Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Félag frönskumælenda á Íslandi stofnað Franskan sam- einar okkur FÉLAG frönskumæl-enda á Íslandi,„Association des Francophones en Islande“, var stofnað nýlega. Morg- unblaðið ræddi við Stéph- ane Aubergy, formann undirbúningsnefndar fé- lagsins. – Hver er tilurð stofnun- ar félagsins? „Hugmyndin kviknaði hjá einum Frakka sem hef- ur verið búsettur hér á landi álíka lengi og ég. Hann benti á, að ekkert fé- lag hér á landi sinnti frönskumælendum við komuna til landsins varð- andi íslenskt samfélag og þess háttar. Sendiráðið sér um öll opinber mál sem snerta Frakka, en hefur ekki félagslegt hlutverk og veitir ekki upplýsingar um hvernig það er að búa á Íslandi. Að sama skapi er Alliance Française virkt að kynna Frakkland og franska menningu fyrir Íslendingum, að- stoða Íslendinga sem vilja læra frönsku og þess háttar. Félagið okkar sinnir öðru sviði, að sameina frönskumælendur sem ekki hafa beint erindi við Alliance Fran- çaise. Við fórum að hittast í vor og ákváðum að stofna félagið. Við er- um 5 stofnfélagar, frá Frakklandi og Belgíu.“ – Hverjum er félagið ætlað? „Það er ætlað öllum frönsku- mælendum á Íslandi, sem sam- ræðu-, upplýsinga- og félagslegur vettvangur. Við stofnfélagarnir lentum öll í því þegar við komum til Íslands að okkur vantaði upp- lýsingar um hvernig það er að setjast hér að. Þá hefði verið gott að hafa einhvern félagsskap að leita til og ráðfæra sig um daglegt líf og öll smáatriði sem er mikil- vægt að vita þegar maður flytur til nýs lands. Nú hefur til dæmis Al- þjóðahúsið verið stofnað, og það á að sinna þessum málum. Við von- umst til náins samstarfs við það í framtíðinni þegar frönskumæl- endur eru annars vegar.“ – Þið hljótið þá að búa yfir mik- illi sameiginlegri reynslu. „Já einmitt, og þá reynslu vilj- um við nýta með stofnun félagsins. Sumir Frakkarnir hér heima hafa búið á Íslandi í um 30 ár og gjör- þekkja orðið íslenskt samfélag. Félagið okkar er vettvangur fyrir reynda frönskumælendur á Ís- landi til að miðla þekkingu sinni á landi og þjóð til þeirra sem nýlega eru komnir til landsins. Margir þekkja fáa hér heima nema kannski maka og hans fjölskyldu þegar þeir koma og vilja fyrst og fremst aðlagast íslensku þjóð- félagi, og myndu þiggja ráð og hagnýtar upplýsingar frá löndum sínum.“ – Hvað með félagsstarfið? „Okkur langar til að skapa vett- vang fyrir samkomur frönsku- mælenda þegar menningarvið- burðir eiga sér stað, svo dæmi sé tekið, eða þegar Alliance Fran- çaise og franska sendi- ráðið eru með uppá- komur – því það eru ekki allir skráðir þar. Við viljum vera gras- rótarhreyfing og láta hlutina gerast hjá félögunum sjálfum, láta hugmyndirnar spretta og hjálpa hvert öðru.“ – Hvað er helst á döfinni? „Við munum halda hátíðlegan franska þjóðhátíðardaginn, 14. júlí, með því að fara saman út að borða á Tapas-barnum eftir mót- töku hjá franska sendiherranum. Áður hefur fólk hist hjá sendiherr- anum og farið síðan hvert sína leið. Við viljum hins vegar halda áfram að spjalla saman, kynnast betur og skemmta okkur saman. Það er því sannarlega í anda félagsins að fara saman út að borða á Bastillu- daginn. Þeir sem áhuga hafa á að koma með okkur eru beðnir að senda póst fyrir 12. júlí á netfang- ið okkar, francophones_isl- @hotmail.com. Við ráðgerum að hafa álíka samkomur nokkrum sinnum á ári. Svo ætlum við að sjálfsögðu að nýta tækifærið til að kynna félagið betur og óska eftir hugmyndum frá nýjum fé- lagsmönnum um hvað væri hægt að gera saman.