Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓTT fáir eða engir efistum yfirburði þessaratveggja hesta er langt ífrá að þeir séu yfir gagn-rýni hafnir. Hafa þeir oft á tíðum mátt þola stranga ágjöf í ólgusjó ræktunarstarfsins og þá sér í lagi Orri. Hafa þeir átt sína andstæðinga og kunnir ræktunar- menn sniðgengið þá með öllu eða notað þá þá mjög lítið. Engir stóð- hestar hafa náð eins víðfeðmri út- breiðslu í íslenska hrossastofninum og oft verið á því klifað að verið sé að steypa stofninn í sama mótið og að lítið verði gaman af hesta- mennskunni ef þannig fari. Hafa sumir tekið svo djúpt í árinni að fullyrða að mikil vá sé fyrir dyrum. Ágúst Sigurðsson hrossaræktar- ráðunautur segist engar áhyggjur hafa af þessu og það sé út af fyrir sig gleðiefni að nú virðist sem auk- inn fjöldi stóðhesta sé að koma fram sem hafi lítinn skyldleika við þessa hesta. Ágúst bendir jafn- framt á að nánast öll bestu hross landsins séu komin út af Sörla frá Svaðastöðum og Nökkva frá Hólmi. Í grein eftir Ágúst sem birtist í Eiðfaxa 1998 segir að ætla megi að 85% hrossa séu komið út af Sörla en svo óheppilega vildi til að nafn Nökkva frá Hólmi féll út úr þessari grein en hann mun eiga svipaðan skerf af kökunni. Að meginstofni er því íslensk hrossa- rækt byggð á Svaðastaða- og Hornafjarðarlínunum. Smekkur í brekku ræður miklu Hvað varðar hinar miklu vin- sældir þessara tveggja hesta segir Ágúst það fullkomlega eðlilegt í allri ræktun að mest sé sótt í bestu gripina og þegar fram koma slíkir yfirburðapóstar liggi beint við að útbreiðsla þeirra verði mikil. Menn virðast almennt sammála um að smekkur ráði alltaf miklu um vin- sældir og útbreiðslu einstakra hesta og hugsanlega sé hægt að hafa áhrif á hvert stefnir með því að hafa áhrif á smekk „brekkunn- ar“. Ritstjóri Eiðfaxa, Jens Einars- son sem lengi vel var í fremstu röð aðdáenda Orra frá Þúfu, segir að þótt hann höfði ekki eins sterkt til hans nú sé það deginum ljósara að þarna fari yfirburðahestur. Slík hafi frammistaða afkvæma hans verið í bæði kynbótadómum und- anfarin ár og eins síðustu árin á öðrum vettvangi eins og gæðinga- og íþróttakeppni. Steypa í morgunmat „Afstaða mín til Orra í dag byggist á því eina hrossi sem ég hef kynnst undan honum og féll það fráleitt að mínum smekk en var þó langbesta afkvæmið sem móðir þess hafði gefið. Í dag er þetta reyndar mjög gott hross hjá nýjum eigendum en líklega höfum við bara ekki átt saman og ég ekki náð að laða fram hennar bestu hliðar,“ segir Jens og hann tekur undir orð Gísla Gíslasonar tamn- ingamanns þar sem hann segir í viðtali í Eiðfaxa að mörg Orraaf- kvæmi séu svög í baki og ráði ekki nógu vel við allar gangtegundir. Greinarhöfundi er minnisstætt þegar Jens kom inn í hóp blaða- manna á landsmótinu eftir að hafa sýnt umrædda hryssu í yfirlitssýn- ingu. Var Jens ekki sérlega ánægður að sjá og hann inntur eft- ir hverju sætti. Sagðist hann hafa verið sérlega óánægður með frammistöðu hryssu sinnar og sagði: „Það er eins og hún hafi étið steypu í morgun.“ Jens telur enga stórhættu á ferðum hvað varðar skyldleika eða einhæfni hrossastofnsins en vissu- lega þurfi stöðugt að vera á verði gagnvart slíku. Hann sagði vanta meira af jafnvígum hestum þar sem tölt og skeið væru í öndvegi og benti á að sérstaða íslenska hestins væri fjölhæfni hans. Hann teldi að Hrafn og Orri hefðu fleygt hrossaræktinni margfalt fram á við aðra stóðhesta jafnvel þótt stinn- leiki í gangtegundum séu ekki þeirra sterkasta hlið. Fjaðurmagn og mýkt á útleið Þorvaldur Sveinsson á Kjartans- stöðum er einn þeirra sem ekki hafa sótt í hvorki Hrafn né Orra. Hann telur ekki sérstaka hættu á ferðum þótt þeir tveir hafi náð mikilli útbreiðslu og er sammála Jens um að vissulega þyrfti að gæta að því þegar einhver einn hestur næði miklum vinsældum. „Þetta er alltaf fyrst og fremst vilji fólksins sem ræður ferðinni. Til- hneigingin er alltaf rík hjá fjöldan- um að stökkva á tískuhest dagsins en ég held við náum alltaf að rétta okkur af þótt einhver hestur eða lína verði ráðandi um stundarsak- ir. Það verða vonandi alltaf ein- hverjir sérvitringar sem halda sínu striki og bjarga okkur ef í nauðir rekur. Ég held að aðalhættan liggi í því að stefnan verði afvegaleidd með því að breyta smekk manna. Spurningin hlýtur alltaf að vera sú hvort brekkan tekur „rétta“ af- stöðu. Það eru til dæmis klárlega margir sammála mér um það að fjaðurmagn og mýkt hross sé á út- leið og þar tel ég að Hrafn og Orri eiga nokkra sök. Hrafn kom með myndarskap og fótlyftu og sömu- leiðis hefur hann bætt geðslag hrossa verulega en það er afleitt afturfótaspor sem ég finn helst að og oft á tíðum bein afturfótastaða. Kostir Orra eru að mínu mati gott geðslag og fljóttamin hross. Sömu- leiðis gefur hann fótlyftu og fram- tak en hins vegar finnst mér hrein- gengni og góð skil milli gang- tegunda eða gangskil eins og farið er að kalla það farið að hraka í af- komendum hans,“ segir Þorvaldur. Aðspurður segist hann einu sinni Eru Hrafn og Orri að sporðreisa íslenska hrossarækt? Landsmót hestamanna, sem lýkur í dag, er ítarúttekt á stöðu íslenskrar hrossarækt- ar. Tveir jöfrar íslenskrar hrossaræktar, þeir Orri frá Þúfu og Hrafn frá Holts- múla, eiga drjúgan þátt í því sem getur að líta á Vindheimamelum. Valdi- mar Kristinsson veltir því fyrir sér hvort þessir yfir- burðahestar séu að sporð- reisa íslenska hrossarækt. Morgunblaðið/Kristinn Orri frá Þúfu var kynntur á landsmótinu 1998. Ljósmynd/Eiríkur Jónsson frá Vorsabæ Hrafn frá Holtsmúla, knapi er Hafliði Halldórsson. Myndin var tekin á sýningu á Melavelli 1980.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.