Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. hér sérðu debetkort, skólaskírteini, afsláttarkort og alþjóðlegt stúdentaskírteini. 4kort F í t o n / S Í A ÁÐUR óbirt æskukvæði eftir Stephan G. Stephansson skáld verða meðal efnis í fyrra bindi ævisögu skáldsins sem Viðar Hreinsson bókmenntafræðing- ur vinnur að og kemur út hjá Bjarti í haust. Bókin nefnist Landneminn mikli og fjallar um ævi Steph- ans fram undir aldamótin 1900; uppvöxtinn í Skagafirði og landnám hans í Vesturheimi. Meðal áður óbirts efnis eftir Stephan sem Viðar hefur undir höndum eru æskukvæði sem vinur Stephans og frændi, Guðni Jónsson í Bárðardal, skrifaði upp í lítið kver, og einn- ig kvæði sem Stephan orti í Wisconsin á fyrstu árunum vestra og sendi Guðna. „Nánast ekkert af þessu hef- ur verið prentað,“ segir Viðar. „Fyrstu 200 síðurnar í kverinu eru með skáldskap héðan frá Íslandi og svo eru um fimmtíu síður í viðbót með kveðskap frá Wisconsin. Þetta er ákaflega dýrmætt efni sem vel hefur verið haldið upp á og er í einka- eigu. Stephan segist sjálfur hafa brennt einhverju af þessu æskuefni. Þessi kvæði eru fín- asta heimild um æskuárin hér og líf hans vestra.“ Óbirt æsku- kvæði Steph- ans G. í nýrri ævisögu  Ekkert nema/23 LANDSMÓTI hestamanna á Vind- heimamelum í Skagafirði lýkur í dag. Fyrirfram var reiknað með þátttöku um þúsund hrossa á mótinu en fjöldi gesta á svæðinu var um 7.500 manns aðfaranótt laugardags, að sögn mótshaldara. Var búist við að þeim myndi fjölga um allt að 1.500 í gær og í dag. Anna Bretaprinsessa og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, voru sérstakir heiðursgestir á landsmótinu. Þau mættu á svæðið síðdegis í gær og tóku þátt í hóp- reið inn á sýningarsvæðið við upp- haf sérstakrar hátíðardagskrár í gærkvöldi en prinsessan heldur af landi brott síðdegis í dag. Í dag ráðast úrslit í öllum flokk- um gæðinga sem lýkur með verð- launaafhendingu. Hér sést Atli Guðmundsson ríða Hilmi frá Þorláksstöðum sem skeið- ar eftir brautinni á Vindheimamel- um. Morgunblaðið/Þorkell Landsmóti hestamanna lýkur í dag ÚTHAFSKARFAVEIÐI hefur gengið ágætlega en samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu í gærmorgun var búið að veiða rúmlega 14.000 tonn innan svæðis. Höfrungur III var með mestan afla eða rúm 1.600 tonn. Heildarkvót- inn innan svæðis er tæplega 35 þúsund tonn. Samkvæmt upplýsingum frá Tilkynningaskyld- unni voru a.m.k. sex skip á veiðum á Reykja- neshrygg í gær. Frystitogarinn Gamli Sléttbakur, í eigu Út- gerðarfélags Akureyringa hf., kom til hafnar fyrir helgi en hann hafði verið á karfaveiðum á Reykjaneshrygg. Var afli hans á vertíðinni um 630 tonn upp úr sjó. Hluti aflans var feng- inn í grænlensku lögsögunni. Að sögn Sæmundar Friðrikssonar, útgerð- arstjóra hjá ÚA, gengu veiðarnar vel. Þetta var síðasta ferð Gamla Sléttbaks á vegum fé- lagsins því hann gekk upp í kaup á stærra og öflugra frystiskipi í vetur. Gamli Sléttbakur verður því afhentur nýjum eigendum í næstu viku. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Búið að veiða ríflega þriðjung karfakvótans VIÐRÆÐUR unglækna við ríkið liggja niðri í bili, en fundur félagsins með Jóni Kristjánssyni, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, á dögun- um skilaði litlu, að sögn Odds Stein- arssonar, formanns félags unglækna. Hann segir að til greina komi að fé- lagið leggi fram kæru á hendur ís- lenska ríkinu fyrir brot á vinnuvernd- arákvæðum EES-samningsins. Aðspurður hvort vænta megi upp- sagna hjá unglæknum segir Oddur að einhverjir hafi rætt um að segja upp. Félagið sé hins vegar bundið af gild- andi kjarasamningi fjármálaráðu- neytisins og Læknafélags