Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 26
Teddi sýnir í Perlunni Morgunblaðið/Sverrir Teddi við eitt verka sinna í Perlunni. MYNDHÖGGVARINN Magnús Th. Magnússon, Teddi, opnar sýningu í Perlunni í dag, sunnudag, kl. 17 og er sýningin sú fimmta í Perlunni, en alls hefur hann haldið fimmtán einkasýningar, hér heima og er- lendis, auk þess að taka þátt í sam- sýningum. Í Perlunni gefur að líta standmyndir og veggmyndir. Efni- viðurinn er sem fyrr af ýmsum toga og af ólíkum uppruna: m.a. úr ösp, lerki úr Hallormsstaðaskógi, hlyn, reyni og sítrusviði auk annarra við- artegunda. Sýningin stendur til 8. ágúst og er opin alla daga frá kl. 12-23. LISTIR 26 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ DANSKA dúóið DuoDenum lagði í fyrri viku land undir fót í spilför um Færeyjar, Ísland og Grænland og kom fram í Norræna húsinu á sunnu- dag. Dúóið skipa Jeanette Balland, sem leikur á helztu fjóra meðlimi saxofónfjölskyldunnar, og Christian Utke, páku- og slagverksleikari Út- varpssinfóníuhljómsveitarinnar í Kaupmannahöfn og m.a. virkur í klezmersveitinni Shlechte Kapelle. Um 20 áheyrendur komu á tón- leikana. Á dagskrá voru þrjú dönsk, tvö færeysk og eitt íslenzkt verk, flest samin á þessu ári og öll fyrir Duo- Denum. Dönsku verkin voru fyrir hlé og var ýtt úr vör með tónsmíð fyrir marimbu og altsax eftir aldursfor- seta höfunda, Axel Borup Jørgensen (f. 1924), Autumn Leaves (þess var reyndar getið að tónskáldið hefði ekki vitað af tilvist djasstandarðsins samnefnda). Af munnlegri kynningu Utkes kom fram að höfundur hefði í stað hefðbundinna slegla fyrirskrifað að marimban yrði slegin fingurgóm- um – dúðuðum vel slitnum vinnuvett- lingum úr eigu tónskáldsins sem vel að merkja höfðu einkum verið not- aðir við garðvinnu. Auk þessa hug- læga „konsepts“ var tilgangurinn þó einnig að kalla fram óvenjulegan hljómblæ úr suðurameríska tré- spilinu. Enda var ekki laust við að hanzkatremóló Utkes minntu á þyt þann sem garðeigendur kannast við þegar vindurinn stokkar fölnað lauf og gefur á sinugult spilborðið í síð- ustu rúbertu haustsins. Á meðan lék altsaxinn angurhægar strófur inn á milli tónlausra lofthviða. Kaldranalegur konstrúktívisminn birtist í öllu sínu veldi í næsta verki eftir Karsten Fundal (f. 1966), Moeb- ius#2 fyrir víbrafón og sópransaxo- fón. Það kvað byggt á samhverfum tónamynztrum er líkt og svokallað möbíusarband eiga sér hvorki upp- haf né endi. Mun stykkið úr röð verka sem öll eiga að kanna form- ræna möguleika þess arna. Það skásta við verkið var hugmyndin að baki, sem eins og álíkri tónsmíða- nálgun er títt gaf hlutfallslega minna af sér í hljómandi mynd. Svo einkennilega vildi til, að tvö verk – þriðjungur dagskrár – sóttu innblástur til grænlenzkra ínúíta, hvort sínum megin við tónleikahlé. Piseq – Ritus III nefndist ópus fyrir altsax og slagverk eftir Niels Rosing- Schow (f. 1954). 