Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Murm- ansk og Costa Marina sem fer aftur samdæg- urs ásamt Arnarborg- inni. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag er Lotta Kosan væntanlegt. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 9 og kl. 13 vinnu- stofa, kl. 14 spilavist. Sheelna kennir í handa- vinnustofunni í sumar á mánudögum eftir há- degi. Aflagrandi – Hraun- bær Ævintýraferð á Langjökul miðvikudag- inn 10. júlí. Verður ekið um Kaldadal upp á Geitlandsjökul á Lang- jökul þar sem snæddur verður hádegisverður, á heimleið verður ekið um Húsafell, Skorradal, Svínadal og Hvalfjörð. Lagt af stað frá Aflagranda 40 kl. 9, Hraunbæ kl. 9.20. Hægt verður að fara á sleða á Langjökli hvort sem er á vélsleða eða hundasleða. Hafið með ykkur síðdegiskaffi og einnig góðan skófatnað. Laus sæti, skráning í síma 562 2571og 587 2888. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handavinnu- stofan, kl. 9 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30– 16.30 opin smíðastofan/ útskurður og handa- vinnustofan, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 mynd- list. Bingó er 2. og 4. hvern föstudag. Pútt- völlurinn er opin kl. 10– 16 alla daga. Allar upp- lýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–11.30 sam- verustund. Hjúkrunar- fræðingur á staðnum kl. 11–13. Skoðunarferð um Þingvöll fimmtu- daginn 11. júlí. Lagt af stað frá Bólstaðarhlíð kl. 13. Kaffihlaðborð á Valhöll. Vinsamlega greiðið ferðina í síðasta lagi fyrir hádegi þriðju- daginn 9. júlí. Uppl. og skráning í síma 568 5052. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan, Gullsmára 9, er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 verslunin opin, kl. 11.20 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 11.15 hádegismatur, kl. 13 frjáls spilamennska (brids), kl. 15 kaffiveit- ingar. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Fótaaðgerð- arstofa, tímapantanir eftir samkomulagi, s. 899 4223 Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Á þriðjudag verður pútt- að á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Á miðvikudag 10. júlí er púttkeppni við púttklúbb Hrafnistu á Hrafnistuvelli. Mæt- ing kl. 13.30. Keppt um Sparisjóðsbikarinn. Fé- lagsheimilið Hraunsel verður lokað vegna sumarleyfa starfsfólks til 11. ágúst. Upplýs- ingar um orlofsferðir að Hrafnagili við Eyja- fjörð 19.–13. ágúst og að Höfðabrekku 10.–13. sept. eru gefnar í síma 555 1703, 555 2484 og 555 3220. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Í dag, sunnudag, verð- ur dansleikur kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids spil- að kl. 13. Danskennsla Sigvalda kl. 19 og 20.30. Ferð í Galtalæk á úti- tónleika 14. júlí nk. með Álftagerð- isbræðrum og Diddú. Örn Árna og Karl Ágúst slá á létta strengi. Lagt af stað kl. 15 frá Glæsibæ. Nánari upplýsingar á skrifstof- unni. Dagsferð 15. júlí. Flúð- ir-Tungufellsdalur (veg- ur liggur upp í gegnum dalinn sem er með skógi á báðar hendur)-Gull- foss-Geysir-Haukadal- ur-Laugarvatn- Þingvellir. Kaffihlað- borð í Brattholti. Leiðsögn Sigurður Kristinsson. Skráning hafin. Fyrirhugaðar eru ferðir til Portúgals og Tyrk- lands í haust, fyrir fé- lagsmenn FEB, skrán- ing er hafin takmark- aður fjöldi. Nánari upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 fh. í síma 588-2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sími 588-2111. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði. Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Á morgun kl. 9–16.30 opin vinnustofa m.a. handavinna og föndur, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 14 fé- lagsvist. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sumar- leyfa frá mánudegi 1. júlí. Opnað aftur þriðjudaginn 13. ágúst. Á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs eru sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9.30 mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga. Umsjón Brynjólfur Björnsson íþróttakenn- ari. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsheimilið Gull- smára 13 verður lokað frá 8. júlí til 6. ágúst. Fótaaðgerðastofan verður opin, sími 564- 5298, hársnyrtistofan verður opin, sími 564 5299. Hraunbær 105. Á morgun kl. 9 perlu- saumur og kortagerð, kl. 10 bænastund, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun, kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spilamennska, kl. 13.30 gönguferð. Fótaaðgerð- ir. Allir velkomnir. Grillveisla: Félags- þjónustan í Hvassaleiti ætlar að vera með grill- veislu föstudaginn 12. júlí nk. kl. 16–19. Elsa Haraldsdóttir kemur með hamónikkuna, spil- ar og heldur uppi fjöri. Verð 2.500 kr. Skráning fer fram á skrifstofunni og í síma: 588 9335. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10 ganga, kl. 9 fótaaðgerð. Allir vel- komnir. Vinnustofurnar verða lokaðar vegna sumarleyfa fram í ágúst. Norðurbrún 1 og Furu- gerði 1. Sumarferð. Fimmtudaginn 11. júlí verður ekið í Fljótshlíð- ina að Odda og Berg- þórshvoli. Súpa og brauð í hádeginu á Hvolsvelli. Leið- sögumaður er Tómas Einarsson. Lagt verður af stað frá Norðurbrún kl. 9.30, síðan teknir farþegar í Furugerði. Nánari upplýsingar í Norðurbrún í síma 568 6960 og Furugerði í síma 553 6040. Vesturgata 7. Á morg- un kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 kl. 13.30 ganga. Vitatorg. Á morgun hárgreiðsla kl. 9, fóta- aðgerðarstofan kl. 10. kl. 9.30 morgunstund og handmennt. Kl. 10 leikfimi, kl. 13 brids, frjálst. Smiðjan og bók- bandið í sumarleyfi til 6. ágúst. Farið verður í Landmannalaugar 10. júlí. Lagt af stað kl. 8 fh. Upplýsingar í síma 561 0300. Minningarkort Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blómabúðinni Burkna, hjá Sjöfn, s. 555 0104 og hjá Ernu, s. 565 0152 (gíróþjónusta). Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hringsins. Upplýsingar um minn- ingarkort Barnaspítala- sjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551-4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Í dag er sunnudagur 7. júlí, 188. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kann- ast fyrir föður mínum á himnum. (Matt. 10,32.) Víkverji skrifar... Stefán Ólafsson sjúkraþjálfariskrifar þarfan pistil í mótsblað Essómóts KA í 5. aldursflokki í knattspyrnu sem lauk á Akureyri í gær. Undir yfirskriftinni Keppni barna og köll foreldra segir Stefán meðal annars: „Höldum okkur á mottunni; það er ekkert sem segir að hróp og köll inn á völlinn geri gagn og kannski eruð þið bara að trufla börnin ykkar.“ Hann segir þann sem er með bolt- ann hafa nógu mikið að hugsa og eigi ekki að þurfa að hlusta á kallandi for- eldra um leið. „Prófið að hugsa sjálf um leið og sífellt er kallað á ykkur – einbeitingin truflast og ólíklegra er að rétt ákvörðun sé tekin. Við þurf- um að muna að aðalmarkmiðið með allri keppni barna er að gera þau að betri íþróttamönnum. Börn þurfa líka að fá að sýna hvað þau hafa lært eins og í skólanum þar sem ögrunin er lítil ef þeim er alltaf sagt svarið í prófum.