Morgunblaðið - 07.07.2002, Page 34

Morgunblaðið - 07.07.2002, Page 34
MINNINGAR 34 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur JóhannesÞormóðsson fæddist á Akranesi 11. nóvember 1968. Hann lést í Dan- mörku sunnudaginn 23. júní síðastliðinn. Foreldrar eru Ólöf Ólafsdóttir, f. 13. maí 1947, d. 1. ágúst 1982, og Þormóður Theodór Sveinsson, f. 5. ágúst 1946. Stjúpfaðir Ólafs Jó- hannesar er Svein- björn Blöndal, f. 3. maí 1932. Bræður Ólafs Jóhannesar, sammæðra, eru Þórarinn Blöndal, f. 15. maí 1971, eiginkona Vera Guðmundsdóttir; Þorvaldur Blöndal, f. 9. júní 1975, sambýliskona Maren Albertsdótt- ir og Þórmundur Blöndal, f. 12. mars 1979. Eiginkona Ólafs Jó- hannesar er Ruth Ásgeirsdóttir, f. 31. mars 1969. Foreldrar hennar eru Guðbjörg Gísladóttir, f. 1. júní 1933, og Ásgeir Ás- grímsson, f. 26. des- ember 1930, d. 16. október 1986. Börn Ólafs Jóhannesar og Ruthar eru Ásgeir, f. 17. desember 1989, og Ólöf, f. 22. mars 1998. Ólafur Jóhannes lauk grunnskóla- námi frá Kleppjárns- reykjum og Reyk- holti og stundaði nám við Samvinnu- skólann á Bifröst í tvö ár. Hann fór snemma að vinna við hugbúnaðar- gerð, m.a. hjá Tölvubankanum, Eurocard á Íslandi, Ceskoslo- venská obchodní banka í Prag, Syscope Technologies í Dublin og nú síðast hjá Median á Íslandi. Útför Ólafs Jóhannesar verður gerð frá Digraneskirkju á morg- un, mánudaginn 8. júlí og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Fyrsta minning mín um Jóa er frá því ég var fjögurra ára gamall. Ég hafði fengið smávægilegt gat á haus- inn uppi í Skóginum og Jói hélt mér fanginu og huggaði mig meðan Doddi bróðir okkar hjólaði heim og færði fréttir af því að „heilinn í mér væri að leka úr hausnum“. Hann sussaði á mig, sagði mér að ég ætti ekki að gráta því ég væri svo stór og hraustur. Þó þetta séu trúlega dæmigerð viðbrögð eldri systkina, þá lýsa þau Jóa býsna vel. Hann var einstaklega góður og ljúfur þeim sem voru undir verndarvæng hans en jafnframt mat hann hreysti og stolt mikils í fari fólks. Það eru rúm þrjú ár síðan heim- sótti Jóa bróður minn til Tékklands þar sem hann hafði lifað í vellyst- ingum með fjölskyldu sinni um ára- bil. Þrátt fyrir að við hefðum ekki ver- ið í sambandi lengi, tengdumst við strax góðum vináttuböndum á ný, enda afar líkir að mínu mati. Við höfðum gjarnan sömu skoðanir á mönnum og málefnum og ræddum mikið um helstu áhugamál okkar, s.s. líkamsrækt, næringu, tónlist, forritun, raunvísindi, geimverur, júdó, hlutabréf o.fl. Þrátt fyrir að ég sé orðinn mun stærri og hraustari, get ég ekki stillt mig um að gráta eins og barnið í Skóginum fyrir 23 árum. Jói var fjöl- skyldu sinni stoð og stytta, ekki síst Ásgeiri syni sínum, sem er mikill pabbastrákur. En Ruth er líka sterk og ég veit að hún mun læra að lifa við þennan missi. Við verðum að þakka fyrir að eiga minninguna um þennan góða dreng sem var tekinn frá okkur í blóma lífsins. Þorvaldur Blöndal. Lífið getur verið svo ósköp óút- reiknanlegt. Einn daginn virðist allt vera í lukkunnar velstandi, þann næsta hefur sorgin tekið völdin. Þeg- ar fréttin barst um að hann Jói mág- ur okkar væri látinn var sem stórt ský drægi fyrir sólu á bjartri mið- sumarnóttu. Það var vorið 1988 sem feiminn ungur maður fór að venja komur sín- ar á æskuheimili okkar að hitta litlu systur. Við eldri systurnar höfðum vissar efasemdir um þennan svart- klædda töffara í ermalausa bolnum. Við komust þó fljótt að því að hann va hinn vænsti drengur, dugnaðar- forkur og húmoristi góður. Jói gerði tölvur