Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 31 ✝ Gunnar HalldórSteingrímsson fæddist á Flateyri 23. desember 1922. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík 28. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Steingrímur Árna- son, útgerðarmaður á Flateyri og í Kefla- vík, f. 31.5. 1889, d. 29.11. 1972, og fyrri kona hans, Kristín Hálfdánardóttir, f. 28.10. 1889, d. 1927. Seinni kona Stein- gríms var Gréta Þorsteinsdóttir, f. 1892, d. 1973. Bræður Gunnars eru Kjartan, útgerðarmaður, f. 16.6. 1918, d. 16.7. 1981, var kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur, fóstru og eru börn þeirra tvö auk dóttur sem hann átti áður; Hálf- dán, f. 26.9. 1920, fv. fram- kvæmdastjóri Steindórsprents og Gutenberg, kvæntur Ingibjörgu Steindórsdóttur og eru börn þeirra þrjú. Gunnar kvæntist 24.3. 1944 Guðbjörgu Þorsteinsdóttur, hárgreiðslukonu, f. 10.10. 1918. Hún er dóttir Þorsteins M. Jóns- og í Reykjavík. Hann stundaði nám á Núpi 1938–39. Gunnar var sölumaður hjá Heildverslun Árna Jónssonar, Óskari Magnússyni og Heklu, en stofnaði, ásamt Páli H. Pálssyni, Heildverslunina Heimi hf. 1941. Hann keypti Hótel Gull- foss á Akureyri 1943 og átti og rak skóverslunina M.H. Lyngdal 1946 auk þess sem hann byggði og átti Hafnarstræti 100 á Akureyri og átti og gerði út skipið Sverri EA 20 ásamt Kjartani, bróður sínum. Hann átti Gunnarsbúð í Reykjavík 1950, var matsmaður, verkstjóri, starfsmaður hjá Viðskiptaskrá og Heimilispósti, var 1960 vörubíl- stjóri hjá Síldarverksmiðjum rík- isins á Seyðisfirði og Söltunarstöð Hertiviks á Vopnafirði og um tíma sölumaður hjá Sælgætisgerðinni Mónu. Þá starfaði hann hjá Jarð- borunum ríkisins, var gæslumaður við Kleppsspítala 1975, starfsmað- ur Álversins í Straumsvík og fyrsti gæslumaður SÁÁ í Reykjadal 1977. Hann starfaði hjá Aðalverk- tökum 1983, hjá Steintaki hf. og síðan hjá Brauðgerð Mjólkursam- sölunnar í Reykjavík auk þess sem hann hefur stundað ýmis önnur störf hér á landi og í Færeyjum, á Álandseyjum, Grænlandi, í Alaska og Svíþjóð. Útför Gunnars verður gerð frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ á morgun, mánudaginn 8. júlí og hefst athöfnin klukkan 13.30. sonar, skólastjóra á Akureyri, og Sigur- jónu Jakobsdóttur, húsmóður og leik- konu. Börn Gunnars og Guðbjargar eru Halldóra Kristín, f. 26.7. 1944, búsett í Anchorage í Alaska, gift Bjartmari Svein- björnssyni, prófessor og eiga þau tvö börn, Önnu og Björn; Þor- steinn Metúsalem, prentari, f. 2.9. 1945, d. 16.5. 1982, var kvæntur Ingibjörgu Valdimarsdóttur, handavinnu- kennara og eru börn þeirra þrjú, Valdimar, Ingibjörg og Gunnar Bragi, barnabörnin eru fimm; Steingrímur, leiðsögumaður, f. 27.4. 1947, var kvæntur Vigdísi Hjaltadóttur, kennara, dóttir þeirra er Hulda; Gunnar Halldór, stýrimaður, f. 13.10. 