Morgunblaðið - 04.07.2002, Page 33

Morgunblaðið - 04.07.2002, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 33 því að hann hefði við skoðunina hjá Fagtúni komið auga á spennandi dúk, sem myndi henta í verk sem ákærði vann fyrir sjálfan sig. Úr varð að hann pantaði 75 fermetra af dúk fyrir sjálfan sig. Hann kvaðst hafa greint viðmæl- endum sínum frá því að hann myndi ganga frá reikningnum er hann sækti dúkinn. Hann kvaðst telja líklegt að hann hefði ekki greint þeim frá því að þessi dúkur væri fyrir ákærða sjálfan. Er hann sótti dúkinn hefðu þessir við- semjendur hans ekki verið við, en eftir að í ljós kom að reikningurinn hafði verið sendur Framkvæmdasýslu ríkisins kvaðst ákærði hafa hringt og þá verið greint frá því að reikn- ingurinn hefði verið sendur þangað fyrir mis- tök. Reikningurinn hefði lent á röngum borð- senda. Hallgrímur Axelsson, framkvæmdastjóri hjá Fagtúni ehf., kvað ákærða hafa komið að málið við þá Bjarna Axelsson. Ákærði Árni hefði pantað þéttidúk af ákveðinni stærð og kvaðst Hallgrímur hafa fyllt út verkbeiðni eft- ir upplýsingum frá Árna. Hallgrímur kvað hafa þurft að sjóða dúkinn saman og hugðist ákærði sækja hann síðar og ganga frá reikn- ingi. Hallgrímur kvaðst hafa skilið þessi um- mæli ákærða svo að hann ætlaði að árita reikninginn er hann sækti dúkinn. Hallgrímur kvað ákærða hafa sótt dúkinn síðar en til stóð og að hvorugur þeirra Bjarna hefði þá verið við. Hann kvaðst síðan hafa útbúið reikning vegna viðskiptanna og sent byggingarnefnd Þjóðleikhússins samkvæmt upplýsingum á verkbeiðni, sem hann hafði áður skráð niður eftir ákærða. Hallgrímur kvað engan vafa í sínum huga á því að dúkinn hefði átt að nota við Þjóðleikhúsið, en hann kvaðst hafa spurt Árna að því hvort dúkurinn væri yfir verk- stæði, sem Hallgrímur hafði áður athugað í sambandi við dúk. Hallgrímur kvað sam- kvæmt upplýsingum ákærða engan vafa að Þjóðleikhúsið var verkkaupi og greiðandi. Hallgrímur kvað ekki hafa verið rædd per- sónuleg viðskipti Árna. Hallgrímur kvað ákærða hafa hringt eftir að mál hans komst í hámæli og beðið um að beðið yrði með að senda reikninginn Framkvæmdasýslu, en reikningsfjárhæðin fékkst ekki greidd af fjár- veitingum byggingarnefndarinnar og lýsti Hallgrímur því nánar. Bjarni Axelsson, tæknifræðingur hjá Fag- túni ehf., lýsti því efnislega á sama veg og vitn- ið Hallgrímur Axelsson, er ákærði kom í fyr- irtækið og pantaði þéttidúk af ákveðinni stærð. Hallgrímur hefði ritað verkbeiðni eftir upplýsingum frá Árna. Fram kom hjá ákærða að verkkaupi var byggingarnefnd Þjóðleik- hússins, en Bjarni kvaðst hafa talið að verið væri að hefja framkvæmdir við leikhúsið, sem hann taldi ekki vanþörf á, en fram kom að Bjarni þekkti til aðstæðna í Þjóðleikhúsinu að þessu leyti og því fannst honum ekki neitt sér- kennilegt við þetta. Bjarni kvað ákærða síðar hafa hringt og beðið um að reikningur vegna kaupanna yrði sendur verktakafyrirtæki í Vestmannaeyjum, en þá hafði upphaflegi reikningurinn verið sendur Framkvæmdasýsl- unni. Niðurstaða 13. töluliðar Ákærði neitar sök og kveðst hafa pantað þéttidúkinn fyrir sjálfan sig, en kveðst telja líklegt að hann hafi ekki greint viðsemjendum sínum hjá Fagtúni frá því. Vísað er til vitnisburðar Hallgríms