og tækni að ævistarfi sínu og á því sviði var hann hæfileikaríkur hugvitsmaður. Jói hreif hana Ruth með sér og þau áttu eftir að eiga viðburðarík ár saman. Þau bjuggu erlendis í 7 ár, þar af lengst í Prag í Tékklandi. Þar eignuðust þau marga góða vini sem reyndust þeim vel. Þessi tími var bæði spennandi og ánægjulegur fyr- ir þau en reyndi á sama tíma á sam- heldni og kærleika hvors til annars. Ávöxtur ástar þeirra eru yndislegu börnin tvö, Ásgeir og Ólöf, sem nú hafa misst svo mikið. Við þökkum þér Jói fyrir sam- fylgdina í gegnum árin sem við héld- um að yrðu mun fleiri en raun bar vitni. En minningin um þig lifir. Hví urðu ljúf og lítil blómað lúta þessum skapadóm? Hví varð ei lengra lífsins skeið er leiðin virtist slétt og greið. Menn hafa spurt og spyrja enn þótt spurningu þá leysi ei menn því Guðs er eins að gefa svar og græða djúpu undirnar. Nú falla tár. Þér fagnið þá er finnast vinir himnum á og samvist hefst í sælubyggð þá sorg mun gleymd og dauðans hryggð. Svo krjúpið hljóð við kisturnar og kveðjið þá er blunda þar og flytjið kvöldbæn hægt og hljótt. Af hjarta segið: GÓÐA NÓTT. (Valdemar V. Snævarr.) Elsku Ruth, Ásgeir og Ólöf, megi algóður guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg og halda verndarhendi yfir ykkur. Mágkonurnar Hulda, Anna og Ása. Það er erfiðara en orð fá lýst að setjast niður og skrifa minningar- grein um Jóa mág okkar sem enginn átti von á að missa svo snemma. Við sem eftir stöndum eigum þó dýr- mætar minningar um hann sem munu lifa með okkur. Á þeim tíma sem við urðum hluti af fjölskyldunni bjó Jói ásamt fjöl- skyldu sinni úti í Prag. Fjarlægðin kom í veg fyrir að við gætum hist eins oft og við hefðum kosið, en fyrir vikið var hver stund mikils virði og vel nýtt. Það var því kærkomið fyrir fjölskyldu og vini að fá þau heim fyr- ir rúmu ári eftir langa dvöl erlendis. Við vorum svo heppin að fá tæki- færi til að heimsækja fjölskylduna á meðan hún bjó í Prag og áttum við þar ógleymanlegar stundir saman. Jói og Ruth tóku einstaklega vel á móti okkur, þau létu sér til dæmis ekki muna um að sækja okkur alla leið til Þýskalands og keyra til baka aftur, hýsa okkur og skemmta með- an á dvölinni stóð. Auk þess gleymist það seint að þau munaði ekki um að hýsa stóran hluta júdólandsliðs Ís- lands oftar en einu sinni, elda ofan í mannskapinn og hjálpa til á alla vegu. Þessar móttökur lýsa Jóa og Ruth einstaklega vel. Jói var félagslyndur og hafði gam- an af því að borða góðan mat í góðra vina hópi. Í því sambandi gleymist seint gleði Jóa á bolludaginn og á þorrablóti fjölskyldunnar þar sem allt var í anda Jóa, rausnarlega fram borið. Jói var hlýlegur og áhugasamur um flesta hluti og lét sig varða hvað aðrir fengust við. Hann hafði mikinn persónuleika og ákveðnar skoðanir. Það sem kemur þó fyrst upp í hug- ann þegar Jóa er minnst er glettnin í augum hans og húmorinn sem aldrei var langt undan. Jói dó á sama aldri og Ólöf móðir hans var þegar hún lést frá fjórum ungum drengjum sem þá þurftu að takast á við erfiða tíma. Síðustu ár tengdust þeir bræður, Jói, Doddi, Valdi og Þorri, nánari böndum og þeir nutu þess í ríkum mæli að hitt- ast og vera saman. Það var skemmti- legt fyrir okkur að hlusta á þá rifja upp gamlar sögur úr sveitinni. Þá komst Jói oft á flug því hann sem elsti bróðirinn mundi mörg atvik sem hann gat notað til að skjóta á hina. Það var greinilegt hver var „stóri bróðir“ í hópnum því þeir bræður litu mjög upp til Jóa. Það var yndislegt að heyra umhyggjuna í rödd hans þegar hann talaði við bræður sína. Upp í huga okkar kem- ur kveðja hans, sem var oftar en ekki „hvað segirðu karlinn minn?