Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt fyrirtæki í Reykjavík til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum tæplega 800.000 krónur vegna launa sem starfsmaðurinn átti inni vegna vangoldinna launa í uppsagnarfresti. Vinnuveit- andinn gaf þá ástæðu fyrir uppsögninni að kon- an hefði rofið trúnað með því að senda tölvu- póst til vinkonu sinnar sem starfaði hjá keppinauti og lagði fram fyrir dóminn hátt á annað hundrað tölvupóstskeyti með samskipt- um konunnar við vinkonu sína sem vann hjá keppinauti fyrirtækisins, máli sínu til stuðn- ings. Taldi dómurinn að ekki væri trúnaðar- upplýsingar að finna í ummælunum, sem væru almenns eðlis og ekki til þess fallin að skaða fyrirtækið. Lögmaður konunnar, Guðmundur B. Ólafs- son hdl., lögmaður hjá Verslunarfélagi Reykja- víkur, ritaði fyrr á árinu bréf til Persónuvernd- ar og óskaði eftir áliti á því að tölvupóstur hennar skyldi hafa verið lesinn og prentaður út af vinnuveitanda hennar. Persónuvernd svaraði því til að stofnunin myndi leggja málið til hliðar þar til dómur félli. Guðmundur mun á næstunni senda Persónuvernd annað erindi og óska á ný eftir því að afstaða verði tekin til málsins. Gat ekki bent á trúnaðarbrot Konan hafði starfað hjá fyrirtækinu í tæplega ár þegar henni var sagt upp störfum en hvergi var getið um trúnaðarbrot í uppsagnarbréfinu. Fyrirtækið óskaði ekki eftir starfskröftum kon- unnar í þriggja mánaða uppsagnarfresti en áskildi sér rétt til að kalla hana til starfa eftir þörfum með 24 tíma fyrirvara og að hún tæki út orlof sitt í uppsagnarfresti. Því hafnaði konan og leit fyrirtækið svo á að hún hefði rift ráðn- ingarsamningnum og því ekki átt rétt á frekari launum. Á þetta féllst dómurinn ekki. Af hálfu fyrirtækisins var því einnig haldið fram að ljóst væri að konan hefði fyrirgert rétti sínum til frekari launa með freklegum brotum gegn þagnar- og/eða trúnaðarskyldu sem kveð- ið væri á um í ráðningarsamningi. Konan hefði daglega haft mikil samskipti við starfsmann hjá keppinauti fyrirtækisins. Með því einu að hafa einhver samskipti við þennan starfsmann, sem hafði hætt hjá fyrirtækinu í fússi, yrði að telja að hún hefði brotið gegn þagnar- og trún- aðarskyldu. Þessu til stuðnings lagði fyrirtækið fram hátt á annað hundrað tölvuútskrifta af bréfasamskiptum þeirra. Fyrir dómi gat fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins þó aðeins bent á fimm bréf úr þeim bunka sem hann taldi inni- halda brot á trúnaði. „Önnur bréf snúast um persónuleg málefni viðkomandi bréfritara og snerta ekki deiluefni þessa máls. Ber að átelja slíka gagnaframlagningu,“ segir í dómnum. Þá hefði framkvæmdastjórinn ekki getað gefið full- nægjandi skýringar á því á hvern hátt trúnaður væri brotinn með ummælunum sem dómurinn taldi almenns eðlis og ekki til þess fallin að skaða fyrirtækið. Fyrirtækið hefði því ekki get- að slitið ráðningarsamningnum fyrirvaralaust. Féllst dómurinn á allar kröfur konunnar. Sigríður Ólafsdóttir kvað upp dóminn. Guð- mundur B. Ólafsson hdl. flutti málið fyrir hönd konunnar en Bragi Björnsson hdl. var til varn- ar fyrir hönd fyrirtækisins. Tölvupóstur innihélt ekki trúnaðarupplýsingar ALÞÝÐUSAMBAND Íslands hefur tilkynnt þátttöku í störfum verðlags- nefndar búvara en ASÍ tók þá ákvörðun árið 1996 að hætta þátttöku í starfi nefndarinnar. Að sögn Halldórs G. Björnssonar, varaforseta ASÍ, var sú ákvörðun umdeild þegar ASÍ ákvað árið 1996 að hætta þátttöku í starfi nefndarinn- ar. Hann