Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSK stjórnvöld settu sérþað markmið um miðja 20. öld-ina að á Íslandi yrði svo full-komið velferðarkerfi að þaðnæði til allrar þjóðarinnar og Ísland yrði á þessu sviði í fremstu röð meðal nágrannaþjóða, segir Harpa Njáls, félagsfræðingur og starfsmað- ur Borgarfræðaseturs, sem rannsak- að hefur fátækt í íslensku þjóðfélagi. „Stjórnvöld hafa lögfest í lögum um almannatryggingar að hér á landi skuli vera velferðarkerfi sem styðja á þá sem ekki geta framfleytt sjálfum sér og fjölskyldum sínum, t.d. fólk sem verður fyrir veikindum, örorku, atvinnuleysi eða vegna aldurs. Þessir aðilar eiga rétt á framfærslu frá rík- inu, segir Harpa, sem í meistara- prófsritgerð sinni í félagsfræði við Háskóla Íslands kannaði hvaða hópar í íslensku samfélagi lifa við fátækt og hvers vegna þeir gera það. Rannsókn Hörpu beindist að því að leita svara við spurningum um hvað það er í upp- byggingu og úrræðum samfélagsins sem veldur því að fólk lifir í fátækt á Íslandi í lok 20. aldar. Hvernig saman fara góð lífskjör heillar þjóðar, mæld á mælikvarða þjóðartekna á mann, og fátækt meðal meðlima einstakra þjóðfélagshópa. „Í því viðfangsefni er mikilvægt að skýra í hverju áhætta á fátækt felst, svo sem að greina orsakir sem liggja hjá einstaklingnum sjálfum og orsak- ir sem liggja í hinu þjóðfélagslega umhverfi,“ segir Harpa. Mælir hvort bætur standa undir lágmarksútgjöldum Til að glíma við þessar spurningar setur Harpa fram aðferð til að greina, skýra og mæla fátækt. Aðferðin nefn- ist lágmarksframfærsluviðmið og byggist á opinberum skilgreiningum, þ.e. lágmarkstekjum sem hið opin- bera ákvarðar lífeyrisþegum og skil- greiningu framfærsluþátta sem hið opinbera telur einnig að séu nauðsyn- legir til að komast af. Mælingin felst í því að rannsaka hvort lágmarks- tekjur, sem mótaðar eru af hinu op- inbera með ákvörðunum um upphæð- ir lífeyrisgreiðslna almannatrygg- inga, dugi fyrir lágmarksframfærslu- kostnaði. Þannig er reynt að mæla fátækt með samanburði á nauðsyn- legum útgjöldum og því ráðstöfun- arfé sem fólk hefur. Harpa segir að í leiðbeiningum fé- lagsmálaráðuneytisins frá því í nóv- ember 1996 komi skýrt fram hvaða þættir séu álitnir nauðsynlegir ein- staklingum til þess að framfleyta sér: „Þar er skilgreint að allir eigi að geta keypt sér fæði, klæði, hreinlætis- og snyrtivörur, heimilisbúnað, lyf og læknishjálp. Þeir eigi að geta greitt afnotagjald af síma og ríkisútvarpi, hita og rafmagn, dagvistarkostnað fyrir eitt barn, húsaleigu eða eðlileg- an húsnæðiskostnað og staðið undir kostnaði af rekstri bifreiðar,“ segir Harpa og bætir við til útskýringar að þessir þættir liggi til grundvallar lág- marks framfærsluviðmiðum í rann- sókn hennar (sjá töflu 1). Harpa bendir á að í þessum sömu leiðbeiningum félagsmálaráðuneytis- ins segir að lágmarksfjárþörf fólks skuli miðast við þann lágmarksfram- færslukostnað sem ætlað er að ein- staklingur eða fjölskylda geti lifað af. Við þá lágmarksfjárþörf skuli taka mið af bótum frá Tryggingastofnun ríkisins og miða við grunnlífeyri, fulla tekjutryggingu örorkulífeyrisþega og heimilisuppbót. Hverjar eru orsakir fátæktar ákveðinna hópa? „Það sem ég geri í minni rannsókn er að greina hvort sú lágmarksfram- færsla – þ.e. lágmarkslaun og