Morgunblaðið - 07.07.2002, Page 10

Morgunblaðið - 07.07.2002, Page 10
10 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í NÝJU merki Fjölmenningar-setursins á Vestfjörðum end-urspeglast í senn náungakær-leikur og ein af helstuáherslunum í starfseminni, þ.e. að stuðla að því að fleiri en Vest- firðingar einir njóti þjónustunnar. Með aðstoð nýjustu tækni hefur Fjölmenningarsetrið ekki aðeins hleypt af stokkunum heimasíðum með helstu upplýsingum um íslenskt samfélag á nokkrum erlendum tungumálum. Fjölmenningarsetrið heldur úti upplýsingasíma og frétt- um á textavarpi Ríkissjónvarpsins á pólsku og serbnesku/króatísku. Rætur í Þjóðahátíð Listinn yfir verkefni Fjölmenn- ingarsetursins er reyndar mun lengri. Framkvæmdastjórinn, Elsa Arnardóttir, hefur svo sannarlega látið hendur standa fram úr ermum frá því hún tók við starfinu fyrir um ári. Elsa lætur sér sjálf nægja að brosa út í annað þegar tæpt er á því að viðurnefnið „kraftaverkakonan“ hafi verið tengt nafni hennar á förn- um vegi í bænum. Hún byrjar á því að rifja upp aðdragandann að því að starfseminni var formlega ýtt úr vör af Páli Péturssyni félagsmálaráð- herra hinn 30. júlí í fyrra. „Fyrsti vísirinn að Fjölmenning- arsetri fólst í því að farið var að halda svokallaða Þjóðahátíð á Vestfjörðum fyrir nokkrum árum,“ segir hún og útskýrir að í Þjóðahátíð felist kynn- ing á fæðingarlöndum fólks á Vest- fjörðum, m.a. í tengslum við mat og hvers konar menningu. Þjóðahátíðin hefur þróast og náð að festa sig í sessi á Vestfjörðum og verður fimmta hátíðin haldin á Tálknafirði í september. „Góðar undirtektir við Þjóðahátíðinni urðu til þess að áhugahópur um menningarlega fjöl- breytni á Vestfjörðum fór að þrýsta á stjórnvöld að koma á fót þjónustu fyrir fólk af erlendum uppruna á Vestfjörðum. Þingmenn Vestfjarða tóku vel í hugmyndina og úr varð að flutt var frumvarp um nýbúamiðstöð á Vestfjörðum á Alþingi árið 2000. Frumvarpið felur í sér að félags- málaráðherra hafi veg og vanda af framkvæmdinni og um þriggja ára tilraunaverkefni með 7,5 milljóna króna árlegu fjárframlagi frá ríkinu sé að ræða.“ Hvaða rök voru talin fyrir því að koma Fjölmenningarsetrinu á fót? „Ég veit ekki hvort allir gera sér grein fyrir því að um 10% íbúa á Vestfjörðum eru af erlendu bergi brotnir. Flestir koma hingað til að vinna og margir ílendast á svæðinu. Ekki má heldur gleyma þátttöku Ísafjarðarbæjar í móttöku flótta- manna. Smám saman hefur því myndast þörf fyrir að tryggja að fólk af erlendum uppruna þekki réttindi sín og skyldur í samfélaginu fyrir ut- an aðstoð við að greiða úr samskipt- um fólks almennt.“ Ný tækni til hjálpar „Ég hef sjálf verið töluvert upp- tekin af því að fólk geti leitað sér að- stoðar á sínum eigin forsendum,“ ljóstrar Elsa upp hugsi. „Fólk er ekki alltaf tilbúið eða hefur tækifæri til að mæta á einhverja skrifstofu. Það er betra að fólk ráði ferðinni sjálft, geti lesið sér til eða hringt án þess að þurfa að gefa upp nafn frekar en það vill og þannig getur fólk ráðið sjálft ferðinni.