Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 35
taldi sig hafa fengið fyrirmæli um að vinna
verkið eins og gert var. Ákærði kvaðst hafa
svarað Kolbeini á þá leið að þetta væri örugg-
lega í lagi fyrst formaður byggingarnefndar-
innar stæði fyrir þessu, en ákærði kvaðst ekki
hafa útbúið reikninginn sem lýst er í þessum
ákærulið, það hefði Kolbeinn gert. Ákærði
kvaðst hafa talið að verið væri að greiða ljós-
myndaranum fyrir vinnu hans á þennan hátt.
Ragnar Guðni Axelsson ljósmyndari lýsti
því er ákærði Árni hringdi í hann og spurði
hvort hann hefði kíkt út í bílskúr, en þá kom í
ljós að búið var að innrétta bílskúrinn, sem er í
eigu Ragnars. Ragnar kvað áður hafa komið
fram hjá ákærða að hann hefði ákveðnar hug-
myndir um framkvæmdir í bílskúrnum. Ragn-
ar kvaðst hafa spurt Árna hvað framkvæmd-
irnar við bílskúrinn kostuðu hann. Ákærði
hefði þá greint sér frá því að kostnaðurinn
jafnaðist út þegar Ragnar hefði lokið ljós-
myndavinnu sinni fyrir Brattahlíðarnefnd, en
til stóð að Ragnar gerði reikning fyrir þá
vinnu sína og reikningur kæmi á móti vegna
vinnunnar í bílskúrnum. Ragnar lýsti vinnu
sinni fyrir nefndina og kostnaði í því sam-
bandi.
Kolbeinn Kolbeinsson, verkfræðingur hjá
Ístaki, kvað ákærða Tómas hafa hringt í sig og
spurt hvort hann gæti sinnt verkefni í Hauka-
lind 17. Kolbeinn kvað ekki hafa komið fram í
samtali þeirra Tómasar hvernig reikningsfæra
skyldi verkið við bílskúrinn í Haukalindinni.
Kolbeinn kvaðst hafa tekið verkið að sér,
hringt í Árna og mælt sér mót við hann á
staðnum. Kolbeinn kvað Árna hafa greint sér
frá því að eigandi bílskúrsins væri ljósmyndari
sem hefði unnið fyrir Þjóðleikhúsið. Kolbeinn
kvað því hafa verið skýrt í sínum huga að
verkið yrði reikningsfært á Þjóðleikhúsið.
Hann kvaðst þannig hafa gengið út frá að ósk-
að væri eftir því að verkið yrði unnið svona og
að um skiptivinnu hefði verið að ræða. Kol-
beinn lýsti verkum sem hann kom að skömmu
áður fyrir hönd Ístaks og unnin voru fyrir
Þjóðleikhúsið. Hann kvaðst hafa gengið frá
reikningi vegna þessara framkvæmda og að
þar með hefði verið verkefnið í Haukalind 17.
Hann kvað viðskiptin fremur óvenjuleg og
kvaðst því hafa ákveðið að ráðfæra sig við
Tómas um hvort eitthvað væri athugavert við
færslur hans vegna Haukalindarverkefnisins.
Kolbeinn minnti að Tómas hefði ætlað að hafa
samband við Árna út af þessu, en þetta mundi
hann ekki. Kolbeinn kvaðst síðan hafa ýtt á
eftir Tómasi, þar sem hann vildi ganga frá
reikningnum, og var niðurstaða þeirra sú að
reikningurinn sem Kolbeinn gerði stæði.
Páll Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Ís-
taks hf., kvað Árna hafa komið fram fyrir hönd
verkkaupa og þannig hefði hann beðið um ým-
is verk. Páll kvaðst telja að varla væri hægt
eða eðlilegt að Tómas vefengdi verkbeiðni frá
yfirmanni við þetta verk. Páll kvaðst ekki vita
hvað þeim ákærðu Árna og Tómasi fór á milli
vegna þessa verks. Hann lýsti verkaskiptingu
innan Ístaks. Hann kvaðst telja að ef Kolbeinn
Kolbeinsson hefði starfað að verkefninu í
Haukalind 17, þá hefði hann gert það á sína
ábyrgð sem yfirmaður verksins.