lág- marksbætur – sem greidd er af hálfu ríkis og sveitarfélaga, dugi fyrir þeim þáttum sem ríkið hefur skilgreint að fólk þurfi til að lifa af. Með öðrum orð- um þá kanna ég hvort fólk lifi í fátækt vegna þess að bæturnar sem því eru ætlaðar dugi ekki, eða hvort aðrir þættir ráði því. Ef bætur sem hið opinbera hefur ætlað fólki til fram- færslu duga því ekki er fátækt til- komin vegna brotalama í uppbygg- ingu velferðarkerfisins,“ segir Harpa. Til þess að færa lágmarksfram- færslu til gjalda styðst Harpa við töl- ur frá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna frá nóvember 2000. Harpa segir að sú ákvörðun að byggja á forsendum ráðgjafarstof- unnar sem viðmiðum grundvallist á því að verið er að leita að viðmiðum um mögulegan lágmarks framfærslu- kostnað. Slík lágmarks framfærslu- viðmið ættu að ganga því næst að fólk hafi nokkurn veginn nóg til að lifa af, en ekkert meira en það sem nauðsyn- legt getur talist. Slíkar aðstæður ættu því að liggja hvað næst mörkum þess að hafa ekki nóg vegna skorts og fátæktar. „Mjög skýrt hefur komið fram hjá ráðgjafarstofunni að þeirra viðmið sé aðeins miðað við skuldsett fólk um takmarkaðan tíma. Ég fer hins vegar ekki alfarið eftir tölum frá þeim held- ur færi ég til gjalda alla þá liði sem taldir eru upp í leiðbeiningum félags- málaráðuneytisins, um það sem eng- inn á að vera án í velferðarkerfinu. Ég miða við kostnað þeirra sem leita til Ráðgjafarstofu heimilanna í sam- bandi við mat, hreinlætisvörur, rekst- ur bifreiðar, læknis- og lyfjakostnað, tómstundir og menningu og fatakaup. Í útreikningum ráðgjafarstofunnar er tekið fram að inn í þeirra tölur vanti upplýsingar um síma, áskriftir, fasteignagjöld, tryggingar, dagheim- ilisgjöld og aðra þá útgjaldaliði sem fastir eru hjá hverri fjölskyldu að við- bættum húsnæðiskostnaði. Þær tölur eru byggðar á raunhæfum tölum frá hverjum og einum sem þangað leitar, en að auki færi ég skilgreinda þætti sem ráðuneytið miðar við til gjalda. Húsnæðiskostnaður er miðaður við meðaltal af leigukostnaði hjá Búseta og Félagsstofnun stúdenta að frá- dregnum húsaleigubótum. Liðurinn „ýmislegt“ hjá Ráðgjafarstofu heim- ilanna er upp á 1.200 krónur fyrir hvern mánuð. Ég tel það algerlega óraunhæft og í mínum útreikningum er bætt við hann, þannig að hann verður 5.500 krónur fyrir fullorðinn einstakling, og helmingur þeirrar upphæðar fyrir barn. Það er alveg sama hversu lítið kemur upp á, fólk þarf alltaf að hafa eitthvað, rétt nægj- anlega mikið, til þess að komast af. Ég tek raunkostnað miðað við nið- urgreidda áskrift af ríkisútvarpinu og einu dagblaði og dagvistargjald tek ég beint frá leikskólum Reykjavíkur. Ég tek þessa skilgreindu þætti og færi þá til gjalda til þess að sjá hvort framfærslan sem fólki er ætluð dugi. Rétt er að taka fram að þeir fram- færsluþættir sem ég miða við eru ekki eingöngu til viðmiðunar hér á landi, heldur á öllum Norðurlöndum,“ segir Harpa og bætir við að þar sé einnig gert ráð fyrir tóbaki, það hafi verið gert hér á landi en sé ekki leng- ur. Vantar 40 þúsund krónur upp á til að lifa hvern mánuð af „Allar þær tölur sem ég nota mið- ast við nóvember 2000, bæði tekjur og útgjöld. Miðað við þá tímasetningu þá kemst ég að því að það vantar um 40 þúsund krónur upp á þær bætur sem hið opinbera