Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 37
barnslega hátt og ég trúi því að þér líði betur núna. Ég hugsa til þess þegar þú komst í heimsókn til mín í nýju íbúðina mína í Mosfellsbænum og við vorum að kjafta saman um allt milli himins og jarðar. Í einni setningunni sagðir þú „nei þá held ég að ég myndi frekar bara vilja deyja Drottni mínum“ … deyja Drottni mínum, mér fannst þetta flott orðalag og hef notað það sjálf eftir þetta. En almáttugur, elsku Gerða þá skildi ég ekki hvað dauðinn er endanlegur og raunveru- legur. Og aldrei hvarflaði að mér að hann væri svo nálægur. Þegar ég hugsa til þín kemur alltaf upp í hug- ann minningin um þig í eldhúsinu hjá mömmu og pabba þar sem þú varst að borða aspashausa upp úr dós og grænar ólífur hverja af annarri beint upp úr krukkunni og við Kolla systir horfðum á þig eins og þú værir ekki alveg normal, við vorum svo hissa. Hláturinn þinn og röddin svo fal- leg og sérstök, ég get enn heyrt í þér í huganum og hvernig óð oft á þér þegar þú varst að segja frá, þetta lif- ir í Natalíu dóttur þinni. Oft varð okkur sundurorða og ég sýndi sjúk- dómi þínum lítinn skilning og lítinn áhuga, það situr í mér núna. En ég er bara vanmáttug gegn þessum sjúk- dómi eins og aðrir sem ekki þekkja hann vel. Ég sé nú hversu miklar sál- arkvalir þú hefur gengið í gegnum og mér svíður það að þú hafir ekki getað með mannlegum mætti fengið þá hjálp sem þú þurftir svo mikið á að halda. Fyrirgefðu, elsku vinkona, og megir þú hvíla í friði. Ég bið algóðan Guð að gæta aðstandenda Gerðu og hlúa að þeim í þessari miklu, nístandi sorg. Egill Aaron, Natalía, Ægir, Stefán, María, Egill og Sigga, Guð gefi ykkur styrk. Þín mágkona, Katrín Sif Sigurgeirsdóttir. Ég gat ekki trúað eigin augum þegar ég sá mynd af Gerðu Björgu Sandholt og það var dánartilkynn- ing. Þetta gat ekki verið. Ég fékk sting í hjartað og var næstum viss um hvernig dauða hennar bar að. Tárin láku niður kinnar mínar og mér fannst lífið ekki vera réttlátt. Margar hugsanir streymdu um huga minn og ég sá Gerðu fyrir mér þar sem hún labbaði fram hjá skrifstofu okkar Ídu í Heklu á leið til pabba síns. Þessi stúlka virtist eiga allan heiminn af glæsileika sínum og já- kvæðum straumum sem af henni geisluðu. Oft langaði mig að segja henni hve glæsileg mér fyndist hún og ég lét af því verða þegar við vor- um farnar að kynnast lítillega. Mér fannst hún líta sérlega vel út þennan dag. Hún var ofsalega grönn og ég sjálf var svo upptekin af því að grennast og þarna sá ég fyrirmynd mína í þeim efnum. Hún kom inn á skrifstofu og spurði um Egil Aaron sem stundum sat hjá mér og teiknaði en hann var uppi að horfa á teikni- myndir í þetta skiptið. Ég sagði við hana með aðdáun: „Rosalega ertu grönn og fit.“ „Já, finnst þér það?“ sagði Gerða og horfði skringilega á mig, allt að því kaldhæðnislega. Hún settist á stól Ídu og sagði: „Veistu, ég er nær dauða en lífi af anorexíu. Ég var að koma af geðdeild,“ hélt hún áfram og horfði alvarleg á mig. Það var engu líkara en að ég hefði verið slegin utan undir, ég varð svo hissa. Ég skammaðist mín innilega. Það var út af fólki eins og mér sem þessi sjúkdómur lifði og ég sjálf var ekki langt frá því að ganga sama veg. Gerða breytti lífi mínu á svip- stundu. Eftir þetta atvik spjölluðum við oft saman um lífið, hversu gott það var stundum en oft um hversu erfitt getur verið að fóta sig á þessari jörðu. Hún talaði oft um að hún vildi opna umræðuna um þennan skelfi- lega sjúkdóm til að hjálpa öðrum, bæði í baráttunni við hann og sem forvörn. Það sem mér finnst verst er að ég sagði henni aldrei hvernig hún hjálpaði mér. Ég hef margoft vitnað í þessa sögu og hún heldur mér enn við efnið. Ég mun aldrei gleyma Gerðu og því sem hún gerði fyrir mig. Guð blessi hana. Samúðarkveðjur, Guðfinna Hugrún Grundfjörð. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 37 ✝ Hreinn Pálssonfæddist í Reykja- vík 12. desember 1957. Hann lést 28. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Anna Soffía Há- konardóttir og Páll Sigurðsson. Móður- foreldrar Petrína Narfadóttir frá Kala- staðakoti á Hval- fjarðarströnd og Há- kon Halldórsson, skipstjóri frá Akra- nesi. Föðurforeldrar Guðbjörg Guð- mundsdóttir frá Kirkjubóli í Hrófbergshreppi í Strandasýslu og Sigurður Halldórsson frá Litlu-Fellsöxl í Skilmannahreppi í Borgarfjarðarsýslu. Hreinn var sjötti í röð ellefu systkina: 1) Þrúður, maki Þorgeir Yngvason. Þau eiga þrjú börn, 2) Hákon, maki Ingibjörg Hafsteinsdóttir. Þau eiga þrjár dætur, 3) Guðrún, látin; 4) Ingólfur, hann á einn son; 5) Sigurður, maki Margrét Krist- jánsdóttir, þau eiga þrjú börn, 6) Hreinn; 7) Pétur Rúnar, lát- inn; 8) Sigurjón, maki Theodóra Ragnarsdóttir, þau eiga tvo syni; 9) Halla, maki Sig- steinn Sigurðsson, þau eiga tvö börn; 10) Guðlaugur, hann á einn son; 11) Dag- mar. Hreinn ólst upp í Kópavogi, fyrir utan fimm ár sem hann átti heima ásamt fjölskyldu sinni að Króktúni í Hvolhreppi. Hann stundaði sjó um tíma. Sautján ára að aldri veiktist hann af eitlakrabbameini en komst til fullrar heilsu á ný. Mörg undanfarin ár rak hann sitt eigið fyrirtæki með múrbrot og steypusögun. Hreinn var ókvænt- ur og barnlaus. Útför Hreins fer fram frá Foss- vogskirkju mánudaginn 8. júlí klukkan 15. Með nokkrum orðum, sem aldrei munu þó til fulls geta tjáð tilfinn- ingar mínar til þín, elsku Hreinsi minn, langar mig að kveðja þig. Þú varst svo einstakur bróðir og vinur, alltaf tilbúinn að hjálpa ef á þurfti að halda, hlýr og gamansam- ur. Við sátum oft saman og röbbuð- um, þú með þín skondnu orðatil- tæki eins og „það eru ekki alltaf jól- in“ eða „það er víða pottur brotinn“, svo veltumst við um af hlátri. Þessar stundir eru nú gimsteinar í minningunni um þig. Steini þakkar þér líka einstaka vináttu. Alltaf hafðirðu tíma til að ræða við krakkana um þeirra áhugamál. Þau þakka þér innilega fyrir þær stundir. Ég kveð þig minn ástkæra bróður er leið þín nú liggur mér frá þú varst traustur, tryggur og góður þína minning fær ekkert afmáð. Hvíl í friði elskan. Þín systir, Halla, og fjölskylda. Elsku Hreinn, fráfall þitt kemur eins og reiðarslag yfir okkur, svo ungur og ægihraustur, dáinn án nokkurs fyrirvara. Okkur eru efst í huga þau forréttindi að hafa fengið að kynnast þér svona vel. Mörgum stundum eyddum við saman í Skrið- ustekk og annars staðar. Hjálpsemi þinni voru engin takmörk sett. Sorg og tómarúm er nú í hjarta okkar en minningin um frábæran dreng varir að eilífu. Góður Guð geymi þig og varð- veiti. Sigurður bróðir og fjölskylda. Okkur systkinin langar til að minnast elskulegs frænda okkar sem var tekinn svo skyndilega frá okkur. Hreinn okkar var yndislegur og velviljaður maður og vildi allt fyrir alla gera. Hann var alltaf fyrstur til að bjóða fram hjálp sína á allan þann hátt sem hugsast gat. Svo góður, duglegur og hraustur maður er vandfundinn. Stórt skarð er hoggið í hjörtu okkar, það skarð