Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 53 Hverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is 1/2kvikmyndir.com Radíó X Rás 2 1/2HK DV Sýnd kl. 8. B.i 16. Sýnd kl. 5.30 og 10.30. B.i 16.Sýnd kl. 5.30. B.i. 10. 1/2 RadióX 1/2 kvikmyndir.is Sánd Þegar pabbinn neitar að borga enn eitt skólaárið fyrir son sinn, tekur partýdýrið Van til sinna ráða... Sýnd kl. 8 og 10.30. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. 1/2 kvikmyndir.is  kvikmyndir.is Frumsýning Framhjáhald getur verið spennandi en líka stórhættulegt. Magnaður erótískur spennutryllir Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Vit 393. Sýnd kl. 2 og 3.45. Mánudagur kl. 3.45. Ísl tal. Vit nr. 370.  kvikmyndir.is  MBL DV Kvikmyndir.is  Mbl Kvikmyndir.com Sýnd kl. 7.15 og 10. B. i. 16. Vit 381. Frumsýning Sýnd kl. 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10 og 11. Vit 398. Mánudagur kl. 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10 og 11. vik yndir.is bl vik yndir.co Martin Lawrence er trítilóður og tímavilltur! Í einni fyndnustu mynd ársins Úr smiðju Jerry Bruckheimer (ConAir, The Rock) kemur þessi magnaða sumarsprengja undir leikstjórn Joel Schumacher. (Batman, Forever, 8 mm) Freddie Prinze Jr, Sarah Michelle Gellar, Mathew Lillardog, Rowan Atkinson (MrBean) lenda í spennandi ævintýrum ásamt sætustu og skemmtilegustu hetju sumarsins Scooby-Doo. Sýnd kl. 8 og 10. Vit 397. Sýnd kl. 7.30 og 10. Vit 394. Sýn d á klu kku tím afre sti 1/2 Kvikmyndir.is ÞAU eru orðin tvö árin og meira að segja sex mánuðum betur síðan Árbæjar- rokksveitin Maus sendi síðast frá sér breiðskífu. Í þessu sekúndubroti sem ég flýt seldist þá býsna vel og nutu lög á borð við „Kerfisbundin þrá“ og „Báturinn minn lekur“ tölu- verðrar hylli meðal útvarpshlustenda. En síðan þá hefur lítið sem ekkert spurst til fjórmenninganna, ef undan eru skildir nokkrir tónleikar, og lagið „Nánast ólöglegt“ sem var að finna á plötunni sem fylgdi íslensku ung- lingamyndinni Gemsar og kom út fyrr á þessu ári. En nú virðist loksins vera að draga til tíðinda í herbúðum Mausara því þeir eru þessa dagana staddir í Þýskalandi, nánar tiltekið í Dort- mund, í þeim erindagjörðum að taka upp efni á væntanlega plötu. Das Studio Að sögn Birgis Arnars Steinars- sonar, söngpípu, málpípu og aðal- textahöfundar sveitarinnar, kom þetta þannig til að þeir kynntust fyrir nokkru síðan þarlendum náunga á mála hjá framleiðslufyrirtæki sem er í samvinnu við BMG í Þýskalandi. Sá hreifst af tónlist Maus og bað dreng- ina að mæta í hljóðver nokkurt sem ber hið skemmtilega viðeigandi nafn Das Studio, þegar þeir væru tilbúnir með nægilega mörg lög á nýja plötu. Og það eru þeir svo sannarlega. „Við fórum út með um 30 lög í farteskinu,“ segir Birgir Örn, „og höfum valið ein 10 sem munu verða á plötunni vænt- anlegu.“ Er blaðamaður slær um sig með yfirgripsmikilli þekkingu sinni á vinnuaðferðum Maus í gegnum tíðina og spyr hvort ekki sé breyting á að sveitin mæti í hljóðver með svo mörg lög þá játar Birgir Örn og segir að hingað til hafi þeir mætt í hljóðver með aðeins fleiri lög en plöturnar innihéldu þegar upp var staðið. Segja má að Maus hafi dottið í lukkupottinn að hafa komist í þessi þýsku sambönd því þau gera sveitinni kleift að taka upp plötu henni að kostnaðarlausu en Birgir Örn segir höfundarréttarsamning þann sem fylgir með í kaupunum vera hagstæð- an fyrir sveitina og síður en svo bind- andi. Hagur þýska framleiðslufyrir- tækisins sé algjörlega háður því hvort þeim tekst að selja tónlistina sem við tökum upp. Þannig hefur Maus alveg frjálsar hendur til að semja við fyr- irtæki um útgáfu á lögunum sem ver- ið er að taka upp en Birgir Örn segir sveitina enn ekki hafa samið við neinn um útgáfuna á Íslandi og allt sé enn opið í þeim efnum. Fluga á vegg Þegar Birgir Örn er beðinn um að reyna að lýsa nýju lögunum og hvern- ig væntanleg plata komi til með að hljóma segir hann hana ekki verða í líkingu við það síðasta sem sveitin gaf frá sér, lagið „Nánast ólöglegt“, það lag verði ekki einu sinni á plötunni nýju, af þeirri einföldu ástæðu, að það á ekki heima á henni, „það er bara of þungt og tekur á erfiðum tilfinning- um“ segir Birgir Örn. „Á nýju plöt- unni verður miklu léttara yfir mönnum og lögin í raun miklu skemmtilegri. Það er mjög mikið „við strákarnir“ yfirbragð á henni, enda höfum við verið lokaðir inni í bílskúr í 2 ár og sórum þess eið að stíga ekki út úr honum fyrr en við værum komnir með 10 geðveik lög. Og við trúum að það hafi tekist.“ Þegar upptökum lýkur í næstu viku verður haldið heim og stefnan sett á að hvíla sig á afrakstrinum í einar þrjár vikur, „til að öðlast nauðsynlega fjarlægð við það“ eins og Birgir Örn orðar það, áður en hafist verður handa við að hljóðblanda það og fín- pússa. Í september og október mun Maus síðan halda á ný af landi brott og leika á tónleikum í Frakklandi, Þýskalandi og í Danmörku. Að öðru leyti er fram- tíðin óljós, þ. á m. hvenær nýja platan kemur út. Fyrir áhugasama má geta þess að lokum að á rómaðri heimasíðu Maus er nú hægt að heimsækja sveitina í Das Studio og fylgjast með upptökum á nýju plötunni, eins og fluga á vegg. Einnig skilja drengirnir eftir regluleg skilaboð til gesta, minnispunkta, þar sem þeir rekja upptökuferlið frá degi til dags, í dagbókarformi. „Við strákarnir“ Maus tekur upp nýja plötu í Das Studio í Þýskalandi TENGLAR ..................................................... www.maus.is Birgir Örn finnur flugu á fóðruðum vegg Das Studio.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.