1958, var kvæntur Eddu Ólafsdóttur Olsen og eiga þau þrjár dætur, Kristínu Hrönn, Lilju Björgu og Bergþóru Sól. Gunnar ólst upp í Njarðvík, Vestmannaeyjum, á Sauðárkróki Hann afi minn, Gunnar Stein- grímsson, var einstakur maður. Í mínum augum, sem lítil stúlka, var hann allt öðruvísi en allir aðrir afar. Gunnar afi var fíkinn í ævintýri. Hann var flökkumaður og heims- ferðamaður. Hann bjó á Grænlandi, í Svíþjóð, Færeyjum og Alaska og þar eignaðist hann marga góða vini. Afi hafði djúp áhrif á mig og hann sagði mér margar skrýtlur og sögur í gegnum árin; þær koma fram í hugann þegar ég hugsa til hans núna. Það er ómögulegt að lýsa manneskju í örfáum orðum eða í nokkrum málsgreinum og þó að ég myndi skrifa fleiri blaðsíður þá mundi það ekki komast til skila. Allt sem ég get gert er að nefna nokkur atriði sem koma fyrst í hugann. Hann skrifaði mér oft bréf og kort og ég er mjög þakklát að hafa þessar minjar um hann sem hjálpa mér að muna eftir fleiri sögum og atvikum sem gerir líf mitt ríkara. Ég geymi þau í litlum kassa og hef nú síðustu dagana verið að lesa þau enn einu sinni. Einu sinni, þegar ég var rúmlega tvítug og bjó í Svíþjóð, kom hann og bjó hjá mér í mánuð. Hann hjálpaði mér í garðinum, gróðursetti, eyddi illgresi og sló flötina. Hann keypti rósarunna og gróðursetti hann beint undir eldhúsglugganum svo að ljúf- ur rósailmurinn barst inn í húsið þegar ég opnaði gluggann á morgn- ana. Hann fór á fætur eldsnemma á morgnana, fór í sundskýluna og gúmmístígvélin og fór út í garð til að gera Tai-Chi morgunleikfimi – sem í senn vakti undrun og hrifningu ná- grannakvennanna! En það var ein- mitt það sem hann ætlaði sér. Hann hafði mjög gaman af fólki og að koma því á óvart. Klæðaburður hans var líka sér- viskulegur. Hann skipti um útlit í hvert skipti sem ég sá hann. Þegar ég var í gagnfræðaskóla bjó hann um tíma hjá okkur í Alaska. Einn daginn þegar hann kom til að ná í mig eftir skóla hafði hann krúnurak- að sig, látið setja eyrnalokk í annað eyrað og var klæddur í svartar galla- buxur og eldrauða skyrtu. Bekkjar- félagar mínir voru agndofa þegar þeir sáu hann koma, hann var ekkert líkur neinum öfum sem þeir þekktu. Þegar ég hugsa til baka geri ég mér grein fyrir því að sögurnar sem hann sagði og atburðirnir sem ég varð vitni að voru endurspeglanir mikillar hugmyndaríki og greindar. Skopskyn hans og fyndni hvarf aldr- ei, ekki einu sinni eftir að hann fékk heilablóðföllin. Hann var alltaf ein- stakur. Skömmu áður en hann dó sagðist hann vera að vinna að því að bæta heilsuna svo að hann gæti aft- ur heimsótt okkur öll í Alaska. Ég veit að ég tala fyrir hönd okkar allra í Alaska, mömmu og pabba, ömmu og bróður míns, þegar ég segi að við vonum að andi hans sé með okkur. Ég mun aldrei gleyma þessum sérstaka manni sem hafði mun dýpri áhrif á mig en hann hefði nokkurn tíma getað ímyndað sér. Ég sakna hans mjög og það gerir öll okkar fjölskylda en ég veit að þessi þreytti ferðamaður var tilbúinn að yfirgefa heiminn og hvíla sig. Anna Bjartmarsdóttir. Mig langar til að skrifa örfáar lín- ur um afa minn, Gunnar H. Stein- grímsson. Hann hafði mjög gaman af ferðalögum og nýju umhverfi svo það er kannski viðeigandi að ég skuli sitja hér mitt inni í bananaekrum Ekvador og hugsa til hans. Ég vildi að ég ætti skýrari end- urminningar um afa. Það eru til margar sögur um okkur þegar ég