og Bjarna Axelssona. Ekkert í vitnisburði þeirra gefur annað til kynna en að ákærði hafi látið stíla úttektina á þéttidúknum á byggingar- nefnd Þjóðleikhússins. Reikningsfjárhæðin fékkst ekki greidd af fjárveitingum nefndar- innar eins og lýst er í ákærunni. Dómurinn telur samkvæmt þessu sannað með vitnisburði Hallgríms og Bjarna Axels- sona og með öðrum gögnum málsins, en gegn neitun ákærða, að hann hafi framið þá hátt- semi sem hér um ræðir. Brot ákærða rétt fært til refsiákvæða í ákærunni. B. Meintur fjárdráttur ákærða Árna í opinberu starfi sem formaður byggingarnefndar Vestnorræna ráðsins, Brattahlíðarnefndar 14. töluliður Ákærði Árni neitar sök samkvæmt þessum ákærulið. Hann lýsti áratuga kynnum sínum af Þorvaldi Vigfússyni, sem hafði áður unnið verk fyrir Brattahlíðarverkefnið. Ákærði lýsti vangaveltum um innréttingarsmíð, sem til greina kæmi að setja í aðalskálann á Eiríksbæ. Hann kvað hafa verið ákveðið að smíðaðir yrðu svokallaðir kistilhnallar og lýsti ákærði hvernig hugmyndin var að þeir yrðu notaðir. Hann kvað ljóst af verðkönnun sem unnin hafði verið vegna ýmiss konar smíði í húsið, að hver kistill myndi kosta um 50.000 krónur. Ákærði kvað Þorvaldi hafa vaxið nokkuð í aug- um að taka að sér að smíða kistilhnallana, en ákærði kvaðst hafa ýtt nokkuð á hann um að taka verkið að sér sem úr varð og hefði Þor- valdur treyst sér til þess að smíða hvern kist- ilhnall fyrir rúmar 25.000 krónur, að sögn ákærða. Hann kvaðst í ljósi þess hversu hag- stætt verðið var á kistilhnöllunum og einnig að hann hefði þrýst nokkuð á Þorvald hafa boðið honum að greiða fyrir smíðina fyrirfram. Ákærði kvað peningana til þessa hafa verið tekna út af bankareikningi Vestnorræna ráðs- ins 22. júní 2001, eins og lýst er í þessum ákærulið, í því skyni að greiða fyrirfram fyrir verkið. Ákærði kvað þá Þorvald hafa farið saman er peningarnir voru teknir út, en þá hefði ekki farið á milli mála að Þorvaldur hefði verið orðinn veikur, auk þess sem hann hefði verið óviss. Ákærði kvaðst þá hafa stungið upp á því að þeir skyldu sjá til með verkið, en ákærði skyldi taka peningana og geyma uns þeir ræddu þetta síðar. Ákærði kvaðst síðan hafa rætt við Þorvald nokkrum vikum síðar og þá komið í ljós að hann var orðinn alvarlega veikur. Ákærði kvað fjölmiðlaumfjöllun um mál hans hafa verið byrjaða á þessum tíma og að hann hefði viljað reyna að hreinsa til alla hluti. Í ljós kom að Þorvaldur hafði ekki hafið smíðina og ákærði kvaðst þá hafa stungið upp á því að þeir féllu frá samkomulagi sínu að sinni að minnsta kosti og að peningarnir yrðu lagðir inn á reikning Vestnorræna ráðsins aft- ur. Ákærði kvaðst síðar hafa mælt sér mót við Þorvald og afhent honum peningana í sama umslagi og hann hafði áður tekið við þeim í og afhent Þorvaldi umslagið og lagði hann pen- ingana inn á reikning Vestnorræna ráðsins 22. júlí 2001, eins og lýst er í ákærunni. Peningana hefði ákærði ekki ætlað að nota í sína þágu. Reikning, sem í ákæru er sagður tilhæfulaus, kvað ákærði Þorvald hafa skrifað vegna smíð- innar á 32 kistilhnöllum. Reikningurinn væri dags. 20. júní 2001. Meðal gagna málsins er yfirlýsing undirrit- uð og dags. 22. júlí 2001, en hún er undirrituð af Þorvaldi Vigfússyni. Yfirlýsingin er svo- hljóðandi: „Ég undirritaður óska hér með eftir því vegna óvæntra veikinda að falla frá fyrirhug- aðri smíð 32 kistilhnalla með sérsmíðuðum lömum fyrir Brattahlíðarnefnd samkvæmt samkomulagi frá í haust leið. Skila ég því inn greiðslunni sem samið hafði verið um að ég fengi alla greidda við upphaf verksins fyrir skömmu. Vona ég að síðar geti ég unnið verk- efni fyrir Brattahlíð. Vinsamlegast, Þorvaldur Vigfússon (sign).