Íslands samkvæmt niðurstöðu Félagsdóms. „Meðan við erum það ríkir friðar- skylda þannig að við boðum ekki til fjöldauppsagna. Það getur þó vel verið að einstaklingar vilji segja upp og geri það,“ segir Oddur. Hann segir félagið vera að fara yfir stöðuna ásamt lögfræðingi þess, Láru V. Júlíusdóttur. Til greina komi að fé- lagið leggi fram kæru á hendur ís- lenska ríkinu fyrir brot á vinnuvernd- arákvæðum EES-samningsins. Í kjarasamningi þeim sem Lækna- félagið og ríkið gerðu sín á milli séu hvíldartímaákvæði fyrir lækna, aðra en þá sem eru í starfsnámi. „Eins og staðan er í dag hefur íslenska ríkið aldrei skilgreint hverjir eru læknar í starfsnámi og hverjir ekki. Allir læknar innan okkar raða eru í raun skilgreindir sem læknar í starfsnámi þótt flestir þeirra séu læknar með fullgild lækningaleyfi og ekki í neinu skipulögðu sérnámi. Við erum afskap- lega ósátt við þetta,“ segir Oddur. Hann bætir við að hvíldarákvæði séu sett til þess að vernda fólk og það hljóti að eiga við um alla. Ekki sé eðli- legt að búnar séu til undanþágur frá þessum ákvæðum. Allt annar veruleiki í Svíþjóð og Noregi „Í viðræðum okkar við heilbrigð- isráðherra spurðum við hann meðal annars hvort hann gæti beitt sér fyrir því að bæta mönnun á spítulunum. Þróunin undanfarin ár hefur verið sú að fólk hefur í auknum mæli verið að hverfa frá vinnu á þeim. Það flýtir sér frekar til útlanda í framhaldsnám, meðal annars vegna vinnuálagsins hér heima. Í Svíþjóð og Noregi hafa menn tekið upp ákvæði EES-samn- ingsins um vinnuvernd og þar er veruleikinn allt annar en hér á landi,“ segir Oddur. Deila unglækna og ríkisins er enn óleyst Íhuga að kæra brot á EES-samningnum SJÚKRABÍLL, sem ekið var með forgangsljósum, og pallbíll skullu harkalega saman norður af Borgar- nesi um klukkan níu í gærmorgun. Pallbíllinn valt og hlaut ökumaður hans höfuðhögg en þeir sem voru í sjúkrabílnum slösuðust ekki við áreksturinn. Sjúkrabíllinn var að flytja unga þýska konu til Reykjavíkur, en hún hafði meiðst illa á öxl í árekstri fyrr um morguninn. Að sögn lögreglunn- ar í Borgarnesi var pallbílnum lagt úti í vegarkanti í sömu akstursstefnu og sjúkrabíllinn. Taldi ökumaður sjúkrabílsins víst að ökumaður pallbílsins væri með þessu að víkja fyrir sjúkrabílnum, en örskömmu áður en sjúkrabíllinn ók fram úr var pallbílnum ekið upp á veginn og í veg fyrir sjúkrabílinn. Áreksturinn var harður og við hann valt pallbíllinn. Tveir sjúkrabílar frá Borgarnesi fluttu ökumann pallbílsins og þýsku konuna á slysadeild í Reykjavík. Draga þurfti bílana af slysstað. Kon- an hafði meiðst illa á öxl og hendi í árekstri skammt sunnan við Brú í Hrútafirði tæplega tveimur klukku- stundum fyrr. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni frá Hólmavík er talið að hún hafi dottað undir stýri. Fólksbíll hennar fór yfir á rangan vegarhelming og skall utan í stóran sendiferðabíl sem ekið var í suðurátt. Festist bíllinn undir sendi- ferðabílnum og var aðkoman ljót, að sögn lögreglu. Sjúkrabíll og tækja- bíll frá Hvammstanga fóru á slysstað en ekki þurfti þó að beita klippum til að ná konunni út. Ökumaður sendi- ferðabílsins slapp ómeiddur, sem og þýsk kona sem var farþegi í fólks- bílnum. Sjúkrabíll í hörðum árekstri Sjúkrabíllinn flutti þýska konu sem slasaðist í árekstri fyrr um morguninn FJÖLMARGIR hafa verið á faralds- fæti um helgina. Á hádegi í gær hafði umferðin gengið stórslysalaust fyrir sig. Hátíðarhöldin fóru víðast hvar vel fram. Mikil stemning var á Ísa- firði þar sem harmonikkuunnendur koma saman. Á Akureyri var líf og fjör á Esso-móti í knattspyrnu. Margir á faraldsfæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.