var smástrákur en sjálfur man ég ekki vel eftir þeim. Uppáhaldssagan mín er þegar ég fór norður til Sví- þjóðar með fjölskyldunni. Afi kom og var hjá okkur. Honum fannst það óeðlileg hegðun hjá fjögurra ára barni að ganga í kringum drullupoll- ana svo að hann stökk útí einn poll- inn sjálfur og stappaði þar og sagði mér að svona færi maður að því! Seinast þegar ég sá afa bjó hann á Hrafnistu. Við fórum í göngutúr um Laugardalinn og fengum okkur rjómaís. Hann var í Grænlands- jakkanum sínum með Baskahúfu; klæðaburður hans var alltaf sérstak- ur. Ég sá samt að hann var ekki ánægður – hann hafði alltaf verið mjög sjálfstæður en nú fannst hon- um hann vera fjötraður. Ég er feginn að hann er aftur frjáls ferða sinna. Björn Bjartmarsson. Kæri afi minn. Þú varst uppáhalds afi minn og munt alltaf vera það. Ég man alltaf þegar þú áttir heima í Svíþjóð og ég, pabbi og litla systir mín komum til þín …ohh, ég mun aldrei gleyma þeim tíma. Mér fannst æðislega gaman. Við gerðum allt saman. Við tíndum jarðaber og þú gafst mér rautt og flott hjól. Ég var svo ánægð með það. Ég var átta ára þarna og þú gafst mér kaffi í fyrsta skipti …ojj, hvað mér fannst það vont. Þú varst frábær afi. Þú reyndir líka að kenna mér sænsku og það gekk mjög illa hjá mér, en þú varst mjög þolinmóður… En þegar þú komst aftur til Íslands og varðst mjög veikur, þá varð ég svo leið. Með tímanum byrjaðir þú að gleyma mér. Og síðan vissir þú ekki hver ég var. Ég varð svo sár. Síðan sá ég þig daginn áður en þú lést og þá varstu svo veikur. Þú gast ekki talað við mig, þú hélst bara í höndina á mér og horfðir á mig. Mig langaði svo að fara að gráta en ég þorði það ekki. Ég mun ávallt sakna þín og minn- ast þín. Þín afastelpa Kristín Hrönn. Stundum er það þannig, þegar maður er barn að aldri þá finnst manni að fólk sé til staðar að eilífu. Og það var líka svo um Gunnar afa. En eins og hann sagði sjálfur þá var hann enginn venjulegur afi, hann var ævintýramaður að eðlisfari og átti mjög auðvelt með að blanda geði við fólk. Hann var óhræddur að tak- ast á við nýja hluti bæði í starfi og í leik bæði innanlands og utan. Margar góðar minningar eigum við systkinin þegar kom í heimsókn og sagði okkur sögur utan úr heimi, þá gaf hann okkur oft skemmtilega minjagripi sem hann hafði valið af kostgæfni og hugmyndaflugið var einstakt. Alltaf var eftirvæntingin mikil eftir jólapökkunum frá afa sem lengi vel bjó í Svíþjóð og víðar á Norðurlöndum, frumlegri og skemmtilegri jólagjafir voru vand- fundnar. Afi fylgdist vel með sínu fólki þótt hann væri ekki á Íslandi. Hann hafði einstakt lag á að skrifa skemmtileg bréf og gat komið spaugilegu hliðum lífsins vel til skila á sinn einskæra hátt. Eitt bréf á mann það vantaði ekki, engin útund- an. Það voru mörg gullkornin sem voru skrifuð og greinilegt að hann skemmti sér ekkert síður en við sem fengum bréfin. En öllu gamni fylgdi nokkur alvara, því hann fylgdist vel með því sem við vorum að fást við og fengum við jafnan jákvæða hvatn- ingu á hans skemmtilega hátt. Þegar afi kom heim á sumrin fór hann oft með okkur í