“ Ákærði kvaðst hafa útbúið þetta skjal að beiðni Þorvaldar. Þorvaldur Vigfússon smiður kvað ákærða hafa leitað til sín um smíði á kistilhnöllum og boðið sér greiðslu fyrirfram. Þorvaldur kvaðst síðan hafa veikst og að ekkert hefði orðið úr smíðinni. Hann kvaðst hafa skrifað reikning samkvæmt beiðni ákærða, þar sem segir að það sé fullnaðargreiðsla vegna smíði 32 kist- ilhnalla. Þorvaldur kvaðst ekki hafa útfyllt fjárhæðina, sem er 782.790 krónur, en hann kvað sér hafa brugðið er hann sá fjárhæðina, en hann taldi þó upphæðina á reikningnum sanngjarna miðað við að smíðaðir yrðu 32 kist- ilhnallar. Hann staðfesti það sem hann hafði áður borið hjá lögreglunni um það, að hann hefði skipt tékka að fjárhæð 782.790 krónur í banka og afhent ákærða peningana, utan 40.000 króna sem var greiðsla Árna vegna gamallar skuldar. Þorvaldur kvað Árna hafa samið yfirlýsinguna sem áður var rakin. Hann kvaðst hafa skrifað undir hana. Er Þorvaldur var spurður hvort hann hefði vitað hvað hann var að undirrita svaraði hann: „Ég gerði mér enga grein fyrir þessu.“ Áður lýsti Þorvaldur því að yfirlýsingin væri mergurinn málsins. Nánar aðspurður kvað Þorvaldur yfirlýs- inguna að mestu leyti rétta. Hann kvað Árna í og með hafa tekið út peninga til þess að greiða sér fyrirfram eins og yfirlýsingin bæri með sér. Hann kvað Árna hafa haft samband við sig eftir að mál hans var komið í umræðuna og þá fengið hann til þess að leggja peningana inn á reikninginn eins og lýst er í ákærunni. Niðurstaða 14. töluliðar Sannað er með framburði ákærða og með vitnisburði Þorvaldar Vigfússonar og öðrum gögnum málsins að dagsetningum og fjárhæð- um í þessum ákærulið er rétt lýst. Ákærði neitar sök og ber fyrir sig samkomulag þeirra Þorvaldar og að hann hafi geymt peningana eins og lýst var. Texti reikningsins sem lýst er í ákæru er svohljóðandi: „Fullnaðargreiðsla smkv. samkomulagi fyrir 32 stk. kistilhnalla með sérsmíðuðum lömum.“ Undir reikninginn ritar Þorvaldur Vigfússon. Yfirlýsingin sem rakin var að ofan vísar í samkomulag ákærða og Þorvaldar Vigfússonar um smíðina. Hjá lögreglunni var tekin vitnaskýrsla af Páli Snævari Brynjólfssyni, sem var ritari Vestnorræna ráðsins. Hann kvaðst kannast við umræður um smíði kistilhnalla, en vissi ekkert um greiðslur vegna þeirra. Vísað er til vitnisburðar Þorvaldar Vigfús- sonar fyrir dómi, sem rakinn var að framan. Hjá lögreglunni bar Þorvaldur að hann hefði útfyllt reikninginn að beiðni ákærða Árna, en fjárhæðina hefði hann ekki fært inn. Ákærði hefði komið með reikningseyðublaðið. Þor- valdur kvaðst hafa framselt tékkann og farið með ákærða í banka, þar sem tékkinn var inn- leystur, en ákærði hefði gert það, en Þorvald- ur beðið álengdar. Þorvaldur kvað ákærða hafa greitt sér 40.000 króna skuld, en að hann hefði ekki fengið aðra