Morgunblaðið - 04.07.2002, Page 42

Morgunblaðið - 04.07.2002, Page 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR EES-samningurinn var gerður voru þrjú svið sem einkum varða landsbyggðina skilin eftir. Eitt þeirra, fiskveiðar, hefur verið mikið í umræðunni þegar aðild Ís- land að ESB ber á góma. Hin tvö, landbúnaður og byggðamál, miklu síður. Það er þó full ástæða til að gaum- gæfa þau frekar, hvort sem um væri að ræða undirbúning aðildar- viðræðna eða vegna þeirra áhrifa sem EES-samningurinn hefur haft á þessum sviðum þó um þau hafi ekki verið samið beint. Ég mun í þessari grein fjalla sérstaklega um byggðamálin og sveitarstjórnarmál- in og áhrif EES-samningsins á þau svið. Réttarbætur og tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki Þegar EES-samningurinn var í undirbúningi og pólitískri umfjöllun voru það aðallega ákvæðin um frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginleg- an vinnumarkað sem rædd voru. Flestum eru í fersku minni þær hryllingsmyndir sem dregnar voru upp af andstæðingum samningsins af því hvernig erlendir auðkýfingar mundu kaupa upp öll helgustu vé okkar Íslendinga og hvernig vinnu- afl frá Evrópu mundi flæða hér yfir allt og eyðileggja íslenskan vinnu- markað. Hvorugt hefur gengið eftir. Hitt var minna rætt að samning- urinn kveður líka á um samvinnu EES-ríkjanna á sviði félagsmála, jafnréttismála, neytendamála, um- hverfismála og mennta-, vísinda- og tæknimála. Þessi samvinna hefur verið að færa okkur margvíslegar réttarbætur og tækifæri. Það hefur verið haft á orði að EES-samning- urinn sé einhver stærsti samningur sem við höfum gert á sviði félags- mála og umhverfismála. Flestir eru nú sammála um að EES-samning- urinn sé afar mikilvægur og ákvæði hans hafi haft mikil áhrif á hagvöxt og velsæld síðustu ára. Mikil áhrif á sveitarfélögin EES-samningur- inn hefur haft mikil áhrif á sveitarfélögin í landinu. Þau hafa notið hans með ýms- um hætti en einnig tekið við mörgum íþyngjandi verkefn- um. Lög um um- hverfisáhrif hafa haft áhrif sem og tilskip- anir um heilbrigðis- eftirlit, mengunar- mál o.fl. Holræsatilskipunin hefur reynst sveitarfélögunum kostnaðar- söm og erfið í framkvæmd. Þá hafa sveitarfélögin tekist á við tilskipun um minnkun á lífrænu sorpi, reglur um opinber útboð, um opinn vinnu- markað o.fl. Þó EES-samningurinn hafi þannig töluverð áhrif á sveit- arfélögin er vandi þeirra sá sami og ríkisvaldsins; þau eru viðtakendur ákvarðana annarra en eiga þess takmarkaðan kost að koma sínum sjónarmiðum á framfæri eða hafa áhrif á ákvarðanatöku. Með Maastricht-samningnum varð til svokölluð landsvæðanefnd innan ESB. Þar sitja 222 fulltrúar frá svæðum og sveitarfélögum sam- bandsins. Þessi nefnd veitir umsögn um allar tillögur að löggjöf er varða sveitarfélögin. Helstu verksvið hennar hafa verið atvinnumál, fræðslumál og umhverfismál. Í fyrstu sátu í nefndinni bæði kjörnir fulltrúar og embættismenn sveitar- stjórnanna. Vegna umræðu um lýð- ræðishalla hefur hinsvegar verið ákveðið að þar sitji eftirleiðis ein- ungis kjörnir fulltrúar. Þarna er mikilvægur vettvangur til að koma nýjum sjónarmiðum sveitarfélaga á dagskrá ESB og til að skiptast á skoðunum og reynslu í málaflokknum. Byggðakort og -styrkir Vegna EES-samn- ingsins þurfa sveitar- félögin líka að lúta reglum um byggðastyrki og á síðasta vetri sam- þykkti ESA byggðakort fyrir Ísland sem skil- greinir á hvaða svæðum má styrkja verkefni inn- an sveitarfélaga sem þurfa að takast á við bú- setu- eða atvinnuhátta- breytingar, með sam- bærilegum hætti og gert er í ESB. Við njótum hinsvegar ekki uppbyggingarstyrkja ESB þar sem við erum ekki fullir aðilar að sambandinu. Norðmenn hafa tekið upp reglur sambærilegar þeim sem ESB notar og sameinað kraftana í einum sjóði til að geta betur tekist á við byggða- eða atvinnuvanda hjá sér og staðið sig í samkeppninni um fólk og fyrirtæki. Þarna sitja ís- lensku sveitarfélögin eftir, hafa hvorki skýrar reglur né öflugan sjóð. Ef Ísland gerðist aðili að ESB nytu þau hinsvegar uppbyggingar- sjóða sambandsins og ríkissjóður yrði að koma með a.m.k. jafnhátt mótframlag. Þannig má ætla að fjármagn til byggðaþróunarverk- efna, sem væru vel skilgreind og markviss, ykist til mikilla muna. Það ásamt því að eiga þess kost að hafa áhrif innan landsvæðanefnd- arinnar og geta deilt reynslu með öðrum sem eru að fást við sambæri- leg verkefni freistar líka margra þeirra sem vinna að málefnum sveitarfélaganna. Það skilja flestir þeir sem þekkja til atvinnu- og byggðavanda í landinu. Sveitarfélögin og EES-samningurinn Svanfríður Jónasdóttir Byggðamál Sveitarfélögin hafa notið EES-samningsins með ýmsum hætti, segir Svanfríður Jónasdóttir, en einnig tekið við mörgum íþyngjandi verkefnum. Höfundur er þingmaður Samfylk- ingar. Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.