Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 45 DAGBÓK Fimm daga námskeið í blómaskreytingum frá kl. 9-17, dagana 22.-26. júlí. Kenndir eru mismunandi blómvendir, brúðarvendir, skreytingar, kransar og annað eftir óskum. Skráning í síma 555 3932 - Uppl. í síma 897 1876. Blómaskreytinganámskeið VR styrkurUffe Balslev HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað Saga Film hf. og Flugleiðir af bótakröfu Rúriks Haraldssonar leikara vegna lest- urs þess síðastnefnda í auglýs- ingu sem Saga Film gerði fyrir Flugleiðir. Verulegur ágreiningur var um málsatvik. Rúrik hélt því fram að hann hefði verið staddur í húsa- kynnum Saga Film í öðrum er- indagjörðum þegar hann var beð- inn að lesa inn brot úr Hávamálum á ensku og verið sagt að um prufulestur væri að ræða. Upplesturinn hefði síðan verið notaður í heimildarleysi í auglýs- ingum Flugleiða. Byggði hann m.a. á því að hann hefði ekki gefið út reikning fyrir lesturinn, eins og venja var til, og hvorki hefði verið samið um notkun hans né greiðslu fyrir. Krafðist hann 500.000 króna í fébætur og 250.000 króna í miskabætur. Framleiðanda, markaðsstjóra og hljóðmanni hjá Saga Film bar á hinn bóginn öllum saman um að Rúrik hefði verið sérstaklega boðaður til upplestursins á laug- ardegi. Í niðurstöðu dómsins segir m.a. að þar sem minni Rúriks um til- drög upptökunnar væri óljóst en framburður þremenninganna staðfastur og trúverðugur yrði að leggja hann til grundvallar þess að Rúrik var fenginn til að lesa inn á hina umdeildu auglýsingu. Þá hafi hann ekki getað sýnt fram á að sér bæri að fá hærri greiðslu fyrir auglýsinguna en aðrar sem hann vann við fyrir Saga Film, líkt og Rúrik hélt fram. Sigríður Ólafsdóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn. Sigur- björn Magnússon hrl. flutti málið fyrir Rúrik en Eyvindur Sólnes hdl. var til varnar fyrir Saga Film og Flugleiðir. Saga Film og Flugleiðir sýknuð af kröfum leikara Landafundasýningin sem opnuð var árið 2000 og hefur nú verið framlengd. Í undirbúningi er svo skáksýn- ing í minningu „einvígis aldarinn- ar“ og verður hún opnuð um miðj- an þennan mánuð. Ágæt aðsókn hefur verið að sýningum og komu t.d. rúmlega 500 manns í Þjóðmenningarhúsið 17. júní. Aðgangur er ókeypis á sunnudögum. Þrjár sýningar eru nú í gangi í Þjóðmenningarhúsinu. Fyrst ber að nefna sýningu Þjóðminjasafns á ljósmyndum úr svonefndum Fox-leiðangri sem eru með elstu myndum sem teknar voru á Ís- landi, Grænlandi og í Færeyjum. Einnig er þar að finna sýningu á vegum Landsbókasafns á bók- menntum Vestur-Íslendinga, en sambærilegt yfirlit hefur ekki gef- ist áður hér á landi og loks er svo Sýningarnar í Þjóðmenning- arhúsinu vel sóttar STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Afmælisbarn dagsins lætur umhverfið mjög til sín taka, það býr yfir þokka sem laðar fólk til sín. Líf þess er frem- ur fastmótað og það lætur kylfu sjaldnast ráða kasti. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Upptendrun hugans í dag mun gera að verkum að þér mun fljótt leiðast allt hefð- bundið og þeir sem vilja ekki brjótast úr viðjum vanans. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þörf þín fyrir uppbyggjandi samræður um lífið og til- veruna fær þig til að leita að fólki í dag sem hefur eitthvað til brunns að bera. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Allt sem þú fæst við í dag verður spennandi, þess vegna mun þér ekki falla verk úr hendi enda rekur forvitnin þig áfram. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Kannski kemstu að orsökum gamalla vandamála, sann- leika sem hingað til hefur verið á huldu. Þú munt finna svör við flóknustu spurning- um. