Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 29 við löggjöf um dreifða eignaraðild að bankakerf- inu af hálfu ESB eða EFTA og vísað til um- ræðna í Noregi í því sambandi. Í þeim hörðu umræðum, sem fram hafa farið síðustu vikur um átökin um SPRON hefur kom- ið fram að við áformaða hlutafélagavæðingu SPRON muni enginn hluthafi fara með meira en 5% atkvæða, jafnvel þótt hann eigi stærri hlut í hlutafélaginu SPRON. Lagaákvæði um þetta er að finna í 35. grein laga um viðskiptabanka og sparisjóði, sem Al- þingi Íslendinga hefur sett. Þar segir m.a.: „Þó er einstökum stofnfjáreigendum aldrei heimilt fyrir sjálfs sín hönd eða annarra að fara með meira en 5% af heildaratkvæðamagni í spari- sjóði sbr. þó 98. gr. ef sveitarfélag er eini stofn- fjáraðilinn.“ Í samtali við Morgunblaðið fyrir skömmu sagði viðskiptaráðherra: „Í ESB-löndum eru sparisjóðir hlutafélög og þar eru þessi ákvæði án þess að gerðar séu athugasemdir við það. Það kemur til af því, að sparisjóðir eru annars eðlis en viðskiptabankar almennt.“ Um þessa röksemd Valgerðar Sverrisdóttur, sagði Morgunblaðið í forystugrein hinn 26. júní sl.: „Þessi röksemdafærsla gengur ekki upp hér. Það er enginn grundvallarmunur á rekstri banka og sparisjóða á Íslandi. Stærri sparisjóðir eins og t.d. SPRON, Sparisjóður Hafnarfjarðar og Sparisjóður Keflavíkur gegna nákvæmlega sama hlutverki gagnvart einstaklingum og atvinnufyrirtækjum og viðskiptabankarnir og raunar gera minni sparisjóðir í einstökum byggðarlögum það einnig.“ Eins og hér hefur verið sýnt fram á gengur röksemdin um að lagaákvæði um takmarkanir á eignarhaldi að fjármálafyrirtækjum – eða öðrum fyrirtækjum – séu ekki framkvæmanleg, ekki upp með tilvísun til þess að slík lagaákvæði hafa verið framkvæmd í öðrum löndum og eru í gildi á þessari stundu í öðrum löndum. Röksemd viðskiptaráðherra um að takmark- anir á atkvæðisrétti gangi ekki upp vegna athugasemda frá ESB eða EFTA er mjög hæpin svo að ekki sé meira sagt með tilvísun til þeirra raka sem hér er vitnað til úr forystugrein Morg- unblaðsins fyrir nokkrum dögum. Spurningin um dreifða eignaraðild að bönkum er spurning um pólitískan vilja. Ef sá pólitíski vilji er fyrir hendi er hægt að setja lög sem tak- marka mjög hvað hver og einn má eiga í banka og framfylgja þeim lögum. Ef sá pólitíski vilji er ekki fyrir hendi eiga stjórnmálamennirnir að segja það í stað þess að vísa til sjónarmiða, sem hér hefur verið fjallað um og sýnt fram á að standist ekki. Afstaða Morgunblaðsins Eftir að einkavæðing ríkisbanka komst á dagskrá hefur Morg- unblaðið ítrekað lýst þeirri skoðun í ritstjórnargreinum að leggja beri áherzlu á dreifða eignaraðild að bankakerfinu. Blaðið hefur ekki verið eitt um þá skoðun því að sú var í upphafi yfirlýst stefna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Í sölu- lýsingu vegna útboðs á hlutabréfum í Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins hf. FBA, kom þessi stefnumörkun ríkisstjórnarinnar skýrt fram. Þar sagði m.a.: „Jafnframt liggur fyrir sú ákvörðun að leitað verði lagaheimildar til að selja allan hlut ríkis- sjóðs í FBA fyrir mitt ár 1999 ef aðstæður leyfa. Við þá sölu verður áfram stefnt að dreifðri eign- araðild og sjálfstæði FBA sem samkeppnisaðila á íslenzkum samkeppnismarkaði. Í því efni er miðað við, að hlutdeild hvers aðila í frumsölu verði ekki hærri en sem nemur 5–10% hlutafjár í bankanum.