Morgunblaðið - 07.07.2002, Síða 19

Morgunblaðið - 07.07.2002, Síða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 19 með um rúmar 53 þúsund krónur í tekjur á mánuði árið 2001 (sjá töflu 2). Þetta veldur því að mjög lágt hlut- fall af barnafólki hefur fullar barna- bætur,“ segir Harpa. „Ef við skoðum nánar forsendur barnabóta er ljóst að grundvallarat- riði er að skerðingarmörk tekna hjá foreldrum hafa hækkað sáralítið á sl. árum. Mjög fáir foreldrar fá fullar og óskertar barnabætur vegna lágra skerðingarmarka. Þetta kemur skýrt fram í niðurstöðum útreikninga sem Þjóðhagsstofnun gerði sérstaklega fyrir rannsókn mína og var miðað við álagningu 2001, vegna tekna 2000. Samkvæmt því fengju aðeins 11,4% einstæðra foreldra óskertar barna- bætur og 3,3% hjóna og sambúðar- fólks. Ástæðan liggur fyrst og fremst í þessum lágu skerðingarmörkum og miðað við þessar tölur er greinilegt að börn og barnafólk eru ekki að njóta stuðnings barnabótakerfisins. Jafnvel þótt viðmiðunin væri hækkuð í 150 þúsund krónur á mánuði, þá væru 65,5% einstæðra foreldra að fá óskertar barnabætur,“ segir Harpa. Markmiðum velferðarkerfisins ekki fylgt eftir Við endurskoðun á barnabótakerf- inu hefur algerlega verið horft fram hjá tekjuviðmiðunum til skerðingar á barnabótum, að sögn Hörpu, en það er jafnframt mjög mikilvægur áhrifa- þáttur að hennar sögn. „Rétt er að beina sjónum að því að aðgerðir stjórnvalda eru líklegar til að hafa mikil áhrif til fækkunar í hópi fá- tækra hér á landi, enda er það víða meginviðmið aðgerða til að sporna við fátækt og aftra því að barnafjöl- skyldur þurfi að búa við skort og fá- tækt. Hér er vert að hafa í huga þá staðreynd að á Íslandi er fjöldi barna mestur á fjölskyldu miðað við hin Norðurlöndin, en við verjum minnstu hlutfalli af vergri landsframleiðslu í aðstoð við barnafólk og hefur svo ver- ið til fjölda ára. Að tilteknum öllum áðurnefndum þáttum telur Harpa að brotalöm ís- lensks velferðarkerfis felist í því að markmiðum ríkisins sé ekki fylgt eft- ir í raunveruleikanum. „Fyrst hið op- inbera skilgreinir sjálft að það sé öll- um nauðsylegt í nútímasamfélagi að hafa þessa lágmarksframfærsluþætti til þess að komast af, þá þarf að færa lágmarksframfærslulaun og -bætur upp að þeim mörkum, svo fólk geti staðið undir eðlilegum framfærslu- þáttum. Árið 2001, voru til að mynda gerðar breytingar á lögum um al- mannatryggingar þar sem þetta markmið er ítrekað. Þar kom fram að hlutverk almannatrygginga, væri að vera öryggisnet sem byggist ekki á skilgreindum réttindum, heldur taki mið af framfærslu. Þrátt fyrir að stjórnvöld tali um að lífeyrir skuli taka mið af framfærslu, er engin skil- greining til um það innan stjórnsýsl- unnar, hvað sú framfærsla kosti líf- eyrisþega í krónum talið. Það hefur algerlega vantað að skilgreina hvað þessi framfærsla kostar. Í rannsókn minni „Aðstæður fá- tækra á Íslandi í lok 20. aldar“ hef ég fært skilgreinda framfærsluþætti til útgjalda og útkoman er harla bág- borin og undirstrikar m.a. ástæður fátæktar í íslensku samfélagi sam- tímans. Þær tekjur sem hið opinbera ákvarðar þeim sem þurfa að leita á náðir velferðarkerfisins, duga ekki fyrir lágmarksframfærslu, jafnvel þótt aðeins sé um að ræða hið alnauð- synlegasta. Þetta kalla ég fátækra- gildru og hún felst í því að það vantar allt að 40 þúsund krónur upp á til þess að tekjurnar dugi fyrir lág- marksframfærslu á mánuði. Í því liggur fátæktin,“ segir Harpa að lok- um.                                                                                !  "      # $%  & '   "  '()*+ , - '  ,    # .)'         * % + *   # / 0* % # 1  #     2 % 3   ,-  *"-   4 *%, 2,  ,& / *  ! %*  "-*       !" $%!