Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 40
UMRÆÐAN
40 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
F
átt er hollara þeim
sem þekkir eigin
stað en að fara á
annan. Ef ein-
staklingurinn þekk-
ir heimastaðinn, og fer á flakk,
getur hann flutt heim með sér
nýja þekkingu. Hann gerir
ósjálfrátt samanburð á því sem
hann sér og því sem hann þekk-
ir, og fær um leið annað sjón-
arhorn á heimkynni sín.
Júlí er ferðamánuður, og
margir á faraldsfæti, en hver er
hugmyndin? Ég ákvað að hugsa
um það eftir að hafa lesið stutt-
an pistil um efnið í bókinni The
Meaning of Things eftir A.C.
Grayling
(Weidenfeld
& Nicolson,
London,
2001).
Það er sitt-
hvað að vera
ferðamaður og túristi. Ferða-
maðurinn er virkur; hann
ferðast til að öðlast reynslu, til
að læra og skilja eitthvað annað
en hann þekkir. Hann býst við
að lenda jafnvel í vandræðum
og hann langar til að takast á
við þau. Hann vonast jafnvel til
að ferðalagið breyti honum og
að það hafi áhrif á skoðanir
hans. Stundum gerir hann jafn-
vel sjálfum sér erfitt fyrir og
neitar að fara styttri leiðina
sem stendur óþægilega oft til
boða.
Túristinn er hins vegar óvirk-
ur; hann býst við þjónustu og
að vera borinn um svæðið, fyllt-
ur af skemmtiatriðum, og
verndaður frá óþægindum.
Hann býst við að hlutirnir komi
til hans, og hann lendir aðeins í
fyrirfram ákveðnum ævintýrum,
skipulögðum og síendurteknum
af öðrum. Gott fyrir dauð-
þreytta úr erli dagsins.
Galdurinn við ferðalög er að
horfa ferskum augum á það sem
fyrir ber, og slíta af sér viðjar
vanans. Mistökin eru að skjóta
nýju reynslunni inn í eitthvert
fyrirfram mótað hólf heilans og
afgreiða hana þar. Það er held-
ur rart að ferðast um heiminn
með bundið fyrir skynfærin
fimm.
Ein ferðaspurning er um
hvort betra sé að ferðast ein/n
eða með ferðafélaga, en þetta
er mjög umdeilt atriði. Kenn-
ingin um að betra sé að vera
ein/n, þótt það sé eflaust ekki
eins skemmtilegt, felst í því að
raunin sé meiri og einbeitingin
betri. Gott sé að vera ein/n með
sjálfum sér og þroskandi að
takast á við það að bjarga sér
upp á eigin spýtur. Ekki sé
hægt að flýja á náðir vinar síns
eða varpa ábyrgðinni yfir á
hann.
Það getur því verið hollt að
ferðast ein/n, en ég hallast
fremur að hinni kenningunni,
a.m.k. ef ferðafélaginn er góður.
Það er bæði ánægjulegra, og
svo sjá augu betur en auga.
Ferðafélaginn tekur oft eftir
ýmsu sem annars liði hjá og
glataðist. Einnig er mögulegt að
hefja umræður um óljós atriði
sem fyrir augu bregður og fá
nýjar hugmyndir.
Segjum að ferðalangar bregði
sér á listasafn í útlöndum. Þeir
geta skoðað verkin saman og
pælt í þeim, dottið ótrúlegustu
hlutir í hug og fengið undarleg-
ustu niðurstöður. Þannig getur
allt þeirra ferðalag verið;
skemmtilegt, þeir geta hugsað
saman.
Vissulega getur verið ágætt
að vera stundum bara óbreyttur
túristi á leið í þriðja sinn á
sama stað, túristi sem býst við
að sér verði skemmt eins og
óteljandi öðrum á undan honum
eftir uppskrift. Það er að
minnsta kosti betra heldur en
að láta sér leiðast heima, og
hann getur a.m.k. gert tilraun
til að stilla augun fersk. Endr-
um og eins er þó ef til vill þess
virði að leggja það á sig að vera
ferðamaður sem lætur það ekki
hafa of mikil áhrif á sig þótt
hann lendi í einhverjum raun-
um.
Ferðamaðurinn flytur heim-
kynni sín með sér hvert sem
hann fer; umhverfið, og fólkið
sem hann hefur bundist í lífi
sínu frá barnæsku. Ef ferðalag-
ið heppnast skilur hann bæði
heiminn betur, uppruna sinn, og
einnig sjálfan sig. En stóuspek-
ingurinn Seneka (2. f.Kr–65.
e.Kr.) sagði að það væri sama
hversu langt að heiman ein-
staklingurinn færi, og það væri
sama hversu lengi hann ferðað-
ist um heiminn, hann myndi æv-
inlega að leiðarlokum mæta
sjálfum sér.