“ Þegar þessi fyrstu skref voru tekin kom strax í ljós að undirbúningur vegna sölu sem þessarar þarf að vera mun nákvæmari en þarna var og viðurlög við því að ganga gegn markaðri stefnu Alþingis og ríkisstjórnar þurfa að vera mjög hörð til þess að markaðurinn hlíti þeim aga sem honum er ætlað. Þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda gengu sparisjóðirnir þvert á þá stefnu með því að safna kennitölum og komust þannig fram hjá upphaflegum reglum. Sú staðreynd hefði hins vegar ekki átt að verða til þess að stjórnvöld gæfust einfaldlega upp heldur hefði þessi aðferð átt að verða þeim hvatning til þess að koma enn sterkari aga á markaðinn að þessu leyti. Auðvitað er það óþolandi að aðilar á fjármálamarkaðnum gangi gegn vilja löggjafans og ríkisvaldsins með þeim hætti sem gert var. Það á bæði við um aðgerðir sparisjóðanna þá og tilraunir fimm stofnfjár- eigenda í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis og Búnaðarbankans til þess að ganga gegn augljósum vilja löggjafans í sambandi við hlutafélagavæðingu sparisjóðanna nú. Í framhaldi af þessum atburðum seldu spari- sjóðirnir og Kaupþing, sem þá var alfarið í eigu sparisjóðanna, hlutabréfin í FBA til Orca-hóps- ins sem síðan hefur komið mjög við sögu eins og kunnugt er. Af því tilefni sagði Morgunblaðið í forystu- grein hinn 14. ágúst 1999: „Nú segja sumir: er nokkuð að því, að hópur athafnamanna eignist ráðandi hlut í FBA? Á móti má spyrja: eftir að hin nýja viðskiptablokk, sem gengur undir nafninu Orca SA, hefur eign- azt 28% í FBA, hvernig mundi þjóðinni hugnast sú þróun að t.d. Burðarás hf., eignarhaldsfélag Eimskipafélagsins, eignaðist ráðandi hlut í Landsbanka Íslands við einkavæðingu hans og að t.d. Sambandsfyrirtækin gömlu eignuðust ráðandi hlut í Búnaðarbanka Íslands? Eftir við- skiptin nú með hlutabréf sparisjóðanna væri alls ekki hægt að útiloka slíka þróun, ef ekkert yrði að gert og raunar væri mjög líklegt að mál mundu skipast á þennan veg. Þetta er sá vandi, sem ríkisstjórnin stendur frammi fyrir. Ef þjóðin horfðist í augu við að þrjár viðskiptablokkir hefðu skipt bankakerfinu upp á milli sín með þessum hætti má ganga út frá því sem vísu, að allur almenningur mundi telja það fráleita niðurstöðu á einkavæðingar- áformum ríkisstjórnarinnar. Af þessum sökum er alveg ljóst, að lagasetn- ing, sem tryggir dreifða eignaraðild að bönkum er forsenda þess, að ríkisstjórnin geti hrundið stefnumálum sínum varðandi ríkisbankana í framkvæmd.“ Þetta var árið 1999. Fyrir u.þ.b. ári skýrði Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra frá því að ríkisstjórnin hygð- ist selja þriðjungshlut eða meir í Landsbanka Íslands hf. Jafnframt kom fram hjá ráðherran- um að stefnt væri að því að selja þennan stóra hlut erlendum aðila. Af þessu tilefni sagði Morgunblaðið í forystu- grein hinn 3. júlí árið 2001: „Í lögum þeim, sem Alþingi samþykkti í vor um einkavæðingu bankanna, voru að vísu vís- bendingar um að ríkisstjórn og meirihluti Al- þingis vildu stefna að sem dreifðastri eignar- aðild að bönkum. Hins vegar voru þau lagaákvæði svo opin, að augljóst var að með þeim var dreifð eignaraðild ekki tryggð. Það er auðvitað ljóst, að með því að tilkynna að einum aðila verði seldur um þriðjungshlutur í Lands- bankanum er sú hugsun, sem liggur að baki dreifðri eignaraðild lögð til hliðar. Það er ekki hægt að segja í öðru orðinu, að ríkisstjórnin vilji selja einum aðila þriðjungs hlut en í hinu að rík- isstjórnin vilji tryggja dreifða eignaraðild. Það er hæpið að hægt sé að setja hámark á eign- arhlut sumra hluthafa en ekki allra.