Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR
38 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
!"# $
! "
# %&
'
%'
%&
( #
)
*
%
!
+
#(, - (.
! " # $ %%%%
EINBÝLI
Sporðagrunn - glæsilegt
Mjög fallegt og reisulegt þrílyft 334,6 fm
einbýli/tvíbýli ásamt 24,5 fm bílskúr og
stórri glæsilegri sólstofu með glæsilegu
útsýni yfir Borgina. Á miðhæðinni er for-
stofa, snyrting, hol, stórt sjónvarpsher-
bergi, tvær stórar samliggjandi stofur og
eldhús. Á efri hæðinni eru m.a. fjögur
herbergi, baðherbergi og stór sólstofa. Í
kjallara er um 70 fm 3ja herb. samþykkt
íbúð, þvottah. o.fl. V. 33,0 m. 2519
Svanahlíð - Laugarvatni 2
íbúðir
Erum með í einkasölu gott íbúðarhús á
Laugarvatni sem í eru tvær rúmgóðar
rúmlega 105 fm íbúðir. Húsið er skráð
218 fm og stendur á stórri og gróinni
900 fm lóð. Eignin er í leigu en getur
losnað e. nánara samkomulagi. Tilvalið
hús til íbúðar eða orlofsdvalar. Eignin er
einnig tilvalin til útleigu t.d. á vetrum.
Nánari uppl. á skrifstofu. V. 7,0 m. 2511
RAÐHÚS
Karfavogur - endaraðhús
Erum með í sölu fallegt endaraðhús á
grónum og rólegum stað í vogahverfi.
Húsið er á tveimur hæðum og er skráð
208,6 fm með innbyggðum bílskúr. Á
hæðinni eru m.a. stofur, herbergi, eldhús
og snyrting og á efri hæð eru fjögur her-
bergi og baðherbergi. Parket á gólfum.
Arinn í stofu. V. 21 m. 2513
HÆÐIR
Hjálmholt - sérhæð m. bíl-
skúr
Erum með í einkasölu ákaflega fallega
og bjarta neðri sérhæð í tvíbýlishúsi
innst í götunni. Íbúðin er skráð 148 fm
auk 27 fm bílskúrs. Á hæðinni eru m.a.
tvær stofur, tvö herbergi, eldhús og bað.
Aukaherbergi á jarðhæð. Sérinngangur.
Parket og fallegar innréttingar. Húsið er
klætt að utan og í mjög góðu ástandi. V.
20,5 m. 2517
Langholtsvegur - þakhæð m.
skúr
Erum með í sölu fallega og bjarta u.þ.b.
95 fm þakhæð í þríb. ásamt 28 fm bílsk.
Gott ástand m.a. parket á gólfum og
góðar suðursvalir. Gott geymsluris er yfir
íbúðinni. Góður bílskúr. V. 14,4 m. 2514
3JA HERB.
Austurströnd - m. bílskýli
Falleg og björt u.þ.b. 80 fm íbúð á 3.
hæð í góðu lyftuhúsi ásamt stæði í bíla-
geymslu. Frábært útsýni til norðurs og
vesturs yfir flóann og víðar. Íbúðin er í
góðu ástandi m.a. parket og flísar á gólf-
um og góðar innréttingar. Fín eign í lyftu-
húsi. V. 11,9 m. 2515
Stigahlíð - laus strax
Falleg og mikið endurnýjuð 3ja-4ra herb.
82 fm íbúð á 1. hæð í góðu fjölbýli sem
skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, tvö
svefnherbergi, eldhús og baðherbergi.
Parket á gólfum, flísar á baði og suður-
svalir. Stutt í alla þjónustu. V. 10,3 m.
2507
2JA HERB.
Þingholtin - glæsileg íbúð
Vorum að fá í einkasölu ákaflega fallega
og vandaða 2-3 herb. 78,3 fm íbúð á
jarðhæð í fallegu steinhúsi. Sérinngang-
ur. Flísar og parket. Stórt og fallegt eld-
hús. Góð lóð með verönd. Mjög vöndur
íbúð sem vert er að skoða. V. 9,7 m.
2512
Þangbakki 8-10 - laus strax
Góð 69 fm íbúð á 8. hæð með stórum
suðursvölum í þessu vinsæla lyftuhúsi.
Íbúðin skiptist í hol, stofu, svefnherbergi,
eldhús og baðherbergi. Sameiginlegt
þvottaherbergi er á hæðinni. Öll þjón-
usta er við hendina. Parket á gólfum.
