Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ 7. júlí 1992: „Þegar upp koma deilumál á borð við úr- skurð Kjaradóms um launa- kjör nokkurs hóps stjórn- málamanna og embættis- manna er ekki einungis gerð krafa til ríkisstjórnar um af- stöðu og ákvörðun heldur verður líka að gera ráð fyrir, að stjórnarandstöðuflokkar, sem vilja láta taka sig alvar- lega, móti afstöðu sína til málsins og tali svo skýrt að skiljist.“ . . . . . . . . . . 7. júlí 1982: „„Frysting kjarnorkukapphlaupsins, niðurskurður kjarnorku- vopna og gagnkvæm afvopn- un undir ströngu eftirliti er stefna raunsærra friðar- sinna. Það eru því mikil öf- ugmæli þegar forystumenn Alþýðubandalagsins og her- stöðvaandstæðingar reyna að tengja baráttu friðarhreyf- inganna því stefnumáli sínu, að gera Ísland varnarlaust. Allur vopnaburður og víg- búnaður er raunar fjarlægur okkur Íslendingum og kjarn- orkuvopnin fjarlægust allra vopna og við viljum þau ekki í landi okkar. En úrsögn Ís- lands úr Atlantshafs- bandalaginu eða einhliða uppsögn varnarsamningsins við Bandaríkin er nú til þess fallin að auka ófriðarlíkur en ekki draga úr þeim. Í þessu efni verður okkur sjálfstæð- ismönnum ekki hnikað. Við fórnum ekki friðarkerfi og friðarhreyfingu Atlantshafs- bandalagsins fyrir örygg- isleysi og aukna ófriðar- hættu. Við sjálfstæðismenn bjóðum öllum friðarsinnum samstarf á þessum grund- velli.“ Þannig komst Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að orði í ræðu, sem hann flutti í sum- arferð Varðarfélagsins á laugardaginn.“ . . . . . . . . . . 7. júlí 1972: „Hækkun fram- færsluvísitölunnar um hvorki meira né minna en 8,5% 1. maí sl. og fyrirsjáanleg hækkun hennar um 5–6% til viðbótar 1. ágúst nk. og raun- ar mun meira, ef rétt væri reiknað, eru þær dapurlegu staðreyndir, sem menn verða að horfast í augu við í sam- bandi við verðbólguþróunina. Þessi mynd er enn öm- urlegri, þegar jafnframt er haft í huga, að eftir áfallaárin 1967 og 1968 hafði jafnt og þétt miðað í jafnvægisátt í ís- lenzku efnahagslífi, fram til þess er stefnu núverandi ríkisstjórnar tók að gæta eftir áramótin.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UMFERÐIN OG BANASLYS Þær upplýsingar, sem framkoma í nýrri skýrsluRannsóknarnefndar um- ferðarmála, eru afar athyglis- verðar. Í skýrslunni eru taldar líkur á, að 23 af þeim einstakling- um, sem létust í umferðarslysum á árunum 1998–2001, hefðu kom- izt lífs af ef þeir hefðu notað bíl- belti. Um átta af hverjum tíu slysum urðu á vegum, þar sem hámarks- hraði er 70 km eða hærri. Í tveimur af hverjum þremur slys- um, þar sem árekstur verður á milli ökutækja, var þyngdarmun- ur á milli þeirra tvöfaldur eða meiri. Í 90% tilvika dóu ökumenn eða farþegar í léttara ökutækinu. Algengasta tegund banaslysa er útafakstur. Flest banaslys verða um helgar, ýmist á laug- ardögum eða sunnudögum. Í fyrra létust 24 einstaklingar í umferðarslysum og nú er farið að spá fyrir um hversu mörg um- ferðarslys verði um helgi sem þessa, sem er önnur mesta um- ferðarhelgi ársins. Að vísu er ekki gengið svo langt að spá fyrir um hversu margir muni deyja af völdum slysa í umferðinni og er það vel. Tæplega helmingur þeirra, sem dóu í umferðarslysum í fyrra, notaði ekki bílbelti. Hlutfall ungs fólks í hópi þeirra, sem deyja í umferðarslysum, er mjög hátt. Agaleysi í umferðinni á Íslandi er stórfellt þjóðfélagslegt vanda- mál. Það eru ekki bara þeir, sem keyra of hratt eða glannalega á annan hátt, sem eru í hættu. Hin- ir, sem fara að öllum umferðar- reglum, eru líka í mikilli hættu vegna