“ Þessi málefni komu á ný til umfjöllunar í for- ystugrein Morgunblaðsins hinn 8. marz sl. en þá hafði stefnt í mikil átök á aðalfundi Íslands- banka, sem framundan var, þótt ekki kæmi til þeirra vegna ákvörðunar Hreggviðs Jónssonar forstjóra um að draga framboð sitt til bankaráðs til banka og skal hér með leiðrétt sú missögn í forystugrein Morgunblaðsins fyrir skömmu að ekki hefði komið til átaka vegna þess að Orca- hópurinn hefði misst atkvæðisrétt sinn vegna af- skipta Fjármálaeftirlitsins. Í forystugrein Morgunblaðsins sagði 8. marz sl.: „Þessi átök um Íslandsbanka, sem er eini banki landsins, sem er í einkaeign, því að ríkið á enn stærstu hlutina í Landsbanka og Búnaðar- banka hljóta að vekja á ný umræður um nauð- syn dreifðrar eignaraðildar að bönkum, sem hóf- ust sumarið 1998 en stóðu af miklum krafti haustið 1999 … Almenningur í þessu landi mun ekki sætta sig við að sams konar kapphlaup verði á milli aðila í viðskipta- og atvinnulífi um yfirráð yfir Landsbanka og Búnaðarbanka og orðið hafa um Íslandsbanka. Ríkisstjórn og Alþingi ber skylda til að horfast í augu við þann veruleika sem við blasir og setja löggjöf, sem skapar eðlilegt jafnvægi í þessum efnum.“ Þegar ríkisstjórnin tilkynnti hinn 28. maí sl. að hún ætlaði að selja 20% af hlut ríkisins í Landsbanka Íslands sagði Morgunblaðið í forystugrein 29. maí sl.: „Í ljósi fenginnar reynslu er þetta hæpin ákvörðun að svo stöddu. Morgunblaðið er hlynnt einkavæðingu ríkisbanka og ríkisfyrirtækja. Hins vegar hefur reynsla síðustu ára kennt okk- ur ýmislegt í þessu sambandi. Þess vegna er ástæða til að staldra við … Þær sviptingar, sem orðið hafa um eignarhald á hinum sameinaða Íslandsbanka-FBA hafa orðið til þess að ýta undir kröfur um að sett verði löggjöf, sem tryggi dreifða eignaraðild að bönkum. Í ljósi þeirrar reynslu, sem fengizt hefur á síðustu misserum, er því óskynsamlegt af ríkisstjórninni að taka frekari ákvarðanir um sölu ríkisbankanna fyrr en slík löggjöf hefur verið sett á Alþingi. Þá fyrst er tímabært að hefja sölu á hlut ríkisins í viðskiptabönkunum tveimur.“ Hvers konar þjóðfélag ? Þetta mál er miklu stærra en svo að það snúizt um hvað ríkis- sjóður fær mikið í kassann á þessari stundu. Það snýst um það í hvers konar þjóðfélagi við viljum búa. Fámennið hefur lengi valdið því að samkeppni hefur verið mjög takmörkuð og eignarhald á fyrirtækjum verið í tiltölulega fárra höndum. En seinni árin hefur keyrt um þverbak. Nánast öll matvöruverzlun á Íslandi er í hönd- um tveggja fyrirtækja. Það er sagt að glöggt sé gests augað. Það vakti furðu eins viðmælenda Morgunblaðsins, sem hefur lengst af ævi sinnar búið í Rússlandi, að kynnast matvörumarkaðn- um hér. Hann sagði: ástandið í verzlun á Íslandi er eins og í Moskvu á árinu 1984 (þegar Sov- étríkin voru enn við lýði!). Það er ekkert úrval af matvöru. Það eru sömu vörur í öllum búðum og verðið er nánast það sama. Sennilega hefur fáum Íslendingum dottið þetta í hug en þegar það hefur verið sagt er ljóst að það er meira en lítið til í þessum orðum. Nú stefnir allt í það að nánast allur sjávar- útvegur á Íslandi færist í hendur þriggja aðila. Eins og skýrt kom fram í viðtali Morgunblaðsins við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Sam- herja, fyrir viku er ljóst að sjávarútvegur frá Akureyri til