Nútíma ferðamaður hefur oft
áhuga á að læra eitthvað um
lífsbaráttu fyrri kynslóða og sjá
merkin um það í formi húsa í
bæjum og tófta í náttúrunni, ef
einhver hefur haft vit á því að
viðhalda og endurbyggja minj-
ar. Ferðamaðurinn vill líka oft-
ast fá að sjá lífið í hverju landi
eins og það er, þótt hann viti að
hann muni einungis skynja brot
af því. Ef hann telur sig geta
skrifað greinar og bækur um
einhverja borg eða land eftir
viku- eða mánaðarferð, þá hefur
hann misskilið eitthvað.
Þetta gerðu aftur á móti
stundum ferðamenn fyrri alda
sem skrifuðu m.a. magnaðar
lýsingar um Ísland. Þessir
ferðamenn sáu bæði skrímsli og
undarlegt fólk. Þeir áttu ekkert
hólf í heilanum til að stinga
reynslunni í og bjuggu til nýtt
hólf fyrir skrítilegheitin.
Að lokum má nefna sökn-
uðinn sem ferðamenn finna á
ferðum sínum, eða þegar þeir
finna hvað það er sem þeir
sakna og elska en vilja ekki
missa.
Ferðalög geta því hreinsað
hugann og opinberað ferðalang-
inum hvað það er sem skiptir
máli; hvað er mikils virði og
hvað ekki. Ferðalög geta verið
til að endurmeta, til að fagna,
til að hvílast, til að læra, til að
gleyma eða til að rifja upp, til
að flýja eða bara til að stilla
hugann og búa sig undir næsta
áfanga í annasömu lífi.
Ferð
túristans
Stóuspekingurinn Seneka sagði að það
væri sama hversu langt að heiman ein-
staklingurinn færi, og það væri sama
hversu lengi hann ferðaðist um heim-
inn, hann myndi ævinlega að leið-
arlokum mæta sjálfum sér.
VIÐHORF
Eftir Gunnar
Hersvein
guhe@mbl.is
STJÓRNENDUR
Sparisjóðs Reykjavíkur
og nágrennis hafa und-
anfarna daga hvað eftir
annað talað um fram-
tak hinna fimm stofn-
fjáreigenda í SPRON
og samning þeirra við
Búnaðarbankann sem
„fjandsamlega yfir-
töku“ á SPRON.
Af þessu tilefni
hljóta menn að spyrja:
Hverjum er yfirtakan
fjandsamleg?
Ekki er hún fjand-
samleg stofnfjáreig-
endum sparisjóðsins,
þar sem gert er ráð
fyrir að þeir fái fyrir stofnfjárhluti
sína fjórfalt það verð, sem stjórn
SPRON hafði ætlað þeim. Þar að
auki fela fyrirætlanir fimmmenn-
inganna það í sér að samið verði
við stofnfjáreigendurna um málið.
Það er vissulega eins vinsamleg
aðgerð og hugsast getur að semja
við mann um hagsmunamál hans.
Aðgerðin er heldur ekki fjand-
samleg starfsmönnum spari-
sjóðsins, enda sérstaklega kveðið á
um að gætt skuli hagsmuna þeirra
í samningnum við Búnaðarbank-
ann.
Það blasir því við hvað stjórn-
endur sparisjóðsins
meina, þegar þeir
segja aðgerðina
fjandsamlega. Þeir
telja hana fjandsam-
lega sjálfum sér. Og
svo mikið er þeim
niðri fyrir að þeir
virðast ekki mega til
þess hugsa að stofn-
fjáreigendur fái
hærra verð en fram-
reiknað nafnverð
fyrir stofnfé sitt.
Þetta er skrítið.
Stofnfjáreigendur
kjósa stjórnina.
Stjórnin starfar því í
umboði þeirra. Hún
hlýtur umfram allt að eiga að gæta
hagsmuna þessara félagsmanna í
sparisjóðnum á sama hátt og
stjórnum í öðrum félögum ber að
gæta hagsmuna félagsmannanna
sem kjósa þær. Geri hún þetta
ekki verður hún auðvitað sett af.