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú dregst að óvenjulegu fólki í dag, einhverra hluta vegna, og þrátt fyrir meðfædda íhaldssemi vegsamar þú þá sem ekki eru steyptir í sama mót og við flest. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú verður hissa á því hvað þér mun reynast auðvelt að hafa áhrif á einhvern mikil- vægan í dag. Úrræði þín við vandamálum vekja eftirtekt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Taktu þér eitthvað nýtt fyrir hendur í dag, til dæmis stjörnufræði, einhver vísindi, stærðfræði, tölvunám eða lærðu að fljúga. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Lausnir sem hingað til hafa reynst ófinnanlegar blasa við þér í dag, rétt eins og þær hafi verið töfraðar fram. Víð- sýni þín og innsæi í dag er ótrúlega mikil. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Umburðarlyndi er orð dags- ins, þú munt sýna meira af henni en alla jafna og sætta þig betur við skoðanir og af- stöðu annarra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Eitthvað mun koma þér skemmtilega á óvart á vinnu- staðnum, til dæmist nýjar vinnuaðferðir sem falla munu þér mjög í geð. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hugmyndirnar springa nán- ast út úr höfði þínu í dag, þú verður líflegri og áhugasam- ari um lífið og tilveruna en margt lengi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Óvænt uppákoma mun raska heimilisstörfunum í dag og beri óvænta gesti að garði verður glatt á hjalla. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 7. júlí, er áttræður Bjarni Jónsson húsasmíðameistari, Aðal- götu 1, Keflavík. Hann og eiginkona hans, Ásta Árna- dóttir, verða að heiman á afmælisdaginn. 60 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 7. júlí, er sextugur Leif Halldórs- son, útgerðarmaður, Hjöll- um 11, Patreksfirði. Hann og eiginkona hans, Ída Bergmann, eru stödd í þýsku Ölpunum á afmælis- daginn. 40 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 7. júlí, er fertugur Páll Kristinn Hólm Helgason, viðskipta- fræðingur og tónlistar- frömuður, Dalhúsum 47, Reykjavík. Vegna annríkis í dag mun Páll taka á móti vinum og fjölskyldu á heim- ili sínu nk. laugardag kl. 20. MÉR virðist svo af ýmsu, sem ég hef bæði heyrt menn segja og skrifa, að so. að tyrfa sé að hverfa úr máli margra – einkum yngra fólks – og so. að þökuleggja að koma í hennar stað. Ég man vel eftir því, að ég heyrði í fyrsta skipti fyrir nokkr- um árum unga stúlku tala um að þökuleggja blett, þ.e. leggja þökur á hann. Segja má, að þetta sé ekki með öllu rangt mál, sbr. að helluleggja (stétt), þ.e. leggja steyptar hellur á hana. Vafalaust má finna fleiri hliðstæð dæmi í máli okkar. Engu að síður er óþarfi að láta gamalt og gott orð hverfa úr máli okkar, og þar á ég við so. að tyrfa. Það er haft um að leggja torfur á, þekja með torfi: t[yrfa] hey, flag, eins og segir í OM (1983). Þaka, ft. þökur, merkir einmitt þunna (ferhyrnda) grastorfu, „til að þekja með graslausan blett“, eins og stendur í OM, en einnig torf og af því er so. að tyrfa dregin. Menn tala um að tyrfa blett með þök- um og því orðalagi er ég vanur. Þess vegna hnaut ég um fyrirsögn í blaði fyrir nokkrum árum, þar sem stóð: Austurstræti þökulagt? Að mig minnir var síðan í greininni talað um listamann, sem lagði það til, að strætið yrði að einhverjum hluta lagt þökum, þ.e. tyrft, svo að gras kæmi í stað steypu inn á milli. Mörgum finnst líka, að fullmikið sé gert að því að fækka grasblett- um innan borgarmark- anna. – Í OH eru mörg dæmi um so. að tyrfa, allt frá 17. öld og vafalítið er hún eldri en það. Frá 19. öld er þetta dæmi úr rit- gerð: „þegar jeg Š fór að tyrfa yfir [þ.e. flagið], varð jeg opt að leita að hent- ugum þökum á þenna eða hinn stað í flaginu.