Morgunblaðið - 07.07.2002, Side 15

Morgunblaðið - 07.07.2002, Side 15
örugglega mörgum Íslendingum. Það var líka gaman að hlusta á hann og Braga Sæmundsson, bónda á Breiðabliki, standa upp í veislu á Miklaey og kveða af mikilli innlifun íslenskar stemmur.“ Íslenski hesturinn mikil landkynning Nú stendur yfir Landsmót hesta- manna á Vindheimamelum en land- búnaðarráðherra tók forskot á sæl- una, mætti á landsmót í Manitoba þar sem íslenskir hestar voru sýndir og afhenti verðlaun. „Það er ógleym- anlegt að hafa heimsótt Brett Arna- son og fjölskyldu hans og vera allt í einu staddur á landsmóti fyrir eig- endur íslenska hestsins í Kanada og Bandaríkjunum. Fjölskyldan hefur útbúið mikla velli á eigin kostnað á landi sínu, hún dýrkar íslenska hest- inn, ræktar hann og sækir hann til Íslands. Gestir voru víða að til að taka þátt í keppninni og dómararnir voru íslenskir, Magnús Lárusson og Svanhildur Hall frá Gauksmýri í Húnavatnssýslu og doktor Þorvald- ur Árnason, sem býr í Svíþjóð. Þarna kom upp í hugann hvað íslenski hest- urinn er sterk landkynning. Hóla- skóli er nánast alþjóðlegur skóli varðandi íslenska hestinn og hestur- inn tengir okkur best inn í þá ferða- þjónustu sem við sjáum fyrir okkur í landinu. Í heimsókninni á hestabú- garðinn hitti ég meðal annars Maríu, aldraða móður Bretts, og spurði hana hvað henni þætti um íslenska hestinn. Hún sagðist elska hann. Þá spurði ég hana hvort hún hefði kom- ið á bak honum. Hún sagði nei, „en ég á mér þann draum í næsta lífi.““ Mikil auðlegð Guðni Ágústsson og föruneyti hans fóru á landbúnaðarsýninguna í Lundar, sem hefur verið haldin ár- lega í 50 ár. Hann segir að hin mikla félagslega þátttaka hafi vakið sér- staka athygli íslensku gestanna. Bændur hafi komið í flotum á hinum ýmsu tegundum búvéla sem hafi þróast á 50 árum og verið gerendur í sýningunni. „Innreiðin var glæsileg og bændurnir sýndu hvernig gömlu traktorarnir og landbúnaðarvélarn- ar hafa breyst á 50 árum. Það var líka mjög skemmtilegt að Sunnukór- inn frá Ísafirði setti mikinn svip á hátíðina og söng fyrir gesti. Ingunn Ósk Sturludóttir, bóndakona úr Vig- ur, söng einsöng, og við þetta tæki- færi mátti sjá og heyra að það er mikill áhugi hjá íslenskum kórum að fara til Kanada. Að sama skapi er áhugi hjá Kanadamönnum að fara til Íslands með söngfólk og meðal ann- ars var okkur sagt frá því að hópur barna og unglinga, sem æfa og syngja íslensk lög, hafi hug á því að fara í söngferð til Íslands næsta sumar.“ Mikið fjölmenni var við athöfnina við styttu Jóns Sigurðssonar í Winnipeg 17. júní og margir sóttu landbúnaðarsýninguna í Lundar, en nú stendur sem hæst undirbúningur fyrir fjölmennustu hátíðina, Íslend- ingadaginn í Gimli í byrjun ágúst, sem gert er ráð fyrir að um 40.000 manns sæki. Guðni Ágústsson segir að þjóðræknin leyni sér ekki í Mani- toba og eftir að hafa kynnst henni þyrsti hann í að lesa allt sem hafi verið skrifað um vesturfarana. „Á þessum hátíðum hugsar maður til þess að fjórði hver maður á Íslandi skuli hafa farið til Kanada undir lok 19. aldar og hvað þessu fólki hafi síð- an vegnað vel í Kanada en um leið hvað íslenskri þjóð hafi vegnað vel á Íslandi undanfarin 60 til 70 ár og sé einnig í fremstu röð. En þetta hefur fyrst og fremst þau áhrif að ég finn fyrir skyldleikanum við þetta fólk og ég dáist að því hvað það hefur mik- inn áhuga á því að ná sambandi við sitt frændfólk. Sigmar Johnson, bóndi á Ósi, og Hulda, kona hans, spurðu mig til dæmis hvað íslenskur maður gerði þegar hann kæmi til Ástralíu. Ég sagðist ekki hafa hug- mynd um það. „Kanadískt fólk af ís- lenskum ættum eins og við, sem var þar fyrir fjórum árum, fór beint í símaskrána, leitaði uppi Íslendinga, hringdi í þá og spjallaði við þá.“ Hvar sem Kanadamaður af íslensku bergi brotinn fer um veröldina leitar hann uppi Íslendinga til að spjalla við þá. Þetta sýnir að við eigum mikla auðlegð í þessu frændfólki okkar vestanhafs.“ steg@mbl.is David Gislason, bóndi á Svaðastöðum, sýnir Guðna Ágústssyni landbúnaðar- ráðherra vélakostinn. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.