Hvers vegna telur stjórnin að-
gerðina fjandsamlega sér? Það er
vegna þess að þá fá stjórnarmenn-
irnir ekki lengur að ráðskast með
eigið fé sparisjóðsins eins og það
sé þeirra eigið fé. Það er hlálegt,
svo ekki sé meira sagt, að horfa á
Guðmund Hauksson sparisjóðs-
stjóra setja geislabaug um höfuð
sér, þegar hann talar um þann göf-
uga tilgang með sparisjóðsfénu,
sem honum einum og stjórnar-
mönnunum sé treystandi fyrir.
Þetta er sami maðurinn og hefur
setið sem stjórnarformaður í
Kaupþingi hf. á grundvelli hluta-
fjáreignar SPRON í því fyrirtæki.
Ekki er nein ástæða til að halla
orðinu mikið á Kaupþing hf. og
starfsemi þess undanfarin ár í
fjármálalífi á Íslandi. Óhætt er þó
að segja að Kaupþing hf. er ekkert
skátafélag. Hörð viðskiptasjónar-
mið hafa ráðið þar ríkjum eins og
alþjóð er kunnugt. Sú starfsemi
hefur verið rekin undir stjórn
stjórnarformannsins Guðmundar
Haukssonar.
Framganga stjórnar SPRON í
þessu máli hefur verið henni til
minnkunar. Þar sitja menn, sem
hika ekki við að ganga gegn aug-
ljósum hagsmunum umbjóðenda
sinna, stofnfjáreigendanna, til að
geta sjálfir persónulega nýtt
valdastöðu sem fylgir miklum pen-
ingum.
Fjandsamleg
hverjum?
SPRON
Framganga stjórnar
SPRON í þessu máli,
segir Davíð Ólafur Ingi-
marsson, hefur verið
henni til minnkunar.
Höfundur er stofnfjáreigandi
í SPRON.
Davíð Ólafur
Ingimarsson
STJÓRN Byggða-
stofnunar ákvað á
fundi sínum í Bolung-
arvík hinn 20. júní sl.
að eignast allmarga
senda sem stofnunin á
veð í og beita sér fyrir
því að stækka útsend-
ingarsvæði sjónvarps-
stöðva um lands-
byggðina. Þrjár
stöðvar hafa snúið sér
til stofnunarinnar með
ósk um atbeina hennar
í þessu skyni. Það eru
Norðurljós vegna út-
sendinga Sýnar, Ís-
lenska sjónvarpsfélag-
ið vegna Skjás eins og
Aksjón á Akureyri. Stjórnin sam-
þykkti að fela starfsmönnum að
undirbúa tillögur um uppsetningu
þeirra á stöðum í dreifbýlinu í sam-
ráði við þessi þrjú fyrirtæki og aðra
aðila sem kunna að gefa sig fram.
Tildrögin eru þau að Byggða-
stofnun veitti fyrir nokkru fyrir-
tæki lán til þess að koma upp
dreifikerfi fyrir starfsemi sína, en
það gekk ekki eftir og fyrirtækið
hefur verið úrskurðað gjaldþrota.
Ákvörðun stjórnar Byggðastofnun-
ar nú lýtur að því að ganga að veði
stofnunarinnar fyrir láninu, sem
eru sendarnir, og nýta þá til þess
að auka fjölbreytni þjónustu á
þessu sviði á landsbyggðinni. Ekki
er ætlunin að stofnunin eigi eða
standi að rekstri dreifikerfis, ann-
aðhvort verða sendarnir seldir við-
komandi fyrirtæki eða lagðir fram
sem hlutafé í því.
Minna má á að fyrir nokkrum ár-
um ákvað stjórn Byggðastofnunar
að kaupa svonefnda byggðabrú og
láta koma henni upp. Það var for-
senda þess að hægt var að nýta
Netið til þess að halda fundi á
mörgum stöðum í senn og taka upp
fjarkennslu m.a. á háskólastigi.
Þarna sýndu stjórnmálamenn
frumkvæði þegar aðrir héldu að sér
höndum.
Íbúar margra staða á lands-
byggðinni hafa óskað eftir bættri
þjónustu á þessu sviði, t.d. er mjög
óskað eftir aðgangi að útsendingum
Sýnar af íþróttaáhugamönnum.
Fyrirtækið bendir
hins vegar á að vegna
fámennis sé ekki lík-
legt að tekjur standi
undir stofnkostnaði og
rekstri dreifikerfisins.
Þetta á við um fjöl-
marga fámenna staði
um land allt.
