Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR EES-samningurinn var gerður voru þrjú svið sem einkum varða landsbyggðina skilin eftir. Eitt þeirra, fiskveiðar, hefur verið mikið í umræðunni þegar aðild Ís- land að ESB ber á góma. Hin tvö, landbúnaður og byggðamál, miklu síður. Það er þó full ástæða til að gaum- gæfa þau frekar, hvort sem um væri að ræða undirbúning aðildar- viðræðna eða vegna þeirra áhrifa sem EES-samningurinn hefur haft á þessum sviðum þó um þau hafi ekki verið samið beint. Ég mun í þessari grein fjalla sérstaklega um byggðamálin og sveitarstjórnarmál- in og áhrif EES-samningsins á þau svið. Réttarbætur og tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki Þegar EES-samningurinn var í undirbúningi og pólitískri umfjöllun voru það aðallega ákvæðin um frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginleg- an vinnumarkað sem rædd voru. Flestum eru í fersku minni þær hryllingsmyndir sem dregnar voru upp af andstæðingum samningsins af því hvernig erlendir auðkýfingar mundu kaupa upp öll helgustu vé okkar Íslendinga og hvernig vinnu- afl frá Evrópu mundi flæða hér yfir allt og eyðileggja íslenskan vinnu- markað. Hvorugt hefur gengið eftir. Hitt var minna rætt að samning- urinn kveður líka á um samvinnu EES-ríkjanna á sviði félagsmála, jafnréttismála, neytendamála, um- hverfismála og mennta-, vísinda- og tæknimála. Þessi samvinna hefur verið að færa okkur margvíslegar réttarbætur og tækifæri. Það hefur verið haft á orði að EES-samning- urinn sé einhver stærsti samningur sem við höfum gert á sviði félags- mála og umhverfismála. Flestir eru nú sammála um að EES-samning- urinn sé afar mikilvægur og ákvæði hans hafi haft mikil áhrif á hagvöxt og velsæld síðustu ára. Mikil áhrif á sveitarfélögin EES-samningur- inn hefur haft mikil áhrif á sveitarfélögin í landinu. Þau hafa notið hans með ýms- um hætti en einnig tekið við mörgum íþyngjandi verkefn- um. Lög um um- hverfisáhrif hafa haft áhrif sem og tilskip- anir um heilbrigðis- eftirlit, mengunar- mál o.fl. Holræsatilskipunin hefur reynst sveitarfélögunum kostnaðar- söm og erfið í framkvæmd. Þá hafa sveitarfélögin tekist á við tilskipun um minnkun á lífrænu sorpi, reglur um opinber útboð, um opinn vinnu- markað o.fl. Þó EES-samningurinn hafi þannig töluverð áhrif á sveit- arfélögin er vandi þeirra sá sami og ríkisvaldsins; þau eru viðtakendur ákvarðana annarra en eiga þess takmarkaðan kost að koma sínum sjónarmiðum á framfæri eða hafa áhrif á ákvarðanatöku. Með Maastricht-samningnum varð til svokölluð landsvæðanefnd innan ESB. Þar sitja 222 fulltrúar frá svæðum og sveitarfélögum sam- bandsins. Þessi nefnd veitir umsögn um allar tillögur að löggjöf er varða sveitarfélögin. Helstu verksvið hennar hafa verið atvinnumál, fræðslumál og umhverfismál. Í fyrstu sátu í nefndinni bæði kjörnir fulltrúar og embættismenn sveitar- stjórnanna. Vegna umræðu um lýð- ræðishalla hefur hinsvegar verið ákveðið að þar sitji eftirleiðis ein- ungis kjörnir fulltrúar. Þarna er mikilvægur vettvangur til að koma nýjum sjónarmiðum sveitarfélaga á dagskrá ESB og til að skiptast á skoðunum og reynslu í málaflokknum. Byggðakort og -styrkir Vegna EES-samn- ingsins þurfa sveitar- félögin líka að lúta reglum um byggðastyrki og á síðasta vetri sam- þykkti ESA byggðakort fyrir Ísland sem skil- greinir á hvaða svæðum má styrkja verkefni inn- an sveitarfélaga sem þurfa að takast á við bú- setu- eða atvinnuhátta- breytingar, með sam- bærilegum hætti og gert er í ESB. Við njótum hinsvegar ekki uppbyggingarstyrkja ESB þar sem við erum ekki fullir aðilar að sambandinu. Norðmenn hafa tekið upp reglur sambærilegar þeim sem ESB notar og sameinað kraftana í einum sjóði til að geta betur tekist á við byggða- eða atvinnuvanda hjá sér og staðið sig í samkeppninni um fólk og fyrirtæki. Þarna sitja ís- lensku sveitarfélögin eftir, hafa hvorki skýrar reglur né öflugan sjóð. Ef Ísland gerðist aðili að ESB nytu þau hinsvegar uppbyggingar- sjóða sambandsins og ríkissjóður yrði að koma með a.m.k. jafnhátt mótframlag. Þannig má ætla að fjármagn til byggðaþróunarverk- efna, sem væru vel skilgreind og markviss, ykist til mikilla muna. Það ásamt því að eiga þess kost að hafa áhrif innan landsvæðanefnd- arinnar og geta deilt reynslu með öðrum sem eru að fást við sambæri- leg verkefni freistar líka margra þeirra sem vinna að málefnum sveitarfélaganna. Það skilja flestir þeir sem þekkja til atvinnu- og byggðavanda í landinu. Sveitarfélögin og EES-samningurinn Svanfríður Jónasdóttir Byggðamál Sveitarfélögin hafa notið EES-samningsins með ýmsum hætti, segir Svanfríður Jónasdóttir, en einnig tekið við mörgum íþyngjandi verkefnum. Höfundur er þingmaður Samfylk- ingar. Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.