Morgunblaðið - 07.07.2002, Síða 43

Morgunblaðið - 07.07.2002, Síða 43
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 43 Fyrirtæki til sölu ● Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr. ● Heildverslun með sælgæti. 60 m. kr. ársvelta. Föst viðskipti. Góður hagnaður. Meðeign eða sameining möguleg. ● Dagsöluturn í atvinnuhverfi með áherslu á léttar veitingar. Lítil en vax- andi velta og miklir möguleikar. ● Lítil heildverslun með góða markaðsstöðu í matvöru óskar eftir meðeig- anda eða sameiningu til að nýta góð tækifæri. ● Rótgróið veitingahús við Bláa Lónið. Góður og vaxandi rekstur í eigin húsnæði á þessum fjölsóttasta ferðamannastað landsins. ● Þekkt lítið matvælafyrirtæki með góða framleiðslu óskar eftir samein- ingu við öflugt fyrirtæki. Selur bæði í matvöruverslanir og á stofnana- markaði. Ársvelta nú um 35 m. kr. en getur vaxið hratt. ● Verslun, bensínssala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið húsnæði. Mjög góður hagnaður. Ársvelta 180 m. kr. og vaxandi með hverju ári. Sérstak- lega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón. ● Vinsæl verslun með notaðan fatnað. Auðveld kaup. ● Lítil en mjög efnileg heildverslun með umhverfisvæn hreinsefni. ● Pizzastaður til sölu í Hafnarfirði. Partur af stórri keðju. Miklir möguleikar. ● Góð bónstöð með mikil föst viðskipti. ● Lítil tískuverslun í Kinglunni. Mánaðarvelta 2—3 m. kr. Auðveld kaup. ● Þekkt myndbandssjoppa í Breiðholti með 5 m. kr. veltu á mánuði. Auð- veld kaup. ● Heildverslun með tæki og vörur fyrir byggingariðnaðinn. Ársvelta 130 m. kr. Góður hagnaður um margra ára skeið. Hagstætt verð. ● Sportkrá í Árbæjarhverfi. Besti tíminn framundan. Auðveld kaup. ● Sólbaðsstofa í Skeifunni. 12 bekkir. Velta 1200 þús. kr. á mánuði. Skipti möguleg. ● Grensásvideó. Ágætur hagnaður, auðveld kaup. ● Lítið fyrirtæki sem rekur 9 leikjakassa í sjoppum. Auðveldur rekstur í aukavinnu. ● Hreingerningafyrirtæki sem sérhæfir sig í hreinsun á rimlagardínum. Góður tækjakostur. Hentar vel í bílskúr. Góðar tekjur fyrir duglegan mann. ● Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 15 herbergi, ársvelta 20 m. kr. Möguleiki á 15 herbergjum til viðbótar og lítilli íbúð fyrir eiganda. ● Lítil en vel þekkt heildverslun með iðnaðarvélar. Hentar vel fyrir 1-2 starfsmenn, sérstaklega smiði. ● Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. Gott tækifæri fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi. ● Vel þekkt og vaxandi sérverslun með flísar. 50 m. kr. ársvelta. Góð umboð. ● Veitingastaður í atvinnuhverfi. Eingöngu opið virka daga kl. 7—17. Lágt verð — auðveld kaup. ● Snyrtivörudeild úr heildverslun. Litalína sem er í nokkrum góðum versl- unum og hægt er að efla. Hentugt fyrir konu sem hefur vit á snyrtivör- um og langar í eigin rekstur. Lágt verð. ● Langar þig í eigin rekstur? Höfum til sölu nokkur lítil en góð fyrirtæki sem auðvelt er að byrja á. Jafnvel auðveldara en þú heldur. ● Heildverslun með þekkt fæðubótarefni sem aðallega eru seld í apótek. Ársvelta 20 m. kr. ● Eitt af vinsælustu veitingahúsum bæjarins. Mjög mikið að gera. ● Lítil kvenfataverslun við Laugaveg. Góð afkoma fyrir 1—2 konur. Auð- veld kaup. ● Sólbaðsstofa í Garðabæ. Sú eina í bænum. 5 bekkir + naglastofa. Verð 6 m. kr., góð greiðslukjör. ● Skyndibitastaður í Kringlunni. Einstakt tækifæri. ● Verksmiðja sem framleiðir gróðurmold o.fl. Góð viðskiptasambönd. ● Þekkt kvenfataverslun í Skeifunni. Góð þýsk innkaupasambönd. Auð- veld kaup. ● Hlíðakjör. Söluturn í góðu húsnæði í Eskihlíð. Hentugt fyrir hjón. Auð- veld kaup. ● Lítil smurbrauðsstofa með góð tæki og mikla möguleika. ● Bílaverkstæði á góðum stað í Kóp. Hentugt fyrir 2 menn. Verð 2,5 m. kr. Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, gsm 820 8658 jöreign ehf Sími 533 4040 www.kjoreign.is Ármúla 21, Reykjavík Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali, OPIÐ HÚS í dag, sunnudag, frá kl. 15-17 Bakkstaðir 165, Reykjavík. Glæsileg rúmgóð íbúð á efri hæð í 2ja hæða húsi. Forstofa flísalögð með góðum skáp. Eld- hús með vandaðri innréttingu. Gengið út á stórar norðursvalir. Rúmgóð stofa. Lítið vinnu- herbergi í suðurenda. Tvö rúmgóð barnaher- bergi, bæði með skáp. Hjónaherbergi með skáp og hurð út á stórar suðursvalir. Rúmgott baðherbergi hornbaðkar með nuddi. Rúmgott þvottahús og geymsla með gólfflísum. Frábært útsýni. Góð aðkoma og góð bílastæði. Sérlega vel skipulögð og björt íbúð með gluggum á þrjá vegu. Hrefna og Friðbjörn bjóða ykkur velkomin að Bakkastöðum 165 í dag. GIMLI GIMLI FASTEIGNASALAN GIMLI, GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - 570 4810 Sumarbústaðurinn Rjóður (66 fm) er í Gnúpverjahreppi, um 100 km frá Reykjavík. Í Gnúp- verjahreppi er m.a. þjóðgarður- inn Þjórsárdalur, en bústaðurinn er staðsettur nálægt byggðar- kjarnanum Árnesi. Allar nánari uppl. um staðsetn- ingu gefur Hákon í síma 825 0050. Verð 7,5 millj. Opið hús í dag á milli kl. 14.00 og 17.00 OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14.00 OG 17.00 LÖNGUDÆLAHOLT -„RJÓÐUR“ Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Til sölu mjög fallegt 53 fm sum- arhús í landi Vatnsenda í Skorradal. 0,5 hektara skógi- vaxið land, frábært útsýni yfir vatnið. Verð 6,5 millj. Möguleiki að fá bátaskýli. Um er að ræða eitt glæsilegasta hesthúsið á markaðnum í dag. Húsið er 170 fm, byggt 2000, og stendur á sérlóð. Fimmtán hesta stíur o.fl. Stórt gerði, taðþró, (gámur). Allt sér. Einstök stað- setning við eina helstu náttúru- perlu hestamanna. Frábært útsýni. Upplýsingar veitir Helgi Jón á skrifstofu. Verðtilboð. Sumarbústaður - Skorradal Sörlaskeið- Hf. - Hesthús Hallgrímskirkja. Sumarkvöld við orgelið. Tónleikar kl. 20. Jurate Bundzaite frá Litháen leikur. Fríkirkjan í Reykjavík. Messa kl. 11. Fermdur verður Davíð Sigurðsson, búsett- ur í Danmörku. Tónlist verður í umsjón Önnu Sigríðar Helgadóttur og Karls Möll- ers ásamt kór Fríkirkjunnar. Þetta verður síðasta sunnudagsmessa fyrir sumarleyfi starfsfólks. Reglulegt guðsþjónustuhald hefst aftur um miðjan ágústmánuð. Nánar auglýst síðar. Kirkjan verður samt sem áð- ur opin fyrir kirkjulegar athafnir í allt sum- ar, einnig verður hægt að ná í safnaðar- prest sem áður. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar, Hjörtur Magni Jóhannsson. Laugarneskirkja. Framhaldshópur um 12 sporavinnu mánudag kl. 18. Umsjón Mar- grét Scheving. Grafarvogskirkja. Sunnudagur: Bænahóp- ur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 587-9070. Vídalínskirkja. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9-12 ára drengi í Kirkjuhvoli á mánu- dögum kl. 17.30 í umsjón KFUM. Lágafellskirkja. Mánudagur: Al-Anon fund- ur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánu- dagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnudag kl. 19.30. Hvammstangakirkja. KFUM&K starf kirkj- unnar í Hrakhólum mánudag kl. 17.30. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Íslenska kristskirkjan. Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Friðrik Schram talar um efnið: Hvernig á að sigrast á dep- urð og svartsýni. Fíladelfía. Brauðsbrotning kl. 11. Ræðu- maður Þorsteinn Óskarsson. Almenn sam- koma kl. 20. Ræðumaður G. Theodór Birg- isson. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu syngur. Allir hjartanlega velkomnir. KEFAS, Vatnsendabletti 601. Sunnudag- ur: Samkoma kl. 14. Helga R. Ármanns- dóttir talar. Bænastund fyrir samkomu kl. 13.30. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1-7 ára börn. Þriðjud: Bænastund kl. 20.30. Miðvikud.: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lofgjörð og orð guðs rætt. Allir velkomnir. Safnaðarstarf Í FRÉTTAFLUTNINGI af yfir- tökutilboði fimm stofnfjáraðila SPRON fyrir hönd Búnaðarbanka Íslands hf., talar forsvarsmaður fimmmenninganna, Pétur Blöndal, um að ekki sé bara verið að kaupa „fé án hirðis“ heldur sé líka verið að kaupa þá góðu ímynd sem fari af SPRON. Við undirritaðir starfsmenn og stofnfjáreigendur SPRON spyrjum okkur að því hvernig er hægt að kaupa „góða ímynd“. Er það ekki eitthvað sem skapast við góðan starfsanda og gott viðmót og traust á milli stjórnenda, starfsmanna og við- skiptavina? Góð ímynd hefur skapast um SPRON vegna þess að við erum samhentur hópur starfsmanna og stjórnenda, sem stefnir að sömu markmiðum, sem eru fyrst og fremst að uppfylla þarfir viðskiptavina okk- ar. Starfsfólkið er helsta auðlind SPRON. Það býr yfir mikilli reynslu, þekkingu og þjónustulund sem end- urspeglast í persónulegri þjónustu við viðskiptavinina. Lykilþættir í góðum árangri fyr- irtækisins eru valddreifing, þekking starfsfólks, gott upplýsingastreymi, persónuleg þjónusta og viðmót. Mik- il áhersla er lögð á að starfsfólk hafi góða þekkingu og frumkvæði til þess að sinna viðskiptavinum af alúð og fagmennsku og hafi sjálfstæði til ákvarðanatöku. Þetta þekkjum við sem störfum hjá SPRON í hvetjandi umhverfi þar sem mikil áhersla er lögð á menntun og frumkvæði starfsfólks auk þess sem mikil innri hvatning gefur starfsfólki tækifæri til þess að þrosk- ast og eflast í starfi. Í tilboðinu segir að Búnaðarbank- inn muni tryggja óbreyttan rekstur SPRON þannig að viðskiptavinir og starfsmenn eigi ekki að verða varir við þessi eigendaskipti. Við höfum miklar efasemdir um að bankinn standi við þessi orð. Frekar sjáum við fyrir okkur ýmsar aðgerð- ir svo sem lokun afgreiðslustaða og fækkun starfsfólks og allt yrði þetta útskýrt sem hagræðing og eðlileg þróun. Starfsfólk SPRON og stofnfjárað- ilar hafa fylgst með undirbúningi sparisjóðsstjóra og stjórnar að hlutafjárvæðingu SPRON. Um þetta hefur verið rætt á síðustu aðalfund- um auk þess sem haldnir voru sér- stakir kynningafundir fyrir stofn- fjáraðila. Hvar voru fimm- menningarnir á síðasta aðalfundi hinn 15. mars 2002 þar sem stofn- fjáraðilar samþykktu samhljóða að fela stjórn og sparisjóðsstjóra að halda áfram að undirbúa hlutafjár- væðingu SPRON? SPRON fagnar á þessu ári sjötíu ára afmæli, og er staða fyrirtækisins sterkari en nokkru sinni fyrr. Það er skoðun viðskiptavina, stofnfjáraðila og starfsfólks að ímyndin sé góð en það eru niðurstöður úr þjónustu- og viðhorfskönnunum. Að sjálfsögðu erum við stolt af því að Búnaðar- banki Íslands hf. skuli vilja bæta ímynd sína með því að kaupa SPRON. Að lokum lýsum við yfir stuðningi okkar við stjórn og framkvæmda- stjórn SPRON. Við vitum og finnum fyrir því að starfsfólkið stendur sam- an sem einn maður í þessu máli. Í sjötíu ár hefur SPRON vaxið og dafnað og aldrei hefur SPRON-and- inn verið sterkari en einmitt nú þegar þörfin er mest. ANNA BJÖRK HARALDSDÓTTIR, KATRÍN PÁLSDÓTTIR, MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR. Er hægt að kaupa góða ímynd SPRON? Frá fjórum starfsmönnum SPRON: KIRKJUSTARF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.