frá barnsminni; gamlir trékassar með máðri áletrun; nær alltaf hlutir með sögu og iðulega með augljósri tengingu við hönnunarverk og auglýsingar síns tíma. Garðar útskrifaðist úr auglýsinga- deild Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands árið 1982. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Hann hefur margoft hlotið verðlaun fyrir graf- íska hönnun, og má þar m.a. nefna merki HM í handbolta 1995, merki fyrir hafnir landsins, „Hreint haf – hagur Íslands“, merki Kennarahá- skóla Íslands, merki Flugfélags Ís- lands og merki Ferðamálasamtaka Vestfjarða. Sýningin í Faktorshúsinu í Hæstakaupstað stendur til 31. ágúst. Málverkasýn- ing í Faktors- húsinu DJASSISTINN og bassaleikarinn Ray Brown, sem lék með tónlist- arjöfrum á borð við Dizzy Gille- spie, Charlie Parker og Ellu Fitzgerald, fyrr- verandi eig- inkonu Brown, er látinn. Brown var einn af frum- kvöðlum bíbopp djasstónlistar- stefnunnar og spannaði tónlist- arferill hans hálfa öld. Ferill hans hófst á fimmta áratugnum og lék hann með hljómsveit Gille- spies 1946-1947, auk þess sem hann kom fram með Parker og Bud Powell. Brown lék þá einnig ásamt Gillespie í myndinni „Jivin’ in Be-Bop“. Síðar varð Brown tónlistar- ráðunautur og eiginmaður Ellu Fitzgerald þótt þau skildu að skiptum síðar. Ray Matthews Brown fæddist í Pittsburgh 1926 og flutti til New York árið 1945 þar sem hann hellti sér strax í bíboppið. Hann lést í Indianapolis í Bandaríkj- unum í fyrradag, 75 ára að aldri, og hafði þá nýlokið tónleika- ferðalagi um Bandaríkin. Ray Brown látinn Ray Brown SÝNING á munum fram- leiddum hjá ítalska fyrir- tækinu MAGIS verður opnuð í Epal hf., Skeifunni 6, í dag. Munirnir eru eftir hönnuðina Michael Young, Stefano Giovannoni, James Irvine, Jerszy Seymour og Sigurð Þorsteinsson og verða þeir viðstaddir opn- unina. Verk Michaels Youngs hafa verið sýnd á nýlista- og hönnunarsöfnum m.a. í London, París, München og Reykjavík. Hann var heiðursgestur á Kortrijk Design Bi- ennale í október sl. Stefano Giovannoni hefur hannað fjölda hluta sem hafa hlotið alþjóðlega frægð, m.a. Bombo stóla fyrir Magis. Hann starfar jöfnum höndum sem iðnhönnuður, innanhúshönnuður og arkitekt og sérhæfir sig í hlutum úr plasti. Verk hans hafa m.a. hlotið margvíslegar viðurkenningarnar og eru hluti af safneign Pompidou og Nýlistasafns New York. Hann býr í Reykjavík eins og er, jafnframt því sem hann er með stúdíó í London. Jerszy Seymour er einn af frum- kvöðlunum í hópi ungra alþjóðlegra hönnuða og er kunnur fyrir að kanna mörk hefðbundinnar menningar og neðanjarðarmenningar með notkun nýrra hráefna og tækni. Jerszy starf- ar við vöru-, húsgagna- og innanhús- hönnun jafnframt því að kenna við há- skóla í Mílanó. Hann var m.a. valinn Dedalus evrópskur hönnuður ársins árið 2000. James Irvine hefur hannað allt frá Mercedes Benz strætó til hús- gagna en sérhæfir sig nú í iðnhönnun. Sigurður Þorsteinsson er einn af fjórum eigendum Design Group Italia sem er eitt virtasta hönnunarfyrir- tæki á Ítalíu. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga, þar á meðal Comp- asso d’Oro ADI, IF Hannover og Rote punkt Essen. Meðal íslenskra viðskiptavina Sigurðar eru 66° Norð- ur og Bláa lónið. Í tengslum við sýninguna heldur Jerszy Seymour fyrirlestur í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi á morgun, föstudag, kl. 12.15. Sýningin í Epal verður opin virka daga frá mánudegi til föstudags kl. 9– 18 og stendur til mánaðamóta. Hönnun sýnd í Epal „Yougi Family“. Verk eftir Michael Young á sýningunni í Epal. CONVERTER Project II verður sett af stað í Nýlistasafninu í kvöld, og stendur fram á sunnudagskvöld. Dagskráin hefst kl. 19 með opnun en svo munu koma þar fram Gjörninga- klúbburinn og Viðar Örn, Höggbora- kórinn og Egill Sæbjörnsson. Plötu- snúður mun hefja skífuþeytingar kl. 23. Aðgangur að Converter Project er ókeypis. ♦ ♦ ♦ Gjörninga- dagskrá í Nýló
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.