agaskorts hjá öðrum. Þess vegna er ekki óeðlilegt að kröfur séu uppi um að herða við- urlög vegna umferðarlagabrota. Þegar um beina lífshættu er að ræða er sjálfsagt og eðlilegt að beita hörðum refsingum við brot- um í umferðinni. Eftir flestar miklar umferðar- helgar undanfarin ár hafa hafizt miklar umræður um vandann í umferðinni, ekki sízt vegna hörmulegra slysa. Þær miklu um- ræður hafa vafalaust haft eitt- hvað að segja. Ekki skal heldur dregið í efa, að lögreglan vinni verk sitt vel í þessum efnum. En ábyrgðin er hjá ökumönn- unum sjálfum. Þess vegna þarf að hafa mótandi áhrif á hugarfar þeirra. Að einhverju leyti verður það gert með víðtækri fræðslu- starfsemi. Að sumu leyti með ströngu eftirlit í umferðinni. En þegar þetta tvennt dugar ekki til er líklegt að harðar refsingar, bæði sviptingar ökuleyfis, háar sektargreiðslur og jafnvel enn harðari viðurlög séu þau úrræði, sem ekki verði komist hjá að beita. Reynslan sýnir að ungir öku- menn geta verið hættulegir í um- ferðinni. En jafnframt er ljóst að umfjöllun um umferðarmál hefur sterk áhrif á börn og unglinga. Þess vegna eru skólarnir áreið- anlega einhver bezti vettvangur sem til er til þess að halda uppi fræðslustarfsemi um umferðar- mál. Börn eru oft sterkasta að- haldið á foreldrunum, þegar um akstur er að ræða. Þau minna á bílbeltin og fylgjast vel með akstri að öðru leyti. En jafnframt er vera barna í bílum mjög sterkt aðhald þeim sem aka og þeir fara varlegar en ella. Vonandi gengur umferðin betur um þessa helgi en oft áður. Alla vega ættu ökumenn að hafa í huga heldur óhugnanlega spá- dóma umferðarsérfræðinganna um fjölda umferðarslysa, sem bú- ast má við um þessa helgi. Í nýjasta tölublaði bandaríska við- skiptatímaritsins BusinessWeek, sem er eitt virtasta tímarit, sem gef- ið er út þar í landi um viðskiptamál, ásamt Fortune og Forbes, birtist at- hyglisverð forystugrein um eignar- hald á fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Þar eins og annars staðar hafa verið margvíslegar takmarkanir á eignarhaldi á fjöl- miðlafyrirtækjum. Þannig þurfti hinn alþjóðlegi fjölmiðlakóngur Rupert Murdoch að gerast bandarískur ríkisborgari til þess að geta eignast fjölmiðlafyrirtæki þar í landi. Nokkrum árum seinna þurfti hann að selja nokkur þeirra dag- blaða sem hann átti til þess að geta keypt sjón- varpsstöð og svo mætti lengi telja. Í Bandaríkj- unum voru og eru strangar reglur um það hverjir megi eiga fjölmiðlafyrirtæki og hversu víðtæk sú eign megi vera, hvort sjónvarpsstöðv- ar megi eiga í dagblöðum og öfugt. Í Evrópuríkjum hafa lengi gilt og gilda mjög flóknar og mismunandi reglur um sama efni. Hvorki í Bandaríkjunum né í Evrópu hefur því verið haldið fram að ekki væri hægt að tak- marka slíkt. Hins vegar hefur verið deilt um það hvort reglurnar væru eðlilegar, hvort ætti að breyta þeim eða afnema o.s.frv. Í fyrrnefndri forystugrein BusinessWeek er fjallað um það að tilgreind opinber stofnun sé að hefja endurskoðun á þeim reglum sem gilda um eignarhald á fjölmiðlum vestan hafs. Tímaritið spáir því að þessu endurskoðun geti leitt til víð- tæks afnáms á þeim reglum sem nú gilda. Síðan segir í forystugrein tímaritsins sem hingað til hefur verið talið einn helzti boðberi algerlega óhefts markaðar þar í landi: „Þótt þessar röksemdir (þ.e. fyrir afnámi allra takmarkana) geti staðizt fræðilega mundi alls- herjar afnám takmarkana – sem að öllum lík- indum mundi leiða til samþjöppunar á eignar- haldi í fjölmiðlun – vera vond hugmynd í raun. Fyrirtæki, sem eiga stórar fjölmiðlakeðjur eins og