Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 41 ÖLL erum við fæddjöfn inn í þessa ver-öld og erum þaðáfram í augum Guðs,þótt árin líði og ald- urinn færist yfir. Hann fer nefni- lega ekki í manngreinarálit. En hitt er þó líka staðreynd, að íbúar jarðarinnar eru ákaflega misvel undir þessa æviför búnir, ýmissa hluta vegna. Það er reyndar ein- kennilegt hvað sumir geta með óbilandi dugnaði og persónutöfr- unum náð að standa upp úr í því mannhafi, jafnvel gnæft þar yfir. En þannig er nú samt málum hátt- að á stundum. Sagan í 25. kafla Matteusarguð- spjalls, um talenturnar, kemur óneitanlega upp í hugann í slíkum vangaveltum, en þar er boðskap- urinn ekki sá, vel að merkja, að við eigum að gerast kaupsýslumenn og þéna á tá og fingri, heldur ein- faldlega, að okkur er gefið ákveðið í vöggugjöf, af andlegum eða lík- amlegum toga, og eigum að reyna að ávaxta það eins vel og framast er unnt, Guði til lofs og dýrðar, og honum einum. Þetta kemur sumsé peningum minnst við. Merking íslenska nafnorðsins „talent“, sem er komið hingað úr dönsku, og finnst bæði í hvor- ugkyni og karlkyni, er, að því er Ís- lensk orðsifjabók segir: ... „gáfur, hæfileikar (t.d. til listsköp- unar); [þetta er] eiginlega sama orð og talenta,... það pund sem hver hefur hlot- ið frá forsjóninni í sinn hlut.“ Sama orð kemur líka fyrir í enskri tungu, og eflaust víðar. Í hugum Siglfirðinga, og ann- arra landsmanna sem eitthvað til hans þekkja, er séra Bjarni Þor- steinsson óefað sá, er húsbóndinn í dæmisögunni úthlutaði flestum talentunum. Á þetta er minnst hér, vegna Þjóðlagahátíðar, sem verið hefur í gamla prestakallinu hans nyrðra undanfarna viku og lýkur í dag. Bjarni fæddist á Mel í Hraun- hreppi á Mýrum 14. október 1861, var sonur Þorsteins Helgasonar bónda þar og konu hans Guðnýjar Bjarnadóttur bónda og skipasmiðs Einarssonar í Straumfirði. Hann varð stúdent í Reykjavík 1883 og lauk guðfræðiprófi frá Prestaskól- anum 1888. Á námsárunum var hann bæjarfógetaskrifari í Reykjavík, stundakennari við Lat- ínuskólann og sýsluskrifari í Vatnsdal. Hann var settur prestur í Hvanneyrarprestakalli í Siglu- firði 28. september 1888 og veitt það kall 18. mars 1889 og átti eftir að þjóna íbúum staðarins til 1. júní 1935, eða í 47 ár. Hann kvæntist Sigríði Lárusdóttur Blöndals sýslumanns á Kornsá í Vatnsdal 26. ágúst 1892. Þeim varð fimm barna auðið. Þótt Bjarni væri afburða prest- ur, var það sem tónskáld að hann komst fyrst í snertingu við þjóðina. Brautryðjendaverkið var „Íslenzk- ur hátíðasöngur – víxlsöngur milli prests og safnaðar á stórhátíðum kirkjunnar,“ sem prentaður var í Kaupmannahöfn 1899 og átti eftir að sigra hjörtu landsmanna og er enn notaður um allt land á mestu hátíðum íslensku þjóðkirkjunnar – jólum, páskum og hvítasunnu. Bjarni hóf einnig á síðustu tveimur áratugum 19. aldar að safna og bjarga þannig frá gleymsku íslenskum þjóðlögum, sem út komu loks á bók á árunum 1906–1909. Baldur Andrésson (1897–1972) segir um þetta í óút- gefnu handriti: „Áður en rit Bjarna um þjóðlögin kom út, var sú skoðun almenn, að ekki væri um auðugan garð að gresja hjá okkur Ís- lendingum, hvað þjóðlög snertir. Aðeins 16 íslenzk þjóðlög höfðu verið birt á prenti, þegar hann fór að safna þjóð- lögum á seinni hluta 19. aldarinnar.