segir að undanfarin tvö ár hafi ASÍ reynt að hafa jákvæð sam- skipti við stjórnvöld og það vilji sam- bandið gjarnan gera á öllum sviðum og í trausti þess að á þá verði hlustað. Grétar Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, og Halldór gengu í fyrradag á fund Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra og kynntu honum ákvörðun mið- stjórnar ASÍ um að tilnefna fulltrúa í verðlagsnefnd búvara en á fundi mið- stjórnar ASÍ hinn 19. júní sl. var tek- in ákvörðun um að taka sæti í nefnd- inni á ný. Jafnframt var af hálfu miðstjórnar ákveðið að leita eftir við- ræðum við landbúnaðarráðherra um stöðu og framtíð verðlagningar á bú- vöru og mögulega aðkomu Alþýðu- sambandsins að þessum málaflokki í heild. Að sögn Halldórs voru kosnir í nefndina á miðstjórnarfundi Björn Snæbjörnson, formaður Einingar- Iðju á Akureyri, sem sæti á í mið- stjórn ASÍ, og Kristján Bragason, framkvæmdastjóri Starfsgreinasam- bandsins. Tekur sæti í verðlags- nefnd búvara á ný Alþýðusamband Íslands Bandaríkjamaðurinn Bruce Lindbloom hefur tvisvar hjólað hringinn á Íslandi á tveimur ár- um, sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema að hann hefur lent í vandræðum í bæði skiptin á nákvæmlega sama stað. Í báðum ferðunum varð hann að láta í minni pokann og hætta ferðinni þegar hann átti um það bil 30 km ófarna til Reykjavík- ur, en þar hófst ferðin. Lindbloom var nýkom- inn úr seinni ferðinni þegar blaðamaður Morgunblaðsins náði tali af honum í gær. Hann var svolítið þreyttur eft- ir ferðina og sagðist að- spurður ekki vera tilbú- inn að svara því á stundinni hvort hann væri til í að reyna við hringveginn í þriðja sinn. En gefum honum orðið: „Eiginkona mín, Shar- on, á ættingja hér á landi og því komum við hingað í heimsókn fyrir tveimur árum,“ útskýrir hann og heldur áfram: „Í fyrri hjólreiðaferð- inni minni var ég einn á ferð en núna var ég með vini mínum. Báðar ferð- irnar tókust afar vel. Í fyrra skiptið tók ferðin fjórtán daga en í seinna skiptið þrettán daga. Það var ekki fyrr en í lok ferðanna, þegar ég var kominn á Kjalarnes og var um 6 km sunnan við mynni Hvalfjarð- arganganna, að ég lenti í vandræðum. Í fyrra skiptið var svo mikill hamagangur í veðrinu að ég gat ekki haldið áfram; rokið feykti hjól- inu af veginum. Í seinna skiptið höfðu svo margir teinar í hjólinu brotnað að ómögulegt var að halda áfram. Vinur minn gat heldur ekki haldið áfram því teinar höfðu líkað brotnað í hjóli hans.“ Kemur aftur Þar með enduðu báð- ar hjólreiðaferðir Lindblooms á Kjalarnes- inu. Hann tekur þó fram að þrátt fyrir það hafi ferðirnar verið afar ánægjulegar. „Mér finnst gaman að hjóla á Íslandi enda er landið afar fallegt og margt að skoða,“ útskýrir hann. Hann segist hafa hitt nokkra erlenda hjól- reiðamenn á ferðum sín- um á hringnum en enga íslenska hjólreiðamenn. „Ætli Íslendingar telji ekki brjálæði að nenna að hjóla hringinn um landið.“ Aðspurður seg- ist Bruce Lindbloom fara af landi brott næst- komandi þriðjudag en bætir við: „Ég kem örugglega aftur.