Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 27 Skráning hlutabréfa Vátryggingafélags Íslands hf. F í t o n / S Í A F I 0 0 5 0 2 3 Vátryggingafélag Íslands · Ármúla 3 · 108 Reykjavík · Sími 560 5060 · www.vis.is Tilkynning um skráningu hlutabréfa Vátryggingafélag Íslands hf., kt. 690689–2009, Ármúla 3, 108 Reykjavík, sími 560-5060. Þann 12. júlí 2002 verður allt útgefið hlutafé Vátrygginga- félags Íslands hf., 539.541.040 kr. að nafnverði, skráð á Tilboðsmarkaði Kauphallar Íslands hf., að uppfylltum þeim skilyrðum sem Kauphöllin setur. Auðkenni hlutabréfa félagsins er VISHF. Gengið hefur verið frá samningi við Landsbanka Íslands hf. um viðskiptavakt með hlutabréf VÍS, svo sem reglur Tilboðsmarkaðar Kauphallar Íslands kveða á um. Landsbanki Íslands hf., kt. 540291–2259, Laugavegi 77, 155 Reykjavík. Skráningarlýsingu og gögn sem vitnað er til í henni er hægt að nálgast á heimasíðu Vátryggingafélags Íslands hf., www.vis.is og á heimasíðu Landsbanka Íslands hf., www.landsbanki.is eða hjá útgefanda eða umsjónaraðila. Útgefandi Milliganga við skráningu Upplýsingar og gögn Heildarnafnverð hlutafjár Viðskiptavakt SCHOLA cantorum efndi til tón- leika sl. miðvikudagskvöld í Hall- grímskirkju, en kórinn er á förum til Ítalíu til þátttöku í alþjóðlegri keppni í kórsöng. Efnisskráin var því tví- skipt, þ.e. keppnislögin og svo íslensk kórlög og hófust tónleikarnir á kór- verkinu Sicut ovis eftir Gesualdo, greifann frá Venosa, sem er sagður hafa verið eitt frumlegasta tónskáld sögunnar. Hann var sérstaklega frægur fyrir að samtvinna króma- tískt og kontrapunktískt tónferli á einstaklega djarfan máta, svo að enn í dag þykir tónmál hans allt að því nú- tímalegt. Söngur Schola cantorum var einstaklega glæsilegur og ekki síður í næsta keppnisverki, mótett- unni Warum ist das Licht gegeben, op. 74, nr. 1 eftir Brahms, við biblíu- texta, í þýðingu Marteins Lúters. Í þessu margraddaða verki er Brahms að leika sér með keðjubundinn (ca- non) rithátt, með einstökum glæsi- brag og var flutningur Schola cantor- um afburða góður, sérstaklega í fyrri hluta mótettunnar. Þriðja verkið í þessum keppnisflokki var Peace I leave with you, einstaklega fallegt verk eftir Knut Nystedt og lokavið- fangsefnið var María, Drottins liljan, eftir Báru Grímsdóttur, einstaklega fallegt verk og svo sem einnig kom fram í öðru kórverki, Ef hjarta mitt er valtast alls hins valta (Vorkvæði eftir Laxness), þá er hér að taka til máls frábært tónskáld. Í síðari keppnisflokknum voru ein- göngu nútímaverk, Ave maris stella, glæsilegt verk eftir Trond Kverno, Faðir vor eftir E. Rautavaara, Lau- date eftir Nystedt og fallega Ave Marían eftir Hjálmar H. Ragnars- son. Það er einkennilegt hversu vel Hörður og kór hans ná að nálgast innviðu fegurðarinnar og við þeirri spurningu, hvernig, er ekkert svar. Það aðeins er. Síðasti hluti söngskrárinnar voru eingöngu íslensk kórlög, Maríukvæði eftir Atla Heimi Sveinsson, Vorkvæði eftir Báru Grímsdóttur, Vorvísa og Hjá lygnri móðu eftir undirritaðan og Hvert örstutt spor eftir Jón Nordal, en öll þessi verk eru samin við texta eftir Halldór