Morgunblaðið - 07.07.2002, Side 36

Morgunblaðið - 07.07.2002, Side 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Elsku Gerða mín. Tárin mín full af gleði og trega. Trú þú mér gafst, ég hef með mér. Að borinn er uppi af börnum er gefa mér minningu besta, ég á þau með þér. Hjarta mitt er þitt, sagði ég ör- stuttu eftir að ég kynntist þér. Það stendur enn í hringnum sem ég síðar gaf þér og stendur enn í huga mér. Við fundum þegar við kynntumst að sálufélaginn var fundinn. Það var eins og við hefðum lokið leit sem hafði staðið lengi. Eins og við hefð- um þekkst alla tíð. Við töluðum oft um hvað við værum heppin að hafa fundið hvort annað svo snemma á lífsleiðinni, margir leita allt lífið og finna aldrei. Ólíkur bakgrunnur hafði ekkert að segja, við höfðum fundið hvort annað og vorum ham- ingjusöm. Elskuðum hvort annað skilyrðislaust og í raun vissi ég að ég hafði elskað þig alltaf. Þegar örlögin leiddu okkur saman í júlí ’93 snerist líf mitt við, þú kennd- ir mér að meta litlu hlutina í lífinu. Þú bentir mér á allt það fallega sem lífið hafði upp á að bjóða, hvattir mig áfram í átt að markmiðum mínum og fylgdir mér. Þú skapaðir okkur fal- leg heimili, hvort sem var í Banda- ríkjunum, Noregi eða heima á Ís- landi. Útsjónarsemi og greind þín endurspeglaðist í öllu sem þú komst að, hvort sem var nám, vinna eða hið daglega amstur. Nú missi ég þig, sálufélaga, vin minn og stóru ástina í lífi mínu. Þú lifðir hratt, varst uppá- tektarsöm og ör. Fólk veit samt ekki að á bak við grímu sem sett var upp á meðal þess var óörugg og feimin kona sem naut sín best í rólegheitum heima. Það virðist svo stutt síðan við bjuggum í Ameríku, síðan þú varst ólétt af börnum okkar. Ég held þér hafi liðið best þá, þú varst þú sjálf og sama um hvernig aðrir litu á þig. Það er mér sárt að hugsa um hvernig við sáum framtíðina fyrir okkur þá. Hún var ekki lituð þeim dökku litum sem svo reyndust verða. Þegar við sátum fyrir nærri fjór- GERÐA BJÖRG SANDHOLT ✝ Gerða BjörgSandholt fæddist í Reykjavík 8. júlí 1975. Hún lést 6. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 14. júní. um árum heima í stofu í Noregi og ræddum um sjúkdóminn bulimia vissi ég harla lítið. Þá varstu búin að lesa þér til og skildir að þennan sjúkdóm bar að taka al- varlega. Ég taldi, vegna þess hve meðvit- uð þú varst og eins og þú talaðir, að þú næðir bata. Eftir að þú fórst að ræða sjúkdóminn „þinn“ opinskátt við alla sem vildu heyra óx sú trú mín að bata yrði náð. En í eðli þessa sjúkdóms er sterk sjálfseyðingarhvöt og hún varð verri og verri eftir því sem á leið. Þú, konan sem ég elska, varðst með tím- anum skugginn af sjálfri þér og við fundum að við höfðum málað okkur út í horn. Ég fylgi enn öllum þínum góðu ráðum og reyni að fylgja upp- eldishugmyndum þínum, en sárast er að hugsa til þess að þú með svo stórt hjarta, alltaf tilbúin að hjálpa, skulir ekki hafa getað beint því að hluta inn á við og þegið þær hjálp- arhendur sem að þér voru réttar. Ég er þér ekki reiður, heldur stoltur af þér, að þú hélst uppi baráttu við sjúkdóminn og reyndir eftir fremsta megni að láta ekki bugast. Þú skalt nú hvílast og ná bata á betri stað og ég mun hugsa um Egil Aaron og Na- talíu. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem þú gafst mér með þér og allt sem þú hefur gefið mér. Ég mun njóta minninganna um þig um ókom- inn tíma. Börnin veita mér huggun og í þeim sé ég þig, þannig muntu lifa með mér lífið út. Ég elska þig meira … Hvert sem líf mitt mun leita munt þú lifa inni í mér. Þegar ég kossi konu neita var það bara komið frá þér. Þegar á kvöldin þú sofnar ef þú hugsar um mig, mundu örlagaþræði þétt ofna mundu, Gerða, að ég elska þig. Ægir Örn Sigurgeirsson. Elsku mamma. Við munum eftir því þegar þú varst ekki veik og þú varst svo skemmtileg og svo góð. Við munum eftir öllum skemmtilegu ferðunum með þér upp í sumarbú- stað og þegar þú fórst með okkur í bíó. Við munum líka eftir kósýkvöld- unum þegar við leigðum spólu og kveiktum á kerti og borðuðum snakk og nammi. Það var svo gaman. Þú varst besta mamma í heimi. Við söknum þín voðalega mikið og hugs- um alltaf um þig þegar við biðjum bænirnar á kvöldin. Við vitum að þú ert engillinn okkar sem verndar okk- ur og elskar. Við vitum líka að þú ert nú hjá guði og hann ætlar að lækna þig. Bless, elsku mamma, og hvíl í friði. Egill Aaron Ægisson, Natalía María Helen Ægisdóttir. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku Gerða Björg. Þegar hann pabbi hringdi í mig um kvöldið 5. júní og sagði mér að þú hefðir verið flutt mikið veik inn á spítala brá mér nokkuð, en þó ekki, því þú varst búin að vera svo mikið veik lengi. Áður en ég fór að sofa um kvöldið hringdi ég í Ægi bróður. Hann var nýkominn heim af spítal- anum og ætlaði að reyna að hvíla sig svolítið og sagði að útlitið væri betra en þeir hefðu haldið í fyrstu, líklega myndir þú sigra þessa orrustu, þó stríðinu væri ekki lokið. Ég var hrædd og mér leið illa og ég hugsaði til þín og bað fyrir þér alla nóttina, elsku Gerða mín. Eldsnemma á fimmtudagsmorgninum hringdi sím- inn, ég vildi ekki svara, ég vissi en vildi ekki vita. Þögn. ,,Kolla mín, hún er dáin.“ Þessum orðum hans pabba á ég líklega aldrei eftir að gleyma. Ég trúði þessu ekki, þetta gat ekki verið satt. Ég er enn ekki búin að átta mig á því að þú sért farin fyrir fullt og allt. En þú lifir áfram með okkur, Gerða mín, ég get enn heyrt röddina þína og hláturinn og svo er hún Natalía litla lifandi eftirmynd þín. Þú varst ein sú glæsilegasta kona sem ég hef þekkt, há og grönn, bein í baki, alltaf svo vel til höfð og klædd samkvæmt nýjustu tísku. Ég man eftir því þegar Ægir bróðir sagði mér að hann hefði fundið stóru ást- ina sína, það var fyrir 9 árum, ég skildi vel að hann hefði kolfallið fyrir þér, þú varst honum allt. Þið eign- uðust svo litlu augasteinana ykkar Egil Aaron og Natalíu 1995 og 1997. Þið fluttuð út til Noregs, opnuðuð bakarí og kaffihús og lífið brosti við ykkur þegar þessi hræðilegi sjúk- dómur bankaði uppá. Þú varðst mik- ið veik og þið fluttuð aftur heim. Þér leið betur og vonin var sterk en svo veiktist þú aftur og aftur. Þú barðist hetjulega við átröskun- arsjúkdóm þinn og allt sem honum fylgdi, þú áttir góða að og þó þið Æg- ir hefðuð skilið, hélduð þið áfram að vera góðir vinir og hann, ásamt for- eldrum þínum og systkinum, stóð þétt við hlið þér í baráttunni. Ég á erfitt með að ímynda mér hversu mikill sársauki þinn var en ég veit að hann var mikill, ég er sár og reið út í kerfið sem mér finnst hafa brugðist þér. Það er sárt að þurfa að kveðja þig en ég á mikið af góðum minningum sem ég geymi í hjarta mér og seinna meir mun ég segja börnunum þínum frá þeim. Ég veit að það hefur verið vel tekið á móti þér og að núna líður þér vel. Ég lofa þér því elsku Gerða að hugsa vel um Ægi og börnin um alla framtíð. Fjölskyldu þinni og vinum votta ég mínar dýpstu samúð í þess- ari miklu sorg. Guð geymi þig elsku Gerða mín, sofðu rótt. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir. Til hamingju með afmælið, jafn- aldra mín. Elsku Gerða mín, það er nú liðinn rúmur mánuður síðan þú yfirgafst þessa jarðvist og leitaðir skjóls í annarri vídd, burt frá þeirri sálarkvöl sem hrjáði þig í kjölfar þess sjúkdóms sem þú barst. Og elsku vina, minning þín lifir og mun lifa í börnunum þínum. Mér finnst stundum eins og þú sért hérna enn, því á ólíklegustu stundum, oft á dag skýtur minningum um þig upp í koll- inn á mér og ég á erfitt með að með- taka endanleika dauðans. Ég bið fyr- ir þér og fjölskyldu þinni á minn                                    !"     !## $  %    !"# $ %$  $&   # $ " $&  "  !"  " '" (  ! )  $&  !  *+" $&  ,- *'#",-  !"# $ " $&  %.   '"+                                           !" # $$  % %& " &''%& " "  &''% (                                             !"       #    #      $    %            !      "#! $    %" &  !      "#! $ & ' !  !     ! ! !  (! )&* $ + #+',* ! !     -#.&* $ /  /,#$ #/  /  /,"                   !   "      # $ "%  &  '! ! ()!**! +,    ,  %                                                !!"       !"    # $$ % "& ## # $$ '()    *+ $   % $(*+ # $$,                                            !!" #                $    %   &   %    ''( "" ') ')(( '' * !    !! " # !$ %##  & '#(%  !%##  (%)%  * !!   !! + ,$   !%##     !!   + -+ .+!%##  ..+*   $  ..+* -                                                !      "   #   $ ! % &&   ! "# $%$&!!'     %(  ) *' %$&!!' '#  +  ' "%%(    " ,  "& %$&!!' *+& - ' " $&!!' *+.   ' " $&!!' './%  +$%%(    !   . %$&!!' + -  %$&!!' 0 ' !.) %%(   $ . %$&!!' /   !!1 %%(  +' $'# %$&!!'  2  ! %$&!!' 3+ .  )+.$) %(  ' "   !  '# %%(    4 51'++     6(+'.%%(   1'+$   "# $%$&!!' &+ '# %$&!!' '"  )  & 7       *+  '  . 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.