Morgunblaðið - 07.07.2002, Page 52

Morgunblaðið - 07.07.2002, Page 52
52 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Frábær gamanmynd fyrir bæði kynin. Hugh Grant hefur aldrei verið betri. Matrix Reloaded sýnishorn frumsýnt á undan mynd Úr smiðju Jerry Bruckheimer (ConAir, The Rock) kemur þessi magnaða sumarsprengja undir leikstjórn Joel Schumacher. (Batman, Forever, 8mm) Kvikmyndir.is Einnig sýnd í lúxussal VIP Sýnd í lúxus kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Vit 395. Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Vit 395. 150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti  HL Mbl Sýnd kl. 8 og 10.10. Bi. 12. Vit 382 ALI G INDAHOUSE 1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  SG DV Sýnd kl. 6. Vit 379 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Bi. 14. Vit 394 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10. Vit 398 Mánudagur kl. 4, 6, 8 og 10.10. 15 þúsund áhorfendur Sýnd kl. 2 og 4. Mán 4. Íslenskt tal. Vit 358. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10. Vit 393. Mánudagur kl. 4, 6, 8 og 10.10. Frumsýning Sýnd kl. 2 og 3.45. Mán 3.45. Ísl. tal. Vit 389.  DV Sýnd kl. 2. Ísl tal. Vit 338 Freddie Prinze Jr, Sarah Michelle Gellar, Mat- hew Lillardog, Rowan Atkinson (MrBean) lenda í spennandi ævintýrum ásamt sætustu og skemmtilegustu hetju sumarsins Scooby-Doo. 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 10.15. Mán 6. B. i. 16. Að lifa af getur reynst dýrkeypt  kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  Strik.is Ástin stingur. Sýnd kl. 8.  HL Mbl  HL Mbl Frábær gamanmynd fyrir bæði kynin. Hugh Grant hefur aldrei verið betri. Vegna fjöld a áskorana og vinsælda myndarinna r höfum við bætt við ei ntaki af myndinni og fjölgað sýn ingartímum . S ag a u m s tr ák 1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  SG DV Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mán 6. Íslenskt tal. Frumsýning Sunnudag kl. 2 og 4 Íslenskt tal. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 9 og 10.15. Mán kl. 5.45, 8, 9 og 10.15. Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 6, 8 og 10. 15 þúsund áhorfendur Freddie Prinze Jr, Sarah Michelle Gellar, Mathew Lillardog, Rowan Atkinson (MrBean) lenda í spennandi ævintýrum ásamt sætustu og skemmtilegustu hetju sumarsins Scooby-Doo. Sýnd kl. 6. Mán kl. 10.30. Sunnudag kl. 2. Íslenskt tal. meðal óhlutbundið hiphop frá vest- urströndinni í boði Anticon- klíkunnar, og neðanjarðarhiphop frá New York sem forðum liðsmenn Company Flow véla um oftar en ekki. Einhvers staðar þar á milli er síðan hiphopsveitin frábæra Anti- Pop Consortium, sem sendi frá sér sína aðra breiðskífu fyrir skemmstu, en sú er ekki síst þekkt fyrir það að fara ótroðnar slóðir og velta upp ýmsum spurningum um stöðu hip- hops í dag og framtíð þess. Nafn sveitarinnar vekur til að mynda spurningar: Anti-Pop / and- popp í því að textarnir eru ekki um kynlíf, ofbeldisdýrkun, peninga eða dans; Anti-Pop í því að takturinn er ekki R&B uppsuða. Aftur á móti lenda menn í vandræðum með merkimiðann í því ljósi að tónlistin er grípandi, því það er eitt helsta einkenni poppsins og víst er Anti- Pop Consortium grípandi. Svarið við þessari þversögn er vitanlega það að þeir félagar taka sjálfa sig ekki nema mátulega alvarlega, þeir eru að gera grín að sjálfum sér um leið og þeir hamast að þeim hiphopliðum sem hanga fastir í klisjunum. „Spillum jafnvæginu“ Anti-Pop Consortium varð til fyrir fimm árum er fjórir félagar, kvæða- mennirnir Priest, Beans og M. Sayy- id og taktsmiðurinn E.Blaize, ákváðu að gera sitt til að breyta HIPHOP kvíslast í ótal áttirsem fjölgar með hverjuárinu. Allir þekkja létt-ustu gerð hiphops og all- margir þyngri takta og rímur, en síðan eru óteljandi afbrigði, þar á rappheiminum undir yfirskriftinni „spillum jafnvæginu“. Fjórmenning- arnir kynntust á rappljóðakvöldum í New York sem kölluðust Rap meets Poetry, en þeir Blaize og Priest, sem sitthvað höfðu brallað saman, sáu Beans á sviði og hrifust af. Í hljóð- versvinnu eru þeir fjórir, en eiginleg liðsskipan