“ Þá þekktist ekki so. að þöku- leggja, enda eru engin dæmi um hana í seðlasafn OH. Ég legg því til, að menn noti so. að tyrfa í þessu sambandi, svo sem gert hefur verið um aldir. – J.A.J. ORÐABÓKIN Tyrfa – þökuleggja LJÓÐABROT Erfiljóð Hér blundar mey í móðurskauti, svarðarmeni sveipuð; hennar við leiði laukar grænir sínum aldri una. – – – Þar hún dvelst, unz þýðrar sunnu geislar gylla leiði og sætrómaðir svanna boða fuglar fagurt vor. Hallgrímur Scheving. ÍSLENSKA liðið í opna flokknum fór vel af stað á EM í Salsomaggiore, vann fyrsta leikinn gegn Belgum 25-2 og þann næsta gegn Lettum 23-7. Þriðji leikurinn var gegn Aust- urríkismönnum. Þá kom þetta spil upp: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ – ♥ 10732 ♦ KD6543 ♣1043 Vestur Austur ♠ KG1032 ♠ ÁD8765 ♥ G5 ♥ D9 ♦ 7 ♦ G92 ♣ÁG972 ♣D6 Suður ♠ 94 ♥ ÁK864 ♦ Á108 ♣K85 Í lokaða salnum fengu Austurrík- ismenn að spila fjóra spaða í AV, sem alltaf vinnast, og tóku fyrir það 620. Sú tala var reyndar algeng í mörgum leikjum, þótt NS geti unnið slemmu í tveimur litum. En baráttugleði Aust- urríkismanna var mikil í opna saln- um. Þar voru Steinar Jónsson og Stefán Jóhannsson í AV gegn Schifko og Gloyer: Vestur Norður Austur Suður Steinar Schifko Stefán Gloyer – Pass 1 spaði 2 hjörtu 4 spaðar 5 tíglar Pass 5 spaðar! Pass 6 hjörtu Pass Pass Dobl Allir pass Gloyer kaus að koma strax inn á hjartasögn frekar en að dobla, sem gaf Schifko í norður tækifæri til að taka undir hjartað og sýna tígulinn í leiðinni með fimm tíglum. Norður hafði passað í upphafi og gat því ekki átt einlita hönd með langan tígul. En hvað sem því líður er fimm spaða sögn Gloyers með ólíkindum – hann á tvo hunda í lit mótherjanna og keyrir spilið í slemmu á móti pöss- uðum makker! En sögnin heppnaðist vel. Steinar doblaði og kom út með laufás, en fleiri urðu slagir varnar- innar ekki: 1.660 í NS og 20 IMPar til Austurríkismanna. Þrátt fyrir þetta spil vann Ísland leikinn 16-14. Ítalinn Laurenco Lauria (Lalli Lævísi, eins og Sigurður Sverrisson kallar hann) virðist ekki hafa tekið ranga ákvörðun í öllu mótinu. Í þessu spili teymdi hann makker sinn upp í sex hjörtu. Mótherjarnir voru Danirnir Blakset og Bruun: Vestur Norður Austur Suður Bruun Lauria Blakset Versace – Pass 1 spaði Dobl 2 grönd 3 spaðar Pass 4 hjörtu 4 spaðar 5 hjörtu Pass Pass 5 spaðar Pass Pass 6 hjörtu Dobl Allir pass Hér doblar Versace í byrjun á spil suðurs og Bruun sýnir góða hækkun í spaða með tveimur gröndum. Lauria notar tækifærið og læðir sér inn á þremur spöðum til að sýna hjarta og annan lit. Hann berst svo í fimm hjörtu yfir fjórum spöðum og kröfupassar síðan fimm spaða. Ver- sace treysti sínum manni og sagði slemmuna. Bruun doblaði og kom út með spaða, svo niðurstaðan varð 1880 til Ítala fyrir alla slagina. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e5 7. Rb3 Be7 8. Be3 Be6 9. Rd5 Rbd7 10. Dd3 Bxd5 11. exd5 O-O 12. g4 Re8 13. O- O-O Bg5 14. h4 Bxe3+ 15. fxe3 a5 16. a4 Rc7 17. Kb1 Ra6 18. Df5 Rac5 19. Rxc5 Rxc5 20. Bb5 e4 21. Hdf1 f6 22. Hf2 Hc8 23. Hhf1 Hc7 24. g5 g6 25. Dh3 f5 26. h5 Dxg5 27. hxg6 hxg6 28. Hg2 Df6 29. Dh6 Hg7 30. Hg5 Kf7 31. Be2 Rxa4 Staðan kom upp á EM kvenna sem lauk fyrir skömmu í Varna í Búlgaríu. Lilit Mkrtchian (2391) hafði hvítt gegn Johonnu Dwora- kowska (2445). 32. Hfxf5! Kg8 Svartur yrði mát bæði eftir 32...gxf5 33. Hxg7+ Dxg7 34. De6# og 32...Dxf5 33. Hxf5+ gxf5 34. De6#. Framhaldið varð: 33. Hxf6 Hxf6 34. Bh5 Kf7 35. Hxg6 Hfxg6 36. Dg5 Rc5 37. Df5+ Kg8 38. Bxg6 Hd7 39. Dg5 Kf8 40. Df6+ Kg8 41. Bf5 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Smælki Við ættum kannski að draga aðeins úr fóðrinu!          INNLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.