13 mín. langt verkið bar með sér andblæ af ískruðningum og frostþoku, ekki sízt fyrir ískur, urr og tvíhljómatækni saxofónsins, en tók á sig óvæntan keim af fram- úrstefnudjassi í síðasta hluta. Glacier eftir Áskel Másson fyrst eftir hlé var af svipaðri lengd og notaði m.a. seið- andi tvísöngstækni grænlenzkra kvenna er syngjast á hvor í munn annarrar, hér að vísu aðeins með taktföstum stunum spilaranna úr sið- samri fjarlægð. Miðað við flest annað á dagskrá var verk Áskels allfjöl- breytt og gefandi, og brá á tveim stöðum snöggvast fyrir skugga af þjóðlaginu eldforna Ár var alda. Præludium og fuga eftir Benja- míninn í tónskáldahópnum, hinn fær- eyska Trónd Bogason (f. 1976), var samið fyrir marimbu og altsaxofón og sagt vera í þrem köflum. Ekki varð maður var við neina fúgu í hefð- bundnum skilningi, en öllu verra var þó hvað hjakkandi mínímalískur rit- háttur var gegnumgangandi. Frómt frá sagt ætlaði blýfast framvindu- leysið mann lifandi að drepa úr leið- indum (enda þótt hefði stappað nærri því nokkrum sinnum fyrr á dagskrá), þrátt fyrir afburðagóða spila- mennsku dúósins. Því miður kvað téð naumhyggja ekki ríða við einteyming í tónlist síðari ára fyrir slagverk, og telja það sumir tengjast ákveðinni hugleiðslufíkn er nú kvað hæstmóð- ins í bæði framsæknu poppi og fag- urtónlist. Eftir nýdubbaðan Norðurlanda- ráðstónlistarverðlaunaþega, Sunleif Rasmussen, og landa Tróndar, var að lokum flutt Pictures from the Sea’s Garden, samið 1998 fyrir slag- verk, alt- og tenórsaxofón. Þetta var lengsta verk tónleikanna, um 16 mín., en þrátt fyrir það entist stykkið hlustendum furðuvel. Trúlega var því m.a. litríkri fjölbreytni í rithætti að þakka og góðri nýtingu á hljóð- heimi slagverks, þ.á m. tilkomumikl- um glissandóum á páku. Innblástur hafði Sunleif að sögn fundið heima í fjöru, þar sem uppskolað þangið leiddi hug hans í búð með humrum, eins og glöggt mátti heyra af þara- blaktandi neðansjávarómi þessa ým- ist sveimkyrra eða grængolandi út- hafstónverki. Undir lokin brast á virtúósísk tokkata fyrir tónstilltu ásláttarhljóðfærin sem Christian Utke snaraði fram af mikilli fimi í sveigjanlegum samróðri við Jeanette Balland. Í heild var flutningur dúósins af fyrstu gráðu og hefði túlkun þeirra félaga vissulega verðskuldað hlust- vænni tónverk en fram kom af slak- ari atriðum dagsins. Vinnuvettlingatök TÓNLIST Norræna húsið Verk eftir Borup-Jørgensen, Fundal, Ros- ing-Schow, Áskel Másson, Trónd Boga- son og Sunleif Rasmussen. DuoDenum (Jeanette Balland, saxofónar; Christian Utke, slagverk). Sunnudaginn 30. júní kl. 17. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson SÓKN í vörn heitir nýtt útvarpsleikrit eftir Háv- ar Sigurjónsson, unnið fyrir Útvarpsleikhús Ríkisútvarpsins. Leik- ritinu verður útvarpað á rás eitt að loknum há- degisfréttum alla virka daga frá og með mánu- degi og endurtekið strax að loknum kvöldfrétt- um, eða um klukkan hálf sjö á báðum rásum. Hávar Sigurjónsson lýsir verkinu sem spennuleikriti með gam- ansömum tón. Leikritið er sjálfstætt framhald af tveimur leikritum sem Hávar samdi fyrir Útvarpsleikhúsið, Opnum augum sem flutt var 1998 og Valdemar frá 1995, en aðalpersónur verkanna eru þær sömu. „Þetta eru Kjartan Ólafsson blaða- maður og fréttastjórinn hans. Kjart- an vinnur á Síðdegisblaðinu. Það