Anti-Pop Consortium er þremenningarnir Priest, Beans og Sayyid, ekki síst eftir því sem þeir hafa tekið að sér stærri hluta af taktsmíðinni, og á tónleikaferðum eru þeir þrír. Ekki var bara að þeir Priest, Beans og Sayyid stofnuðu hiphop- sveit, heldur varð einnig til útgáfan Anti-Pop Recordings. Sú útgáfa lét sér nægja að gefa út snældur og á næstu mánuðum sendu þeir frá sér nokkrar snældur. Til að kynna snældurnar og nafnið, Anti-Pop Consortium / Anti-Pop samsteypan, hófu þeir að dreifa límmiðum og ljós- ritum og gerðu það af svo miklum krafti að Priest var stungið inn um tíma, en síðan sleppt vegna þess að menn héldu að hann væri að vinna fyrir stórfyrirtæki. Stungið í stúf Fyrsta breiðskífan, Tragic Epi- logue, sem 75 Ark gaf út fyrir tveim- ur árum, var afbragð, ekki gallalaus en góður vísir að því sem sveitar- menn gátu gert. Tónlistin og rím- urnar á plötunni stungu í stúf við það sem hæst bar í hiphopi á þeim tíma og vakti skífan ekki síst athygli fyrir það. Það var svo til að undir- strika hve sér á báti Anti-Pop Con- sortium var í hiphopinu að breska raftónlistarútgáfan Warp samdi við þá félaga um að gefa út næstu plöt- ur. Fyrir vikið var sveitin komin á nýjar slóðir, sem sást einna best á því að henni var boðið að hita upp fyrir Radiohead er sú sveit var á ferð að kynna Amnesiac. Fyrsta Warp-platan með Anti- Pop Consortium var The Ends Aga- inst the Middle, afbragðs stuttskífa sem kom út á síðasta ári og svo kom Arrhythmia í apríl sl. Titill plöt- unnar, sem þýðir hjartsláttartrufl- anir, vísar að vissu leyti í efni henn- ar, því víst eru á henni „truflaðir taktar“, óreglulegir og brotnir. Nýjar hugmyndir Eins og heyra má á Arrhythmia eru þeir ófeimnir við að prófa nýjar hugmyndir, sjá til að mynda lagið „Ping Pong“ þar sem takturinn er skoppandi borðtennisbolti, en í öðr- um lögum eru mjög framúrstefnuleg rafhljóð og hugmyndir í bland við hefðbundnari takta. Sjálfir segjast þeir hlusta á allskyns tónlist, þar á meðal gamlar Michael Jackson- skífur, en einnig Section 25, sem var á Factory í Bretlandi, Joy Division, David Bowie, goth-tónlist og Bau- haus. Þegar rímur eru annars vegar eru áhrifin líka úr annarri átt en vanalega, þeir nefna Richard Wright, Bob Kaufman, Willam Burroughs og Charles Bukowski. Þeir félagar hafa jafnan lagt áherslu á að sveitin tilheyri ekki neð- anjarðarhiphopheimi New York, „enda eru flestir þar að herma eftir vinsælu hiphopi en ekki að reyna að skapa eitthvað nýtt“, eins og Priest orðar það. Að hans mati er fyrir vik- ið varla hægt að tala um neðanjarð- artónlist þar sem eini munurinn á henni og vinsældapoppi/-hiphopi sé að viðkomandi séu ekki búnir að slá í gegn. Það þýði þó ekki að tónlist þurfi að vera óvinsæl til að vera góð, það sé til talsvert af frumlegri og skapandi hiphoptónlist sem sé vin- sæl. „Gallinn við hiphop, líkt og alla aðra tónlist í dag,“ sagði Beans í við- tali fyrir skemmstu, „er að hún er al- mennt ömurleg, framleidd með hagnaðarvon í huga en ekki listræna sköpun“. Takmarkaðar áhyggjur af MP3 Við kynningu á tónlist sinni hefur Anti-Pop Consortium meðal annars náð árangri með því að nota Netið og þeir hafa takmarkaðar áhyggjur af MP3-væðingu heimsins; æsing- urinn í kringum það sé fyrst og fremst tilraun stórfyrirtækjanna til að missa ekki heljartakið sem þau hafi á tónlistarútgáfu í heiminum í dag. „Metallica-gauranir eru að láta útgáfurnar spila með sig,“ segir Priest, „þeir eru ekki búnir að átta sig á því að þeir eru búnir að vera og eiga aldrei eftir að selja níu milljón plötur, sama þó þeim takist að koma í veg fyrir dreifingu á Metallica- lögum yfir Netið. Þeir einu sem græða á því að koma í veg fyrir dreifingu á tónlist á Netinu eru út- gáfurnar, tónlistarmenn sem láta hafa sig með í þann slag eru bara að láta spila með sig.“ Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Ótroðnar slóðir Mikið er á seyði í hiphopi vestan hafs að vanda, en hiphopsveitin Anti-Pop Consortium virðist helst ná eyrum Evrópubúa sem eru ekki eins íhaldssamir í áhuga á hiphopi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.