“ með tilheyrandi faðmlagi. Elsku Ruth, okkur finnst það táknrænt fyrir hin sterku bönd fjöl- skyldu ykkar að sunnudaginn sem Jói deyr, áður en sorgarfréttirnar bárust, sitjum við saman ásamt Ólöfu þegar hún segir uppúr eins manns hljóði: „Við erum fjölskylda, pabbi, ég, mamma og Ásgeir.“ Jói var mikill pabbi og þess fengu börn hans að njóta. Elsku Ásgeir og Ólöf, missir ykkar er mikill. Stundirnar okkar saman verða ekki þær sömu án Jóa, en minningin um nærveru hans lifir með okkur því bræður hans og börn, sem líkjast honum að svo mörgu leyti, minna okkur á hann á hverjum degi. Elsku Ruth, Ásgeir og Ólöf, við er- um með hugann hjá ykkur hverja stund og biðjum þess að góður Guð veiti ykkur styrk á erfiðum stundum, ekki gleyma hversu sterk þið eruð saman. Við erum innilega þakklátar fyrir allar ljúfu stundirnar sem við áttum með Jóa. Minning þín lifir elsku karlinn okkar. Vera og Maren. Nú þegar sumarið er í fullum skrúða þá dregur snögglega ský fyr- ir sólu hjá okkur skólafélögum á Bif- röst sem hófum nám 1985. Ástæðan er skyndilegt brotthvarf eins félaga okkar, Ólafs Jóhannesar Þormóðs- sonar, eða Óla Jóa eins og við köll- uðum hann alltaf. Það eru einungis nokkrar vikur síðan útskriftarhópur- inn hittist til að fagna 15 ára útskrift- arafmæli okkar. Kvöldstundin var skemmtileg og ánægjulegt var að sjá og heyra hvað hópurinn hafði verið að gera síðustu ár. Þegar við kvödd- umst var það fjarri huga okkar að innan tíðar myndum við hittast að nýju og þá til að kveðja félaga okkar hinstu kveðju. Með þessum fátæk- legu orðum langar okkur að minnast Óla Jóa. Haustið 1985 hófum við skóla- systkinin nám við Samvinnuskólann á Bifröst. Nemendur voru á mismun- andi aldri og komu alls staðar af af landinu. Þrátt fyrir að hópurinn samanstæði af ólíkum einstaklingum náðist fljótt góð samstaða og mörg góð og náin vinarsambönd mynduð- ust. Á meðan flestir í hópnum héldu sig við „Duran-Duran“ tísku þessa tíma var einn maður sem skar sig úr frá byrjun sökum klæðaburðar, Óli Jói, en hann var fremur á þunga- rokkslínunni. Óli Jói féll þó snemma inn í hópinn, enda hress og viðræðu- góður en ekki síður sökum þess hversu hjálplegur og velviljaður hann var. Á Bifrastarárunum var tölvu- kennsla að ryðja sér til rúms í fram- haldsskólum landsins. Tölvueign skólans var góð og samanstóð af nokkrum IBM System 36 tölvum en það var það nýjasta á þeim tíma. Við lærðum að forrita og fannst flestum það flókið, leiðinlegt og erfitt. Hinir ágætustu námsmenn voru að fá fall- einkunnir í fyrstu skyndiprófunum, en þar skar Óli Jói sig úr, hann virt- ist nánast hafa einhverja sérgáfu á þessu sviði. Við göntuðumst stund- um með það skólafélagar hans að hans viðhald í skólanum væri IBM System 36, enda eyddi hann ófáum næturstundum í tölvustofunni og oftar en ekki að hjálpa okkur tölvu- skussunum fyrir prófin. Ekki vitum við hvort það var einlægur áhugi hans á tölvum eða einstök hjálpsemi hans sem gerði það að verkum að hann var alltaf tilbúinn til að aðstoða alla þá sem þurftu hjálp við tölvunar- fræðina. Líklega hefur það verið sambland af hvoru tveggja. Óli Jói eyddi ekki miklum tíma við skólabækurnar. Hann eyddi mestum sínum tíma fyrir framan tölvurnar. Hann var reyndar hress og skemmtilegur og var til í að bralla ýmislegt, enda margt skemmtilegt um að vera á heimavistinni. Óli Jói var vel greindur og þrátt fyrir lítinn