Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
vegna peninganna eða vegna uppáskriftar á
reikninginn sem hér um ræðir. Hann kvað
málavexti hafa verið þá að um haustið 2000
hafi meðákærði Gísli Hafliði komið að máli við
sig er hann var staddur í Þjóðleikhúsinu. Gísli
hafi spurt ákærða að því hvort ekki væri unnt
að ganga frá reikningum sem safnast höfðu
upp vegna framkvæmda í Þjóðleikhúskjallar-
anum, en um margra ára tímabil var að ræða
og í mörgum tilvikum framkvæmdir sem
ákærði hafði áður samþykkt að væru á kostn-
að byggingarnefndarinnar. Ákærði kvaðst
hafa sagt við Gísla í glettni og án þess að
meina nokkuð með því að best væri að hann
rukkaði þá fyrir sig uppsöfnuð vangoldin laun.
Ákærði kvaðst síðan hafa eytt þessum um-
mælum sínum, en beðið Gísla um að taka sam-
an reikninginn, sem um var rætt. Ákærði kvað
þetta hafa verið gert, en tekið nokkurn tíma.
Ákærði kvað meðákærða Gísla Hafliða ekki
hafa getað skilið ummæli sín þannig að áritun
á reikninginn væri á einhvern hátt tengd inn-
heimtu launakröfu fyrir ákærða. Ákærði
kvaðst síðan hafa ritað um þetta greinargerð,
sem send var Framkvæmdasýslu ríkisins, en
það var gert að kröfu Framkvæmdasýslunnar
vegna þess að reikingarnir sem mynduðu
heildarfjárhæðina voru sumir gamlir. Eftir
þetta fékkst reikningurinn greiddur. Ákærði
kvaðst hvorki hafa gert kröfu til né óskað eftir
því að fá greiðslu fyrir að skrifa upp á reikn-
inginn. Ákærði mundi ekki hvort hann hafði
samband við meðákærða Gísla eftir að reikn-
ingurinn hafi verið greiddur, en ákærði taldi
að hann hefði ekki fylgst með því hvenær
reikningurinn fékkst greiddur.
Vísað er til framburðar meðákærðu Björns
Kristmanns og Gísla Hafliða undir ákærulið
28 að því er þennan ákærulið varðar.
Óskar Bragi Valdimarsson, forstjóri Fram-
kvæmdasýslu ríkisins, kvað hafa verið ákveðið
í samráði við menntamálaráðuneytið að fá
ákærða Árna til þess að rita greinargerð með
reikningi þeim sem hér um ræðir, þar sem
hann hafi verið óvenjulegur vegna þess að ver-
ið var að rukka mjög langt aftur í tímann. Eft-
ir að greinargerð frá ákærða Árna barst kvað
Óskar Bragi ekki annað fært en að greiða
reikninginn.
Niðurstaða 17. töluliðar
Ákærði játaði að hafa tekið við peningunum
úr hendi meðákærða Gísla Hafliða, en hann
kvaðst engin samskipti hafa átt við með-
ákærða Björn Kristmann vegna þessa.
Meðákærði Gísli Hafliði lýsti því að þessi
greiðsla til ákærða stæði í sambandi við að
samþykkja reikninginn. Ákærði Árni kvað
ekkert samband hafa verið þar á milli. Ráða
má af framburði ákærða Árna og meðákærða
Gísla Hafliða, að þessi greiðsla til ákærða hafi
verið vegna starfa hans sem formanns bygg-
ingarnefndar Þjóðleikhússins. Þótt því verði
ekki slegið föstu gegn eindreginni neitun
ákærða Árna, að greiðslan til hans tengist
samþykkt hans á reikningnum að fjárhæð
3.154.419 krónur eins og í ákæru greinir kem-
ur það ekki að sök eins og hér stendur á, þar
sem sannað er með framburði ákærða og með
framburði meðákærða Gísla Hafliða, að
ákærði tók við greiðslunni vegna opinberra
starfa sinna sem formaður byggingarnefndar
Þjóðleikhússins. Með móttöku fjárins braut
ákærði gegn 128. gr. almennra hegningarlaga.