“ – Hvernig hefur gengið að finna félagsmenn? „Þetta hefur undið upp á sig frá því að hugmyndin komst á skrið. Einn fréttir þetta frá öðrum, við höfum talað við okkar vini og þeir við sína. Þannig hefur félagið aflað sér orðspors meðal frönskumæl- enda. Það er fjöldi frönskumæl- enda hér á landi, bæði frá Frakk- landi, Belgíu, Sviss, Afríkuríkjum, Kanada og fleiri löndum. Þannig kynnumst við líka betur, óháð þjóðerni okkar.“ – Er Íslendingum einnig heimilt að ganga í félagið? „Já, þeim Íslendingum sem hafa búið í frönskumælandi umhverfi í lengri tíma er velkomið að ganga í félagið. Hins vegar verður félagið ekki með þjónustu fyrir þá sem vilja læra frönsku eða þess háttar. Því sinnir Alliance Française. Frönsku- mælendur, Francopho- nes, eru þeir sem eiga frönsku að móðurmáli eða eru jafnvígir á hana og sitt eigið móðurmál, samkvæmt okkar skilgreiningu.“ – Hvernig má skrá sig í félagið? „Endilega hafið samband um netfangið francophones_isl- @hotmail.com. Félagsgjald er 500 krónur á ári, og við ráðgerum að gefa út fréttabréf nokkrum sinn- um á ári. Einnig er heimasíða í smíðum þar sem hægt verður að halda sambandi við félagsmenn.“ Stéphane Aubergy  Stéphane Aubergy er fæddur árið 1973 í Búrgundí í Frakk- landi. Hann lauk stúdentsprófi árið 1992 og útskrifaðist sem við- skiptafræðingur árið 1996 frá viðskiptaskóla í Chalon-sur- Saône. Hann vann í við- skiptadeild Franska sendiráðsins vorið 1995. Árið 1998 flutti Stéphane til Íslands og hefur verið búsettur hér síðan. Hann hefur unnið við fiskútflutning til Frakklands en starfar nú við inn- flutning á matvörum. Stéphane er vínáhugamaður og flytur inn hvítvín frá Búrgundí. Stéphane er kvæntur Ólöfu Rist og eiga þau einn son, Úlfar Alexandre. Deila reynslu sinni af bú- setu á Íslandi Megum við Denni Dæmalausi koma inn og leika við Dabba litla HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu Kára Stefáns- sonar, forstjóra Íslenskrar erfða- greiningar, um að fella úr gildi úr- skurð úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 14. desember sl. Með úrskurðinum felldi nefndin úr gildi byggingarleyfi fyrir einbýlis- hús Kára við Skeljatanga. Málavextir eru þeir að Kári sótti um leyfi til að byggja hús með tvö- földum bílskúr. Að aflokinni minni- háttar breytingu á deiliskipulagi veitti skipulags- og byggingarnefnd leyfið. Málinu var vísað til afgreiðslu byggingafulltrúa sem samþykkti leyfið með þeim rökstuðningi að það væri í samræmi við ákvæði skipu- lags- og byggingarlaga. Þessa ákvörðun staðfesti borgarráð. Þrír væntanlegir nágrannar Kára, þau Gísli Helgason, Herdís Hall- varðsdóttir og Guðmundur Jónsson, kærðu þessa ákvörðun til úrskurð- arnefndar skipulags- og byggingar- mála og kröfðust þess að leyfið yrði fellt úr gildi og að framkvæmdir yrðu stöðvaðar þar sem húsið væri bæði of stórt og of hátt. Nefndin féllst á að stöðva framkvæmdir