sem gerist í þessu verki er það að það finnst fingur í kirkjuorgeli í kirkju í Reykjavík. Það er upphaf þess að far- ið er að leita að eiganda fingursins og við það kemur ýmislegt í ljós, meðal annars það að presturinn, organistinn og kórstjórinn í kirkjunni eiga þarna hlut að máli. Blaðamaðurinn Kjartan er ekkert mikill leynilögreglumaður en rambar einhvern veginn á lausnir af og til en lendir í talsverðum vand- ræðum sem hann er stöðugt að reyna að koma sér útúr. Svo er hann stöðugt með fréttastjórann á hælunum, en hann er að reyna að kreista einhverj- ar fréttir út úr Kjartani. Kærasta Kjartans úr fyrri seríu er nú orðin konan hans, og hún tekur þátt í þessu öllu saman.“ Hávar er höfundur Englabarna, dramatísks leikrits sem var á leiksviði síðasta vetur. Það kann að virðast langur vegur milli þess og leyni- lögguskopsins í þessu verki. „Ég hafði mjög gaman af því að skrifa þetta verk og tók mig alls ekkert of hátíðlega; leyfi mér að elta uppi alls konar klisjur og leika mér með þær. En þetta er talsvert öðru vísi vinna en við sviðs- verk og formið allt ann- að. Hver þáttur fyrir Útvarpsleikhúsið er um 15 mínútur að lengd og maður þarf að huga að ýmsu, til dæmis því að hver þáttur endi þannig að það kveiki í hlustandanum að fylgjast með þeim næsta. En þó að þetta sé útvarp, þá takmarkar það alls ekki möguleikana. Maður getur farið út um allt og það er auðvelt að skipta um umhverfi; – inni, úti, í símanum eða bílnum, – verkið getur hreyfst hratt og býður upp á aksjón. Sumir halda að dauð samtöl séu það eina sem útvarpsleikhús býð- ur uppá, en það er alls ekki svo.“ Það var Grétar Ævarsson sem sá um upptöku leikritsins, en Hávar leikstýrir því sjálfur. Kjartan Ólafs- son er leikinn af Ólafi Darra Ólafssyni en meðal annarra leikenda eru Mar- grét Vilhjálmsdóttir, Pálmi Gestsson, Hjalti Rögnvaldsson, Jóhann Sigurð- arson, Edda Heiðrún Backman, Hall- dór Gylfason, Ragnheiður Steindórs- dóttir, Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir. Fyrsti hluti Sóknar í vörn verður fluttur á mánudaginn, en hlustendum er bent á að þættir liðinnar viku eru aðgengilegir á heimasíðu Ríkisút- varpsins á netinu, undir liðnum Spennuleikrit. Hávar Sigurjónsson Fingur finnst í kirkjuorgeli Leikrit frumflutt í Útvarpsleikhúsinu ÍSLANDSLEIKHÚSI 2002 verður formlega ýtt úr vör á leikskólanum á Marbakka við Marbakkabraut í Kópavogi á morgun, mánudag, kl. 10.40. Leikhópurinn er skipaður átta ungmennum en auk þess eru með í för leikstjórinn Margrét Eir og fararstjóri. Leikhúsið er sam- starfsverkefni Greips Gíslasonar, Gamla apóteksins á Ísafirði, Ung- mennafélags Íslands og sjö sveitar- félaga. Hópurinn ferðast á milli sveitarfélaganna sjö sem að verk- efninu standa og treður þar upp, m.a. við útiskemmtanir og á op- inerum stofnunum, svo sem leik- skólum og elliheimilum. Sveitar- félögin sem þátt taka eru Ísafjarðarbær, Kópavogsbær, Hveragerðisbær, Hornafjörður, Austur-Hérað, Akureyrarbær og Stykkishólmur. Setningin hefst á stuttu leik- atriði fyrir börnin en að því loknu verða m.a. undirritaðir samningar við samstarfsaðila