Þótt grundvöllur sakfellingarinnar sé að hluta
annar en beinlínis er lýst í ákæru kemur það
ekki að sök eins og hér stendur á, enda ljóst að
vörn ákærða Árna var ekki áfátt af þessum
sökum, sbr. 2. málslið 1. mgr. 117. gr. oml.
E. Meint umboðssvik ákærða
Árna í opinberu starfi sem
formaður Vestnorræna ráðsins,
Brattahlíðarnefndar
18. töluliður
Ákærði Árni neitar sök. Hann kvað lýs-
inguna í þessum ákærulið rétta, en neitaði að
um brot hefði verið að ræða, þar sem hann
kvaðst hafa samið um þessa viðbótargreiðslu
til að höggva á hnút, sem upp var kominn
vegna framkvæmdanna í Brattahlíð. Ákærði
kvað engar samþykktir til um verkefnin sem
unnin voru í Brattahlíð, hvorki á Íslandi, í
Færeyjum né á Grænlandi. Hann kvaðst hafa
unnið að verkefninu á þann hátt, sem raun
varð, með vitund og með vilja allra sem hlut
áttu að máli. Hann kvaðst sjálfur hafa leitað
tilboða í verkið hjá Ístaki, en hann kvað verkið
hafa verið unnið sumrin 1999 og 2000. Ákærði
lýsti samstarfserfiðleikum milli Ístaks og
Torf- og grjóthleðslunnar allt frá byrjun
verksins. Hann lýsti í hverju ágreiningurinn
fólst. Hann lýsti fundi sem haldinn var á skrif-
stofu Ístaks eftir að allir sem hlut áttu að máli
höfðu verið kallaðir heim frá Grænlandi. Hann
kvað fundinn hafa byrjað á því að staðarstjóri
Ístaks hefði sagt að annaðhvort hann eða
verkstjóri Torf- og grjóthleðslunnar færi ekki
aftur til Grænlands vegna verksins. Ákærði
kvað verkstjóra Torf- og grjóthleðslunnar
hafa verið reiðubúinn að hætta samstundis
með sinn mannskap. Ákærði kvaðst þá hafa
viðrað hugmyndir sínar til að leysa ágreining-
inn. Hann kvað hafa komið fram hjá Torf- og
grjóthleðslunni að fyrirtækið hefði vanmetið
reikning sinn um tæplega eina og hálfa milljón
króna. Ákærði kvaðst þá hafa boðið fyrirtæk-
inu 650.000 króna greiðslu frá Brattahlíðar-
nefnd til að leysa ágreininginn, en Ístaksmenn
hefðu gert það sem að þeim sneri til að leysa
ágreininginn, að sögn ákærða. Ákærði kvað
Torf- og grjóthleðsluna því hafa átt lögvarða
kröfu á hendur Brattahlíðarnefnd og hefði
krafan byggst á loforði ákærða um þessa
greiðslu.
Meðákærði Tómas lýsti ágreiningi milli Ís-
taks og torfhleðslumannsins sem vann verkið
sem hér um ræðir. Tómas kvað hafa verið
haldinn fund þar sem ágreiningur á milli
þeirra var leystur. Hann kvað ágreininginn
hafa varðað húsnæðismál á Grænlandi og
kynningu á Torf- og grjóthleðslunni. Tómas
kvaðst ekki vita til ágreinings milli aðila eftir
að reikningur að fjárhæð rúmlega 1,3 milljónir
króna var greiddur. Tómas kvaðst enga skýr-
ingu geta gefið á 645.000 króna reikningnum
sem lýst er í ákærunni. Hann taldi sig hafa
gert upp að fullu við Torfhleðsluna samkvæmt
samningi milli Ístaks og þess fyrirtækis. Frek-
ari greiðslur til Torfhleðslunnar hefðu því ver-
ið fyrir utan samning Ístaks við fyrirtækið og
Tómas kvaðst því ekki geta svarað því hvort
Torfhleðslan átti kröfu á hendur Brattahlíð-
arnefnd.
Víglundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri
Torf- og grjóthleðslunnar ehf., staðfesti að
fyrirtæki hans hefði unnið að Brattahlíðar-
verkefninu. Hann kvað 645.000 króna greiðsl-
una, sem lýst er í þessum ákærulið, hafa kom-
ið vegna óánægju og deilna milli hans og
Ístaks á Grænlandi. Víglundur taldi að Ístak
hefði ekki staðið við samning sem gerður var
um aðstöðuna á Grænlandi og nefndi Víglund-
ur í því sambandi að húsnæðismál, fæðismál,
rafmagn og ferðamál og kynningarmál fyrir
hans fyrirtæki hefðu ekki verið eins og um var
samið. Vegna óánægjunnar hefði verið haldinn
fundur hér á landi. Fundinn hefðu setið Víg-
lundur, forsvarsmenn Ístaks og ákærði Árni.
Víglundur lýsti því að Árni hefði fyrir fundinn
nefnt við sig að hann hefði ákveðnar hug-
myndir til að leysa málið. Víglundur lýsti
ágreiningi á fundinum og er að því kom að
hann bauðst til þess að fara frá Grænlandi
með sinn mannskap og að Ístak yrði þá að
annast verkið. Víglundur kvað Árna hafa grip-
ið inn í er hér var komið sögu og sagt að
standa yrði við samninginn við sig, en Víg-
lundur kvaðst hafa fengið reikninga sína
greidda frá Ístaki, en taldi sig hlunnfarinn,
meðal annars vegna meiri vélanotkunar á
Grænlandi en ráð var fyrir gert. Eftir fundinn
kvað Víglundur þá Árna hafa rætt saman og
kvað hann Árna þá hafa, vegna óánægju sinn-
ar, boðið sér greiðsluna, sem lýst er í þessum
ákærulið, en greiðslan kæmi ekki fyrr en í lok
verksins. Víglundur kvaðst hafa sætt sig við
þetta, þótt honum hafi fundist greiðslan lág,
sem hann sagði Árna. Víglundur kvaðst hafa
fengið reikninga sína greidda hjá Ístaki, en að
reikningurinn sem lýst væri í þessum ákæru-
lið hefði ekkert með Ístak að gera.
Niðurstaða 18. töluliðar
Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa lofað
Torf- og grjóthleðslunni þessari greiðslu til
þess að leysa ágreining sem upp kom, en fyr-
irtækið hefði vanmetið reikning sinn um tæp-
lega eina og hálfa milljón króna. Hann kvað
fyrirtækið einnig hafa átt lögvarða kröfu, sem
byggðist á loforði ákærða sem formanns bygg-
ingarnefndar Vestnorræna ráðsins, Bratta-
hlíðarnefndar.
Vitnisburður Víglundar Kristjánssonar hjá
Torf- og grjóthleðslunni er efnislega á sama
veg um þetta uppgjör, en hann kvað þessa
greiðslu óháða uppgjörinu frá Ístaki.
Í þessum lið er ákært fyrir umboðssvik og
að hafa misnotað aðstöðu sína sér eða öðrum
til ávinnings. Fram kemur í gögnum málsins
og því er einnig lýst í skýrslu ríkisendurskoð-
unar, að ekki sé auðvelt að átta sig á því
hvernig störfum byggingarnefndarinnar var
háttað. Svo er að sjá að starf nefndarinnar hafi
að langmestu leyti hvílt á herðum ákærða, sem
hefur einnig borið að svo hafi verið. Ákærði
virðist hafa aflað fjár, gert verksamninga og
sinnt verkeftirliti og fjármálasýslu fyrir hönd
nefndarinnar. Ekki er að finna í gögnum máls-
ins upplýsingar um að gerðar hafi verið at-
hugasemdir við þetta verklag.
Samkvæmt þessu verður ekki annað ráðið
af gögnum málsins, en að ákærði hafi haft
heimild til að gera ráðstafanir eins og þá sem
lýst er í þessum ákærulið. Samkvæmt reikn-
ingnum sem lýst er í ákærunni er hann fyrir
viðbótarhleðslu, endurgerð í Brattahlíð og
vegna tækjaleigu. Ekki var öðrum til að dreifa
en ákærða til að semja um þetta við Torf- og
grjóthleðsluna. Ekki hefur af hálfu ákæru-
valdsins verið sýnt fram á að ákærði hafi með
þessum ráðstöfunum sínum misnotað aðstöðu
sína eins og lýst er í ákærunni. Þá telur dóm-
urinn að Torf- og grjóthleðslan hafi átt lög-
varða kröfu á hendur Brattahlíðarnefnd á
grundvelli samnings eða loforðs við ákærða
sem formann nefndarinnar um þessa greiðslu
eins og áður er lýst.
Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið er
ósannað gegn neitun ákærða að hann hafi með
ráðstöfunum sínum gerst sekur um umboðs-
svik í opinberu starfi. Ber samkvæmt því
sýkna ákærða af þessum ákærulið.
II
Meint umboðssvik ákærða Árna
í opinberu starfi sem formaður
byggingarnefndar Þjóðleikhússins
og meint hlutdeild ákærða Gísla
Hafliða í þeim brotum
19. og 20. töluliður
Ákærði Árni neitar sök. Hann kvað veittar
veitingar liggja að baki reikningunum, sem
lýst er í báðum þessum ákæruliðum. Hann
kvaðst hafa talið reikninginn, sem í 19. tl.
greinir, hafa verið vegna veitinga sem veittar
voru í veislu sem haldin var í tilefni opnunar
svokallaðs málarasalar í Þjóðleikhúsinu. Hann
kvaðst telja að hið sama ætti við um reikning-
inn sem liggur að baki ákærulið 20, en þar hafi
verið um að ræða veitingar vegna opnunar
málarasalarins og veitingar sem veittar voru á
löngu tímabili á vegum byggingarnefndarinn-
ar. Ákærði Árni taldi starfsmenn Þjóðleikhús-
kjallarans hafa afhent veitingarnar sem reikn-
ingarnir eru fyrir. Hann kvaðst ekki hafa haft
eftirlit með því hvernig reikningar vegna þjón-
ustunnar voru skrifaðir. Hann kvaðst hafa
treyst starfsmönnum Þjóðleikhúskjallarans
fyrir þessu.
Ákærði Gísli Hafliði neitar sök og kveður
reikninginn sem lýst er í 19. tölulið ákæru ekki
tilhæfulausan. Hann kvað reikninginn hafa
verið útbúinn á skrifstofu fyrirtækisins, en að
ákærði hefði ekki útbúið hann eins og ákært er
fyrir. Hann kvað hugsanlegt að hann hefði
mælt svo fyrir um að texti reikningsins skyldi
vera eins og lýst er í ákærunni. Þetta mundi
ákærði ekki og kvaðst ekki getað áttað sig á
þessu, þar sem enginn undirreikningur fylgdi.
Hann kvað meðákærða Árna hafa komið að
máli við sig og greint sér frá því að hann ætti
eftir að halda veislu fyrir iðnaðarmenn. Með-
ákærði Árni hefði pantað í veisluna í gegnum
eldhúsið, en þar kvaðst ákærði Gísli hafa feng-
ið þær upplýsingar að þjónustan hefði verið
veitt. Hann kvaðst því hafa gengið út frá því
að reikningurinn væri vegna þessarar veislu.
Ákærði Gísli Hafliði neitar einnig sök sam-
kvæmt 20. tölulið ákærunnar. Hann kvað þann
reikning hafa verið vegna vínfanga sem notuð
voru í veislunni, sem getið var um að ofan.
Ákærði kvað meðákærða Árna hafa reynt að
fá vín til veislunnar á svokölluðu tappagjaldi,
sem ekki varð úr. Því hefði þessi reikningur
verið gefinn út. Ákærði Gísli Hafliði kvaðst í
hvorugu tilvikanna, sem hér um ræðir, hafa
haft ástæðu til að halda annað en að veiting-
arnar, sem reikningarnir bera með sér, hefðu
farið til og verið neytt í þágu byggingarnefnd-
arinnar.
Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri, sem
átti sæti í byggingarnefndinni eins og áður er
lýst, kvaðst aldrei hafa þegið veitingar á fund-
um nefndarinnar og kannaðist samkvæmt því
ekki við veitingarnar á þeim 29 fundum sem
lýst er í ákærulið 19. Hann kvað hið sama eiga
við um ákærulið 20.
