Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í OPNUNARGREIN minni, sem birtist laugardaginn 29. júní, var farið yfir það helsta sem bar upp á opnunardag- inn, fimmtudaginn 27. júní. Ég tek því upp þráðinn þaðan sem frá var horfið og fer stuttlega yfir dagana þrjá sem eftir eru, föstudag, laugardag og sunnudag. Þegar við skildum síðast við Skelduna var blaðamaður að reyna að festa blund, með blysa- og flug- eldaglamur Rammsteinliða í eyr- unum. Morguninn eftir var svo hald- ið beint niður í fjölmiðlaþorpið til tölvuinnsláttar – og sturtunni meira að segja sleppt (daginn eftir fór ég svo í ljúfa sturtu í Iðnskólanum sem er þarna rétt hjá). Hann er harður, bransinn í áð- urnefndu þorpi. Tugir ef ekki hundr- uð snápa að snápast til hægri og vinstri, reddandi viðtölum, skipu- leggjandi daginn og gæðandi sér á mat og drykk þess á milli. Þarna eru líka helstu útgáfufyrirtækin með bása/tjöld þar sem listamenn eru kynntir. Þetta eru Aladdínshellar blaðamannanna, allt ríður á hvort hinn eða þessi listamaður er á lausu til viðtals. Þeir eru hins vegar afar sjaldséðir á blaðamannasvæðinu enda er hægt að líkja því við að kasta sér í hákarlalaug. Nei, stjörnurnar kjósa heldur að dvelja baksviðs þar sem enginn kemst að, þótt pressu- pössum sé veifað fram og til baka. Þjóðsagan segir að fari maður sem gestur á svona hátíðir – og taki allan þann gleði- og glaumspakka sem því fylgir – þá nái maður að sjá u.þ.b. fimm sveitir af þeim fjölda tuga sem eru að spila. Ég er ekki frá því að hafa náð að sjá heldur fleiri sveitir en það í ár, þökk sé heil- brigðu líferni mínu og kærkominni pressu frá vinnunni. En þó þurfti ég stundum að skammta sveitunum, þetta þrjú lög, í því markmiði að komast yfir sem mest. Það fyrsta sem maður barði aug- um þennan daginn var sænska sveit- in International Noise Conspiracy, sveit sem spilar tónlist áþekka The Hives og White Stripes og inniheld- ur fyrrum meðlim úr hinni rómuðu harðkjarnasveit Refused. Tónlistin: Kröftugt grodda-glys. Næst færði maður sig yfir í bláa tjaldið til að fylgjast með löndunum múm, sem voru að tengja vel við áhorfendur. Eitt af því sem getur sett tónlistarunnandann í vanda er þegar dagskrá hinna mismunandi tjalda skarast. Haldiði ekki að Slayer hafi verið að spila í appelsínugula tjaldinu, stærsta svið- inu, á nákvæmlega sama tíma og múm! Ansans ári. En sagt get ég ykkur að Slayer ollu ekki von- brigðum, það litla sem ég sá af þeim. Tom Araya, bassaleikari og söngv- ari, var í sólskinsskapi og hann og félagar renndu sér leikandi í gegn- um þétta dagskrá, sem verður hrein- lega tilkomumeiri með árunum. Matarrölt og spjall tók því næst við og margir listamenn þurftu því að láta sér nægja undirleik í mat- málstímanum mínum, sem sam- anstóð oftar en ekki af einu glasi af „saft“ og „pölse med bröd“. Stóra sveitin þetta kvöldið var sól- skinssveitin Red Hot Chili Peppers frá Kaliforníu. Að mati undirritaðs hefur piparinn skrælnað talsvert á undangengnum árum og það gerðist ekkert hjá Flea og félögum þetta kvöldið til að sannfæra hann um annað. Rétt áður en Piparinn rauði steig á svið fylgdist ég með austur- rísku hipp-hoppsveitinni Bauch- klang, sem flutti sína tónlist með raddböndunum einum – veri það taktar, bassalínur eða hvað eina sem þarf til að búa til hrynheita hipp- hopptónlist. Nokkuð áhugavert. Í græna tjaldinu stóðu Tom Ver- laine og félagar í Television eins og fálkar og fluttu ódauðlegar perlur – á fremur dauðlegan hátt verður að viðurkennast. Það hefði þurft að gefa sjónvarpinu smá spark. Laugardagur Er það ekki laugardagur til lukku? Alltént gekk allt ljómandi vel hjá Mínus, hinu íslenska bandinu sem maður þurfti að sjálfsögðu að líta til með. Þeir hófu leikinn kl. 15.00, í þriðja stærsta tjaldinu og var mætingin góð, þó hún hefði getað verið ögn betri. Hljómurinn gekk upp og Mínusfélagar skiluðu sínu af fagmennsku og fengu