Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 35 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Kransar - krossar Kistuskeytingar • Samúðarvendir Heimsendingarþjónusta Eldriborgara afsláttur Opið sun.-mið. til kl. 21 fim.-lau. til kl. 22 Minningarkort Styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l Þ ó rh 1 2 7 0 6 2 ur spekingur og einnig grallari og hann komst nærri því að kveikja í sér þegar hann var að fikta við heima- tilbúin sprengiefni. Leiðir okkar lágu svo saman á ný í Reykholtskóla þar sem ég fór í 9. bekk, lokaár í skyldu, en Reykholt var héraðsskól- inn okkar og Óli Jói hafði ákveðið að fara í framhaldsdeildina þar eftir 9. bekk. Reykholtsskóli hafði á árum áður verið mikilsmetinn héraðsskóli undir forystu Vilhjálms þrístökkvara, föð- ur Einars Vilhjálmssonar spjótkast- ara, og rómaður fyrir mikla íþrótta- starfsemi. Þegar ég kom þangað hafði skólinn sokkið niður í tóma meðalmennsku undir þáverandi stjórn og nemendur voru mestmegn- is vandræðaunglingar frá Vestfjörð- um og Suðurnesjum plús við sveita- fólkið sem vorum circa 15% af nemendafjöldanum. Í Reykholti hélt ég sambandi við töluvert af Kleppjárnsreykjanem- endum en hafði lítið af Óla Jóa að segja. Snorri, bróðir Sigrúnar eig- inkonu Jóns Sigurðssonar skóla- stjóra á Bifröst, hafði milligöngu um að Óli Jói kæmist inn í Bifröst en Snorri hafði séð að Óli Jói var bráð- greindur strákur. Þetta var mikið gæfuspor fyrir Óla Jóa, því ég held að hann hafi verið á óvissri braut í Reykholti. Þegar Óli Jói vissi að ég var á leið í Bifröst einnig, sem var reyndar að frumkvæði föður míns, spurði hann mig hvort ég vildi vera með honum í herbergi á Bifröst og ég játti því. Eftir að við komum á Bifröst þá tók Óli Jói brátt ástfóstri við IBM system 36 tölvurnar í tölvuherberg- inu á neðstu hæð og var það með ólíkindum að hann eyddi heilu nótt- unum þar niðri. Á vorönn var hann orðinn sérfræðingur í RPG2 tölvu- málinu sem notað var á tölvurnar og var farinn að kenna samnemendum í tölvufræði. Eftir að við útskrifuðumst frá Bif- röst þá heyrði ég lítið af Óla Jóa, nema það að ég vissi að hann gerði það gott í tölvugeiranum og var far- inn að vinna fyrir Visa að mig minnir í Tékkóslóvakíu. Það sem ég kynnt- ist af Óla Jóa var að hann var bráð- greindur strákur, með gullhjarta og ég veit að veran á Bifröst var meg- invaldur í því að hann náði þeim ár- angri sem varð. Eftir Bifröst héldum við ekki sam- bandi og ég varð af þeirri ánægju að hitta konu hans Rut og börn hans. Ég samhryggist Rut og börnum þeirra innilega, á tvö ung börn sjálf- ur og get að einhverju leyti sett mig í þeirra spor og vona að þau komist í gegnum þessa raun sem farsælast. Ég held að fráfall Óla Jóa sé áminn- ing til okkrar allra hvað lífið er hverfult og hver stund á þessari jörð er dýrmæt. Jón Magnússon. Besti vinur minn er dáinn. Á morgni sem þessum erum við vanir að vera í vinnunni drekkandi kaffi, glamrandi á lyklaborðið, vinnandi við hugverkin okkar. Ég hef alltaf litið upp til Jóa jafn- vel áður en ég talaði við hann í fyrsta sinn. Við unnum á sama vinnustað. Hann var þá að vinna við forritun en ég var óbreyttur liðsmaður sem leit upp til þessa mikilvæga manns. Ég man mjög glöggt þegar ég talaði við hann fyrst. Það var áhugi okkar beggja á hljómsveitinni U2 sem braut ísinn. Þegar ég talaði við hann í þetta sinn hefði mér aldrei dottið