Viacom og Walt Disney, mundu kaupa upp svæðisbundnar sjónvarpsstöðvar. Kapalfyrir- tæki mundu sameinast sjónvarpsstöðvum. Blaðaútgáfufyrirtæki mundu kaupa upp sjón- varpsstöðvar í þeim borgum sem þau starfa í. Afleiðingin yrði sú að sjálfstæð fjölmiðlafyrir- tæki mundu hverfa. Vandamálin á fjármála- markaðnum valda því að það yrði afar erfitt að tryggja fjármagn til þess að stofna ný fjölmiðla- fyrirtæki … nauðsynlegt er að leggja áherzlu á mikilvægi mismunandi sjónarmiða og skoðana í upplýsingaþjóðfélaginu. Sjálfstæðir fjölmiðlar, sem halda fram margvíslegum skoðunum, eru grundvallarþáttur í bandarísku lýðræði og markaðsþjóðfélagi. Menn ættu ekki að fikta við þessa grundvallarþætti.“ Þau grundvallaratriði, sem hið virta banda- ríska viðskiptatímarit undirstrikar með þessum hætti, eiga við um marga þætti í íslenzku þjóð- lífi, m.a. um eignarhald á bönkum og öðrum fjár- málastofnunum sem eru mikið til umræðu þessa dagana. BusinessWeek telur það mikilvægt þjóð- félagslegt markmið að það verði ekki frekari samþjöppun í bandarískum fjölmiðlaheimi og leggst gegn afnámi þess flókna regluverks sem hefur tryggt þá fjölbreytni sem þar ríkir. Það er athyglisvert að í Bandaríkjunum hefur ekki ver- ið til umræðu að það sé óframkvæmanlegt að framfylgja slíkum reglum. Sjálfsagt þykir að það sé hægt og að þeim, sem reyna að komast í kringum slíkar reglur, sé refsað fyrir slíkt at- hæfi. Í fjármálaheiminum gilda ekkert önnur lög- mál að þessu leyti en í fjölmiðlaheiminum. Ef hægt er að framfylgja margvíslegum takmörk- unum á eignarhaldi að fjölmiðlafyrirtækjum beggja vegna Atlantshafsins er það líka hægt á fjármálamarkaðnum. Enda er það svo að í fjölmörgum ríkjum hafa gilt og gilda víðtækar takmarkanir á eignarhaldi að fjármálafyrirtækjum. Hinn 11. september árið 1999 birti Morg- unblaðið ítarlegt yfirlit yfir margvíslegar tak- markanir af þessu tagi á eignarhaldi á bönkum bæði í Norður-Ameríku og í Evrópu. Yfirlit þetta var byggt á nýjustu upplýsingum, sem þá voru fyrir hendi, sem var skýrsla frá Bankaeft- irliti Bandaríkjanna, sem er stofnun innan fjár- málaráðuneytisins þar í landi, og lýsti þeim reglum sem í gildi voru á árinu 1997. Þar kom fram að þá voru í gildi þær reglur í Bandaríkj- unum sjálfum að sérstök eignarhaldsfélög banka mættu ekki eiga meira en 25% hlutafjár í banka og að fjárfestingar annarra fyrirtækja í bönkum mættu ekki fara yfir 25%. Í þessu yfirliti kom einnig fram að í Kanada mætti eign hvers hlut- hafa í banka ekki fara yfir 10%, hvort sem um væri að ræða fjármálafyrirtæki eða ekki. Enn- fremur kom fram að í gildi væru lög um tak- markanir á erlendum fjárfestingum í bönkum í Kanada. Á þeim tíma mátti eignarhlutur annarra en fjármálafyrirtækja ekki fara yfir 15% í bönkum á Ítalíu og þá giltu einnig þær reglur í Dan- mörku, svo að dæmi sé tekið, að fyrirtæki, sem ekki teldust fjármálafyrirtæki, mættu ekki eign- ast ráðandi hlut í viðskiptabanka á einn eða ann- an veg. Eins og fram kom hér að framan var hér um að ræða reglur sem í gildi voru á árinu 1997 í þeim löndum sem könnun Bankaeftirlits Banda- ríkjanna tók til. Ekki skal dregið í efa að breyt- ingar hafi orðið á þessum reglum síðan og hinn 10. júlí fyrir tæpu ári birtist hér í blaðinu grein eftir Sigurð Einarsson, forstjóra Kaupþings, þar sem hann skýrði frá niðurstöðum könnunar sem fyrirtækið hefði látið gera á þessu sama máli. Í grein sinni sagði Sigurður Einarsson: „Í 15 af þeim 20 löndum, sem fjallað er um eru engar takmarkanir á fjárfestingum annarra fyr- irtækja í lánastofnunum og er þá Spánn talinn með í þeim hópi, enda gildir takmörkun á eign- arhlutdeild þar aðeins fyrstu fimm starfsár við- komandi stofnunar. Í einungis 5 löndum af þess- um 20 eru takmarkanir á beinum fjárfestingum. Þau lönd eru Japan, Kanada, Bandaríkin, Nor- egur og Ítalía. Í Noregi og á Ítalíu eru hins veg- ar engar takmarkanir á fjárfestingum lánastofn- ana í öðrum lánastofnunum.