Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Samstarf milli Íslands ogKanada hefur aukist tilmuna á undanförnum ár-um. Guðni Ágústsson land-búnaðarráðherra segir að það sé glögglega mikill áhugi á þessu samstarfi í báðum löndum og hátíðin í Manitoba 1975 sem haldin hafi ver- ið til að minnast þess að 100 ár hafi verið liðin frá því Íslendingar settust þar að, hafi haft mikil áhrif á sam- skiptin. Margir hafi lagt hönd á plóg. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra, Davíð Oddsson forsætisráð- herra, Ólafur Ragnar Grímsson for- seti og Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hafi sinnt þessum málum mjög vel og eflt samskiptin á nýliðnum árum. Ræðismannsskrif- stofan í Winnipeg hafi unnið mikið og gott starf, fyrst undir forystu Svavars Gestssonar og nú Eiðs Guðnasonar, og Hjálmar W. Hann- esson sendiherra hafi líka haldið merkinu vel á lofti eftir að sendiráð hafi verið opnað í Ottawa auk þess sem Valgeir Þorvaldsson, bóndi á Vatni, frumkvöðull Vesturfararset- ursins á Hofsósi og framkvæmda- stjóri þess, hafi beint sjónum Kan- adamanna og Bandaríkjamanna af íslenskum ættum hingað heim. Með þetta í huga og í ljósi þess að áhugi hafi verið á því að fá landbúnaðar- ráðherra í heimsókn til Manitoba hafi Eiður Guðnason sendiherra, ræðismaður Íslands í Winnipeg, skipulagt ferð til fylkisins og hafi hún verið stórkostleg í alla staði. Með í för voru Margrét Hauks- dóttir, eiginkona landbúnaðarráð- herra, Sveinbjörn Eyjólfsson, að- stoðarmaður hans, Níels Árni Lund, deildarstjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, Kristjana Benediktsdóttir, eig- inkona hans, Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og Oddný Sæ- mundsdóttir, eiginkona hans. Skemmtilegasta svæði veraldar fyrir Íslendinga að heimsækja Guðni Ágústsson segist halda að Íslendingar hafi ekki eins gaman af að heimsækja neitt ríki í veröldinni eins og Kanada og þá sérstaklega Ís- lendingabyggðirnar í Manitoba. Um 150.000 til 200.000 Kanadamenn séu taldir vera af íslensku bergi brotnir og ekki fari á milli mála að þetta fólk hafi getið sér mjög gott orð í landinu. „Það er ótrúlegt að ferðast um Nýja Ísland og koma á staði eins og til dæmis Árborg. Þegar öll íslensku nöfnin á skiltunum við sveitabæina blasa við er eins og verið sé að ferðast um íslenska byggð og þegar komið er heim á bæina hittir maður fyrir kanadískt fólk af íslenskum uppruna í þriðja til fimmta lið, sem talar hreina og góða íslensku, hugsar um uppruna sinn, metur Ísland mjög mikils og vill eiga mikil samskipti við okkur. Það er ógleymanlegt að koma á svona staði að ég tali ekki um kirkjugarðana þar sem vesturfar- arnir hvíla. Að lesa þar nöfnin er eins og að vera staddur uppi á Íslandi. Það var líka áhrifaríkt að heimsækja dvalarheimili aldraðra í Lundar og á Betilstöðum í Gimli og hitta þar full- orðið fólk sem talar og syngur ís- lensk ættjarðarljóð, en margt af þessu fólki hefur aldrei til Íslands komið. Það snertir viðkvæman streng í hjarta manns að hitta þetta fólk og skynja hvað sú taug er römm, sem ríkir á milli þess og okkar.“ Auka má samskiptin á sviði land- búnaðar Undanfarin misseri hafa talsmenn Kanadamanna af íslenskum ættum lagt áherslu á að samskipti þjóð- anna, ekki síst á viðskiptasviðinu, verði aukin. Guðni Ágústsson segist sjá það fyrir sér að stórefla eigi sam- skipti þjóðanna. Hann nefnir til dæmis gagnkvæmar heimsóknir ferðamanna í því sambandi og bætir við að hann hafi fundið glöggt fyrir miklum velvilja í garð Íslendinga á ferð sinni um þinghúsið í Winnipeg og eftir að hafa hitt Rosann Wow- chuk, landbúnaðarráðherra Mani- toba, og helstu embættismenn henn- ar, sem hafi rætt um samskipti sem væru möguleg á sviði landbúnaðar. „Hitt þótti mér ekki síður merkilegt, að ávarpa fólkið af íslensku bergi 17. júní, standandi undir frelsisstytt- unni af Jóni Sigurðssyni, frelsishetju okkar, við þinghúsið í svona fjarlægu landi. Staðsetning styttunnar sýnir þá virðingu sem fólkið af íslenska berginu nýtur á þessum slóðum.