fjármuni í hendur. Þor- valdur kvað ákærða síðan hafa komið að máli við sig er mál ákærða var komið til umfjöll- unar fjölmiðla. Þá hefðu þeir mælt sér mót við Grandakaffi, þar sem Þorvaldur kvaðst hafa undirritað yfirlýsinguna, sem lýst var. Hann kvaðst einnig hafa lagt inn peningana eins og lýst er í ákærunni. Þetta kvaðst Þorvaldur hafa gert að beiðni ákærða vegna vandræða sem upp voru komin sökum fjölmiðlaumfjöll- unar, að hans sögn. Þorvaldur kvaðst ekki hafa spurt ákærða út í þetta. Þorvaldur kvað umfjöllun fjölmiðla hafa fengið mjög á sig. Ráða má af því sem nú hefur verið rakið, að vitnisburður Þorvaldar Vigfússonar er nokkuð á annan veg fyrir dómi, en hann var hjá lög- reglunni. Er tekin var skýrsla af Þorvaldi fyrir dómi var hann rúmliggjandi á sjúkrahúsi. Að mati dómsins hafði Þorvaldur ekki þrek í frek- ari skýrslutöku og gaf hann það sjálfur í skyn. Þess vegna var ekki unnt að taka af honum ná- kvæmari skýrslu og leita skýringa á misræmi í vitnisburði hans. Dómurinn telur að leggja beri vitnisburð Þorvaldar fyrir dómi til grundvallar niður- stöðu málsins, sbr. 1. mgr. 48. gr. oml., þar sem segir að dómur skuli reistur á sönnunar- gögnum sem færð eru fram í meðferð máls fyrir dómi. Samkvæmt þessu er lagt til grund- vallar með framburði ákærða og með vitn- isburði Þorvaldar, að þeir hafi gert samkomu- lag um smíði kistilhnallanna, eins og lýst hefur verið, og að ákærði hafi ætlað að greiða Þor- valdi fyrirfram fyrir smíðina. Reikningurinn sem lýst er í ákæru var samkvæmt þessu ekki tilhæfulaus að öllu leyti, þar sem hann vísar til eða virðist eins konar samkomulag milli ákærða og Þorvaldar um smíðina. Við mat á því hvort ákærði hafi gerst sekur um fjárdrátt og dregið sér andvirði tékkans eins og lýst er í ákærunni er eftirfarandi tekið fram: Ákærði játar að hafa tekið andvirði tékkans í sína vörslu 22. júní, en hann neitar að hafa dregið sér fjármunina og fénýtt sér í eigin þágu eins og ákært er fyrir. Ekkert í gögnum málsins, svo sem útprentanir af bankareikningum ákærða eða annað, sýnir að ákærði hafi nýtt þessa fjármuni í sína þágu, t.d. lagt þá inn á reikninga sína o.s.frv. Fyrir liggur að ákærði tók út peningana af reikningi Vestnorræna ráðsins hinn 22. júní og kvittaði fyrir úttektinni. Hann hlaut því að gera ráð fyrir því að þurfa að gera grein fyrir þessum fjármunum, þótt síðar væri. Þetta þykir renna stoðum undir frásögn ákærða um það, að hann hafi ekki dregið sér féð. Þótt atburðarás í þessum ákærulið sé með nokkrum ólíkindum gerir hún ein og sér það ekki að verkum gegn eindreginni neitun ákærða, að unnt sé að slá því föstu að ákærði hafi verið búinn að slá eign sinni á peningana. Að öllu þessu virtu telur dómurinn ósannað gegn eindreginni neitun ákærða, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hér er ákært vegna og ber samkvæmt því að sýkna hann. C. Meintar rangar skýrslur ákærða Árna til yfirvalda 15. töluliður a og b Ákærði kvað lýsingu í þessum ákæruliðum rétta, en neitar að um saknæmt athæfi hafi verið að ræða. Hann kvaðst hafa orðið fyrir ýmsum kostnaði vegna starfa sinna, en ekki haldið kvittunum saman og glatað þeim. Þær fjárhæðir sem ákærði kvaðst hafa hugsað sem bakland fyrir þá reikninga sem hér um ræðir hafi