Hornafjarðar er að langmestu leyti kominn í hendur Samherja og fyrirtækja sem Samherji hefur sterk ítök í. Þarna er ein blokkin sem þar að auki hefur skapað sér sterka stöðu á Suðurnesjum. Eimskipafélagið hefur verið að endurskipu- leggja rekstur útgerðar og fiskvinnslufyrir- tækja, sem félagið á eða hefur sterk ítök í og ljóst að í kringum þá endurskipulagningu er að verða til önnur blokkin í sjávarútveginum. Margt bendir til að sú þriðja eigi eftir að verða til í kringum þau öflugu sjávarútvegsfyrirtæki, sem enn standa utan þessara tveggja blokka. Er þetta æskileg þróun út frá þjóðfélagslegu sjónarmiði? Ef þróunin verður svo sú að hið sama gerist í fjármálakerfinu, að fjármálafyrirtækin verði í eigu örfárra aðila og í sumum tilvikum sömu aðila og eru sterkir bæði á matvörumarkaði og í sjávarútvegi, er full ástæða til að spyrja á hvaða leið við séum. Fyrir er mikil samþjöppun á olíumarkaði, í tryggingafélögum, flutningum og í fjölmiðlun. Það er ekki sjálfsagt mál og sjálfgefið að íslenzkt þjóðfélag þróizt á þennan veg. Það þarf ekki að gerast. Og barnaskapur að halda að það kosti almenning ekki neitt. Þvert á móti kostar þessi þróun hvern einasta Íslending stórfé í hærra vöruverði og gjöldum en ella. Að vísu má segja að við höfum horft framan í svona þróun áður. Morgunblaðið gagnrýndi hana á sínum tíma. Nýir aðilar ruddu sér til rúms í viðskipta- og atvinnulífi og svo virtist sem fjölbreytnin mundi aukast á ný. En því miður er þetta allt að falla í sama farveg. Í sögulegu ljósi er það óneitanlega skemmti- legt að einn af afkomendum Thors Jensens, mesta athafnamanns á Íslandi á 20. öldinni, skuli ásamt föður sínum og samstarfsmanni vera í stöðu til þess að kaupa stóran hlut í Landsbanka Íslands. Á fjórða áratug síðustu aldar geisuðu gífurleg pólitísk átök í landinu um lánveitingar Landsbankans til Kveldúlfs, fjölskyldufyrirtækis Thors Jensens. Nú er dæm- inu snúið við. En það er allt annað mál. Ríkisstjórnin tók í gær, föstudag, ákvörðun um að lýsa eftir áhuga fleiri aðila en Björgólfs Guðmundssonar, Björgólfs Thors Björgólfsson- ar og Magnúsar Þorsteinssonar á kaupum á hlut ríkisins í Landsbankanum. Þeir tilkynntu þá að þeir mundu draga ósk sína um viðræður við einkavæðingarnefnd til baka þar til í ljós kæmi hverjir gæfu sig fram. Með þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar er jafnræði tryggt en í henni felst engin stefnubreyting frá því að selja einum aðila svo stóran hlut í bankanum. Almenningur á Íslandi á kröfu á því að áður en lengra verður haldið fari fram miklu víðtæk- ari og almennari umræður um þá þróun sem hér hefur verið gerð að umtalsefni. Það er ekki hægt að horfa upp á að kjarninn úr viðskipta- og athafnalífi landsmanna færist í hendur örfárra manna, hverjir sem þeir eru og hversu hæfir sem þeir eru, athugasemdalaust. Raunar mundi ekkert lýðræðisríki í okkar heimshluta láta það gerast. Nú verða landsmenn að staldra við og hugsa sinn gang. „Spurningin um dreifða eignaraðild að bönkum er spurning um póli- tískan vilja. Ef sá pólitíski vilji er fyrir hendi er hægt að setja lög, sem tak- marka mjög hvað hver og einn má eiga í banka og framfylgja þeim lög- um. Ef sá pólitíski vilji er ekki fyrir hendi eiga stjórn- málamennirnir að segja það í stað þess að vísa til sjónar- miða, sem hér hefur verið fjallað um og sýnt fram á að standist ekki.“ Laugardagur 6. júlí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.