“ Elsa segir að ný tækni auðveldi samskipti við dreifða hópa eins og fólk af erlendu bergi brotið á Íslandi. „Ég hef biðlað til Vinnumálastofunar um að skoða hvort hægt sé að tryggja að allir erlendir starfsmenn með tímabundið atvinnuleyfi hafi sitt eigið netfang. Ef af því yrði fyndist mér eðlilegt að næsta skrefið væri að fara í samstarf við fyrirtæki til að tryggja að allir erlendir starfsmenn hefðu netfang, aðgang að tölvum og gætu nýtt sér kosti netsins. Tölvu- tenging af þessu tagi væri nefnilega frábær grundvöllur bæði til að miðla upplýsingum og taka við fyrirspurn- um um ýmis réttindamál útlendinga á Íslandi.“ Önnur afleiðing af því væri hvatn- ing til útlendinga til að sækja sér sjálfir upplýsingar á netinu. „Ég get nefnt að á heimasíðu okkar er hægt að leita ýmissa gagnlegra upplýsinga um íslenskt samfélag á íslensku, ensku, pólsku, tælensku og serb- nesku/króatísku. Heimasíðan er reyndar enn í vinnslu svo ekki er við því að búast að hún veiti svör við öll- um spurningum,“ segir Elsa og bendir á ef svörin sé ekki að finna á heimsíðunni sé tilvalið að nýta síma- þjónustu Fjölmenningarsetursins. „Fjölmenningarsetrið er nýfarið að bjóða upp á upplýsingaþjónustu í Auður fjölmenningar nýtist samfélaginu Fjölmenningarsetur á Vestfjörðum þjónar ekki aðeins fólki af er- lendum uppruna á Vest- fjörðum heldur landinu öllu. Anna G. Ólafs- dóttir brá sér vestur til að kynnast því hvers konar grettistaki hefur verið lyft í málaflokkn- um undir styrkri stjórn framkvæmdastjórans, Elsu Arnardóttur. Morgunblaðið/Arnaldur Elsa Arnardóttir: „Mér finnst algjört forgangsatriði að tryggja að börnin upplifi ekki togstreitu á milli tveggja menningarheima.“ vel held ég að litlu máli skipti hvar maður býr. Í Afríku, á Græn- landi – alls staðar líður manni jafn vel.“ Barbara segir mest um vert fyr- ir útlendinga að læra tungumálið til að aðlagast samfélaginu. „Ég hef reynt að hafa augu og eyru opin,“ segir hún um sjálfa sig. „Fyrst eftir að ég kynntist mann- inum mínum töluðum við aðallega saman á ensku. Eftir að dóttir mín kom frá Póllandi var orðið alltof flókið að tala allt að þrjú tungu- mál á heimilinu. Við ákváðum því að fara að tala saman á íslensku. BARBARA Gunnlaugsson erpólsk og kom til Ísafjarðará afmælisdaginn sinn 27.september árið 1994 til að vinna í fiski í eitt ár. Núna á hún íslenskan mann, er tveggja barna móðir, sjálfstæður atvinnurekandi og starfsmaður Fjölmenningarset- ursins á Vestfjörðum í hlutastarfi. Barbara getur ekki varist brosi þegar hún er beðin að rifja upp hvernig hafi verið að koma til Ís- lands. „Áður en ég kom hingað hafði ég ímyndað mér að á Íslandi væri ekkert nema ís og snjór. Eft- ir að ég kom til Ísafjarðar kynnt- ist ég allt annarri mynd af Íslandi. Ég byrjaði að vinna í fiski og kunni strax vel við mig á Ísafirði. Eftir að ég kynntist manninum mínum hálfu ári síðar var heldur ekki aftur snúið. Um vorið sótti ég fimm ára dóttur mína frá Póllandi og hef búið hérna síðan.“ Barbara dregur við sig að svara því hverjar séu neikvæðu hlið- arnar á því að búa á Íslandi. „Fyrst eftir að ég kom til Ísa- fjarðar fannst mér erfitt að venj- ast myrkrinu. Núna finn ég ekki eins mikið fyrir því nema yfir há- veturinn. Ef manni líður sjálfum Allt annað líf að fá upplýsingar á pólsku Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir Barbara Gunnlaugsson: „Eftir að ég kynntist manninum mínum hálfu ári síðar var heldur ekki aftur snúið.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.