verður aldrei fyllt. Söknuðurinn er svo stór og missirinn mikill. Við er- um þakklát fyrir allar þær yndis- legu stundir sem við áttum með honum. Það verður vel tekið á móti honum og Esju, hundinum hans, sem var honum svo mikils virði, og hvíla þau nú á betri stað. Þín frændsystkini, Anna Margrét og Sigurbjörn. Úandi æðarfugl gárar spegil- sléttan Hesteyrarfjörð og skyndi- lega skýtur hrefna upp kryppunni og blæs. Dularfull norðanbirta sumarnæturinnar sveipar umhverf- ið ævintýraljóma. Bálið snarkar þar sem við höfum slegið upp búðum á Stekkeyri. Föggur okkar eru breiddar til þerris og við njótum kyrrðarinnar þögulir. Þetta er eitt af þessum augnablikum ævinnar sem aldrei gleymist. Við erum fjórir á ferð í júlí 1993 um Jökulfirði og Hornstrandir, tveir á kajak og tveir á „kvenna- báti“ – bensínknúnum slöngubáti. Ásamt undirrituðum voru með í för þeir Ágúst Loftsson og Hreinn Pálsson, sem nú er kvaddur. Til- gangur fararinnar var að gera grein um kajaksiglingar og ferðalög á sjókajökum. Þessi íþrótt hafði legið í láginni frá því fyrir miðja öldina þegar hér var mikil kajak- vakning og um allt land voru smíð- aðir kajakar. Frá því við fórum ferðina eftirminnilegu er kajakróð- ur orðinn mjög útbreiddur. Hreinn var ómetanlegur ferða- félagi í þessum leiðangri. Ótrúlegt hraustmenni, afrenndur að afli og kjarkurinn óbilandi. Hvern dag byrjaði hann á að steypa sér í sjó- inn og synda góðan spöl. Svo steig hann á land, hristi sig aðeins og þurrkaði af sér í morgunsólinni. Hreinn naut ferðarinnar út í æsar, enda einstök lífsreynsla að fara um þessar heillandi slóðir. Það munaði um Hrein í þessari ferð og hlífði hann sér ekki frekar en endranær. Þyrfti eitthvað að bera tók hann tvöfalda byrði á við aðra. Þegar utanborðsvélin var óþæg í gang þótti honum ekkert verra að hafa hana í gír meðan hann trekkti mótorinn. Við áætluðum ganghraða fullhlaðins bátsins undir þessum ræsingum Hreins einar fimm mílur á klukkustund! Hreinn valdi ekki alltaf léttustu leiðina í lífinu, vann við steinbrot og múrsögun og aðra líkamlega krefj- andi vinnu. Þessi hreysti og lífs- þróttur, sem virtist svo takmarka- laus, var því merkilegri þegar Hreinn sagði sögu sína. Á unglings- árum varð hann fárveikur, svo hon- um var ekki hugað líf. Hann lá á sjúkrahúsi, tengdur fjölda tóla og tækja, og ekkert eftir annað en að kveðja. Þá nennti Hreinn þessu ekki lengur; sagðist hafa tekið allt draslið úr sambandi, smeygt sér í spjarirnar og skjögrað niður á bryggju. Þar réð hann sig á útlent skip og fór í siglingar. Í stað þess að kveðja lífið, eins og flestir áttu von á, náði hann heilsu og átti mörg góð ár. Okkur brá við að heyra af andláti þessa eftirminnilega förunautar og félaga. Við viljum þakka fyrir sam- ferðina og góðar minningar um traustan dreng. Vottum við ástvin- um hans samúð okkar og biðjum þess að Guð veiti þeim huggun og blessi minningu Hreins Pálssonar. Árni Sæberg og Guðni Einarsson. HREINN PÁLSSON                                             !   "                                       !     "      "!                                            ! "#$   %      !   "                                                   !         !       "   # "#$# "#$% &$' "#$()) # *  "#$()) #!                             "#       $% & % &    ! "" ##$!  #%$ &% ! '%$   ##$! ($#)"*" ! "  ! $ " +)##$! " ##$! %$ ($#$ ! """ ,*$  !  %" $##$! %" ##$! --. ---. EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.