að viðstöddum menntamálaráðerra. Íslandsleik- húsinu ýtt úr vör SKÁLDSKAPUR hefur á sér margar hliðar. Skáld yrkja ekki bara með orðum og innihaldi þeirra. Skáldskapurinn býr ekki síður í því hvernig orðun- um er teflt saman, hvernig þau eru valin, á hvaða hátt skynj- unum og kenndum er komið fyrir, í því sem kallast blæbrigði ljóðs. Ljóð Þórarins Guðmunds- sonar í ný- útkominni ljóðabók sem hann nefnir Fjólublátt húm fjalla fyrst og fremst um ýmis blæbrigði sam- hygðar, vináttu, ást og einingu með náttúru. Í kveðskapi sínum leggur hann áherslu á sátt and- stæðna og sátt við lífið. Fjar- lægðin verður nálæg og sárs- aukinn verður ,,vatnið undir brúnni – / það streymir hjá / og er bráðum ekki lengur. Grund- völlur þessarar lífssýnar er skilningurinn á manninum, gleði hans og hryggð, en hann er í augum Þórarins ,,hálft lífið“. Þessi lífssýn er síðan undir- strikuð með blæ ljóðanna. Hann einkennist af ljóðrænni og róm- antískri fegurðarkennd sem undirstrikar mæta vel þessa upphafningu andstæðna og sáttina við lífið. Fyrir bragðið einkennist áferð ljóðanna af huglægri fjarlægðarkennd. Sú fjarlægðarkennd á sér þó ekki uppruna í framandlegri og skrautlegri orðanotkun eins og t.a.m. einkenndi mörg ljóð Tóm- asar Guðmundssonar. Þórarinn beitir að sönnu fyrir sér síð- klassísku orðfæri líkt og Tómas og vísunum til grískra goðsagna en hann sækir þó ekki síður til íslenskrar hefðar. Hann er ófeiminn að nýta sér kenningar og forn stílbrögð án þess þó að það marki skáldskapinn um of. Í einu ljóðanna er ort um að fljótsins straumkast syngi skáldinu ,,hugbrims-óð“ og það vill feta um orðþröng og ,,litríkt hylla ax við / skógar-rein-“. Oftast nær einkennast þó ljóð Þórarins af tærleika og einfald- leika. Í kvæði sem nefnist Speg- ill hjartans: Tær spegill hjartans geymir myndir geymir djúp vötn og kvik. Innsæi hans þekkir engin höft hvíslar og hvíslar með hverjum slætti á hverri báru: Ég er allt – alltaf alls staðar. Ljóðheimur Þórarins er að sönnu heill og áferðarfallegur. Saman fer merking og orðaval í mikilli sátt. Þó er viðbúið að ein- hverjum finnist sá skáldskapur full einlitur þar sem andstæður eru jafnaðar út með þessum hætti og sáttin við allt og alla er í senn megininntak og megin- blær ljóðanna. Sá finnst mér raunar helsti veikleiki bókar- innar. En hvað sem því líður verður ekki fram hjá því horft að Fjólublátt húm er fáguð og vönduð ljóðabók sem miðlar heilsteyptri lífssýn. Tær spegill BÆKUR Ljóð eftir Þórarin Guðmundsson. Höf- undur gefur út. 2002 – 58 bls. FJÓLUBLÁTT HÚM Þórarinn Guðmundsson Skafti Þ. Halldórsson ♦ ♦ ♦ Saving the Child. Regional, cult- ural and social aspects of the in- fant mortality decline in Iceland, 1770-1920 nefnist doktorsritgerð Ólafar Garðarsdóttur sagnfræðings sem hún varði við Umeå háskólann. Í ritgerðinni fjallar Ólöf um þann mikilvæga árangur sem náðist í bar- áttunni við háan ungbarnadauða á Íslandi á síðari hluta 19. aldar. Bókin er kilja, 286 bls., prentuð í Gutenberg. Háskólaútgáfan annast dreifingu. Verð 3.200 kr. Ritgerð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.