Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 39 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Vel staðsett 129 fm einbýlishús á einni hæð auk 29 fm bílskúrs. Húsið skiptist í forstofu, samliggjandi stofur, 4 herbergi, eldhús, þvottaherbergi og baðherbergi auk geymsluriss. Húsið er klætt að utan og vel viðhaldið, m.a. nýlegir gluggar. 1.000 fm lóð. Fallegt útsýni út á sjóinn og fjallahringinn. VERÐTILBOÐ Engihlíð - Ólafsvík Tvær tveggja/þriggja herb. íbúðir til sölu, 70,4 fm og 74,8 fm, neðst í Listagilinu á Akureyri, alveg fullbúnar og nýstandsettar. Mitt í hjarta bæjarins. AKUREYRI - ORLOFSÍBÚÐIR/GISTIÍBÚÐIR Við bjóðum þér að skoða þessa glæsilegu og mikið endurnýjuðu 97,6 fm 3 herb. íbúð í þessu rómaða og barnvæna hverfi. Ný glæsileg ljós viðarinnrétting, hlynur, og öll eldhústæki ný í eldhúsi. Ný falleg gólfefni. Íbúðin er öll nýmáluð. Sérlega björt og rúmgóð stofa. 2 góð svefnherb. Þvottah. í íbúð. Verið er að mála utanhúss og greiðir seljandi þann kostnað. Eignin er laus og til afh. nú þegar. Já, hér þarf ekkert annað að gera en að flytja inn! Þú hreinlega verður að skoða þessa íbúð. Árni sölumaður Hóls verður á staðnum og tekur vel á móti þér og þínum. Áhv. 4,7 millj. húsbréf. Verð 11,7 millj. Opið hús í dag milli kl. 14 og 16 Eyjabakki 20 – 1. hæð til hægri Skúlagata 17 Sími 595 9000 Fax 595 9001 holl@holl.is - www.holl.is Vilhelm Jónsson, Fasteignasalan Hóll, Hafnarstræti 83, 600 Akureyri. S. 461 2010 & 891 8363. NÝAFSTAÐIÐ er á Egilsstöðum málþing um smávirkjanir. Það var haldið að tilstuðlan Landssambands raforkubænda og Félags áhuga- manna um litlar vatnsaflsvirkjanir á Austurlandi. Um 130 bændur eru nú félagar í landssambandinu, sem stofnað var fyrir fjórum árum og 20 aðilar eru um þessar mundir tilbúnir að hefjast handa við smávirkjanir af mismunandi stærð og gerð. Ólafur Eggertsson er formaður Landssambands raforkubænda. Hann sagði málþingið hafa verið gagnlegt og þar farið yfir ýmsa nyt- sama þætti varðandi smávirkjanir. „Ef aðgengi okkar að upplýsing- um, leyfum og fjármagni er bæri- legt,“ sagði Ólafur að málþinginu loknu, „verður heilmikið byggt af virkjunum í framtíðinni. Eins og stendur eru nokkrir óvissuþættir. Ný raforkulög, m.a. um aðskilnað orkuframleiðslu og sölu, eru í vinnslu og við höfum komið okkar sjónar- miðum þar á framfæri. Við þurfum að vera mjög vel vakandi gagnvart ráðamönnum okkar og fáum góðan hljómgrunn. Smávirkjanir eru taldar mjög jákvæðar í byggðalegu sjónar- miði, þær auka fjölbreytni og skapa atvinnu og verðmæti út um land.“ Meðal þess sem kynnt var á mál- þinginu var vinna sérstaks ráðherra- skipaðs stýrihóps um málefni smá- virkjana. Gunnar Örn Gunnarsson hjá iðnaðarráðuneytinu er formaður stýrihópsins, sem á að vinna umgjörð í kringum litlar vatnsaflsvirkjanir. Gunnar segir að samkvæmt niður- greiðslufrumvarpi á húshitunar- kostnaði sé búið að eyrnamerkja 5– 10 milljónir til athugana á smávirkj- unum. „Meiningin er að nýta þá peninga í frumrannsóknir,“ segir Gunnar. „Einhver hefur bæjarlæk eða á við hliðina á sér og langar að at- huga hvort hægt sé að virkja. Þessir menn eru náttúrlega margir hverjir félitlir og hafa litla þekkingu en mik- inn áhuga. Aðalmálið er að kort- leggja vatnsöflunina, hæðarmun og annað til að finna út hvað tiltekin virkjun geti gefið mikið afl. Í slíkar frumathuganir á að beina fé frá rík- inu næstu 5 árin eða svo.