Niðurstaða 22. töluliðar
Ákærði Árni kvaðst hafa ætlast til þess að
uppgjör fyrir vinnuna við bílskúrinn tengdist
Brattahlíðarnefnd og kæmi á móti væntanleg-
um reikningi Ragnars Axelssonar ljósmynd-
ara vegna vinnu Ragnars fyrir nefndina.
Ákærði Árni kvaðst hafa greint ákærða Tóm-
asi frá mikilli vinnu Ragnars fyrir bygging-
arnefnd Þjóðleikhússins og fyrir Brattahlíð-
arnefnd.
Ákærði Tómas mundi ekki hvort ákærði
Árni tók beinlínis fram að vinnan við bílskúr-
inn ætti að færast á reikning byggingarnefnd-
ar Þjóðleikhússins. Dómurinn telur, eins og
framburði ákærða Tómasar er háttað og sam-
skiptum ákærðu vegna verksins í Haukalind,
að ekki hafi verið óeðlilegt eins og á stóð að
ákærði Tómas teldi vinnuna við bílskúrinn
tengjast byggingarnefnd Þjóðleikhússins. Því
var lýst hvernig ákærði Tómas fékk sam-
starfsmann sinn, Kolbein Kolbeinsson, til að
annast verkið og hvernig hann vann það og
samskiptunum við ákærða Árna og að lokum
reikningsgerð hans. Vísað er til þess sem áður
er rakið um þetta.
Ekki er við annað að styðjast í þessu en
framburð ákærða Árna um það, að hann hafi
ekki ætlast til þess að reikningur vegna bíl-
skúrsins yrði færður á byggingarnefnd Þjóð-
leikhússins, heldur á Brattahlíðarnefnd. Það
hefur því verið fyrir mistök eða misskilning að
reikningurinn var færður eins og lýst er í
ákærunni. Hver sem þáttur ákærða Tómasar
var í þessum misskilningi telur dómurinn ljóst
að ekki hafi verið um saknæmt athæfi hjá hon-
um að ræða.
Vísað er til þess sem rakið var í niðurstöðu-
kafla 18. töluliðar ákæru um verklag ákærða
Árna fyrir Brattahlíðarnefnd. Samkvæmt því
hafði ákærði heimild til að gera samninga og
koma fram fyrir hönd nefndarinnar eins og
hann gerði og lýst er í þessum ákærulið.
Ragnar Axelsson lýsti mikilli vinnu sinni fyrir
Brattahlíðarnefnd og sýndi í réttinum undir
aðalmeðferð málsins stóra og þykka ljós-
myndabók, sem hann vinnur að fyrir nefndina,
en hann kvað vinnu sína vegna þessa óupp-
gerða.
Með vísan til þessa telur dómurinn ljóst að
Ragnar eigi kröfu á hendur Brattahlíðarnefnd
og í samræmi við það, sem rakið var undir nið-
urstöðunum í 18. tölulið ákæru, hafði ákærði
Árni heimild til þess að gera ráðstafanir eins
og þær sem hér er lýst. Ekki er upplýst hvort
krafa Ragnars á hendur Brattahlíðarnefnd er
hærri en sem nemur kostnaðinum við bílskúr-
inn, þótt ýmislegt bendi til þess að svo sé.
Auðgunarásetningur, sbr. 243. gr. almennra
hegningarlaga, er saknæmisskilyrði umboðss-
vika. Dómurinn telur með vísan til alls ofanrit-
aðs slíkan ásetning ekki sannaðan hjá ákærða
Árna og ber samkvæmt því að sýkna hann af
þessum ákærulið.
Þessi niðurstaða leiðir sjálfkrafa til sýknu
ákærða Tómasar.
23.–27. töluliður
Ákærði Árni játar sök samkvæmt öllum
þessum töluliðum. Ákærði kvað meðákærða
Tómas í engu tilvikanna hafa vitað að vörurn-
ar, sem ákærði tók út, hefðu ekki farið til Þjóð-
leikhússins. Ákærði kvað samskipti sín við
ákærða Tómas samkvæmt þessum ákærulið-
um hafa verið á sama veg og í öðrum ákærulið-
um, þar sem ákærði tók út vörur samkvæmt
beiðni sem ákærði Tómas hefði gefið út, og á
þetta við um 4., 6. og 8. tölulið ákærunnar en í
þeim liðum er ákærði Tómas ekki ákærður.