sumarbústað- inn á Laugarvatni, þar leið honum vel en hann hjálpaði vel til með pabba þegar húsið var byggt. Þar tók hann iðulega morgunbaðið og leikfimisæf- ingar í læknum. Afi var merkilegur maður og átti fáa sína líka. Hann mun alltaf eiga sérstakan stað í hjörtum okkar systkinanna. En minningarnar lifa áfram og við þökk- um fyrir góðar samverustundir. Hvíl í friði. Valdimar, Ingibjörg og Gunnar Bragi. Það segir mikla sögu um Gunnar H. Steingrímsson og vinsældir hans meðal samferðamanna hversu oft maður var spurður um hann eftir að hann fór að dvelja langdvölum í út- löndum. Hann var raunar ógleyman- legur öllum sem kynntust honum. Sérstæður lífsferill hans og ærið við- burðaríkur átti líka hlut að. Hann hafði á sínum tíma sótt fundi í félaginu Ungir pennar sem var fé- lagsskapur ungskálda þess tíma. Sumir héldu þá að hann ætlaði sér að verða skáld en svo varð ekki því hug- ur hans hneigðist í auknum mæli að sölumennsku og rekstri fyrirtækja. Í endurminningabók sinni Fundnir snillingar segir Jón Óskar frá því þegar hann gerðist sölumaður hjá Gunnari og fór með strandferðaskip- inu Súðinni. Þeir sem enn muna Gunnar frá þessum árum segja hann ekki síst minnistæðan vegna þess hve glæsilega hann var ætíð klædd- ur og hafði fágaða framkomu. Gunnar H. Steingrímsson var glæsilegur að vallarsýn, hár maður og herðabreiður og samsvaraði sér. Hann hafði dökkt hrokkið hár, var dökkbrýnn og ekki laus við að vera stórskorinn en það gerði hann svip- meiri. Hann lagði ætíð gott til mála og hafði bætandi áhrif hvar sem hann var. Hann rak eða átti aðild að rekstri fjölda fyrirtækja en var auk þess stundum launþegi og þekkti því til beggja vegna við borðið eins og hann sagði sjálfur. Þrátt fyrir tengsl við ýmsa framámenn í stjórnmálum gaf Gunnar sig ekki að pólitík og var það ekki af áhugaleysi á þjóðmálum heldur mun hann hafa orðið á milli skips og bryggju í þeim boðaföllum sem stórviðri Jónasar Jónssonar frá Hriflu færðu yfir landið. Eins og að líkum lætur hafði Gunnar frá mörgu að segja af veg- ferð sinni innanlands og utan, fólk safnaðist að honum hvar sem hann kom, best tókst honum upp þegar hann sagði frá ævintýrum sínum í sölumennskunni, hafði gríðarlega frásagnargáfu og söng ef hann vildi. Síðustu æviár hans voru dapurleg en hann gældi lengi við þá blekkingu að hann mundi hressast eins og Eyj- ólfur forðum og geta aftur gengið á vit gleðinnar. Ég tel að allir samferðamenn Gunnars H. Steingrímssonar muni eiga um hann góðar minningar. Jóhann Már Guðmundsson. GUNNAR H. STEINGRÍMSSON Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Önnumst allt er lýtur að útför. Hvítar kistur - furukistur - eikarkistur. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is                                                                     !" #    $       !"  !# $" "" %&' ""  "$  !# $"   # (   ) *  !# $" ) " # %&+"  ,   !#   $!- "-. "&                         !"                     !  "    #  $   &    '( #$ %$&& &'  ()  $* +, $$&& ) &$ $* )- $* .-   / $&&    $* #0' #$$&&  )) 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.