“ En annað átti eftir að koma á daginn, þegar stórvirki hans, upp á um 1.000 blaðsíður, kom fyrir al- menningssjónir. Mun það eitt nægja til að halda nafni Bjarna á lofti um ókomna framtíð í íslenskri tónlistar- og þjóðarssögu. Þess má geta, að 12. mars síðastliðinn fékk Músík og saga ehf. styrk mennta- málaráðuneytisins til að koma um- ræddu Þjóðlagasafni á Netið. Bjarni samdi líka um ævina fjölda alkunnra sönglaga, eins og t.a.m. „Eitt er landið ægi girt“ og „Fjalladrottning móðir mín“. Upp úr aldamótunum 1900 fór hann að gefa sig meira að opinber- um málefnum og framkvæmdum í kauptúninu nyrðra, og átti fyrir það eftir að verða nefndur „faðir Siglufjarðarkaupstaðar“. Hann mótaði byggðina og gerði t.d. skipulagsuppdrátt af bæjarstæð- inu, löngu áður en slíkt tíðkaðist á Íslandi. Og flest er hér þó óupptalið, sem hann kom að. Boðskapur minn í dag er sá, að þótt við tilheyrum öðrum veru- leika, eftir að hafa í skírninni geng- ið kirkjunni á hönd, má það samt aldrei gleymast, að við erum núna stödd í þessum heimi. Að tilheyra Kristi felur ekki í sér að við þar með eigum öll að draga okkur út úr samfélagi manna, eða fljúga um eins og bláeygar, hvítar dúfur, með friðarteinung í nefi, heldur er okk- ur uppálagt að ganga út í lífið þar sem fólkið er, gleðjast með því og syrgja, taka þátt í daglegu amstri, upplifa sitt lítið af hverju, en ber- andi þó ávallt merki Guðs í öllu fasi og líferni. Þetta gerði Bjarni. Og afstaða fólks til hans, bæði þá og nú, gefur til kynna, að þar fór um góður vott- ur almættisins. Hann vissi það, að ef Biblían átti að vera í annarri hendi, var nauðsynlegt til jafn- vægis að bera dagblað og skóflu í hinni. Árið 1930 var hann sæmdur pró- fessorsnafnbót fyrir afrek sín og riddarakrossi íslensku fálkaorð- unnar. Og heiðursborgari Siglu- fjarðarkaupstaðar var hann kjör- inn 1936. Hann andaðist í Reykjavík 2. ágúst 1938. En verk hans og minn- ing lifa. Séra Bjarni sigurdur.aegisson@kirkjan.is Kristið fólk getur borið Guði vitni á ýmsan hátt, ekki bara með tilbeiðslu innan veggja kirkju. Sigurður Ægisson rifjar hér upp sögu Bjarna Þorsteinssonar, prests og tónskálds, en árleg Þjóðlagahátíð á Siglufirði er til heiðurs þeim manni. Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 4564936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Frostafold Björt og rúmgóð ca 82 fm íbúð með sérinngangi af svölum í 3ja hæða húsi. Merbau park- et á gólfum ásamt flísum. Eignin skiptist í rúmgott hjónaherbergi, stofu með útgangi út á suðursvalir, eldhús og baðherbergi með baðkari og tengi fyrir þvottavél. Þetta er eign sem vert er að skoða. Verð 10,5 millj. Frostafold Vorum að fá í einkasölu þessa fínu 2ja-3ja herbergja íbúð í skemmtilegu fjölbýli í Grafar- vogi. Opin og björt stofa, eldhús með snyrtilegri innréttingu. Baðherbergi með flísum á gólfi og mósaíkflísum við baðkar. Þvottahús innan íbúðar. Hellulögð verönd og garður til suðurs. Verð 10,9 millj. HLÍÐASMÁRA 17 KÓPAVOGI S: 530 4500 F: 530 4505 HUGVEKJA FERÐAÞJÓNUSTAN á Reykja- nesinu við Ísafjarðadjúp