&  / &  '## .   &  ' ,%    /' 5  &  6     00,% . &  ) ,%    /'  %!&                        +    &  7'8 /3 96%' 6 &  7/'800" &%  , :;;; 2  &     "6 ' 6  6 "  6    ! "   & ,      /3        &  6     "   00,%  9    "  6  ' ''          !"  () %**+ : # !   $    %%&  ' , &*   -.+%%& <  + .   , ,%  6  4 6%* ,-  % .   , ,%     6                                                             +'.=   ,        >*?  6      &  ,     9  29  @  &> :;;; %  +  6- :;; rsj@mbl.is Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 MasterCard tilbo› firjár vikur í sólina á ver›i tveggja Krít 15. ágúst 76.780kr. á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn 2ja-11 ára. Ef 2 ferðast saman 91.370 kr.* Miðað við 2 fullorðna í stúdíói. Innifalið: Flug, gisting á Malou, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallaskattar. Beni- dorm 21. ágúst 66.840kr.. á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn 2ja-11 ára. Ef 2 ferðast saman 87.030 kr.* Miðað við 2 fullorðna í stúdíói. Innifalið: Flug, gisting á Levante Club, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallaskattar. * * * Verðið miðast við að greitt sé með tveimur 5.000 kr. Ferðaávísunum MasterCard. Búið er að reikna það inní verð. Fær› flú Fer›aávísun MasterCard me› flínu kreditkorti? www.europay.is „SAUÐFÉ í sögu þjóðar“ er heiti á sýningu sem opnuð hefur verið í félagsheimilinu Sævangi við Stein- grímsfjörð. Á sýningunni getur að líta muni og minjar frá sauð- fjárbúskap á Ströndum fyrr og nú. „Fólk lét afskaplega vel af sýning- unni og hafði mikinn áhuga á að kynnast sauðfjárbúskapnum frá þessari hlið í máli og myndum og á opnunardaginn komu hingað um þrjú hundruð manns“ sagði Hrafn- hildur Guðbjörnsdóttir sýningar- stjóri. „Munirnir koma að mestu leyti úr sveitunum hér í kring. Það var haft samband við fólk sem fór að leita í geymslum og háaloftum og einnig fengum við hluti frá byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði. Þá leggur Grunnskól- inn á Hólmavík til vísindahornið á sýningunni, tölvu, víðsjá og fleira.“ Fyrir utan félagsheimilið hefur verið komið fyrir búvélum þar sem safnað hefur verið gömlum drátt- arvélum, plógum, herfi og sláttu- vélum sem eiga sér merkilega sögu. Það var hópur áhugamanna um sauðfjársetur á Ströndum sem hafði forgöngu um að opnað yrði sauðfjársetur sem hefði það meðal annars að markmiði að skapa atvinnu á svæðinu, treysta byggð, styrkja menningarlíf og mannlíf, auk þess að vinna markvisst að jákvæðri kynningu á sauðfjár- búskap eins og segir í stefnuskrá félagsins. Framtakið er meðal annars styrkt af landbúnaðar- ráðuneytinu, héraðsnefnd Strandasýslu og Kirkjubólshreppi. Sýningin verður opin alla daga til ágústloka. Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Gestir virða fyrir sér muni sem tengjast sögu sauðfjárbúskapar. 300 manns á opnunardegi Sýningin „Sauðfé í sögu þjóðar“ opnuð Strandir GENGIÐ hefur verið frá ráðningar- samningi við Einar Njálsson, bæjar- stjóra í Árborg, og kemur hann til starfa 22. júlí. Samningurinn var samþykktur í bæjarráði Árborgar 4. júlí og verður síðan staðfestur á aukabæjarstjórnarfundi 17. júlí. Einar var bæjarstjóri í Grindavík síðasta kjörtímabil og þar á undan Nýr bæjarstjóri Árborgar til starfa Selfoss var hann bæjarstjóri á Húsavík. Ein- ar er fæddur á Húsavík og er 58 ára að aldri. Eftir undirritun ráðningar- samnings fór Einar í kynnisferð um sveitarfélagið ásamt konu sinni, Sig- urbjörgu Bjarnadóttur, með Þor- valdi Guðmundssyni, forseta bæjar- stjórnar, Guðlaugu Sigurðardóttur fjármálastjóra og Helgu Maríu Bragadóttur og kom við í nokkrum stofnunum og fyrirtækum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.