“ Lenti í vandræðum á sama staðnum Morgunblaðið/Golli Bruce Lindbloom til hægri á myndinni ásamt félaga sínum Scott Kelley. Hjólreiðamaðurinn Bruce Lindbloom hefur tvívegis gert tilraun til að hjóla hringinn TVEIR ökumenn reyndu að komast undan lögreglu í fyrrinótt en voru báðir gómaðir. Að öðru leyti var næt- urvaktin hjá lögreglunni í Reykjavík tíðindalaus að mestu. Ekki sáust slagsmál á milli manna og aðeins einn var handtekinn en hann hafði brotið rúðu í verslun í miðbænum. Undir morgun taldi lögregla sig þurfa að ræða við ungan ökumann í miðbænum og gaf honum merki um að stöðva bílinn. Það gerði hann en svipti strax upp hurðinni og tók til fótanna en tveir félagar hans sátu áfram sem fastast í bílnum. Lög- reglumennirnir voru snarari í snún- ingum og hlupu ökumanninn fljót- lega uppi og handtóku. Pilturinn reyndist ölvaður og hafði þar að auki misst ökuréttindi sín fyrir skömmu. Fyrr um nóttina hafði lögregla af- skipti af ökumanni í Espigerði sem neitaði að sinna boðum um að stöðva bílinn. Veitti lögregla honum eftirför um Bústaðaveg þar sem hann var króaður af við Ásgarð. Að sögn lög- reglunnar í Reykjavík er maðurinn grunaður um ölvun við akstur. Alls voru þrír ökumenn grunaðir um ölv- un en sá þriðji reyndi ekki að komast undan. Einn hlaupinn uppi en annar króaður af BÓLUEFNIÐ MMR, sem öll 18 mánaða börn eru bólusett með, er uppurið í landinu en efnið ver börn gegn mislingum, hettusótt og rauð- um hundum. Guðrún Sigmundsdóttir, settur sóttvarnarlæknir hjá Landlæknis- embættinu, segir að þótt börn fái bólusetningu síðar en ráð sé gert fyrir komi þau til með að fá jafn- góða vörn, þar sem þessir sjúkdóm- ar hafi ekki verið greindir í sam- félaginu. Að hennar sögn eru vandkvæðin sem þessu fylgja eingöngu að heilsugæslustöðvarnar verði á eftir áætlun. „Við erum með bólusetning- aráætlun sem á að fylgja,“ bendir hún á en segir jafnframt að þetta sé ekkert stórmál. Hún lýsir framkvæmdarferlinu og segir að Landlæknisembættið leggi fram bólusetningaráætlun og ákveði hvaða bóluefni séu notuð í al- mennri ungbarnabólusetningu. Síð- an panti heilsugæslurnar bóluefni eftir þörfum en reikningarnir koma í Landlæknisembættið. Hins vegar sjái Lyfjaverslun um að panta bólu- efnin utan frá og eiga þau til. Lagerinn fyrntist 1. júní Bessi Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Lyfjadreifingar, legg- ur áherslu á að pöntunin sé vænt- anleg eftir helgina, en skorturinn hefur staðið yfir í tvær vikur. Birgð- irnar af MMR runnu út 1. júní síð- astliðinn, að sögn Bessa, en á land- inu voru til skammtar sem hægt var að nota fyrstu tvær vikurnar í júní. Hann segir þetta mjög óheppilegt og telur að um tveggja milljóna króna lager hafi fyrnst hjá þeim. „Það er vegna þess að pöntun sem við þurfum að panta frá framleið- anda er alltof stór miðað við sölu, þannig að við fórum í rauninni aðra leið til að fá sömu pakkningar en það hefur tekið lengri tíma en við áætluðum,“ bætir hann við. „Óþægindin liggja í því að for- eldrar þurfa að koma aftur með börnin í bólusetningu og það er auð- vitað afskaplega leiðinlegt,“ segir hann og bendir jafnframt á að nokkrir dagar til eða frá eigi ekki að skipta máli um vörn. Bessi segir að það geti komið fyr- ir að bóluefni verði uppurin í land- inu, en hann telur að þetta sé í fyrsta skipti sem MMR klárist. Bóluefni fyrir 18 mánaða börn uppurið ÁTTA ára íslenskri stúlku, sem slas- aðist í umferðarslysi í Danmörku á föstudag, er enn haldið sofandi í önd- unarvél. Í gær fengust þær upplýs- ingar hjá sendiráði Íslands í Kaup- mannahöfn að læknar ætluðu að reyna að vekja hana á mánudag. Stúlkan var í bíl ásamt foreldrum sínum og tveimur systkinum þegar áreksturinn varð skammt frá bæn- um Herning á Jótlandi. Hjúkrunar- kona sem átti leið hjá kom stúlkunni til bjargar en hún var þá í hjarta- og öndunarstoppi. Enn haldið sofandi í öndunarvél ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.