verið mun hærri en fjárhæðir samkvæmt þeim reikningum sem hér er ákært vegna. Hann kvað þau viðskipti sem getið er um á greiðslukvittunum, sem til grundvallar þess- um ákærulið liggja, að hluta til raunveruleg viðskipti en ekki að öllu leyti. Ákærði kvaðst hafa gripið til þess ráðs að fá þessar greiðslu- kvittanir sem hér um ræðir til þess að finna útlögðum kostnaði stað. Grímur Þór Gíslason matreiðslumeistari staðfesti að hafa gefið út greiðslukvittun sem lýst er í b-lið þessa ákæruliðar. Hann kvað að- draganda útgáfunnar þann, að ákærði hafi komið til sín og beðið um reikning að fjárhæð 118.000 krónur. Grímur kvaðst hafa neitað beiðni ákærða, þar sem hann hefði þurft að greiða virðisaukaskatt af reikningnum. Ákærði hefði þá sagt að reikningurinn þyrfti ekki að vera númeraður, kvittun nægði, því þetta væri fyrir hans einkabókhald. Grímur kvaðst því hafa gefið út greiðslukvittunina, en ákærði hefði átt við hann mikil viðskipti og lýsti Grímur því. Niðurstaða 15. töluliðar a og b Ákærði kveðst ekki hafa haldið reikningum saman og talið raunveruleg viðskipti að minnsta kosti að hluta til liggja að baki þeim greiðslukvittunum, sem hér er ákært vegna. Þar sem ekki lágu raunveruleg viðskipti að baki greiðslukvittununum telur dómurinn að þær hafi verið tilhæfulausar eins og lýst er í ákærunni, en ákærði notaði greiðslukvittan- irnar eins og þar er lýst. Samkvæmt því sem nú var rakið telur dómurinn sannað með fram- burði ákærða og með vitnisburði Gríms Þórs Gíslasonar og með öðrum gögnum málsins, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hér um ræðir. Brot ákærða er rétt fært til refsiákvæða í ákærunni, enda voru skjölin not- uð í málefnum sem varða hið opinbera, sbr. 147. gr. almennra hegningarlaga. D. Meint brot ákærða Árna í opinberu starfi, mútuþægni 16. töluliður Ákærði neitar sök samkvæmt þessum ákærulið. Hann kvaðst hafa leitað tilboða í Noregi í þetta hús, en um væri að ræða óunnið efni í hús, en ekki tilsniðið eins og lýst væri í ákærunni. Ákærði kvaðst hafa fengið Ístak til að panta og kaupa efnið fyrir sig og flytja til landsins á nafni Ístaks. Ekkert hefði farið á milli mála að hann skuldaði Ístaki þetta efni og kvaðst hann hafa rætt við meðákærða Tómas Tómasson um það, að ákærði myndi fljótlega greiða helming kostnaðarins við þetta. Ákærði neitar því að hafa fengið Ístak til að greiða reikninginn fyrir sig og færa til gjalda í bók- haldsreikningi vegna framkvæmdanna í Brattahlíð. Ákærði kvað fjárhæðir og dagsetn- ingar í þessum ákærulið réttar, en ákærði kveðst ekki hafa neitt með færslurnar í bók- haldi Ístaks að gera. Meðákærði Tómas kvað ákærða Árna hafa haft samband við sig vegna kaupa hans á staf- kirkju í Noregi. Árni hefði beðið um að kirkjan fengi að fljóta með í pöntun sem Ístak átti og flytja skyldi til Vestmannaeyja. Ístak myndi leggja út fyrir kostnaðinum. Tómas kvað Árna hafa haft orð á því að hann myndi fljótlega greiða helming kostnaðarins sem af þessu hlytist. Tómas kvaðst hafa sent þessar upplýs- ingar í tölvupósti til Páls Sigurjónssonar, framkvæmdastjóra Ístaks, sem hefði sam- þykkt þetta fyrirkomulag. Tómas kvaðst halda að bókhaldsmistök hefðu orðið hjá Ístaki að færa reikning vegna kaupa Árna á reikning vegna