uppklapp að launum. Sænska pönkrokksveitin Bob Hund létt öllum illum látum á app- elsínugula sviðinu en þeir eiga víst tíu ára afmæli um þessar mundir. Skandinavíski vinkillinn á hátíðinni hlýtur að útskýra veru þeirra þar því þeir hefðu betur verið geymdir í lok- uðu tjaldi. Plebbalegt táfýlupönk sem minnti helst á Kim Larsen á adrenalínflippi. Þá var bara að forða sér til Arthur Lee og Love sem lék í græna tjald- inu með The Forever Changes Strings & Horns Ensemble sér til fulltingis. Kallinn er víst nýkominn úr steininum og er nú að túra um víðan völl. Mestmegnis voru leikin lög af meistaraverkinu Forever Changes og það kom mér á óvart hversu margir voru mættir og hversu margir sungu með. Útkoman var líka furðugóð og voru þetta hæg- lega eftirminnilegustu tónleikar há- tíðarinnar. Þungarokksirkusinn Manowar lék á stærsta sviðinu og átti sér greini- lega marga fylgismenn. Síðar tróð Erykah Badu upp í græna tjaldinu við mikinn fögnuð. Nýtilfundin, hefðbundin tök hennar á sálar- tónlistinni heilluðu mig því miður ekki og ég varð fyrir nokkrum von- brigðum. New Order var stærsta atriði laugardagskvöldsins og stóðu þeir sína pligt vel. Tóku meira að segja Joy Division lög af stöku listfengi. „Þá veit helmingur áhorfenda ekk- ert hvað er að gerast og hinn helm- ingurinn fer að grenja,“ er haft eftir bassaleikaranum Peter Hook. Aimee Mann hélt vel heppnaða tónleika í gula tjaldinu og var sýni- lega hissa á þessum ofsagóðu við- tökum. Tónlist hennar er angurvær og melódísk og skaut flesta við- stadda beint í hjartastað. Primal Scream spiluðu þá seint um nóttina og tóku mestmegnis flunkuný lög. Sunnudagur Á sunnudaginn er farið að gæta þreytu hjá fólki. Það er nánast þann- ig, að það kýs hægindastól og bjór fram yfir hljómsveitina sem það hef- ur verið að bíða eftir alla helgina. Hinir sænsku Kent léku á því app- elsínugula. Afskaplega eru þeir nú orðnir þreyttir. Löng og leiðinleg síð-Radioheadlög sem sum hver virt- ust engan enda ætla að taka. The White Stripes-systkinin rokkuðu síðar í græna tjaldinu. Nú hlýtur að vera farið að slá í mig því mér fannst þetta bara hundleiðinlegt – MC5 og Stooges út í gegn. Er þá ekki bara hægt að kaupa plötur með þeim? Maður fann hins vegar rúsínu í Skelduendanum í gula tjaldinu. Þar var hljómsveit sem kann sko að rokka. Ég veit nú ekki mikil deili á The Icarus Line en þeir voru ger- samlega að sprengja tjaldið utan af sér, slíkur var hamagangurinn. Tón- listin: Ástríðufullt og melódískt harðrokk í anda At the Drive-In. Það háði hins vegar Garbage, sem var stærsta númer kvöldsins hversu slæm hin sjarmerandi Shirley Man- son var í röddinni. Nýtilkomnir Ís- landsvinir í Travis slitu svo hátíðinni með innblásnum tónleikum og end- uðu á AC/DC slagaranum „Back in Black“! Að lokum Það er erfitt að gefa svona hátíð einkunn. Einkennandi var þó, eins og venjulega, einstaklega góður andi og gleði. Öryggisgæsla og þjónusta var þá til mikillar fyrirmyndar. Shir- ley Manson lét hafa það eftir sér á blaðamannafundi að hvergi í heim- inum væri vandað betur til verka á tónlistarhátíð en í Hróarskeldu. Og eftir að hafa dvalið þarna í góðu yf- irlæti í fjóra daga hef ég enga ástæðu til að rengja það. „Stál og hnífur er merki mitt ...“ - neeii, ekki alveg. Það eru ekki bara stjörnurnar á stóru sviðum Skeldunnar sem taka lagið. Morgunblaðið/Arnar Eggert Íslenska Mínus féll í góðan jarðveg meðal Hróarskeldugesta. Við Hróarskeldulok Hróarskelduhátíðin fór farsællega fram þetta árið og ein- kenndist af öryggi, ljúflegheitum og stuði. Arnar Eggert Thoroddsen tekur hér saman það mark- verðasta á hátíðinni. arnart@mbl.is Hróarskelduhátíðinni lauk síðasta sunnudag ÞAÐ voru tvær íslenskar sveitir á Hróarskeldu þetta árið, emmin tvö, múm og Mínus. Tónleikar múm fóru fram á föstudeginum í Bláa tjaldinu, sem var troðfullt og vel það og greinilegt að hróður múm berst nú jafnt og þétt