Laus strax. Frábært útsýni. V. 9,9 m.
2508
Höfum fengið í einkasölu fasteignirnar
við Vesturgötu 3 í Reykjavík. Um er að
ræða Hlaðvarpann sem er samtals
1.351,8 fm að stærð og skiptist þannig:
Hús er snýr að Vesturgötu sem er sam-
tals 430,9 fm að stærð og skiptist í kjall-
ara, 2 hæðir og ris.
Hús sem snýr að torgi og Fischersundi
og skiptist í kjallara og tvær hæðir. Um
er að ræða hús sem eru staðsett á besta
stað í miðbæ Reykjavíkur og gefa mikla
möguleika varðandi ýmiss konar rekstur.
Húsin geta selst saman eða sitt í hvoru
lagi. Allar nánari upplýsingar veittar á
skrifstofu. V. 127 m. 3473
Vesturgata - Hlaðvarpinn
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Með örfáum orðum viljum við
kveðja Agnar Rafn Vilhjálmsson,
sem svo óvænt og hastarlega er
hrifinn brott í blóma lífsins. Minn-
ingar um ljúfar samverustundir
streyma fram. Vinátta, frændsemi
og hjálpsemi einkenna þær, hvort
sem þær eru frá afmælum, jólaboð-
um eða hversdagslegu amstri.
Nokkur sumur í röð var Aggi svo-
kallaður ráðsmaður í Oddeyrargöt-
unni hjá okkur. Hann var barnapía,
sendill eða garðyrkjumaður eftir
þörfum. Allt fórst honum jafn vel.
Aggi var traustur, skemmtilegur
og nærgætinn og laðaði fólk að sér,
sérstaklega börn. Enginn hafði
betra lag á að stjórna í leikjum og
sætta ólík sjónarmið. Þegar börnin
uxu úr grasi urðu samfundir strjálli,
en alltaf þegar hist var á förnum
vegi heilsaði Aggi með sínu yndis-
lega hlýja brosi, sem alltaf var það
sama.
Mikill harmur er kveðinn að for-
eldrum, systkinum og öðrum ást-
vinum Agnars. Þeim vottum við
okkar innilegustu samúð.
Far þú í friði kæri vinur.
Kristín, Ólafur og synir.
Hann var langur föstudagurinn
28. júní meðan við félagarnir biðum
milli vonar og ótta. Erfitt var að
geta ekkert gert annað en að bíða,
helst hefðum við viljað vera með í að
leita, en við vissum þó að þar voru
reyndir og hæfir menn að störfum.
Hafi þeir hér með allir okkar
mestu þakkir. Svo kom fréttin,
hann er fundinn, hann er látinn.
Vonin brást og staðreyndin blasti
við. Vinur okkar, höfðinginn, gull-
molinn Aggi var farinn í lengri ferð
en hann ætlaði í upphafi. Á svona
tímamótum, þar sem okkur finnst
heilum kafla í lífi okkar vera lokið,
AGNAR RAFN
VILHJÁLMSSON
✝ Agnar Rafn Vil-hjálmsson fædd-
ist á Akureyri 9. maí
1966. Hann lést af
slysförum 28. júní
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans eru hjónin
Vilhjálmur Rafn
Agnarsson stálsmið-
ur og Margrét Guð-
mundsdóttir af-
greiðslukona.
Systkini Agnars eru:
1) Eydís Hrönn
sjúkraliði, hennar
maður er Hannes
Helgason, starfs-
maður Vífilfells. Börn þeirra eru
Brynjar Ingi, Valdís Eva og
Hanna Margrét; 2) Arnar Már há-
skólanemi, unnusta hans er Sig-
urlaug Níelsdóttir.
Agnar var starfsmaður Vífil-
fells á Akureyri.
Útför Agnars fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju á morgun, mánu-
daginn 8. júlí, og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
veltir maður fyrir sér
sem aldrei fyrr spurn-
ingunni um tilganginn
og þrátt fyrir lestur
margra bóka á þessu
sviði stendur maður á
gati hvað varðar rök-
vísi tilverunnar á móti
bláköldum raunveru-
leikanum.
Vinskapur og sam-
vinna okkar spannar
rúm 10 ár, dagleg sam-
skipti, veiðiferðir á sjó
og landi, ferðir innan-
lands og utan hafa ein-
kennst af heiðarleika,
húmor og samviskusemi.