Ákærði Tómas neitar sök. Hann kvaðst hafa
gefið út beiðnir þær sem lýst er í þessum tölu-
liðum ákærunnar. Í öllum tilvikum hefði
ákærði Árni skýrt í hvaða skyni átti að kaupa
vöruna. Ákærði Árni hefði sagst vera að kaupa
vörur fyrir aðra verktaka sem voru við störf í
framhaldi eða í tengslum við vinnu Ístaks í
Þjóðleikhúsinu. Ákærði Árni hefði í þessu
sambandi nefnt vinnu við leikmunageymslu,
hús Jóns Þorsteinssonar og fleira. Tómas kvað
sér ekki hafa fundist neitt óeðlilegt við inn-
kaupin sem í þessum ákæruliðum greinir.
Hann kvað minni verktaka ekki með eins gott
innkaupakerfi og Ístak og kvað sér hafa fund-
ist sjálfsagt að verða við því að gefa út beiðn-
irnar þegar formaður byggingarnefndar Þjóð-
leikhússins óskaði eftir þeim. Árni hefði verið
fulltrúi verkkaupans og auk þess hefði hann
verið eins konar „allsherjarverkefnastjóri“ og
komið beint að ýmsum framkvæmdum. Hann
kvaðst því ekki hafa séð neitt óeðlilegt við að
aðstoða við þau innkaup sem hér um ræðir.
Tómas kvað ákærða Árna hafa haft samband
við sig vegna viðgerðar og sandblásturs á ofni
fyrir leikmunadeild Þjóðleikhússins. Hann
kvaðst hafa vitað að Árni lét sér fátt óviðkom-
andi í leikhúsinu og kvaðst hann ekki hafa ver-
ið hissa þótt Árni væri kominn í einhverjar út-
réttingar fyrir leikmunadeild. Kvaðst hann því
ekki hafa séð neitt athugavert við að gefa út
beiðni fyrir viðskiptum sem lýst er í ákærulið
23. Tómas kvaðst hafa treyst Árna fullkom-
lega og ekki hafa sannreynt hvort ofninn væri
í þágu leikhússins. Tómas kvað hið sama eiga
við um afstöðu sína til ákæruliða 24 til og með
27 og sem rakið var að ofan. Tómas kvaðst
hafa talið úttektina hjá Vídd ehf. hafa verið
vegna leikhússins og að þar væri um að ræða
efniskaup í kjölfar vinnu Ístaks fyrir bygging-
arnefndina og lýsti hann í hverju sú vinna
fólst. Tómas kvað Árna hafa greint sér frá
tveimur verkefnum sem hrundið yrði í fram-
kvæmd síðastliðið sumar. Annars vegar við-
gerð á húsi Jóns Þorsteinssonar og hins vegar
vinna við leikmunageymslu. Tómas kvað Árna
hafa verið að skipuleggja þessi verkefni og að
hann hefði í því skyni verið búinn að festa inn-
réttingarsmið, sbr. ákærulið 25, og þá hefði
staðið til að forsmíða einingar sem Ístak átti
að setja upp. Þá lýsti hann frekari kaupum eft-
ir beiðnum sem hann gaf út og átti þá við liði
26 og 27. Ákærði kvað sér hafa fundist þetta
eðlilegt skipulag. Tómas kvaðst hafa treyst
Árna og ekki hafa haft ástæðu til tortryggni
vegna þeirra innkaupa sem lýst er í þessum
ákæruliðum og því ekki hafa farið í leikhúsið
til að ganga úr skugga um það hvort munirnir
sem keyptir voru fóru þangað.
Niðurstaða ákæruliða 23–27
Ákærði Árni játar sök samkvæmt þessum
ákæruliðum. Hann kvað ákærða Tómas ekki
hafa vitað að vörurnar fóru ekki í Þjóðleik-
húsið.
Sannað er með skýlausri játningu ákærða
Árna fyrir dómi og með öðrum gögnum máls-
ins að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi
sem lýst er í öllum þessum ákæruliðum. Skír-
skotað er til ákærunnar um lýsingu málavaxta
eins og áður var rakið.
Brot ákærða Árna eru í öllum tilvikum rétt
færð til refsiákvæða.
