Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL hátíðarhöldvoru í Hong Kong íliðinni viku vegnaþess að liðin vorufimm ár frá því að borgin varð á ný hluti kínverska ríkisins eftir að hafa í hátt á aðra öld verið bresk nýlenda. Jiang Zemin, forseti Kína, var mættur og Tung Chee-hwa, æðsti embætt- ismaður borgarinnar, sór á ný embættiseið en kjörtímabil hans er fimm ár. „Mikilvægasta verkefnið sem blasir við á nýju kjörtímabili stjórnarinnar er að leiða Hong Kong út úr tímabili efnahagssam- dráttar og efla á ný trú borgarbúa á framtíðinni,“ sagði Tung eftir eiðtökuna. Þrátt fyrir fögnuð kommúnistaleiðtoganna í Peking og stuðningsmanna þeirra var ekki hægt að leyna því að hagur Hong Kong-búa er nú mun verri en fyrir fimm árum. Hundruð andófsmanna lýstu óánægju sinni með stjórn kommúnista með því að hrópa að Jiang ókvæðisorð – að vísu úr hæfilegum fjarska vegna öryggis- ráðstafana lögreglunnar. Var heitið lýðræði en ... Þegar Bretar og Kínverjar sömdu um að Hong Kong yrði aft- ur hluti Kína var sagt að stefnt skyldi að því að borgarbúar fengju árið 2007 að velja sér stjórnendur með fullkomlega lýðræðislegum hætti en fyrir er þing sem að veru- legu leyti er kjörið í lýðræðiskosn- ingum. Kommúnistastjórnin hefur hins vegar þrengt að ýmsum lýð- réttindum á undanförnum fimm árum þótt hún hafi alls ekki gengið jafn langt í þeim efnum og sumir svartsýnismenn spáðu. Tjáningar- frelsið er enn að mestu óskert, enn er leyft að efna til mótmæla vegna morðanna á Torgi hins himneska friðar 1989, viðskiptalífið er ekki háð hömlum stjórnvalda, eignar- réttur einstaklinga virtur. Og í lið- inni viku sagði Qian Qichen, að- stoðarforsætisráðherra Kína, að ástæðulaust væri að breyta nokkuð kerfinu, það virkaði ágætlega. Draumurinn um lýðræði árið 2007 virðist því ekki munu rætast. Hong Kong-búar gætu með tím- anum orðið leiðarljós í baráttu lýð- ræðissinna í Kína en einræði kommúnistaflokksins væri þá ógn- að. Hann hefur þegar brugðist til varnar. Óþægir embættismenn frá tímum nýlendustjórnar Breta eins og Anson Chan, aðalritari stjórn- arinnar, sögðu fljótlega af sér vegna þvingana af hálfu komm- únista og mörg dæmi eru um að embættismenn reyni að kaupa sér frið með því að koma sér upp eins konar innbyggðri ritskoðun. Nýlega var mannréttindafröm- uðinum Harry Wu, sem býr í Bandaríkjunum, að sögn The Eco- nomist meinað að koma til Hong Kong og um 100 erlendir félagar í Falun Gong-hreyfingunni fengu ekki að stíga á land vegna þess að þeir ætluðu að taka þátt í þöglum mótmælum í tilefni fimm ára afmælisins. Fjölmiðlar verða æ tal- hlýðnari og óttast er að tækifærið verði notað þegar sett verða ný lög um öryggismál og þrengt að ýms- um andófshópum, þar á meðal Fal- un Gong, sem er bannað í Kína en enn þá leyft að starfa í Hong Kong. Embættismenn verði ábyrgir Tung hefur nú komið á þeirri skipan að helstu embættismenn séu pólitískt skipaðir en ekki ein- faldlega ráðnir í störfin. Segir hann að með þessu sé verið að gera þá ábyrga í lýðræðislegum skilningi en hætt er við að fáir skilji vel hvert lýðræðið er þar sem aðeins einn flokkur fer með völdin. Nýlendustjórnin var ekki lýðræð- isleg en landstjóri Breta þurfti þó að verja stefnu sína gagnvart breska þinginu í London, segja gagnrýnendur Tungs og fullyrða að markmið hans með breyting- unni sé fyrst og fremst að auka eigin völd. Í skoðanakönnunum nýtur Tung stuðnings aðeins um 20% borgar- búa. Lítið er að marka þótt hann fengi nýlega öll atkvæði 800 manna kjörmannasamkundu sem valdi hann í embætti; fulltrúarnir eru allir samþykktir af kommúnista- stjórninni. Jiang hvatti borgarbúa í ræðu sinni til að standa saman og fylkja sér um Tung og stjórn hans en athygli vakti að hann lét í ljós nokkra gagnrýni á frammistöðu Tungs. Jiang bætti þó við að Hong Kong-búar þyrftu sjálfir að standa sig betur og leggja sig fram um að „efla þróun ættjarðarinnar“. Tung var umsvifamikill kaup- sýslumaður í Hong Kong er hann var gerður að aðalfulltrúa Peking- stjórnarinnar í borginni og tók í reynd við svipaðri stöðu og lands- stjóri Breta hafði. Hann viður- kenndi á mánudag að margt þyrfti að bæta en sagði að þrátt fyrir allt væri svartsýni óþörf. „Við megum ekki staðna ... Við verðum að sækja fram, “ sagði hann. Tung hét því að virða starfsreglur réttarríkisins og stjórnarskrá borgarinnar en samkvæmt henni munu 6,7 milljónir Hong Kong-búa njóta sérstöðu í stjórnskipulagi Kína fram til 2047 