í hug að ég ætti seinna eftir að njóta þeirra forréttinda að teljast til vina hans og fjölskyldunnar hans. Stuttu eftir að ég útskrifaðist úr skóla sem kerfisfræðingur bauðst mér vinna við hugbúnaðarfyrirtæki í Prag, fyrirtæki sem Jói stofnaði og átti hlut í. Ég var grænjaxl í þessum geira en þegar forritun var annars- vegar var alltaf hægt að fletta upp í Jóa. Hann var snillingur í forritun, vann hratt og var ávallt í stóru hlut- verki í þeim verkefnum sem hann var þátttakandi í. Á þessum tíma sem við fjölskyld- an vorum í Prag mynduðum við Helga konan, mín vináttusamband við Jóa og Ruth sem við metum mjög mikils. Eftir að við fluttumst aftur heim til Íslands hafði Jói samband við mig og fékk mig í verkefni til Tékklands. Í þetta sinn var fjölskyldan mín ekki með í för og ég fékk gistingu hjá Jóa og Ruth. Ég gerðist þar heimalning- ur og naut gestrisni fjölskyldunnar. Jói og Ruth áttu mjög fallegt og gott heimili í Prag. Þegar ég hugsa til þessa tíma þá minnist ég alltaf Jóa í húsbóndastólnum, með Ólöfu dóttur sína í fanginu. Ég minnist þess líka hve duglegur hann var að fræða Ás- geir son sinn um heima og geima, en í hans augum voru geimurinn og vís- indi af öllu tagi heillandi fyrirbæri. Jói talaði oft við mig um hæfileika Ásgeirs til náms. Hann var stoltur af syni sínum. Jói bar mikla virðingu fyrir góðri menntun og augljóst að hann vildi allt til þess vinna að börn- in hans fengju tækifæri til þess að njóta góðrar menntunar. Jói mat fjölskylduna mikils og ég man það á meðan við unnum saman í Prag hversu duglegur hann var að hafa samband við fjölskylduna, hvort sem það voru Ruth og börnin eða fólkið hans heima í Borgarfirði. Það var skemmtilegt að upplifa þann tíma þegar hann og bræður hans fóru að hafa meira samband sín á milli. Jói var afskaplega stoltur af bræðrum sínum og talaði mikið um þá. Ég man sérstaklega eftir því þegar Valdi bróðir hans og félagar komu í júdóferðalag til Tékklands. Jói beið heimsóknarinnar með eft- irvæntingu og talaði lengi um hana á eftir. Hann hafði mjög gaman af því að fá þessi hreystimenni í heimsókn. Þó svo að við félagarnir höfum átt saman margar góðar stundir þá er ekki hægt annað en að minnast U2- ferðalagsins sem við Jói fórum í til Írlands á síðastliðnu ári. Þvílík ferð. Jói fékk lánaða íbúð hjá vinafólki sínu í Dublin. Það sem stendur upp úr eru að sjálfsögðu tónleikarnir. Við mjökuðum okkur mjög framarlega, fram fyrir tugþúsundir tónleika- gesta. Þar var mittishár veggur og beljakar fyrir aftan sem pössuðu að fólk færi ekki lengra. Fyrir innan þennan vegg var svæðið í kringum sviðið þar sem örfáum hundruðum manns var hleypt inn. Jói spjallaði við beljakana og reddaði málum þannig við vorum dregnir yfir vegg- inn og hleypt inn á svæðið næst svið- inu. Við hlógum mikið að því að jakinn sem dró Jóa yfir vegginn sagði við hann „You’re a heavy bastard aren’t you!