“ Guðni Ágústsson bendir á að góð samskipti séu á milli Íslands og Kanada. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Hólaskóli séu í góðu samstarfi við landbúnaðardeild Manitobaháskóla, þar sem Haraldur Bjarnason stýri sviði, en hann sé af íslensku bergi brotinn og tali ís- lenskt mál. „Það var mjög gaman að hitta Harald og það er mjög mik- ilvægt að efla þessi samskipti. Hann hefur mikinn áhuga á því og við finn- um að þarna er mjög góð leið til að efla samskiptin í gegnum mennt- unina, fræðsluna og rannsóknir í bú- vísindum. Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri, sem var með í för, telur til dæmis að við eigum að skoða enn frekar samstarfið varðandi fræ- öflun og fræverkun, sem er til staðar og var enn betur treyst í ferðinni, því við getum margt af Kanadamönnum lært. Kanada er land sem að sumu leyti svipar til Íslands. Þar eru reyndar enn meiri vetrarkuldar en hér geisa, frostið getur farið niður fyrir 40 gráður, og því hafa Kanada- menn þróað mjög harðskeyttar plöntur, sem geta þrifist hér.“ Ráðherra segist hafa fundið það hjá Haraldi Bjarnasyni að mikill áhugi væri hjá menntuðum vísinda- mönnum í Kanada að komast í snert- ingu við Ísland og alla þá náttúru sem þar væri í boði. „Íslenskir bændur hafa á síðustu árum náð mjög miklum tökum á kornrækt og ég öfunda kanadískan landbúnað mest af jarðyrkjumönnunum, sem hafa það að lífsatvinnuvegi að erja jörðina og rækta hana og framleiða hinar ýmsu tegundir til manneldis á heimsmarkaði. Það myndi auðga mjög íslenskan landbúnað ef við gætum notað tegundir sem þeir hafa þróað.“ Guðni Ágústsson sagðist alls stað- ar hafa fundið fyrir miklum áhuga á Íslandi og íslenskum málefnum, ekki síst hjá Neil Bardal, ræðismanni í Gimli, sem legði fyrst og fremst áherslu á aukin viðskiptasambönd, og David Gislason, bónda á Svaða- stöðum í Geysirbyggð. „David er mikill ljóðamaður og ég gleymi því aldrei þegar ég spurði hann hvort hann kynni „Það mælti mín móðir“. Ekki stóð á svarinu. Hann söng með fagurri röddu þetta forna ljóð Egils Skallagrímssonar og skákaði þar Mikil auðlegð í frændfólkinu vestra Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra heimsótti Ís- lendingabyggðir í Manitoba í Kanada á dögunum og heillaðist af landi og þjóð. Steinþór Guðbjartsson sett- ist niður með ráðherranum og fékk að heyra hvaða áhrif heimsóknin hafði. Guðni Ágústsson og Margrét Hauksdóttir lögðu blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar fyrir framan þinghúsið í Winnipeg 17. júní. Á meðal fjölmargra viðstaddra voru Harley Jonasson, fyrrverandi forseti Íslendingadagsnefndar, og Connie Magnusson, fjallkona. Morgunblaðið/Jim Smart „Það snertir viðkvæman streng í hjarta manns að hitta þetta fólk og skynja hvað sú taug er römm, sem ríkir á milli þess og okkar,“ segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra um Kanadamenn af íslenskum ættum í Manitoba. Við minnismerki um íslenska landnema í Lundar. Standandi frá vinstri: Eiður Guðnason sendiherra, aðalræðismaður í Winnipeg, Neil Bardal, kjörræðismaður í Gimli, Eygló H. Haraldsdóttir, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Margrét Hauksdóttir, Kristjana Benediktsdóttir, Daníel Daníelsson, umsjónarmaður í Lundar, Oddný Sæmundsdóttir og Sveinn Runólfsson. Fyrir framan eru Svein- björn Eyjólfsson og Níels Árni Lund en til vinstri er Wanda Erikson-Brandson, formaður Lundardeildar Þjóðræknisfélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.