Laxness. Tónleikunum lauk svo með Smávinir fagrir eftir Jón Nordal, sem er samið við feg- urstu hendingarnar úr Hulduljóðum Jónasar Hallgrímssonar. Um flutning Schola cantorum og stjórn Harðar Áskelssonar er það eitt að segja, að þar fellur allt að einu, fegurð og listfengi, en auk þess sem kórstjórinn leggur til, býr kórinn að fögrum röddum, sópran sem er jafn þýður á öllu styrkleika- og raddsvið- inu, einstaklega fögrum altröddum, „clarino“-hljómandi tenórum og hljómmjúkum bassaröddum, er öll leiða hlustendur til hásala fegurðar- innar, þar sem mannsröddin, feg- ursta hljóðfærið og hreinast í túlkun mannsins, ríkir ein. Mannsröddin, fegursta hljóðfærið TÓNLIST Hallgrímskirkja Schola cantorum, undir stjórn Harðar Áskelssonar, flutti íslensk og erlend kórverk. Miðvikudagurinn 3. júlí 2002. KÓRTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Sólarkaffi, Laugavegi 85 Fríða Kristín Gísladóttir opnar sýningu á níu nýlegum olíuverkum kl. 15. Fríða stundaði nám í Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands og er þetta hennar fyrsta einkasýning. Um sýningu sína segir hún m.a.: „Að skynja fegurðina sem er allt í kring- um okkur byggir okkur upp og veitir okkur styrk til að takast á við lífið í sínum ófullkomleika og gefur okkur aðra sýn á erfiðleikana.“ Sýningin stendur til 1. ágúst. Garður, Ártún 3, Selfossi Sýning- arstaðurinn GUK+ verður opinn í dag kl. 14–16, milli kl. 16–18 í Dan- mörku og Þýskalandi. Þar stendur nú yfir sýning Gunnhildar Unu Jóns- dóttur, Spaceman. Í garðinum á Sel- fossi má leika á skjá fartölvunnar tölvuleikinn Spaceman. Á vefsíðu GUK+ http://www.sim- net.is/guk er hægt að skoða ljós- myndir og hreyfimyndir af sýning- unni, hlusta á upptökur og fara í leikinn Spaceman. Þar má einnig fræðast meira um Yuri Gagarin og fá frekari upplýsingar um listakonuna. Sýningin stendur yfir til 25 ágúst. Aðgangur er ókeypis og eru allir vel- komnir. Skriðuklaustur Hallfríður Ólafs- dóttir flautuleikari og Ármann Helgason klarinettleikari halda tón- leika kl. 17. Á efnisskrá eru einleiks- verk fyrir flautu eftir Øistein Som- merfeldt, Philip Selby, Claude Debussy og Arthur Honegger. Verk fyrir einleiksklarinett eftir Heinrich Sutermeister, Igor Stravinskí og Paul Harvey. Og verk fyrir flautu og klarinett eftir Johann Sebastian Bach og Heitor Villa-Lobos. Í DAG Tár eftir Fríðu Kristínu Gísladóttur. NÝR bókaklúbbur hefur hafið göngu sína hjá bókaútgáfunni Sölku. Klúbb- urinn nefnist Hugur, líkami og sál og fá félagar gjöf og sjálfsræktarbók árs- fjórðungslega. Fyrsta bókin nefnist Láttu ljós þitt skína eftir Victoriu Moran í þýðingu Hildar Hermannsdóttur og Rögnu Sig- urðardóttur. Victoria Moran er einnig höfundur bókarinnar Fegraðu líf þitt sem Salka gaf út á sínum tíma. Salka hefur opnað nýja vefsíðu á slóðinni www.salkaforlag.is auk þess sem forlagið hefur flutt í nýjar höf- uðstöðvar að Skólavörðustíg 4. Þar er einnig er starfrækt bókabúð sem sel- ur allar þær bækur sem gefnar hafa verið út af forlaginu, auk ýmissa handbóka og gripa fyrir erlenda ferða- menn. Sjálfsrækt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.