“ Þvílík stund. Við vorum eins og smákrakkar, hoppandi af gleði. Við stóðum við sviðið á tónleikunum, horfðum og hlustuðum á U2 beint í æð, Bono og Edge að rokka í tveggja metra fjarlægð. Við vorum sammála því að við ættum aldrei eftir að toppa þetta. Mig langar einnig til að minnast ferðarinnar sem við hjónin fórum með Jóa og Ruth til Santorini á Grikklandi vegna giftingar vinafólks okkar síðastliðið haust. Við Jói gerð- um ferðaáætlanir og skipulögðum ferðina með því að nota Netið. Það var ekki laust við að það væri svolítið stress hjá mínum manni hvort við fengjum miðana, að áætlanir flug- félaga myndu standast, að gistingin myndi ekki klikka. Jói vildi alltaf hafa allt klappað og klárt, allt á sín- um stað, röð og regla, engin óvissa. Skipulagið hjá okkur gekk upp og við áttum saman góðar stundir sem munu lengi lifa í minningunni. Minningarnar eru margar. Ég átti traustan vin í Jóa. Hann var iðulega reiðubúinn ef til hans var leitað. Við Helga og börnin okkar vottum Ruth, Ásgeiri, Ólöfu, fjölskyldu og vinum innilega samúð okkar. Við munum sjást aftur elsku vin- ur. Gunnar Már Gunnarsson. Okkur samstarfsfélaga Jóa langar með nokkrum orðum að kveðja góð- an félaga og vin sem í blóma lífsins hverfur á braut. Þegar okkur barst sú fregn að Jói væri látinn var sem dimmdi yfir og þokan og drunginn sem einkenndi þennan mánudagsmorgunn færðist yfir okkur. Spurningarnar sem vakna þegar ungur og fjörugur ein- staklingur hverfur snögglega á braut, hlaðast upp en sem fyrr fást engin svör. Þegar Jói kom til starfa hjá Medi- an fyrir rúmlega ári síðan, sannaðist það, sem til hans þekktu, að þar fór mikill fagmaður með áralanga reynslu í hugbúnaðargerð bæði inn- anlands og erlendis. Sú víðsýni og reynsla sem hann bjó yfir var okkur mjög dýrmæt og gerði okkur kleift að takast á við krefjandi og spenn- andi verkefni. Jói lét ekki sitt eftir liggja þegar á þurfti að halda og var alltaf reiðubúinn þegar til hans var leitað. Taktfastur ásláttur hans á lykla- borðið sýndi og sannaði að þar fór kraftmikill og atorkusamur maður sem vann hratt og fumlaust. Það fór aldrei framhjá neinum þegar Jói var að störfum. Hann var ákveðinn og stefnufast- ur og fylgdi eigin sannfæringu og kom ætíð sínu fram með einlægni og rökfestu. Það verkefni að hætta ára- tuga reykingum var engin hindrun þegar ákvörðunin lá fyrir. Þar sýndi sig stefnufesta hans og ákveðni. Við munum halda á lofti minning- unni um Jóa og þá gleði og atorku sem einkenndi hann. Allsstaðar þar sem hann kom, lifir minning um góð- an dreng sem með glaðværð og gam- ansemi féll fljótt inn í hópinn og setti mikinn svip á daglegt líf okkar allra sem unnu með honum. Elsku Ruth, Ásgeir og Ólöf, við vottum ykkur og öllum þeim sem um sárt eiga að binda, okkar dýpstu samúð og megi Guð gefa ykkur allan þann styrk sem nauðsynlegur er til að takast á við sorgina. Vinnufélagar hjá Median hf. Það voru slæmar fréttir að heyra um sviplegt fráfall Jóa sem var einn af okkar bestu vinum. Hvað maður var rækilega minntur á það hversu mikið líf okkar getur breyst í einni andrá. Okkur langar til að kveðja Jóa með nokkrum fátæklegum orðum. Við vorum búin að þekkja Jóa í langan tíma og var hans fjölskylda stór hluti af okkar tilveru, enda voru þær ófáar útilegurnar og fríin sem við fórum í saman. Þær voru margar og góðar stundirnar sem við áttum með Jóa enda var hann drengur góð- ur sem gott var að eiga sem vin og alltaf var hann reiðubúinn að hjálpa þegar eitthvað bjátaði á. Það er okkur sérlega minnisstætt þegar hann hafði fyrir okkur í hand- farangri sínum frá Prag til Íslands risastóra styttu af búddamunki. Þessi stytta hefur síðan með réttu borið hans nafn. Jói var búinn að upplifa margt á sinni ævi, en móðir hans lést þegar hann var ungur drengur og ólst hann upp hjá ömmu sinni og afa sem bæði létust á síðasta ári og reyndist það Jóa þungbært. Jói og hans