Þá er spurningin
þessi: eiga markaðs-
lögmálin ein að ráða
eða á hið opinbera að
koma að málinu og
stuðla að nauðsynlegri
uppbyggingu? Þessari
spurningu er greini-
lega svarað í forystu-
grein Mbl. sl. sunnu-
dag á þann veg að það sé óeðlilegt
og Markús Örn Antonsson útvarps-
stjóri gerir slíkt hið sama, svo
furðulegt sem það nú er af hálfu yf-
irmanns ríkisstofnunar sem hefur
byggt upp sitt dreifikerfi fyrir op-
inbert fé og lögbundið afnotagjald.
Þarna er stjórn Byggðastofnunar
algerlega ósammála þessum tveim-
ur aðilum. Það er líka hlutverk
stofnunarinnar að vinna að eflingu
byggðar og atvinnulífs á lands-
byggðinni skv. lögum um Byggða-
stofnun. Sem dæmi um þátt stofn-
unarinnar í uppbyggingu byggðar
má nefna að á síðasta ári var Við-
skiptaháskólanum á Bifröst veitt
ábyrgð fyrir lánum til þess að reisa
skólahúsnæði, sem gerir skólanum
kleift að auka framboð af námsefni
og fjölga verulega nemendum við
skólann. Það styrkir byggðina. Með
sama hætti er það talið styrkja
byggð að auka þjónustustig á ýms-
um sviðum, meðal annars í afþrey-
ingu, íbúar á fámennum stöðum
landsins eiga rétt á því að hið op-
inbera beiti sér í þessu skyni.
Það er svo sem ekkert einsdæmi,
ríkið styrkir áætlunarflug um land-
ið t.d. til Hafnar í Hornafirði og
Morgunblaðið nýtir sér þjónustuna
sem þannig er unnt að veita og
dreifir blaði sínu austur með flugi
Flugleiða. Leiða má rök að því að
með þessu sé dreifingin niður-
greidd úr ríkissjóði og ef ekki kæmi
til niðurgreiðslu verði viðskiptavin-
ir blaðsins að greiða hærra verð
eða fá lakari þjónustu. Dreifikerfi
RÚV væri ekki svo víðfeðmt sem
raun ber vitni nema vegna þess að
ríkið hefur greitt fyrir óarðbæra
hluta þess.
Ríkið styrkir byggingu íþrótta-
húsa og sundlauga um landið, eink-
um í fámennum byggðarlögum í því
skyni að auka þjónustu við íbúana á
viðkomandi stöðum. Ríkið styrkir
rekstur óperuhúsa og leikhúsa í
miklum mæli og ekki er spurt hvort
þeir sem kaupa þessa þjónustu eigi
ekki einir að standa undir kostn-
aðinum. Þvert á móti er talið sjálf-
sagt að skattgreiðendur borgi brús-
ann að miklu leyti. Nú hefur verið
ákveðið að ríkið leggi fram marga
milljarða króna til þess að byggja
tónlistarhús í Reykjavík, sem þýðir
einfaldlega að starfsemin geti ekki
staðið undir stofnkostnaði.
Öll þessi dæmi sýna að almenn
samstaða er um að beita opinberu
fé til þess að bæta þjónustu við
íbúana, stundum svæðisbundið og
stundum bundið við ákveðna
áhugahópa.
Ákvörðun stjórnar Byggðastofn-
unar um að beita sér fyrir upp-
byggingu dreifikerfis fyrir sjón-
varpsefni er í samræmi við almenn
viðhorf landsmanna og í fullu sam-
ræmi við hlutverk stofnunarinnar.
Það eru ekki aðeins íbúar dreif-
býlisins sem njóta góðs af ákvörð-
uninni heldur einnig íbúar höfuð-
borgarsvæðisins þegar þeir ferðast
út á land. Spurningin sem undrandi
ferðamenn bera fram er hvers
vegna dreifikerfi RÚV er víða svo
lélegt sem raun ber vitni, hvers
vegna dreifikerfi GSM-símans um
landið er mjög takmarkað hjá fyr-
irtæki í eigu þjóðarinnar sem græð-
ir á tá og fingri og hvers vegna
dreifing á efni sjónvarps og útvarps
er ekki víðtækari en raun ber vitni.
Þetta er í raun spurning um póli-
tískan vilja og annað ekki.
Það þarf póli-
tískan vilja
Kristinn H.
Gunnarsson
Þjónusta
Almenn samstaða er
um, segir Kristinn H.
Gunnarsson, að beita
opinberu fé til þess að
bæta þjónustu við
íbúana.
Höfundur er alþingismaður.