og felldi bygg- ingarleyfið úr gildi. Í niðurstöðu nefndarinnar sagði m.a. að á lóðinni væri heimilt að reisa einnar hæðar hús með 4,4 metra mænishæð. Sam- kvæmt teikningu átti húsið hins veg- ar að vera 5,7 metra hátt en þar sem það var stallað að hluta til taldi Kári að það væri innan þeirra marka sem mælt væri fyrir um í lögum og skipu- lagsskilmálum og á það höfðu borg- aryfirvöld fallist. Úrskurðarnefndin var á öndverðri skoðun og komst að þeirri niðurstöðu að byggingarleyfið samræmdist ekki skipulagsskilmál- um og að byggingaryfirvöld hefðu túlkað ákvæði þeirra of rúmt og var það því fellt úr gildi. Það var niðurstaða dómsins, á sama hátt og úrskurðarnefndarinn- ar, að skipulags- og byggingarlög leyfðu ekki hina rúmu túlkun skipu- lagsskilmálanna, sem byggingaryfir- völd byggðu á við veitingu bygging- arleyfisins. Þá hefði Kára ekki tekist að hnekkja niðurstöðu nefndarinnar. Þá hefði úrskurður hennar hvorki verið brot á jafnræðisreglu né hefðu nefndarmenn verið vanhæfir til að kveða upp lokaúrskurð. Þremenn- ingarnir voru því sýknaðir af öllum kröfum. Í dómnum segir að þau séu öll ólöglærð en hafi engu að síður kosið að reka mál sitt sjálf og skilað tveimur nánast samhljóða greinar- gerðum. Skorti nokkuð á að í þeim væri gerð grein fyrir málavöxtum og málsástæðum í þeirri skipulegu sam- fellu sem ætlast er til í lögum um meðferð einkamála. Málflutningur þeirra hefði auk þess ekki verið til þess fallinn að skýra málstað þeirra á þann hátt sem nauðsynlegt er í máli sem þessu. Dómnum þótti því ekki rétt að dæma Kára til að greiða þeim málskostnað. Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp dóminn. Othar Örn Peter- sen hrl. flutti málið f.h. Kára. Héraðsdómur Reykjavíkur um nýbyggingu Kára Stefánssonar Staðfestir úrskurð um að fella byggingarleyfi úr gildi ÞEIR Einar Aðalsteinsson og Grét- ar Karl Arason, nemendur í Hlíða- skóla í Reykjavík, afhentu í gær menntamálaráðherra, Tómasi Inga Olrich, mótmælaskjal með um 1200 undirskriftum þar sem því er mót- mælt að skólaárið verði lengt enn frekar í grunnskólum landsins. Einar sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að fólk á öllum aldri hefði ritað undir mótmælaskjalið. Hann segist mótfallinn hug- myndum um að skólaárið verði lengt enn frekar. Með því verði sumarfrí nemenda enn styttra. Þá segist hann efast um að lengra skólaár þýði betri kennslu. Nær væri að þyngja námsefnið og lengja sjálfan skóladaginn. „Við vonumst til þess að þessi mótmæla- listi hafi áhrif,“ segir hann og bendir á að enn sé hægt að skrá sig á hann á Netinu, en slóðin er: www.dindill.com. Er ráðherra tók á móti mót- mælaskjalinu minnti hann m.a. á að í grunnskólalögum væri kveðið á um að kennsludagar væru ekki færri en 170 dagar á ári. Lögin til- greindu einungis lágmarksstarfs- tíma skóla og útilokuðu ekki að kennsludagar væru fleiri en 170. Sveitarstjórnir bæru síðan ábyrgð á framkvæmd laganna og hefðu heimild til að fjölga kennsludögum umfram 170 daga. Mótmæla lengingu skólaársins Morgunblaðið/Sverrir Einar Aðalsteinsson og Grétar Karl Arason afhentu menntamálaráð- herra, Tómasi Inga Olrich, mótmælalista í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.