Ákærði Tómas neitar sök. Hann kvaðst ekki
hafa vitað af framferði ákærða Árna, sem
hann kvaðst hafa treyst, og að sér hefðu fund-
ist ráðstafanir hans eðlilegar. Ákærði Tómas
skýrði úttektirnar og vitneskju sína um verk
sem verið var að vinna í Þjóðleikhúsinu eða til
stóð að vinna þar. Vísað er til framburðar
ákærða Tómasar um þetta. Hann kvað ákærða
Árna hafa verið eins konar „allsherjarverkefn-
isstjóra“ við framkvæmdir í leikhúsinu. Þetta
má einnig ráða af öðrum gögnum málsins og af
vitnisburði.
Ákærði Tómas hafði haft mikil samskipti við
ákærða Árna vegna vinnu Ístaks í Þjóðleik-
húsinu. Eftir þau miklu samskipti telur dóm-
urinn að ástæðulaust hafi verið fyrir ákærða
Tómas að ganga úr skugga um það hvort mun-
irnir sem beiðnirnar lutu að færu í Þjóðleik-
húsið. Ekki var eðilegt að gera þá kröfu til
ákærða Tómasar að hann hefði á þennan hátt
eftirlit með verkkaupanum. Hann mátti
treysta honum og hafði ekki ástæðu til annars
þótt annað kæmi á daginn síðar. Þetta er í
samræmi við það sem fram kom í vitnisburði
Óskars Braga Valdimarssonar, forstjóra
Framkvæmdasýslu ríkisins, um það að ekki
hafi verið farið ofan í efnisatriði hvers reikn-
ings sem formaður byggingarnefndar Þjóð-
leikhússins skrifaði upp á. Þótt í ljós hafi kom-
ið síðar að hann hafi brugðist trausti þá leggur
það ekki aukna ábyrgð að þá aðila sem í góðri
trú áttu við hann samskipti. Ákærði Árni kom
fram sem opinber starfsmaður og fulltrúi
verkkaupa í þeim tilvikum sem hér um ræðir.
Ef tekið er mið af fyrri samskiptum ákærðu
vegna starfs ákærða Árna sem formanns
byggingarnefndar Þjóðleikhússins og að teknu
tilliti til alls þess sem rakið hefur verið telur
dómurinn unnt að taka undir það álit ákærða
Tómasar að hann hafi ekki haft ástæðu til að
vantreysta ákærða Árna. Ákærði Tómas gat
því hvorki séð fyrir né gert ráð fyrir því hvern-
ig ákærði Árni brást trausti og ábyrgð.
Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið tel-
ur dómurinn að ákærði Tómas hafi verið í
góðri trú er hann gaf út beiðnirnar sem lýst er
í þessum ákæruliðum, en Ístak krafði bygg-
ingarnefnd um greiðslu eins og lýst er. Ákærði
Tómas átti samkvæmt þessu ekki neinn þátt í
brotum meðákærða Árna og ekki eru uppfyllt
saknæmisskilyrði að því er han varðar. Ber því
að sýkna ákærða Tómas af þessum ákærulið-
um.
V
Meint mútubrot ákærðu Björns
Kristmanns og Gísla Hafliða
28. töluliður
Ákærði Björn Kristmann neitar sök. Hann
kvað meðákærða Gísla Hafliða hafa átt inni
peninga hjá Þjóðleikhúskjallaranum og hefði
Gísli Hafliði oft haft orð á því að fá endur-
greitt. Björn lýsti því er hann afhenti eig-
inkonu meðákærða Gísla 650.000 króna ávís-
un, sem var uppgjör við Gísla, bæði vegna láns
sem hann hafði veitt og einnig var hlutur Gísla
í Þjóðleikhúskjallaranum keyptur. Þetta hefði
verið endurgreiðsla til Gísla og tékkinn hefði
hvorki verið gefinn út í því skyni né með þeirri
vitund að andvirði hans rynni til meðákærða
Árna. Þetta hefðu verið peningar sem Gísli
átti og réði hvernig hann ráðstafaði. Ákærði
kvaðst ekki hafa vitað innihald munnlegs sam-
komulags meðákærðu Gísla og Árna, en
ákærði kvaðst aldrei hafa rætt við Árna.
Ákærði kvað reikninginn sem lýst er í þessum
ákærulið hafa verið samansafn margra reikn-
inga vegna lagfæringa á leikhúskjallaranum.