“ Í þeim umræðum, sem hér hafa farið fram í nokkur undanfarin ár um nauðsyn dreifðrar eignaraðildar að bönkum, hefur hver stjórn- málamaðurinn á fætur öðrum lýst stuðningi við þá hugmynd en jafnframt hafa margir þeirra dregið í efa að slíkar hugmyndir væru fram- kvæmanlegar. Ef litið er til þeirra upplýsinga, sem Morg- unblaðið birti árið 1999 og voru frá árinu 1997, er ljóst að þá voru takmarkanir á eignarhaldi að bönkum í fullu gildi í fjölmörgum ríkjum og aug- ljóslega framkvæmanlegar. Ef litið er til þeirra upplýsinga, sem Sigurður Einarsson birti hér í blaðinu fyrir einu ári, er ljóst að slíkar takmarkanir voru í gildi í tveimur helztu efnahagsveldum heims, þ.e. Bandaríkj- unum og Japan og því augljóslega taldar fram- kvæmanlegar þar. Sú staðhæfing að reglur sem settar eru um eignarhald að bönkum – og þess vegna fjölmiðla- fyrirtækjum – séu ekki framkvæmanlegar stenzt ekki. Reynslan frá fjölmörgum löndum sýnir að slíkum reglum er hægt að framfylgja. Menn geta verið á móti þeim af öðrum ástæðum og einstök ríki geta komizt að þeirri niðurstöðu að það henti þeim ekki að hafa slíkar reglur en í ljósi fenginnar reynslu fjölmargra ríkja er ekki hægt að halda því fram eins og gert hefur verið hér aftur og aftur að það sé ekki hægt að fram- fylgja slíkum reglum. Auðvitað geta svo aðstæður verið mismunandi í einstökum löndum. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun að vegna aðstæðna í íslenzku þjóðfélagi ætti að tryggja með lögum dreifða eignaraðild að bankakerfinu á Íslandi, eins og nánar verður komið að síðar. Menn geta verið á öndverðum meiði við blaðið um það mál með margvíslegum rökum en ekki á þeirri forsendu að það sé ekki hægt að framfylgja slíkum reglum og gildir þá einu hvort litið er til þeirra upplýsinga, sem Morgunblaðið birti árið 1999, eða þeirra upplýsinga sem forstjóri Kaupþings birti fyrir ári. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra blandaði sér í þessar umræður í grein hér í Morgunblaðinu hinn 5. júlí fyrir einu ári og sagði þá m.a.: „Í umræðum síðustu ára um sölu banka hefur því oft verið haldið á lofti að tryggja ætti dreifða eignaraðild að bönkum með lagasetningu, sem bannaði fjárfestingu í bönkum yfir ákveðnu há- marki. Ráðherrar lýstu því yfir á sínum tíma að þetta væri fýsileg leið, m.a. lýsti ég því yfir að hana ætti að skoða vandlega. Ég lét í framhald- inu kanna það hvaða leiðir væru færar til þess að takmarka hættuna á því að stærri hluthafar í fjármálafyrirtækjum hefðu skaðleg áhrif á þau og þar með á fjármálamarkaðinn allan. Við nán- ari skoðun var talið að sú leið að takmarka í lög- gjöf hámark þess hlutafjár eða atkvæðisréttar sem einstakir aðilar mega eiga í fjármálafyr- irtækjum mundi hafa í för með sér skaðleg efna- hagsleg áhrif og draga úr samkeppnishæfni ís- lenzks fjármálamarkaðar. Þar við bættist að Eftirlitsstofnun EFTA hefur lýst þeirri skoðun sinni að slík takmörkun brjóti í bága við 40. grein EES-samningsins um skyldu aðildarríkja til að tryggja frjálst flæði fjármagns.“ Viðskiptaráðherra hefur nýlega ítrekað þetta sjónarmið, talið að athugasemdir yrðu gerðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.