fjölskylda höfðu búið erlendis í mörg ár. Við vorum ákaflega ánægð þegar þau ákváðu að flytja heim til Íslands síð- asta haust enda er gott að hafa þá sem manni þykir vænt um nálægt sér. Við vottum Ruth, Ásgeiri og Ólöfu okkar innilegustu samúð og megi góður Guð styrkja þau í þessari miklu sorg. Megi minningin um góðan dreng lifa. Magnús, Olga og Ólafur Bæring. Sumir gætu haldið að ég taki of stórt upp í mig, þegar ég skipa Gísla Jónssyni á bekk með snillingum andans á borð við norðanmennina Davíð Stefánsson, Matthías Jochumsson og Jón Sveinsson (Nonna), en ég veit að þeir sem þekktu og umgeng- ust Gísla efast ekki um að ég fer með rétt mál. Hann var afburða- maður að vitsmunum, fróðleik og færni til ritstarfa. Ár var alda, það er ekki var, var-a sandur né sær né svalar unnir, jörð fannst æra né upphiminn, gap var ginnunga en gras hvergi. – (Úr Völuspá.) Gísli, nú ert þú í góðum fé- lagsskap, getur rætt um Gullna hlið- ið, þjóðsönginn, Á Skipalóni og frjóa háttu íslenskrar tungu. Hallgrímur Pétursson var í mikl- um metum hjá Gísla, enda einn mesti kunnáttumaður í og leikn- astur með íslenska tungu fyrr og síðar. Ég læt eitt erindi úr Heilræða- vísum hans fylgja þessari grein, það lýsir Gísla vel, hann hafði allt inni- hald þess til að bera. Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu geymdu þína. Við engan styggur né í orðum hryggur, athuga ræðu mína. Ég orti ljóð til Gísla, sem hefst svona: „Þú ert mér, sem ekta afi,“ já þetta lýsir best hve sterkar taugar ég hafði til Gísla. Gakktu á guðs vegum, gakk mót vanda tregum, gakk fram með vilja í verki, það veit Guð, þú ert sá sterki. GÍSLI JÓNSSON ✝ Gísli Jónssonfæddist á Hofi í Svarfaðardal 14. september 1925. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. nóvem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 7. desember. Gakk ei í hjarta hryggur, gakk hughraustur trúr og tryggur, gakk og ger skyldu þína, Guð hann blessar sína. Gakk í grænan lund, gakk á Drottins fund, gakk og gef af þér, Guðs ávöxt það ber. (K.M.F.) Orð Ara fróða: „Hvað sem missagt er í fræðum þessum, þá ber að hafa það sem sannara reynist“, voru leiðarljós í ritstarfi Gísla. „Tiedän että kanssani ystävani, mestari ja marilmanmies.“ (finnska). Ísl. þýðing: Ég veit að þú ert með mér vinur minn, meistari og heimsmaður. Ég skrifa þessa setningu á finnsku í þakklætisskyni fyrir góð orð Gísla um mig og finnskukunn- áttu mína. Latína var þér mjög hugleikin, þótt íslenska tungan væri þitt aðalsmerki sem fræðimanns. Ég skrifa eina setningu á latínu, einnig til að þakka Gísla og í virðingar- skyni við minningu hans. „Vale, mi amici et magister linguae Is- landicae et spiritique!“ Ísl. þýðing: Vertu sæll, vinur minn, meistari íslenskr- ar tungu að viðbættum anda. Höfundur greinarinnar vill þakka innilega eftirlifandi eiginkonu Gísla, Önnu Björgu Björnsdóttur, fyrir alla ljúfmennskuna og hjálp sem hún hefur sýnt og þau hjónin meðan Gísli lifði. Börnum Gísla sendi ég sérstakar kveðjur. Ég veit að pabbi ykkar stýrði penna mínum að einhverju leiti við samningu þessarar greinar. Guð blessi ykkur öll! Dýrð, vald virðing og vegsemd hæst, viska, makt, speki og lofgjörð stærst sé þér, ó, Jesú, herra hár, og heiður klár. Amen, amen um eilíf ár. (50. Passíusálmur, 18.) Gísli, minning þín lifir! Kristján Marínó Falsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.