Ákærði kvað Gísla margsinnis hafa rætt
greiðslu þessara reikninga við Árna og þá
kvaðst ákærði hafa rætt greiðslu þeirra við
Stefán og Guðrúnu, sem hefðu vísað á Árna.
Ákærði Gísli Hafliði neitar sök. Hann
kvaðst hafa rætt við meðákærða Árna um
greiðslu reikninga sem mynda heildarreikn-
inginn, sem lýst er í þessum ákærulið. Gefið
var vilyrði fyrir því að þessir reikningar fengj-
ust greiddir. Hann kvað meðákærða Árna
hafa beðið sig um að útbúa reikninga að fjár-
hæð 650.000 og bæta við reikninginn. Hann
kvað hafa komið fram hjá Árna að hann ætti
mikið inni af ógreiddum launum, bæði vegna
starfs fyrir ákærðu og fyrir Þjóðleikhúsið.
Hann gæti ekki fengið greitt öðruvísi. Ákærði
kvaðst hafa rætt þetta við Björn, en að þeir
hefðu neitað þessari bón Árna. Ákærði kvað
Árna hafa tekið við reikningnum og hringt í
sig og greint sér frá því að búið væri að sam-
þykkja hann. Ákærði kvað það að sínu viti
liggja í augum uppi að Árni var að ýta á eftir
greiðslu. Ákærði kvaðst þá hafa hugsað með
sér að það væri kannski betra að láta Árna
hafa einhverja peninga, en ákærði kvaðst aldr-
ei hafa lofað honum því. Þá hefði ekki legið
fyrir loforð er Árni áritaði reikninginn. Hann
kvaðst hafa hringt í meðákærða Björn og beð-
ið um peninga og hefði meðákærði látið sig
hafa þessa fjárhæð, en hann kvaðst ekki vita
hvort meðákærði Björn ætlaðist til þess að
hann greiddi Árna. Ákærði kvaðst ekki hafa
haft tíma til að sækja peningana til Björns,
sem stílaði ávísunina á eiginkonu ákærða. Hún
innleysti tékkann og ákærði kvaðst síðan hafa
afhent Árna peningana í reiðufé. Ákærði Gísli
kvaðst hafa átt 5% hlut í Þjóðleikhúskjallaran-
um og að hann hefði ekki haft neina hagsmuni
af því að reikningurinn, sem lýst er í þessum
ákærulið, fengist greiddur. Vísað er til fram-
burðar ákærða Árna undir tölulið 17 vegna
háttsemi sem lýst er í þessum kafla ákær-
unnar.
Niðurstaða 28. töluliðar
Vísað er til framburðar meðákærða Árna
undir ákærulið 17 að því er þennan ákærulið
varðar.
Ákærði Björn Kristmann neitar sök og vís-
ast til framburðar hans að ofan. Framburður
ákærða Gísla Hafliða er nokkuð á annan veg
fyrir dómi en hjá lögreglu um hlut ákærða
Björns Kristmanns, en fyrir dómi kvaðst hann
ekki vita hvort ákærði Björn Kristmann ætl-
aðist til þess að peningarnir sem sóttir voru til
hans yrðu greiddir meðákærða Árna. Með-
ákærði Árni kvaðst engin samskipti hafa átt
við ákærða Björn Kristmann í tengslum við
reikninginn.
Með vísan til alls þessa telur dómurinn
ósannað gegn eindreginni neitun ákærða
Björns Kristmanns, að hann hafi á árinu 2001
lofað að greiða meðákærða Árna þóknun fyrir
að samþykkja reikninginn eins og lýst er í
ákærunni og að hafa innt greiðsluna af hendi í
mars 2001 eins og ákært er fyrir.
Ber samkvæmt þessu að sýkna ákærða
Björn Kristmann.
