Morgunblaðið - 07.07.2002, Side 21

Morgunblaðið - 07.07.2002, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 21 Stærðfræðinámskeið fyrir þá sem eru að byrja í háskóla Tilgangur námskeiðsins er að undirbúa þátttakendur undir árangursríkt háskólanám. Farið er vandlega yfir öll mikilvægustu atriðin í námsefni framhaldsskólanna og algeng verkefni leyst. Námskeiðið hefst laugard. 13. júlí og lýkur laugard. 17. ágúst. Kennt er alla laugardaga frá kl. 13-16.30. Nánari upplýsingar og skráning í síma 551 5593. Tölvu- og stærðfræðiþjónustan Brautarholti 4a, Reykjavík. Vertu með og tryggðu þér forskot! Vel menntaðir og vanir kennarar. FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF. Borgartúni 34, Rvík, sími 511 1515, www. gjtravel.is Netfang: outgoing@gjtravel.is ELSTA STARFANDI FERÐASKRIFSTOFA LANDSINS – Almenn farseðlaútgáfa, hópferðir, einstaklingsferðir, viðskiptaferðir, ferðaráðgjöf, hótelbókanir. Ofangreind verð eru háð gengi og forsendum. ORÐSPORIÐ SEGIR SÍNA SÖGU Síðustu sætin í vikuferðina til Prag í ágúst Vikuferð, sjöunda árið í röð! Eins og undanfarin ár, munum við bjóða vikuferð til Prag í ágúst á sérstaklega hagstæðu verði. Flogið verður með Flugleiðum og gist á Hótel Pyramida, sem er þægilegt og vel staðsett nýlega endurnýjað fjögurra stjörnu hótel með rúmgóðum og vel búnum herbergjum. Ævaforn heimsborg Í Prag, höfuðborg Tékklands, búa 1.2 milljónir manna. Borgin, forn og sögufræg var til skamms tíma höfuðborg sambandslýðveldisins Tékkósló- vakíu og áður konungsríkisins Bæheims, sem um aldir var hluti af veldi Habsborgarættarinnar. Beint leiguflug með þotu Flugleiða til höfuðborgar Tékklands, 2.–10. ágúst Opið í dag, sunnudag milli kl. 14 og 17 – Sími 511 1515 71.500 Verð á mann er 71.500 krónur. Innifalið í verðinu er flug, flugvallaskattar, akstur til og frá flugvelli, gisting í tveggja manna herbergi á 4ra stjörnu hóteli, morgunverður, yfirgripsmikil skoðunarferð um Prag á fyrsta degi, og íslensk fararstjórn. Aukagjald fyrir einsmanns herbergi er 14.400 krónur. Flogið verður í beinu leiguflugi með flu- gleiðaþotu. Fararstjórar verða Emil Örn Kristjánsson, Pétur Gauti Valgeirsson og William Þór Dison, sem þekkja vel til sögunnar og staðhátta í Prag. Þeir munu aðstoða og veita leiðsögn alla ferðina. Í dag, sunnudaginn 30. júní, verður upplýsinga- og bókunarsíminn opinn frá kl. 14 til 17. 8 nætur, 7 dagar Andblær liðinna tíma endurspeglast í umgjörð stórborgar Evrópu sem í dag laðar til sín milljónir ferðamanna árlega, enda ekki að ástæðulausu, því borgin, arfleifð hennar og íbúarnir – bjóða til söguveislu á hverju horni. Margbrotin söguveisla Margir koma til Prag, gimsteins Evrópu, borgar hinna þúsund turna – eingöngu til að upplifa menninguna; tónlistina, leiklistina, skemmtanir og óteljandi söfn og minjar liðinna tíma. Komdu til Prag og upplifðu borgina sem skartar fegurstu byggingum Evrópu, óviðjafnanlegum listaverkum og merkilegri sögu. Borgarinnar sem Karl IV keisari gerði að miðstöð menningar og fjármála um miðja 14. öld. Matur, vín og skemmtun Í Tékklandi er matarmenning þjóðleg, veigar með ágætum og skemmtanir við allra hæfi. Næturlíf og kvöldstemning í borginni er einstök. Dulúðin svífur yfir borginni en undir kraumar gleði, glasaglaumur og dans. Næturklúbbar, diskótek, barir og kaffihús eru á hverju strái. Kostar lítið að vera til... Alþjóðlegur blær borgarinnar færir gestum ótrúlegt úrval veitinga- og skemmtistaða en matur og drykkir eru á einkar hagstæðu verði. Almennt verðlag í Tékklandi er ólíkt því sem við þekkjum frá Íslandi og öðrum hefðbundnum ferðamannastöðum. Verðlagið kemur á óvart, og það er ótrúlegt hvað gera má góð kaup á list- munum, heimilisvörum og fatnaði. Hér er ódýrt að versla, borða og skemmta sér. Reynsla frumherja Með þjónustu og frumkvæði að leiðarljósi, hefur okkur auðnast orðspor til afspurnar. Nú