“ x x x Stefán heldur áfram: „Margirþjálfarar tala um að börn hafi beðið sig að biðja foreldra sína að „halda kjafti“ því að þau trufli sig. Spyrjið börnin hvað þau heyri. Málið er að þau heyra ekki orðin en þau skynja tóninn. Svarið yrði því oftast: „pabbi er alltaf fúll eða reiður“ en ekki hvað pabbinn er að segja. Ef barnið hefur skilning á leiknum þá veit það sjálft hvort það hafi gert mistök enda fer það sjaldnast á milli mála því barnið nær ekki markmiði sínu með sinni athöfn. Það er því al- gjör óþarfi að ýfa sárin með því að kalla skammir inn á völlinn og á slíkt ekki að viðgangast. Góður þjálfari sér hálfa mínútu fram í tímann hvort hlutirnir séu eins og hann vill og hann þekkir liðið best og hvað hann hefur lagt upp. Því get- ur verið ruglandi fyrir börnin að fá misvísandi köll frá fullorðna fólkinu. Hversu oft hefur maður ekki heyrt einhvern pabba kalla: „skjóttu“, þeg- ar kannski hefði verið réttara að gefa boltann. Leyfum þeim sem hefur boltann að njóta þess í friði.“ Lokaorð Stefáns eru: „Þjálfarar og foreldrar: munum að við megum ekki taka ákvarðanatökuna frá barninu, ef það er gert þá lærir það ekki. Gildir það sama hér og í öðru námi. Foreldrar, lítið á fótboltavöll- inn sem kennslustofu, æfingarnar sem kennslustundir og kappleikir eru prófin. Aldrei myndi foreldri fara inn í kennslustofu og skipta sér af. Flestur færu aftast í bekkinn og hefðu hljóð. Með miklum afskiptum í leikjum eru foreldrar í raun að fara inn í kennslustofu þjálfarans og eru að reyna að kenna án þess að þekkja í raun námsefnið. Lítum á þjálfarann sem kennara og leyfum honum og nemendunum að sýna afrakstur kennslu og heima- vinnu. Megi besta liðið vinna.“ x x x Víkverji hefur lengi velt því fyrirsér hvers vegna lögreglu- og slökkviliðsbílar eru merktir eins og raun ber vitni. Hér ræðir ekki einungis um Ís- land, heldur virðist þetta lenska víða um heim: LLÍBARKÚJS er gjarnan límt fram á sjúkrabílana hérlendis og ALGERGÖL stendur á löggubílun- um. Víkverja minnir að hann hafi séð SILOP á lögreglubíl í Svíþjóð. Er einhver gáfuleg skýring til á þessu? Klaufaleg íslenska Í Miðvikudagsblaði DV, 3. júlí 2002, hófst forsíðufrétt- in sem hér segir: „Árni Johnsen var dæmdur í 15 mánaða fangelsi óskilorðs- bundið fyrir fjárdrátt í op- inberu starfi og mútuþægni í morgun.“ Mér finnst sennilegt að það sem blaðamaðurinn ætlaði að segja hafi verið eitthvað á þessa leið: Í morgun var Árni Johnsen dæmdur í 15 mánaða óskil- orðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og mútuþægni (sé óskil- orðsbundið haft á eftir fangelsi, þykir mér rétt að hafa það aðgreint með kommum). Hafi ég misskilið máls- greinina og hún átt að hljóða eins og hún stendur, þykir mér íslenska réttar- kerfið vera orðið mjög skjótvirkt (réttað og dæmt samdægurs og brot er framið). En þá er mér spurn: Hver sá sér hag í að múta Árna miðvikudagsmorgun- inn 3. júlí 2002? Þórhallur Hróðmarsson, Hveramörk 4, Hveragerði. Ferskt grænmeti á Suðurnesjum? HVAR er þetta ferska grænmeti sem grænmetis- bændur eru alltaf að aug- lýsa? Ég auglýsi hér með eftir því. Ég bý á Suður- nesjum og finnst erfitt að finna ferskt grænmeti í grænmetisborðunum hérna á Suðurnesjum, það á við um Nóatún, Kaupfélögin og Hagkaup, víðar hef ég reyndar ekki leitað