ætlar einstaklingi til að lifa af á mánuði. Á sama tíma er fullur lífeyrir frá ríkinu um 63 þúsund krón- ur á mánuði en útgjöldin, þ.e.a.s. lág- marksframfærslukostnaður einstak- lings – allt það sem ríkið hefur skilgreint að enginn í velferðar- kerfinu skuli vera án – er rúmar 100 þúsund krónur. Það er í raun alveg sama hvort við skoðum einstakling, hjón eða einstætt foreldri. Munurinn er alltaf mjög svipaður, í kringum 40 þúsund krónur. Ef litið er á þetta lágmarksfram- færsluviðmið í öðru samhengi kemur í ljós að munurinn á meðalneyslu Ís- lendings og bótum ríkisins er enn hærri: „Lífeyrisþegann, sem vantar tæplega 40 þúsund krónur til þess að hafa bara fyrir nauðsynjum, vantar miklu meira upp á til að vera með það sem meðal Íslendingur hefur til ráð- stöfunar og eyðir. Miðað við fram- reiknaðar tölur úr neyslukönnun Hagstofunnar frá 1995 kemur í ljós að þar vantar tæpar 90 þúsund krón- ur upp á, segir Harpa. Hún segir að þessar niðurstöður sýni að velferðar- kerfið hérlendis virki ekki sem skyldi. Ákveðnir þjóðfélagshópar greinast í fátækt „Niðurstaða mín er sú að fátækt er tilkomin vegna brotalama í velferð- arkerfinu. Það eru ákveðnir þjóð- félagshópar sem eru að greinast í fá- tækt. Örorku- og ellilífeyrisþegar, einstæðir foreldrar, atvinnulausir, lágtekjufólk og barnmargar fjöl- skyldur. Árið 2000 voru tekin nokkur skref af stjórnvöldum til að lagfæra og færa aðstæður fátækra til betri vegar. Raunveruleikinn er hins vegar sá að þær lagfæringar voru ekki nema dropi í hafið. Ennþá vantar mjög mikið upp á því vandinn er veru- lega umfangsmikill. Harpa segir að vandinn komi ekki síður í ljós þegar hópur eins og barna- fólk sé skoðaður sérstaklega: „Að- stæður fólks sem býr við þröngan kost og er með börn á framfæri eru mjög sláandi. Barnabótakerfinu er ætlað að standa við bakið á og styðja barnafólk og börn í íslensku sam- félagi. Árið 1997 voru skerðingar lagðar á barnabætur af fullum þunga. Barnabætur byrjuðu að skerðast þegar einstætt foreldri var komið „Fátækt er tilkomin vegna brotalama í velferðarkerfinu“ 40 þúsund krónur vant- ar mánaðarlega upp á fullan lífeyri frá Trygg- ingastofnun til þess að bótaþegar sem hafa ekki aðrar tekjur en frá ríkinu geti framfleytt sér miðað við lágmarks framfærslu- viðmið. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Hörpu Njáls félagsfræð- ings. Ragna Sara Jóns- dóttir fræddist nánar um þessar niðurstöður hjá Hörpu. Morgunblaðið/Kristinn Harpa Njáls félagsfræðingur hefur rannsakað fátækt í íslensku samfélagi. Sam- kvæmt nýrri rannsókn hennar duga bætur hins opinbera ekki fyrir lágmarks- framfærslu. „Mælingin felst í því að rannsaka hvort lág- markstekjur, sem mótaðar eru af hinu op- inbera með ákvörðunum um upphæðir líf- eyrisgreiðslna almannatrygginga, dugi fyrir lágmarksframfærslukostnaði. Þannig er reynt að mæla fátækt með samanburði á nauðsynlegum útgjöldum og því ráðstöf- unarfé sem fólk hefur.“ „Þær tekjur sem hið opinbera ákvarðar þeim sem þurfa að leita á náðir velferð- arkerfisins duga ekki fyrir lágmarksfram- færslu, jafnvel þótt aðeins sé um að ræða hið alnauðsyn- legasta. Þetta kalla ég fátækragildru.“ „Aðstæður fólks sem býr við þröngan kost og er með börn á framfæri eru mjög sláandi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.