heimalærdóm í öðrum fögum en tölvufræði gekk honum ágætlega í náminu og stóð sig vel á prófum. Þegar við vorum komin upp á ann- að ár var farið að safna í ferðasjóð til þess að fjármagna fyrirhugaða utan- landsferð sem átti að fara um vorið eftir útskrift. Óli Jói skrifaði „gíró- seðlaforrit“ sem hann náði með að- stoð kennarans að selja til fyrir- tækja. Óli Jói tók ekki annað í mál en að allur hagnaður af sölunni rynni beint í sameiginlegan ferðasjóð nem- enda. Þetta var stærsta einstak- lingsframlag inn í ferðasjóðinn. Á þessum sama tíma var Óli Jói með brotin gleraugu og hafði ekki ráð á að kaupa ný. Tók ferðanefndin upp á því að kaupa ný gleraugu handa Óla Jóa sem þakklætisvott fyrir hið rausnarlega framlag. Eftir útskrift stóðu Óla Jóa til boða nokkur góð störf í hugbúnaðargeiranum og var það m.a. sú athygli sem gíróseðla- forritið vakti og sú staðreynd að 18 ára „ómenntaður“ stráklingur hefði skrifað forritið. Eftir útskriftina frá Bifröst hóf Óli Jói störf hjá Tölvu- bankanum og vann hann þar um nokkurt skeið. Eins og gengur og gerist lágu leiðir skólasystkinanna í ólíkar áttir. Sumir hófu störf eða nám í höfuðborginni, aðrir fluttu út á land og enn aðrir erlendis. Óli Jói bjó nokkur ár erlendis, aðallega í Tékk- landi en hafði nýlega flust heim með fjölskyldu sína þegar hann varð bráðkvaddur. Óli Jói var hjálpsamur, óeigin- gjarn og tillitssamur félagi. Hann var þó um margt dulur og bar ekki sínar sorgir á torg. En eftir tveggja ára nána samveru á heimavistar- skóla þá var það okkur félögum hans ljóst að hann hafði ekki átt jafn far- sæla og áhyggjulausa æsku og mörg okkar hinna. Hann hafði þó unnið vel í sínum málum og var búinn að koma ár sinni vel fyrir borð þegar leiðir okkar skildu. Það var ekki síst sök- um erfiðrar fortíðar og reynslu hans sem það var okkur félögum hans ein- stök ánægja að fylgjast með hversu vel honum gekk bæði í einkalífi og starfi. Það eru ekki nema nokkrar vikur síðan hópurinn hittist og þar mætti Óli Jói ásamt Ruth, konu sinni. Þessi síðasta samverustund okkar með Óla Jóa var okkur mikils virði. Kæra Ruth, Ásgeir, Ólöf og aðrir ættingjar og vinir. Vegur sorgarinn- ar er vissulega langur og strangur en þó hvorki ófær né endalaus. Megi guð styrkja ykkur á þeirri göngu sem framundan er. Við skólasystkini Óla Jóa sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Við kveðj- um góðan dreng með söknuði en þó fyrst og fremst með virðingu og minningum góðum. F.h. Skólafélaga úr Samvinnu- skólanum á Bifröst. Elín Ólafsdóttir, Heiðrún Jónsdóttir. Það er sárt til þess að hugsa að Jói er farinn í eilífðina. Ég kynntist Jóa fyrst þegar við hófum nám í Samvinnuskólanum á Bifröst. Okkur kom strax ágætlega saman, enda svipaðir grallarar á ferðinni. Seinna árið deildum við svo herbergi saman með Stebba félaga okkar. Það er þó óhætt að segja að Jói hafi lítið haldið sig á herberginu, því utan kennslustunda fór allur tím- inn í IBM System 36-tölvuna. Það var hreint ótrúlegt hvaða einkunn- um hann náði miðað við að hann hafði aldrei tíma til að líta í bæk- urnar. Jói hafði mjög gaman af því þegar Jón Sig. skólastjóri gaf honum í eitt skiptið lélega einkunn fyrir próf hjá honum með þeim orðum að ein- kunnin kæmi því ekki við sem var skrifað í prófið, það hefði verið mjög gott, heldur að hann ætti ekki skilið að fá hærri einkunn miðað við þann tíma sem hann eyddi í lærdóm. Svo þegar S36-vélin hrundi lá við að Jói væri kallaður úr tímum til að hjálpa til við að koma henni af stað aftur. Það leið