um popp- heima. Sveitinni var vel fagnað þó meðlimir sjálfir hafi nú ekkert verið of ánægðir með frammistöðuna, fengu víst enga hljóðprufu og eitthvað þótti þeim hljómurinn krambúleraður. En svona er nú rokkið einu sinni – eða kannski „rafpoppið“ í tilfelli múm. Kastalarigning Blaðamaður hitti meðlimi baksviðs að tónleik- um loknum og var þá létt yfir mannskapnum, eins og vænta mátti. Feginleikinn var þá ekki bara tilkominn vegna þess að erfiðum tónleikum var lokið heldur var nú fyrri hluti langs tónleika- ferðalags að baki og gat fólk nú loks pústað lítið eitt þar til að seinni hlutinn hæfist – sem mun eiga sér stað í Norður-Ameríku og Japan í júlí og ágúst. Evrópa loks að baki eða því sem næst. Þau Örvar, Gyða, Kristín, Gunni og hinn óop- inberi fimmti meðlimur, trommarinn Samuli Kosminen, njóta því matar og drykkjar sem boðið er upp á baksviðs og rifja upp það sem á undan er gengið. Kristín lætur sérstaklega vel af Ítalíu og Sviss, segir þau hafa spilað á mörgum litlum og töfrum slegnum stöðum, m.a. í köstulum. „Við spiluðum í kastala í Ferrari, í hallargarð- inum þar,“ segir Kristín. „Fimm mínútum áður en við áttum að spila kom hellirigning og allt var tæmt af sviðinu í hvelli. Við og áhorfendur forðuðum okkur því í skjól, undir hallarveggjunum. Það átti að aflýsa tónleikunum og fullt af fólki hafði víst gert sér sérstaka ferð í bæinn, til að sjá okkur. Við spil- uðum því þrjú lög órafmagnað og það var fín stemning. Stuttu síðar voru græjurnar settar upp á öðrum, skjólsælli stað og við gátum klárað settið okkar.“ Samuli og Kristín hverfa nú í nær- liggjandi veitingatjald með norskum útvarps- manni. Múm hafa veitt talvert af viðtölum á há- tíðinni og þau segja hlæjandi frá því að umboðsmaður þeirra þarna úti hafi komið rölt- andi til þeirra með fimmtán blaðamenn í einu – frá fimmtán mismunandi miðlum! Þannig virðist allt að gerast og það heldur betur. Íslenski blaðamaðurinn hefur sig þá loksins upp í að viðurkenna að hann hafi ekki séð nema hluta af tónleikum múm. Hann hafi orðið að kíkja á bandarísku þungarokksgoðin í Slayer sem voru að spila á sama tíma. Það var bless- unarlega fyrirgefið – úr því að þetta voru nú Slayer. Starfsmaður hátíðarinnar kemur nú að sveitinni og biður múm að rýma búningsher- bergið sitt – það eru tugir sveita á Skeldunni og nú er komið að þeirri næstu, svo einfalt er það. Liðsmenn múm og hjálparmenn hlýða vafninga- laust, og gleyma heldur ekki að tæma ísskápinn góða af þeim svalandi guðaveigum sem þar var að finna. Umrædd erlendis Ný plata múm, Finally We Are No One, hefur annars verið að fá verðskuldaða athygli í erlend- um blöðum undanfarið. Fyrri breiðskífan, Yes- terday was dramatic – Today is ok, var svona svefngengill sem vakti á sér athygli, hægt en bít- andi. Fólk var hins vegar í viðbragðsstöðu vegna útkomu nýju plötunnar sem þykir, ef eitthvað er, taka hinni fyrri fram í gæðum. Það er eftirtektarvert að sveitin nýtur mikilla vinsælda í rómönskum löndum, eins og Ítalíu, Spáni, Portúgal og Frakklandi. Aðalpoppblað Frakka, Les Inrockuptibles, lýsir plötunni nýju sem ljóðrænni, viðkvæmnislegri rafpoppsplötu sem sé dreymin bæði og töfrandi og þá gefur Rolling Stone plötunni 3 og hálfa stjörnu af fimm og segir sveitina feta í fótspor Bjarkar og Sigur Rósar. Þá hefur fjöldi viðtala og dóma birst á ýmsum vefsvæðum og í smærri blöðum, sér í lagi norrænum þar sem mönnum virðist bera saman um að múm sé eitt af þeim nöfnum sem helstan gaum ber að gefa árið 2002. Blokkflautur og bjór Múm eru stödd í heljarmiklu tónleikaferðalagi um þessar mundir og var hátíðin í Hróarskeldu á meðal áfangastaða. Arnar Eggert Thoroddsen var á staðnum og spjallaði við sveitina að loknum tónleikum. MÚM lék við góðar undirtektir á Hróarskelduhátíðinni Baksviðs á Hróarskeldu. Gunni og Gyða bregða á leik. Morgunblaðið/Arnar Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.