Niðurstaða töluliða 19 og 20
Ákærði Árni taldi reikningana sem hér um
ræðir hafa verið vegna veitinga í þágu bygg-
ingarnefndarinnar.
Ákærði Gísli Hafliði kvaðst ekki hafa útbúið
reikninginn, sem lýst er í 19. tölulið ákær-
unnar, en að hugsanlega hefði hann gefið fyr-
irmæli um texta reikningsins. Hann kvað
reikningana í báðum þessum ákæruliðum hafa
verið vegna veitinga í þágu byggingarnefnd-
arinnar. Reikningarnir sem þessir ákæruliðir
eru reistir á liggja frammi og bera virðisauka-
skatt. Ákærðu hafa báðir lýst því að reikning-
arnir hafi verið vegna veittrar þjónustu.
Ákæruvaldið hefur ekki sýnt fram á að það sé
rangt hjá ákærðu. Samkvæmt því skortir
auðgunarásetning að því er báða ákærðu varð-
ar, en það er saknæmisskilyrði fyrir brot gegn
249. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 243. gr.
sömu laga. Samkvæmt þessu ber að sýkna
báða ákærðu af báðum þessum ákæruliðum.
III
Meint umboðssvik ákærða Árna
í opinberu starfi sem formaður
byggingarnefndar Þjóðleikhússins
og meint hlutdeild ákærða
Stefáns Axels í þeim
21. töluliður
Ákærði Árni neitar sök. Hann kvaðst hafa
talið er hann samþykkti reikninginn, sem hér
um ræðir, að hann væri vegna veittrar þjón-
ustu. Síðar kvaðst ákærði hafa talið að það
hefðu verið mistök hjá sér að skrifa upp á
þennan reikning, þar sem hann taldi reikning-
inn tengjast eigendaskiptum á Þjóðleikhús-
kjallaranum. Ákærði kvað formið á reikningn-
um hið sama og verið hefði um árabil og ekki
hefðu verið gerðar athugasemdir við. Hann
mundi ekki hver kom með reikninginn til hans
til uppáskriftar, en hann kvaðst ekki hafa hitt
meðákærða Stefán Axel í tengslum við þennan
reikning.
Ákærði Stefán Axel neitar sök. Hann kvaðst
ekki hafa gefið út reikninginn, sem lýst er í
þessum ákærulið. Hann hefði heldur ekki farið
með reikninginn til meðákærða Árna. Hann
kvað Daníel Helgason, þáverandi starfsmann
Forum ehf., hafa gefið reikninginn út og
kvaðst ákærði ekkert geta sagt um viðskipti
sem lágu að baki honum. Hann kvað sér hafa
skilist að þessi reikningur væri tilkominn
vegna skuldar byggingarnefndar Þjóðleik-
hússins við Þjóðleikhúskjallarann og taldi
ákærði að samkomulag hefði verið milli með-
ákærðu Björns, eða Gísla, og Daníels, að haga
innheimtu eins og lýst er í ákærunni.
Daníel Jón Helgason heildsali kvaðst hafa
rekið leikhúskjallarann á þessum tíma ásamt
ákærða Stefáni Axeli. Daníel kvaðst hafa útbú-
ið reikninginn sem lýst er í þessum ákærulið.
Hann kvað reikninginn tengjast lokauppgjöri
tengdu eigendaskiptum á rekstri leikhúskjall-
arans. Upplýsingar um fjölda funda, sem getið
er um á reikningnum, kvaðst Daníel telja að
hann hafi fengið frá ákærða Gísla Hafliða. Þá
kvaðst Daníel hafa haft samband við ákærða
Árna til að fá upplýsingar um kennitölu sem
setja ætti á reikninginn, en að Árni hefði sagt
ákærða að senda reikninginn, hann myndi
sjálfur færa inn kennitölu. Daníel kvað ekkert
annað hafa komið fram hjá þeim ákærðu Gísla
Hafliða og Árna en að reikningurinn væri rétt-
ur. Daníel Jón kvað ákærða Stefán Axel ekki
hafa komið að þessari reikningsgerð.
