Morgunblaðið - 07.07.2002, Side 49

Morgunblaðið - 07.07.2002, Side 49
Litla lirfan sem allt snýst um. Vonir standa til að hægt sé innan tíðar að hefja stórfelldan útflutning á íslenskum lirfum. ÍHÚSAKYNNUM Caoz hefurkomið sér fyrir í fundar-herberginu nánasta fjölskyldaLirfunnar; Hilmar Sigurðsson framkvæmdastjóri, Gunnar Karls- son, höfundur myndarinnar og aðal- myndskreytir, Friðrik Erlingsson, höfundur sögunnar um Lirfuna, og Jakob Þór Einarsson, leikstjóri tal- setningar. Eftir að hafa horft á kynningar- myndband um Litlu lirfuna ljótu innir blaðamaður þá félaga eftir for- sögu þessar litlu grænu skepnu. Þá er byrjað á að upplýsa hann um að Friðrik Erlingsson hafi skrifað þessa sögu árið 1990. Og þá tekur hann við: „Þegar ég skrifaði söguna átti hún að koma út í bókarformi. Upphaflega ætlaði ég sjálfur að myndskreyta hana. Dunda mér við það á kvöldin þegar ég hefði tíma. Svo hafði ég auð- vitað aldrei tíma. Ég leitaði því til Gunnars og hann byrjaði að prófa sig áfram með þetta.“ „Gunnar er auðvitað landsþekktur myndskreytir og hefur teiknað og lit- að ýmislegt af því besta sem gert hef- ur verið hérna,“ segir Hilmar og heldur áfram að rekja sögu Lirf- unnar: „Gunnar var mjög áhuga- samur og þeir Friðrik ákvaðu að vinna saman og gera þetta að lifandi sögu. Þeir fengu styrk frá Kvik- myndasjóði og Menningarsjóði út- varpsstöðva árið 1998 til að hefja ferðina. Síðan þegar við stofnuðum Caoz í byrjun febrúar það ár kom Gunnar inní þetta með Lirfuna með sér. Svo má eiginlega segja að við höfum sett í fjórða gírinn um mitt síð- asta ár. Gunnar hefur farið fyrir teiknimyndagerðinni og við höfum verið að fá mann og annan með okkur inní verkefnið.“ Ævintýri kolbítanna Aðspurður um söguþráð Lirfunnar litlu og ljótu svarar höfundurinn Friðrik: „Þetta er eiginlega bara dæmisaga, klassísk dæmisaga.“ – Hefur sagan að geyma einhverja tilvísun í Litla ljóta andarungann eins og nafnið gefur til kynna? „Já á vissan hátt,“ svarar Friðrik. „Þetta er saga í þeim flokki. Þetta kallast á íslensku kolbíts-ævintýri. Kolbítarnir sem verða á endanum miklu merkilegri en allir héldu.“ – Nú hafa verið gerðar nokkrar teiknimyndir undanfarin ár sem eiga sér stað í skordýraheiminum, t.d. stórmyndirnar Pöddulíf og Maurar. Af hverju eru teiknimyndirnar svona hugfangnar af þessu sögusviði? „Ég veit ekki af hverju okkur datt í hug að gera pöddumynd. En hug- myndin hentar þrívíddinni mjög vel,“ segir Gunnar. „En við vorum reynd- ar löngu byrjaðir á lirfunni áður en Disney og þeir komu með sínar myndir. Þetta hefur bara tekið miklu lengri tíma hjá okkur því við erum töluvert færri.“ „Það sem er líka heillandi við lirfu er að hún fer svo á púpustigið og verður að lokum fiðrildi. Það er þetta upphaf, miðja og endir sem er góður rammi á frásögn,“ segir Friðrik. „Þetta er svona eins og það umbreyt- ingaskeið sem allir ganga í gegnum. Það er skemmtilegt að vinna með það. Skordýrin bjóða líka uppá ýmsa möguleika í persónuleikasköpun.“ – Hvað eru margir sem vinna við að teikna myndina? „Það eru 6 manns núna í fullu starfi,“ svarar Gunnar. „En við erum búnir að vera svona tveir–þrír með þetta síðasta árið. Það var svo ekki fyrr en fyrir svona tveimur mánuðum að allt var sett á fullt og bætt var við mannskapinn.“ - Hvernig er vinnsluferlið á svona teiknimyndum, í hvaða röð er unnið? „Það má kannski segja að röðin á þessu hjá okkur sé svolítið óvenjuleg miðað við hvað er venjulega gert. Þegar sagan var tilbúin var hún lesin af einum leikara í staðinn fyrir að fara út í fulla hljóðsetningu. Það var aðallega peningaleysi sem hamlaði því í upphafi,“ segir Himar. „Þetta hefur líka bara smám sam- an vaxið. Þetta átti aldrei að verða neitt stórt. Upphaflega átti þetta að verða upplestur í Stundinni okkar með nokkrum stillimyndum en er núna að enda sem bíómynd,“ segir Gunnar. „Verkefnið sem í upphafi var lirfa en er sem sagt að enda sem fiðrildi,“ segir Friðrik og uppsker hlátur fé- laga sinna. Talið berst því næst að hljóðsetn- ingu Litlu lirfunnar og er Jakob Þór, leikstjóri hljóðsetningarinnar, spurð- ur að því hvort búið sé að velja leik- ara til að ljá aðalpersónunum raddir. „Nei við erum ekki búin að ganga frá því alveg. Við erum búnir að vera að taka nokkrar prufur og út frá þeim verður væntanlega ákveðið hverjir verða með í þessu,“ segir Jak- ob Þór. „Er þetta ekki merkilegasta hlut- verkaskipanin í langan tíma á Ís- landi?