ekki langur tími þar til hann var búinn að komast yfir skrá með öllum aðgangsorðum, m.a. masters- aðgangsorðinu og búinn að taka yfir stjórnina á tölvukerfinu. Viðskipta- vitið vantaði ekki, þar sem á seinna árinu forritaði hann kerfi sem hann svo seldi í mörg kaupfélög. Eftir að við útskrifuðumst af Bifröst fórum við í mjög skemmtilega útskriftar- ferð og eins og við vorum að rifja upp nú fyrir stuttu, eigum við til myndir hvor af öðrum við að vökva einhverj- ar merkilegar styttur í London á mjög eftirminnilegan hátt. Jói var kominn með vinnu áður en skólanum lauk, hjá Tölvubankanum. Þar vann hann við kreditkorta-tölvukerfi, en hann var svo ráðinn til Kreditkorta hf. Þetta kerfi var svo selt til útlanda til einhverra banka og honum var boðið að fylgja því eftir þar. Vel- gengni í vinnu leiddi hann áfram í verkefni til Prag, þar sem Jói átti eftir að gera mjög góða hluti fyrir einn stærsta banka í Austur-Evrópu. Fljótlega eftir að Jói fór að vinna í Tölvubankanum keypti hann sér eld- rauðan Ford Escort XR3i, með spoi- ler og svuntu. Við fórum í ófáar ferð- ir á honum og var hann mesti töffarinn á rúntinum. Ég veit ekki hver saga Ruthar er, en Jói sagði að hún hafi fallið fyrir honum vegna bílsins. Þá var það leikurinn að flauta á eftir sætu stelpunum á rúntinum, en svo var brunað í burtu ef þær litu við... Ruth var held ég fyrsta stelpan sem Jói talaði við sem hann hafði flautað á eftir. Jói var mjög vinnusamur og var strax á ágætislaunum í fyrstu vinnunni, sem er ekki frásögur fær- andi, nema það að hann var alltaf með allan peninginn í reiðufé, í fimm þúsund kr. seðlum. Svo þegar leið á mánuðinn fækkaði í seðlabúntinu þar til peningurinn var búinn. Eftir það sást lítið til hans, en þá vann hann á fullu fram að mánaðamótum. Jóa var alltaf illa við að skulda og eyddi bara því sem hann átti, náði svo að skrimta fram að næstu út- borgun. Eftir að Jói stofnaði fjölskyldu sína og ég fór utan í nám minnkaði sambandið hjá okkur. Þau komu í nokkur skipti að heimsækja okkur í Lúxemborg. Það voru skemmtilegir tímar þegar hann kom með fjöl- skyldunni í heimsókn og það var ekki fyrr en þá sem fjölskyldur okkar kynntust. Þegar Jói og Ruth fluttu heim í fyrra, keyptu þau sér hús í nágrenni við mig í Smáranum. Við höfum und- anfarið verið í miklu sambandi og náð að endurnýja kynnin ágætlega. Þessir undanförnu mánuðir eru nú ennþá dýrmætari í minningunni og er ég þakklátur fyrir að hafa náð þessum tíma með honum. Á þessari hinstu kveðjustund er það mikil huggun að eiga góðar minningar um frábæran félaga og vin. Hann skilur eftir sig tvo ávexti lífsins, sem hann mun áfram lifa í. Þau Ásgeir og Ólöf eru besta sönnun þess hvaða gæðamaður var á ferð- inni. Kæri vinur, ég þakka þér fyrir samfylgdina og megi þér vegna vel á nýjum slóðum. Elsku Ruth, Ásgeir og Ólöf, við vottum ykkur mína dýpstu samúð. Megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Jóhannes Ingi Kolbeinsson og fjölskylda. Ég kynntist Óla Jóa í Kleppjárns- reykjaskóla þegar ég var 13 ára, þangað þurfti ég að sækja 7. og 8. bekk, en allan grunnskóla þar áður sótti ég á Hvanneyri, þar sem ég ólst upp. Óli Jói hafði verið á Kleppjárns- reykjum í grunnskóla að ég held og bjó ekki langt frá í Bæjarsveit. Við vorum ekki neinir sérstakir vinir þar en vissum hvor af öðrum, hann var einu ári eldri og á þeim árum skipti aldursmunurinn miklu máli. Hins- vegar vissi ég að Óli Jói var töluverð- ÓLAFUR JÓHANNES ÞORMÓÐSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.