byggingarframkvæmda í Brattahlíð. Páll Sigurjónsson, framkvæmdastjóri hjá Ístaki, lýsti stöðu ákærða Tómasar innan fyr- irtækisins. Hann lýsti verksviði hans og kvað hann hafa annast verkefni Ístaks fyrir Þjóð- leikhúsið. Páll kvað einu afskipti sín af því, sem lýst er í þessum ákærulið, hafa verið þau að hann hefði fengið tölvubréf frá ákærða Tómasi, þar sem beðið var um leyfi til að flytja inn timbur, eins og lýst er. Páll kvaðst hafa samþykkt það. Ekki hefði verið rætt um greiðslu Árna um- fram það sem fram kemur í bréfinu um að hann myndi greiða helminginn fljótlega. Hann kvaðst ekki kunna aðrar skýringar á því hvers vegna reikningur vegna þessara viðskipta var færður á Brattahlíðarnefnd en þá að um mis- tök eða trassaskap hefði verið að ræða. Páll kvaðst ekki telja að Árni hefði beðið um að reikningurinn yrði færður eins og gert var. Páll kvað mistökin hafa verið leiðrétt um leið og þau komu í ljós og þá var reikningurinn færður á viðskiptareikning Árna hjá Ístaki. Niðurstaða 16. töluliðar Ákærði neitar sök og kveður alltaf hafa ver- ið ljóst að hann skuldaði Ístaki vegna kaup- anna, en hann kveðst hafa fengið félagið til að flytja efnið hingað til lands. Ákærði kvaðst ekkert hafa haft með reikningsfærslu Ístaks að gera vegna þessa. Meint brot ákærða sam- kvæmt þessum kafla er talið varða við 128. gr. almennra hegningarlaga, þar sem segir að ef opinber starfsmaður heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til í sam- bandi við framkvæmd starfa síns, þá skuli hann sæta fangelsi allt að 6 árum eða sektum, ef málsbætur eru. Ekki eru skilyrði sam- kvæmt greininni að um fjárhagslegan ávinn- ing sé að ræða. Hins vegar er skilyrði að ávinningurinn sé tengdur framkvæmd starfa hins opinbera starfsmanns. Í þessum ákærulið er því lýst að ákærði vann um þetta leyti að móttöku þjóðargjafar Norðmanna til Íslend- inga. Dómurinn skilur ákæruna svo að vísað sé til þess að ávinningur ákærða af því að Ístak flutti efnið hingað til lands fyrir hann og greiddi hafi tengst starfi ákærða sem for- manns byggingarnefndar um stafkirkju í Vestmannaeyjum. Þetta starf ákærða eitt og sér er ekki til þess fallið að útiloka ákærða frá samskiptum við Ístak fyrir sjálfan sig, eins og lýst er í ákærunni, öðruvísi en saknæmt teljist. Því er ekki lýst í ákærunni hvernig þessi op- inberu störf ákærða tengdust innflutningi hans á efninu í stafkirkjuna, þannig að sak- næmt hafi verið af hans hálfu. Þá kom ekkert fram undir aðalmeðferð málsins um þetta. Meðákærði Tómas og vitnið Páll Sigurjóns- son, framkvæmdastjóri Ístaks, lýstu því báðir hvernig staðið var að þessum innflutningi og að til hefði staðið að ákærði greiddi skuld sína. Að öllu þessu virtu telur dómurinn ósannað að innflutningurinn á timbrinu hafi tengst hinu opinbera starfi ákærða, sem lýst er í ákærunni, þannig að varði við 128. gr. al- mennra hegningarlaga og ber samkvæmt því að sýkna ákærða af þessum ákærulið. 17. töluliður Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hins vegar hafa tekið við 650.000 krónum eins og lýst er í þessum ákærulið úr hendi meðákærða Gísla Hafliða. Ákærði Árni kvaðst engin samskipti hafa haft við meðákærða Björn Kristmann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.