Með játningu ákærða Gísla Hafliða er sann-
að að hann innti greiðsluna af hendi. Eftir sím-
talið sem hann kvaðst hafa fengið frá með-
ákærða Árna tengdi hann greiðsluna til
meðákærða Árna greiðslu reikningsins og er
vísað til framburðar hans um þetta. Brot
ákærða er í ákæru talið varða við 109. gr. al-
mennra hegningarlaga. Í 1. mgr. 109. gr. al-
mennra hegningarlaga segir að hver sem gefi,
lofi eða bjóði opinberum starfsmanni gjafir
eða annan ávinning til þess að fá hann til að
gera eitthvað eða láta eitthvað ógert, er hann
með því bryti gegn starfsskyldu sinni, skuli
sæta fangelsi allt að 3 árum eða, séu máls-
bætur fyrir hendi, fangelsi allt að 1 ári eða
sektum. Meðákærði Árni braut ekki gegn
starfsskyldum sínum með samþykkt reikn-
ingsins. Það var ákærða Gísla Hafliða því
refsilaust að greiða meðákærða Árna fjár-
munina, enda tengdi hann greiðsluna lögmætu
embættisverki meðákærða Árna. Samkvæmt
þessu er verknaður ákærða Gísla Hafliða
refsilaus og ber að sýkna hann.
Eins og rakið var að ofan eru allir ákærðu
utan ákærði Árni sýknaðir af öllum kröfum
ákæruvaldsins.
Sakaferill ákærða Árna hefur ekki áhrif á
ákvörðun refsingar í málinu. Ákærði Árni
brást trausti sem honum var sýnt er hann var
skipaður til að sinna þeim opinberu störfum
sem lýst er í ákærunni. Brotin framdi hann í
opinberu starfi, sbr. 138. gr. almennra hegn-
ingarlaga, og er það virt til refsiþyngingar
eins og lýst er í því lagaákvæði. Brot ákærða
eru mörg og alvarleg. Andlag auðgunarbrot-
anna er rúmlega 3,2 milljónir króna auk ann-
arra brota. Eins og lýst er í ákærunni hefur
ákærði Árni endurgreitt mikinn hluta þeirra
verðmæta sem hann dró sér eða sveik út á
annan hátt.
Refsing ákærða er ákvörðuð með hliðsjón af
77. gr. almennra hegningarlaga. Að öllu of-
anrituðu virtu þykir refsing ákærða Árna
hæfilega ákvörðuð fangelsi í 15 mánuði. Fyrir
svo alvarleg brot í opinberu starfi sem ákærði
er dæmdur fyrir þykir hvorki fært að skilorðs-
binda refsingu að öllu leyti né að hluta.
Ákærði Árni greiði 2⁄3 hluta af 800.000 króna
réttargæslu- og málsvarnarlaunum til Jakobs
R. Möller hæstaréttarlögmanns á móti 1⁄3 hluta
sem greiðist úr ríkissjóði.
Ríkissjóður greiði 300.000 króna málsvarn-
arlaun til Gests Jónssonar hæstaréttarlög-
manns, verjanda ákærða Björns Kristmanns,
300.000 króna málsvarnarlaun til Andra Árna-
sonar hæstaréttarlögmanns, verjanda ákærða
Gísla Hafliða, 300.000 króna málsvarnarlaun
til Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlög-
manns, verjanda ákærða Stefáns Axels, og
500.000 króna málsvarnarlaun til Péturs Guð-
mundarsonar hæstaréttarlögmanns, verjanda
ákærða Tómasar.
Annan sakarkostnað leiddi ekki af málinu.
Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari flutti
málið fyrir ákæruvaldið.
Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kveð-
ur upp dóminn.
DÓMSORÐ
Ákærðu, Björn Kristmann Leifsson, Gísli
Hafliði Guðmundsson, Stefán Axel Stefánsson
og Tómas Tómasson, eru allir sýknaðir af
kröfum ákæruvaldsins í málinu.
Ákærði Árni Johnsen sæti fangelsi í 15
mánuði.
Ákærði Árni greiði 2⁄3 hluta af 800.000 króna
réttargæslu- og málsvarnarlaunum til Jakobs
R. Möller hæstaréttarlögmanns á móti 1⁄3 hluta
sem greiðist úr ríkissjóði.
Ríkissjóður greiði 300.000 króna málsvarn-
arlaun til Gests Jónssonar hæstaréttarlög-
manns, verjanda ákærða Björns Kristmanns,
300.000 króna málsvarnarlaun til Andra Árna-
sonar hæstaréttarlögmanns, verjanda ákærða
Gísla Hafliða, 300.000 króna málsvarnarlaun
til Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlög-
manns, verjanda ákærða Stefáns Axels, og
500.000 króna málsvarnarlaun til Péturs Guð-
mundarsonar hæstaréttarlögmanns, verjanda
ákærða Tómasar.
Guðjón St. Marteinsson.