Niðurstaða 21. töluliðar
Ákærði Árni neitar sök, en kvaðst eftir á að
hyggja hafa talið mistök hjá sér að samþykkja
reikninginn. Af framburði beggja ákærðu og
vitnisburði Daníels Jóns Helgasonar má ráða
að reikningur þessi tengist uppgjöri vegna
eigendaskipta á rekstri Þjóðleikhúskjallarans.
Samkvæmt því var reikningurinn tilhæfulaus
eins og lýst er í ákæru. Með samþykki reikn-
ingsins gerðist ákærði Árni brotlegur við þau
lagaákvæði sem lýst er í ákæru. Ákærði Stef-
án Axel neitar sök. Daníel Jón Helgason lýsti
því fyrir dómnum, að hann hefði útbúið þenn-
an reikning og ákærði Árni kvaðst engin sam-
skipti hafa átt við ákærða Stefán Axel vegna
reikningsins. Samkvæmt þessu er ósannað
gegn neitun ákærða Stefáns Axels, að hann
hafi framið þá háttsemi sem í þessum ákærulið
greinir og ber að sýkna hann.
IV
Meint umboðssvik og fjárdráttur
ákærða Árna í opinberu starfi sem
formaður byggingarnefndar Þjóð-
leikhússins og meint hlutdeild
ákærða Tómasar Tómassonar
verkfræðings hjá Ístaki í þeim
22. töluliður
Ákærði Árni neitar sök samkvæmt þessum
ákærulið. Hann kvað Ragnar Axelsson ljós-
myndara, eiganda bílskúrsins í Haukalind 17,
hafa unnið mikið starf bæði fyrir bygging-
arnefnd Þjóðleikhússins og fyrir Brattahlíð-
arnefnd. Ákærði kvað vinnu Ragnars fyrir
Brattahlíðarnefndina hafa verið óuppgerða.
Hann kvaðst því hafa ákveðið að gera upp
verkið á þennan óhefðbundna hátt. Hann
kvaðst hafa haft samband við meðákærða
Tómas og greint honum frá mikilli vinnu
Ragnars bæði fyrir byggingarnefnd Þjóðleik-
hússins og fyrir Brattahlíðarnefnd og kvaðst
ákærði hafa beðið Tómas um að sjá til þess að
vinnan í bílskúrnum yrði unnin. Ákærði kvaðst
ekki hafa rætt þetta mál þannig við með-
ákærða Tómas, að hann hefði vitað að þessi
framkvæmd tengdist byggingarnefnd Þjóð-
leikhússins. Ákærði kvaðst því hafa talið að
Brattahlíðarnefnd stæði í skuld við Ragnar
vegna ógreiddrar vinnu hans og taldi ákærði
að þetta mál yrði endanlega gert upp við loka-
uppgjör fyrir verkið í Brattahlíð. Það væri því
Brattahlíðarnefnd, sem að lokum myndi
greiða fyrir vinnuna í bílskúrnum í Haukalind
17. Ákærði kvað fjárhæðir og lýsingu í þessum
ákærulið vera réttar að öðru leyti.
Ákærði Tómas neitar sök. Hann kvað mála-
vexti hafa verið þá að meðákærði Árni hefði
haft samband við sig og beðið sig um að sjá til
þess að bílskúr í Haukalind 17 yrði innrétt-
aður fyrir ljósmyndara, sem unnið hefði fyrir
Þjóðleikhúsið. Hann minntist þess ekki hvort
meðákærði Árni tók beinlínis fram að vinnan
við Haukalindina ætti að færast á reikning
byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Hann
kvaðst hafa talið þetta verkefni tengjast Þjóð-
leikhúsinu. Hann kvaðst hafa komið verkefn-
inu á samstarfsmann sinn hjá Ístaki, Kolbein
Kolbeinsson verkfræðing, en sá hefði þá verið
með verk í Þjóðleikhúsinu. Ákærði kvaðst hafa
veitt aðstoð við að útvega smiði til verksins, en
önnur afskipti kvaðst hann ekki hafa haft af
þessu máli. Hann kvað Kolbein hafa annast öll
samskipti við meðákærða Árna vegna þessa
máls og ákveðið hvernig verkið var fært til
bókar hjá Ístaki. Ákærði kvaðst muna er Kol-
beinn hefði borið undir sig atriði er hann var
að ganga frá reikningi vegna þessa verks, en