“ spyr Hilmar félaga sinn. „Jú það held ég að sé ekki spurn- ing. Það hefur aldrei verið gerð teiknimynd af þessari tegund þannig að þetta er algerlega nýtt fyrir held ég alla sem að þessu koma,“ segir Jakob Þór. „Líka fyrir okkur sem höfum verið að talsetja teiknimyndir í mörg ár, þetta er allt annað. Við höf- um einungis verið í að talsetja er- lendar myndir hingað til.“ Lirfan fer úr landi Litla græna lirfan hefur einnig opnað sína eigin heimasíðu, með smá hjálp Gunnars og félaga. Veffangið er www.thecaterpillar.com og þar er hægt að fara í ýmsa leiki, sjá svip- myndir úr myndinni og senda vinum sínum rafkort svo fátt eitt sé nefnt. „Vefsíðan er hluti af þeirri hug- mynd að koma Lirfunni á framfæri erlendis,“ upplýsir Hilmar. „Já það er stefnan,“ segir Gunnar. „Eftir því sem verkinu hefur miðað lengra áfram höfum við verið að gera okkur betur grein fyrir gæðum þess. Þegar ákveðið var að gefa myndina út á myndbandi kom í kjölfarið hugmynd að sýna hana í bíó. Þetta hefur bara undið uppá sig. Verk sem átti að vera nokkur hreyfimynda- spjöld er orðið að heilli bíómynd. Þegar þetta fór að gera sig hér heima fórum við að þreifa fyrir okkur í útlöndum og það lofar góðu.“ „Það er búið að semja sjónvarps- þáttaröð með Lirfunni og félögum í aðalhlutverki. Þetta er 26 þátta röð sem er í rauninni annað verkefni þótt það beri sama nafn,“ segir Himar. „Þáttaröðin var valin til að taka þátt í keppni sem heitir Cartoon Forum, sem er samkeppni evrópskra teikni- myndagerðarmanna. Hún er því komin þar inn í ákveðinn farveg og er í fullum gangi. Keppninni lýkur í Wa- les í haust þar sem hún verður eitt af 70 verkefnum sem verða sérstaklega kynnt fyrir dreifingaraðilun, fjár- festum og öðrum í þessum teikni- myndageira. Við vorum voða ham- ingjusamir að fá hana þangað inn.“ –- Hver er ástæðan fyrir því að Lirfan reynist frumkvöðull í íslenskri kvikmyndasögu? Af hverju hefur enginn gert tölvuteikninmynd áður? „Það er bara enginn eins brjálaður og við að leggja út í þetta,“ segir Gunnar og þeir félagar hlæja. „Tæknin hefur líka ekki verið til stað- ar hingað til, eða allavega fáir sem hafa aðgang að henni. Fjármagnið hefur líka mikið að segja.“ „Heildarkostaður við þessa einu 26 mínútna mynd er um 36 milljónir,“ upplýsir Hilmar. „Þótt upphæðin sé svona há eru samt margir að gefa vinnu sína að einhverju leyti. Myndin væri miklu dýrari ef við værum að borga öllum full laun. Okkar mark- mið með þessu verkefni er að sjálf- sögðu að búa til grundvöll til að vinna áfram í þessum geira og vonandi að búa til vinnu fyrir okkur öll. Ein- hversstaðar þarf maður að byrja.“ „Ég held að enginn okkar hafi reiknað með því í upphafi hvílík vinna væri framundan, kannski sem betur fer,“ gantast Friðrik. „Maður er svona rétt núna farinn að sjá fyrir endann á þessu. Það er oft ágætt að hugsa ekki alla leið með svona byrj- unarverkefni,“ segir Gunnar. „En hugmyndin er að geta lifað á þessu. En þetta er alveg hörkuvinna, maður getur ekki sagt annað. Vinnan við svona mynd tekur mörg manns- ár,“ segir Hilmar að lokum. Lirfan sem á endan- um varð að fiðrildi Morgunblaðið/Golli Nánasta fjölskylda Lirfunnar; Gunnar Karlsson, Jakob Þór Einarsson, Friðrik Erlingsson og Hilmar Sigurðsson. Í lok sumars stendur til að frumsýna teiknimynd um Litlu lirfuna ljótu, en þar er á ferð fyrsta íslenska tölvugerða teiknimyndin. Birta Björnsdóttir kynnti sér æviferil lirfunnar og framtíð hennar. birta@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.thecaterpillar.com Teiknimyndin Litla lirfan ljóta frumsýnd í ágúst FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 49 debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 82 66 07 /2 00 2 hunang... *Á meðan birgðir endast. Nú þarft þú ekki lengur að liggja á sólarströnd til þess að húðin fái fallegan og hraustlegan lit. Með því að bera á þig HONEY GLOW SELF TANNING öðlast húðin einstaklega jafnan og fallegan hunangsgullin lit sem endist. Þegar keypt er krem eða annað úr nýju BODY CARE línunni býðst brúnkukremið HONEY GLOW SELF TANNING á 50% afslætti, aðeins 1.395 kr. Tilboðið gildir 4. -11. júlí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.