förum við árvissa haustferð í leiguflugi til Prag, sjöunda árið í röð, en fyrstu reglulegu hópferðirnar til Prag voru einmitt á vegum Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar á sínum tíma. Reyndir fararstjórar Emil Örn Kristjánsson , Pétur Gauti Valgeirsson og William Þór Dison hafa um árabil verið fararstjórar í Pragferðum okkar og þekkja því vel til staðhátta. Þeir munu sinna leiðsögn og vera farþegum til aðstoðar alla dagana. Hótel Pyramida; góð staðsetning og fyrirmyndar aðbúnaður. Hótel Pyramida Aðbúnaður allur og þjónusta á þessu 4ra stjörnu hóteli er til fyrirmyndar; tveir veitingastaðir, bar, gjafavöruverslun, líkamsrækt, nuddstofa, innisundlaug, gufubað, kvikmyndasalur o.fl. Stór skoðunarferð innifalin Innifalin er skoðunarferð um Prag á fyrsta degi. Þá verður ekið um borgina auk þess sem gengið verður um Kastalahæðina, Gamla bæinn og Gyðingahverfið. Meðan á dvöl stendur verða einnig boðnar skoðunarferðir til Karlstejn-kastala, Terezín, Cesky Krumlov og Cesky Budejovice, Kutna Hora og kvöldsigling á Moldá, sem bókast og greiðast hjá fararstjóra. SAMKEPPNISSTOFNUN hefur bannað Seglagerðinni Ægi að birta auglýsingar með ýmsum fullyrðing- um um fellihýsi og tjaldvagna sem taldar eru ósannaðar og villandi og brjóta því gegn ákvæðum sam- keppnislaga. Fyrirtækið notaði m.a. í auglýsingunum orð eins og „vin- sælust“, „best“, „flottust“ og að um væri að ræða einu fellihýsin sem sérhönnuð væru fyrir íslenskar að- stæður og væru þau betur búin en önnur fellihýsi. Í apríl síðastliðnum gerði Sam- keppnisstofnun athugasemdir við fullyrðingar sem fram komu í ein- blöðungi fyrirtækisins um fellihýsi og óskaði stofnunin eftir því að Seglagerðin kæmi á framfæri sönn- unum um á hvern hátt fellihýsin væru sérhönnuð fyrir íslenskar að- stæður og að þau væru einu felli- hýsin sem byggju yfir þeim eigin- leikum. Samkeppnisstofnun ítrekaði þá ósk sína mánuði síðar en í hvorugt skipti bárust svör frá Seglagerðinni. Í júní síðastliðnum barst Sam- keppnisstofnun bréf frá Evró ehf. sem flytur einnig inn fellihýsi þar sem kvartað er yfir fullyrðingum í auglýsingum Seglagerðarinnar. Í svarbréfi frá Seglagerðinni seg- ir að þessum fullyrðingum hafi verið breytt en engin dæmi voru gefin upp um hvernig orðalagi auglýsing- anna hefði verið breytt. Auglýsinganefnd, ráðgjafarnefnd samkeppnisráðs, fjallaði því næst um málið, og komst hún að þeirri niðurstöðu að fullyrðingar í auglýs- ingum Seglagerðarinnar brytu í bága við ákvæði 20. og 21. gr. sam- keppnislaga og staðfesti Samkeppnisstofnun þann úrskurð. Í lögunum er að finna þau skilyrði sem auglýsingar þurfa að uppfylla, s.s. að í þeim séu ekki veittar rang- ar, ófullnægjandi og villandi upplýs- ingar enda séu þær til þess fallnar að hafa áhrif á eftirspurn vara. Úrskurður Samkeppnisstofnunar vegna auglýsinga Ægis Auglýsingar um fellihýsi brutu gegn samkeppnislögum MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur skipað Katrínu Hall í embætti list- dansstjóra Íslenska dansflokksins til fimm ára frá 1. ágúst 2002 að telja. Með nýjum reglum um starfsemi Íslenska dansflokksins nr. 14/2002 var listdansstjóri gerður að forstöðu- manni dansflokksins í stað fram- kvæmdastjóra skv. eldri reglum. Katrín Hall hefur gegnt starfi list- dansstjóra Íslenska dansflokksins frá árinu 1996. Í samræmi við ákvæði til bráðabirgða í reglum nr. 14/2002 var Katrín skipuð tímabundið í embætti listdansstjóra frá 18. janúar 2002 til 31. júlí 2002. Embætti listdansstjóra var auglýst laust til umsóknar með auglýsingu, dags. 8. mars 2002. Tvær umsóknir bárust um embættið sem sendar voru stjórn Íslenska dans- flokksins til umsagnar og tillögugerð- ar. Stjórnin mælti í umsögn sinni til menntamálaráðherra með því að Katrínu Hall yrði veitt embættið. Katrín Hall skipuð listdansstjóri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.