“ Einnig kemur fram í frumvarpinu um niðurgreiðslu á raforku til hús- hitunar að þeir sem hafa hitað upp með rafmagni og fengið það niður- greitt, en byrja að framleiða sitt eig- ið rafmagn til húshitunar, munu áfram njóta niðurgreiðslna. Gunnar segir að stýrihópurinn hafi skipt verklagi við smávirkjanir upp í fjóra þætti. Fyrst er unnin frumathugun og sé hún jákvæð og áhugaverð er farið í frumhönnun og arðsemismat. Þá fer fram endanleg hönnun og fjármögnun og síðast komi framkvæmdaþátturinn. „Það eru ákveðnir lánamöguleikar í kerf- inu eins og það er í dag,“ segir Gunn- ar, „Byggðastofnun, Lánasjóður landbúnaðarins, Framleiðnisjóður og slíkir aðilar, sem geta lánað pen- inga í þessa hluti. Hugmyndin er að reyna að búa til eitthvert ferli, þann- ig að menn séu ekki að fara of skarpt af stað og sitji svo uppi með óhag- kvæma virkjun þegar öll kurl koma til grafar.“ Það er fjölmennur hópur um land allt sem íhugar að fara út í smávirkj- anir. Gunnar er spurður að því hvort menn séu að fara að selja orku í mikl- um mæli inn á raforkukerfið. Sjálfsbjargarviðleitnin blómstrar á landsbyggðinni „Það verður að skoða það sérstak- lega með hverja virkjun fyrir sig. Hversu hagkvæm hver virkjun er, aðgengi hennar á raforkunetið, hversu langt er hún frá markaði og þriggja fasa línum o.s.frv. Þessu þarf að svara strax í forkönnun. Til að setja þetta í stærra samhengi er ljóst að margar af þessum litlu virkjunum eru mjög smáar og hafa enga mark- verða þýðingu í raforkubúskap landsins. Í heildina er þær að fram- leiða um 4MW, sem er ekki neitt neitt. 100 virkjanir af þeirri stærð- argráðu á ári myndu ekki fullnægja orkuaukningunni á öllu landinu. Smávirkjanir gætu hins vegar styrkt einstaka bændur verulega. Þar væru menn að framleiða fyrir sjálfa sig og þyrftu ekki að kaupa dýra orku af netinu. Einnig gætu þeir fengið hug- myndir um að fara út í frekari starf- semi með þessari ódýru orku sinni.“ Raforkulög eru nú til endurskoð- unar og stendur til að leggja þau fyr- ir Alþingi í haust. Breytingar miðast einkum að því að skilja milli fram- leiðslu og sölu og opna á samkeppni. Gunnar segir mjög skiptar skoðanir um ný raforkulög. „Ég er samt ekki viss um að þetta hafi sérstök áhrif á málefni smávirkjana. Ástæða þess að menn eru að fara af stað núna er að sjálfsbjargarviðleitnin úti á landi blómstrar og en hún er nauðsynleg til að menn haldi áfram búsetu. Tæknin er einnig orðin þannig að þetta er mun auðveldara heldur en áður fyrr. Iðnaðarráðuneytið mun á haust- mánuðum gefa út handbók um smá- virkjanir. Hún er m.a. byggð á grein- ingu stýrihópsins, norskum upplýsingum um virkjanir og hand- bók sem verkfræðistúdentar við Há- skólann unnu sem verkefni. Þá stendur einnig til að fá Byggðastofn- un eða atvinnuþróunarfélögin til að vinna e.k. þekkingarbrunn fyrir raforkubændur. Þar fengjust hug- myndir og upplýsingar um hugsan- lega nýtingu umframorku smávirkj- ana til atvinnustarfsemi af einhverju tagi.“ Báðir leggja Ólafur og Gunnar áherslu á að mönnum verði ekki hleypt í óarðbærar framkvæmdir. „Við ætlum ekki að fara að hvetja alla bændur sem vettlingi geta valdið til að virkja,“ segir Ólafur. „Við Ís- lendingar höfum nú gengið í gegnum minkaeldi, fiskeldi og ýmislegt fleira sem hefur farið úr böndunum, þann- ig að við viljum gera þetta mjög fag- lega og vinna vel með öllum þeim hagsmunaaðilum sem að smávirkj- unum koma.“ Frumathugun á smáum vatnsaflsvirkjunum Skapa ný tækifæri í sjálfsþurftarbúskap Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Frá málþingi um smávirkjanir, sem haldið var á Egilsstöðum. Egilsstaðir FLOKKSRÁÐ Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs sendi nýverið frá sér ályktun um fjárhagsvanda sveitarstjórnanna í landinu. Þar segir að ljóst sé að við nýkjörnum sveitar- stjórnum blasa víða mikil og erfið úr- lausnarefni vegna bágrar fjárhags- stöðu sveitarfélaganna. „Algengt er að beinn rekstur mála- flokka taki til sín 85–90% af tekjum. Gefur augaleið að við slíkar aðstæður er lítið sem ekkert svigrúm til að auka þjónustu við íbúana eða til fram- kvæmda og uppbyggingar. Víða næg- ir tekjuafgangur ekki fyrir afborgun- um þeirra skulda sem fyrir eru og hafa hrannast upp síðustu árin. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur undanfarin misseri gagnrýnt harðlega hvernig ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks hefur dregið lappirnar og nánast ekk- ert aðhafst til að leysa úr bráðum fjár- hagsvanda sveitarfélaganna. Engin lausn er í því fólgin að sveitarfélögin hrekjist út í að selja verðmætustu eignir sínar ef ekki er tekið á hinum undirliggjandi vanda. Ennþá verra er ef bágstödd sveitarfélög villast út á braut einkavæðingar og einkafjár- mögnunar en kostnaðurinn við þá leið verður að endingu meiri þegar upp er staðið. Með því er vandanum velt yfir á heimilin og reikningunum ávísað á framtíðina. Vandinn í hnotskurn er sá að tekjur hafa engan veginn haldið í við þau verkefni sem færð hafa verið til sveitarfélaganna auk nýrra verk- efna sem bæst hafa við á þeirra sviði.“ VG telur koma til greina að sveit- arfélögin fái hlutdeild í fleiri almenn- um tekjustofnum. Reglur um jöfnun- arsjóð þurfi að endurskoða frá grunni og gera verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga sveigjanlegri í samræmi við mismunandi stærð og aðstæður sveit- arfélaganna og lögfesta þurfi skýrar samskiptareglur og reglur um lausn deilumála sem upp kunni að koma milli stjórnsýslustiganna tveggja. VG vill lausn á fjárhagsvanda sveitarfélaga Laxveiði glæddist töluvert í Laxá á Ásum í lok vikunnar, en veiði hafði verið afskaplega slök í þessari dýrustu og frægustu laxveiðiá landsins frá því að veiði hófst um miðjan júní. Alls veidd- ust 8 laxar í ánni á fimmtudag og fyrri partinn á föstudag komu fjórir til viðbótar á land. Það á eftir að koma í ljós hvort auknar göngur standi að baki veiðiskotinu, en athyglis- vert var að flestir laxanna veidd- ust langt frammi í á og þó nokkrir voru svokallaðir tveggja ára laxar, 8 til 12 punda. Þeir veiddust allir á flugu, flestir á flugu veidda með gáruhnút. Á þessum eina og hálfa degi jókst veiðin úr 13 löxum í 25. Skot í Laxá á Ásum ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? BREYTINGAR á trúfélagsskrán- ingu í þjóðskrá voru 664 fyrstu sex mánuði ársins, en þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þessar breyt- ingar svara til þess að 0,2 prósent landsmanna hafi skipt um trúfélag. Breytingarnar voru fleiri á sama tímabili á árunum 2000 og 2001. Þær voru 858 og 0,3 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins 2000 en 810 og 0,3% á fyrri hluta árs 2001. Á vefsíðunni segir að breytingar á trúfélagsskráningu hafi í 56 prósent- um tilvika verið vegna úrsagna úr þjóðkirkjunni. Alls voru það 375 breytingar, sem nemur 0,2 prósent- um af þeim sem tilheyrðu þjóðkirkj- unni 1. desember 2001. Af þessum 375 kusu 104 að standa utan trúfélaga, 101 lét skrá sig í Fríkirkjuna í Reykjavík, 48 í Fríkirkjuna í Hafn- arfirði, 47 í Óháða söfnuðinn, 22 í Ása- trúarfélagið og 53 í önnur trúfélög. Þá segir að á sama tímabili árið 2001 hafi 406 skráð sig úr þjóðkirkj- unni og 495 á fyrstu sex mánuðum ársins 2000. Einnig kemur fram að á móti 375 brottskráðum hafi 89 verið skráðir í þjóðkirkjuna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Brottskráðir umfram ný- skráða voru því 286 en höfðu verið 296 á sama tíma í fyrra og 389 árið 2000. 375 skráðu sig úr þjóðkirkjunni Rangt nafn Rangt var farið með nafn lögreglu- konunnar sem var á mynd á baksíðu Morgunblaðsins í gær. Hún heitir Dubravka Laufey Miljevic. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. SPRON á Hverfisgötu Í grein um átökin um SPRON eftir Björn Bjarnason í Morgunblaðinu í gær segir, að sparisjóðurinn hafi fyrst verið til húsa á horni Hverf- isgötu og Smiðjustígs. Hið rétta er, að í upphafi var skrifstofa sparisjóðs- ins að Hverfisgötu 21. LEIÐRÉTT ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.