enn sem komið er. Það virðist ekki vera nokkur metnaður í að hafa ferska grænmetið á boðstólum, linar gúrkur, krumpaðir tómatar, blett- óttar og krumpaðar paprik- ur og sveittir sveppir er allt sem finnst. Þá er úrvalið svosum heldur ekki uppá marga fiska. Ég verð súr í hvert skipti sem ég sé grænmeti auglýst, verð ég virkilega að kaupa það í Reykjavík eða er það jafn- slæmt þar? Þóra Dýrahald Númi er týndur HINN 4. júlí sl. tapaðist lít- ill svartur kisi frá Dýrahót- elinu í Víðidal (Dýraspítali Watsons). Hann er þriggja ára og heitir Númi og er lík- lega með rauða ól um háls- inn. Hann er sennilega villt- ur. Þeir sem vita um kisu eru beðnir að hringja í síma 567 4020 eða 552 3044. Tapað/fundið Gullarmband týndist GULLFALLEGT gullarm- band glataðist fyrir nokkru í gönguför frá Áslandinu að Hvaleyrarvatni. Lánsamur finnandi hringi vinsamleg- ast í síma 868 1089 eða í síma 565 7610. Vegleg fund- arlaun. Barnagallajakki týndist BARNAGALLAJAKKI nr. 116 keyptur í H&M Ro- wells týndist í Kringlunni eða Árbæjarlaug mánudag- inn 24. júní. Skilvís finnandi hafi samband í síma 461 3939 eða 483 4810. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 skjót, 4 skarpskyggn, 7 öldugangurinn, 8 hefur í hyggju, 9 skyggni, 11 móðgað, 13 kvenkyn- frumu, 14 fuglar, 15 veg- arspotta, 17 lofa, 20 veit- ingastaður, 22 gjólan, 23 munnum, 24 stirðleiki, 25 kiðlingarnir. LÓÐRÉTT: 1 kjána, 2 nauðar á, 3 fjallstopp, 4 sjór, 5 sterk, 6 greppatrýni, 10 logi, 12 álít, 13 bókstafur, 15 tott- ar, 16 afdrif, 18 döpur, 19 sáran, 20 neyðir, 21 rykk- ur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: - 1 snurpinót, 8 fínum, 9 kræfa, 10 una, 11 risum, 13 reipi, 15 skerf, 18 skötu, 21 lem, 22 pilta, 23 Iðunn, 24 snöktandi. Lóðrétt: - 2 nánös, 3 rómum, 4 iðkar, 5 ólæti, 6 æfur, 7 tapi, 12 urr, 14 eik, 15 sopi, 16 ellin, 17 flakk, 18 smita, 19 öfund, 20 unna. K r o s s g á t a MIÐVIKUDAGINN 3. júlí horfði ég á tvo unga drengi gera heilbrigða uppreisn gegn kerfinu í morgunsjónvarpi á Stöð 2. Baráttumál þeirra var afturköllun á lengingu skólaársins. Drengirnir færðu góð rök fyrir máli sínu og komu vel fyrir. Ég ætla mér ekki að taka af- stöðu í málflutningi þeirra en vil hinsvegar benda á mikilvægi þess að ung- lingar fái heilbrigða útrás fyrir uppreisnarþörf sína. Þarna voru á ferðinni tveir grunnskólanem- endur sem voru ósammála ákvörðunum mennta- málaráðherra. Þeir létu ekki þar við sitja. Þeir skipulögðu sig, komu af stað undirskriftarsöfnun og leituðu á náðir fjöl- miðla. Drengirnir trúðu því staðfastlega að rödd þeirra ætti að heyrast til jafns við raddir ráða- manna. Þarna voru á ferðinni fyrirmyndar- unglingar. Ef sam- nemendur og foreldrar myndu fylgja þeirra for- dæmi væri Ísland raun- verulegt lýðræðisríki. Látum það vera hvort þeir hafi haft erindi sem erfiði í málflutningi sín- um. Hin hefðbundna uppreisnarleið unglinga felst í drykkju, reykingum og dópi. Hún felst í sjálfs- niðurrifi og deyfingum. Því vil ég hvetja alla unglinga til að taka sér þessa drengi til fyrir- myndar. Það borgar sig að gera heilbrigða upp- reisn og koma athuga- semdum sínum á framfæri á þann máta að einhver taki mark á manni. Slík uppreisn er háð með rök- semdum, undirskrifta- söfnunum, góðri fram- komu og í gegnum fjölmiðla. Slík uppreisn er líklegri til að skila ár- angri. Guðjón Bergmann, jógakennari. Heilbrigð uppreisn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.