og hafa „veru- legt forræði“ í eigin málum. Hug- myndin er kennd við hugtakið „Eitt land, tvö kerfi“ og átti orða- lagið að róa þá sem óttuðust að umskiptin 1997 myndu merkja endalok alls frjálsræðis og mark- aðsskipulags á staðnum. Hvernig túlka ber ákvæðið um eigið forræði er hins vegar umdeilt og Anson Chan sagði nýlega í grein í breska blaðinu The Financial Times að þróun lýðræðis í borginni næstu árin myndi sýna hvort Peking- stjórnin hygðist virða ákvæðið. Samkeppni við Shanghai Versnandi hagur borgarbúa er staðreynd, fasteignaverð hefur á nokkrum árum hrapað um 60% og margir greiða nú af skuldum sem eru hærri en nemur raunverði eignarinnar. Gámafjöldinn í höfn- inni, sem er meðal hinna stærstu í heimi, minnkaði í fyrsta sinn í manna minnum í fyrra, umsvifin drógust saman um nær 2% vegna samkeppni frá öðrum kínverskum hafnarborgum. Atvinnuleysi hefur þrefaldast og er um 7,4%, laun hafa lækkað og hagvöxtur var að- eins um 0,9% á fyrsta fjórðungi ársins, að sögn The Los Angeles Times. Kreppan sem skall á í mörgum Asíuríkjum fyrir nokkrum árum kom hart niður á borginni. Aðal- ástæðan fyrir erfiðleikunum er samt að Hong Kong hefur misst þá sérstöðu sem hún naut í efnahags- lífi Kína. Aðild Kína að Heims- viðskiptastofnuninni, WTO, hefur tryggt að aðrar kínverskar borgir geti keppt á jafnræðisgrundvelli um viðskipti og fjárfestingar við Hong Kong sem var áratugum saman aðaltengiliður Kína við lönd markaðshagkerfisins. Borgin ann- aðist hátt í helminginn af öllum ut- anríkisviðskiptum Kínverja. En eftir að Pekingstjórnin söðlaði um á áttunda áratugnum og fór að auka frjálsræði í atvinnumálum hafa aðrar borgir, ekki síst Shanghai, eflst mjög og tekið við þessu hlutverki að verulegu leyti. Sérfræðingar segja að umsvif Shanghai-hafnar verði sennilega meiri en keppinautarins í Hong Kong árið 2015. Atvinnurekendur í Hong Kong hafa auk þess síðustu árin sett upp fjölda útibúa á meg- inlandinu vegna þess að laun eru þar mun lægri, bankastarfsmenn í Shanghai eru aðeins hálfdrætting- ar á við kollega sína í Hong Kong. Taívanar fráhverfir Hong Kong- lausn Kínverjar hafa lengi reynt að fá Taívana til að samþykkja að eyrík- ið verði aftur hérað í Kína og muni þá áfram njóta sjálfsforræðis á sama hátt og Hong Kong er heitið. Oft hafa Pekingmenn sýnt klærnar og eyjarskeggjum verið hótað inn- rás og flugskeytum skotið í grennd við landhelgi Taívana til að minna þá að hafa sig hæga og lýsa ekki einhliða yfir sjálfstæði. En Taív- anar hafa nú komið á fullu lýðræði í landi sínu og eru nær allir sam- mála um að þeir muni ekki fórna því á altari sameiningarinnar. Skil- yrðið fyrir sameiningu sé að Kína verði einnig lýðræðisríki. Hátíðarhöldin á mánudag vöktu litla athygli á Taívan en nokkrum dögum fyrir þau birtu taívönsk stjórnvöld skýrslu þar sem kom fram harkaleg gagnrýni á þróun mannréttinda og lýðræðis í Hong Kong frá 1997. Og fjölmiðlar sögðu að borginni væri stjórnað af „um- boðslausum peningafurstum“ sem eingöngu stæðu reikningsskap gjörða sinni frammi fyrir jafn um- boðslausum stjórnarherrum í Pek- ing. Þótt Taívanar vilji friðsamleg samskipti – þeir hafa fjárfest mikið á meginlandinu og viðskipti við Kína vaxa stöðugt – finnst þeim reynslan frá Hong Kong ekki sannfærandi. „Íbúar Hong Kong hafa ekki notið hagsældar eftir valdaafsalið,“ sagði Annette Lu, varaforseti Taívans. „Þeir hafa hins vegar orðið vitni að afturför- um á sviðum lýðræðis, mannrétt- inda og efnahagsmála ... Er þetta ekki lærdómsríkt fyrir 23 milljónir manna á Taívan?“ Hong Kong berst við hnign- un og framtíðin ótrygg Lífskjör hafa versnað í Hong Kong og svartsýni rík- ir um framtíðina, segir í grein Kristjáns Jónssonar. Ekki bætir úr skák að fulltrúar kommúnista í Pek- ing virðast ekki ætla að standa við loforð um að koma á lýðræðislega kjör- inni borgarstjórn. Reuters Unglingar frá Hong Kong, Macao, Kína og Taívan taka þátt í að flytja brasilískt taktlag, „Tíu þúsund hjörtu slá sem eitt væri“, í Hong Kong í vikunni. Atburðurinn var liður í hátíðarhöldum vegna þess að fimm ár voru liðin frá sameiningu borgarinnar og Kína. Reuters Jiang Zemin (t.h.), forseti Kína, og Tung Chee-hwa, æðsti embættismaður Hong Kong, við hátíðarhöldin 1. júlí. Annað fimm ára kjörtímabil Tungs er nú hafið. ’ Aðalástæðan fyrirerfiðleikunum er samt að Hong Kong hefur misst þá sér- stöðu sem hún naut í efnahagslífi Kína. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.