hefur verið opnuð. Þar verður boðið upp á fjöl- breyttan gistimáta, þ.e. uppábúið rúm, svefnpoka, flatsæng, íbúðar- leigu og tjaldstæði. Veitingar verða fjölbreyttar, t.d. morgunverðarhlaðborð, hádegis- verðir og/eða hádegisverðarhlað- borð. Stundum er boðið upp á kvöld- verði og/eða kvöldverðarhlaðborð með eða án kvöldhressingar fyrir svefninn ásamt sérréttaseðli sem kemur til viðbótar kvöldverði. Að auki er svo smáréttaseðill í gangi all- an daginn til kl. 22.30. Reykjanesið hefur upp á mjög góðar gönguleiðir að bjóða, segir í fréttatilkynningu. Þær eru mislang- ar og merktar að mestu. Þá er sund- laugin í góðu ásigkomulagi sem nátt- úruleg laug og sturtuaðstaðan hefur verið bætt. Þá er á staðnum lítill fót- boltavöllur, leikvöllur og gott að- gengi að sjónum fyrir kajakræðara, skútusiglingar og köfun. Á staðnum er bensínafgreiðsla frá Olíufélaginu Essó og er hún opin eins og þarf. Þetta er eina bensín- afgreiðslan í Djúpinu. Ferðaþjónustan Reykjanesi við Ísafjarð- ardjúp opnuð Í TENGSLUM við umferðarátak Sjóvár-Almennra og Bindindisfélags ökumanna eru þessir aðilar með hjólreiðakeppni fyrir 9 ára krakka og eldri, Go-kart leikni fyrir 12 ára og eldri og fyrir þá sem eru komnir með ökuleyfi mun verða boðið upp á Ökuleikni, þar sem keppendur fá að kynnast aksturseiginleikum nýs VW Polo. Eftirtaldir staðir verða heimsótt- ir: Hólmavík mánudaginn 8. júlí, Ísa- fjörður þriðjudaginn 9. júlí, Þingeyri miðvikudaginn 10. júlí, Patreksfjörð- ur fimmtudaginn 11. júlí, Stykkis- hólmur mánudaginn 15. júlí, Borg- arnes þriðjudaginn 16. júlí, Reykjavík miðvikudaginn 17. júlí, Akranes fimmtudaginn 18. júlí, Galtalækjaskógur laugardaginn 3. ágúst og Úrslitakeppni verður laug- ardaginn 31. ágúst. Vegleg verðlaun eru í boði og má nefna að keppendur í hjólreiða- keppni og Go-kart leikni fara í pott og dregið verður um gjöf frá G.Á. Péturssyni á staðnum og í ágúst um 2 ný Moongose fjallareiðhjól í morg- unþætti Bylgjunnar. Í Ökuleikni fara sigurvegarar í úrslit og keppa um Íslandsmeistaratitil og þar verða m.a. í boði fríar bílatryggingar. Dagskráin verður sem hér segir: kl. 18 verður hjólreiðakeppni, tveir riðlar: 9-11 ára og 12 ára og eldri, kl. 19 er keppt í Go-kart leikni, kl. 19.30 keppa þekktir aðilar úr bæjarlífinu í ökuleikni á fjarstýrðum bílum og kl. 20 er keppt í ökuleikni þar sem keppt verður í kvenna- og karlariðlum. Keppt í öku- leikni á bílum og hjólum LAUGARDAGINN 13. júlí nk. verð- ur haldin þríþraut á Húsavík í fyrsta sinn í tengslum við Mærudaga, en þeir verða haldnir 11. til 14. júlí n.k Einn af hápunktum hátíðarinnar er þríþrautin. Í boði er heil eða hálf þríþraut. Einnig verður unnt að velja einstaka þætti þrautarinnar, t.d. aðeins að synda. Í heilli þríþraut felst að hlaupa 10 km, hjóla 40 km og loks synda 1 km. Hálf þraut er því að hlaupa 5 km, hjóla 20 km og loks synda 0,5 km. Þríþrautin á Húsavík er þraut en ekki keppni. Ekki er keppt um sæti, en útdráttarverðlaun eru í boði. Dag- skrá Mærudaga og nánari upplýs- ingar eru á netinu undir www.vik- in.is, segir m.a. í fréttatilkynningu. Þríþraut Norðurmjólkur á Húsavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.