Aggi er ljóslifandi fyrir okkur
hvert sem við lítum, enda var hann
hinn vörpulegasti maður sem gust-
aði af. Ef telja ætti upp alla hans
góðu kosti væri óhætt að segja að af
nógu væri að taka. Hann var sér-
stakur fyrir margar sakir. Það sem
stendur hæst er hversu vandaður
hann var í alla staði, ævintýralega
duglegur, strangheiðarlegur og
ósérhlífinn. Aggi var einstaklega
vel kynntur hvert sem hann fór
vegna vinnu sinnar, enda var það
mikið metnaðarmál fyrir hann að
hlutirnir gengju vel fyrir sig og
voru vinnubrögð hans óaðfinnanleg.
En þver gat hann verið, og honum
var sjaldan snúið, þá þýddi ekkert
annað en húmorinn í stað þess að
reyna að þvarga við hann. Lítið
dæmi um þvermóðsku hans er að
hann skrifaði aldrei y þannig að
skrítin voru orðin, t.d. „likill, mind-
bandaleigan og mindheimar.
Aggi undi sér best úti í nátt-
úrunni og varð það nærri óbrigðult,
að þegar við vorum í gæsaveiði, sem
yfirleitt gekk ekki neitt, talaði hann
um að fjöldi veiddra gæsa skipti
engu, heldur það að skynja náttúr-
una og vera í góðum félagsskap.
Reyndar sagði hann líka oft að við
hlytum allir að vera snarklikkaðir,
að vinna saman allt árið frá átta á
morgnana og oft á tíðum langt fram
á kvöld og fara svo saman í veiði um
helgar. Réttast væri að senda okkur
alla á hæli. Það er næstum því
óbærilegt að hugsa til þess að við
félagarnir eigum ekki eftir að liggja
oftar ofan í skurði bíðandi eftir
gæsum, en veiðiferðirnar okkar eru
ógleymanlegar.
Óbyggðirnar kölluðu sterkt til
Agga sem og föður hans, en þeir
hafa farið víða saman. Það var alltaf
jafn gaman að ræða við Agga um
landið okkar, leiðir og sérkenni, en
þar var maðurinn á heimavelli og
fór oft mikinn. Honum þótti sér-
staklega vænt um landið og hafði
megnustu óbeit á fyrirhuguðum
stóriðjuframkvæmdum, sem gjarn-
an urðu kveikjan að fjörlegum um-
ræðum. Eftir snarpar umræður
stóð Agnar af sér skoðanir annarra,
enda var hann afar fastur fyrir og
sannfæring hans á málefnum lands-
ins okkar mjög sterk.
Aggi stundaði líkamsrækt og var
vel á sig kominn og eins og einn úr
hópnum komst að orði „það hefur
verið tekið hressilega á því áður en
yfir lauk“, það var nefnilega reynd-
in, það var alltaf tekið hressilega á
því.
Nú hefur stórt skarð verið
höggvið í okkar samheldna hóp sem
ekki verður fyllt, en við höldum
áfram og hittumst svo aftur og þá
með setningunni sem alltaf skapaði
hlátur og gleði í hópnum: „Er ekki
allt á full swing strákar?“
Hver á sér fegra föðurland,
með fjöll og dal og bláan sand,
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð,
með friðsæl býli, ljós og ljóð.
svo langt frá heimsins vígaslóð?
Geym, drottinn, okkar dýra land,
er duna jarðarstríð.
Hver á sér meðal þjóða þjóð,
er þekkir hvorki sverð né blóð,
en lifir sæl við ást og óð
og auð, sem friðsæld gaf?
Við heita brunna, hreinan blæ
og hátign jökla, bláan sæ
hún unir grandvör, farsæl, fróð
og frjáls – við yzta haf.
Ó, Ísland, fagra ættarbyggð,
um eilífð sé þín gæfa tryggð,
öll grimmd frá þinni ströndu styggð
og stöðugt allt þitt ráð.
Hver dagur líti dáð á ný,
hver draumur rætist verkum í,
svo verði Íslands ástkær byggð
ei öðrum þjóðum háð.
Svo aldrei framar Íslands byggð
Sé öðrum þjóðum háð.
(Unnur Benediktsdóttir Bjarklind.)
Við félagarnir í Kók og eiginkon-
ur okkar kveðjum Agga í Kók með
miklum trega.
Megi minningin um góðan dreng
veita aðstandendum hans styrk.
Nói Björnsson,
Rúnar Friðriksson,
Stefán Pálmason.
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: Í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. Í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
Skilafrestur
minning-
argreina