Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK  Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít ✝ Magnús Kjærne-sted fæddist í Reykjavík 29. janúar 1947. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Lárus Lúðvík Kjærnested verk- stjóri, f. 20. mars 1920, d. 13. apríl 1999, og Guðrún Egilsdóttir Marberg húsmóðir, f. 4. des. 1918, d. 4. júní 2001. Systkini Magnúsar eru: Emilía, f. 24. mars 1951, gift Karli Stefáni Hannes- syni, Sigrún, f. 5. mars 1955, gift Ívari Magnússyni og Ragnar, f. 19. október 1957, kvæntur Ástríði Jóhönnu Jensdóttur. Hinn 17. júlí 1971 kvæntist Magnús Ásdísi Kristinsdóttur ritara, f. 18. júlí 1948. Foreldrar hennar voru Kristinn Lýðsson ölgerðarmaður í Reykjavík, f. 14. apríl 1904, d. 19. Stýrimannaskólann og þaðan lauk hann farmannaprófi 1970. Sjó- mennskuferil sinn hóf Magnús 15 ára gamall sem vikadrengur á ms. Esju. Þaðan lá leið hans á Sambandsskipin, ms. Helgafell, ms. Arnarfell og ms. Litlafell, fyrst sem léttadrengur og síðan háseti. Að námi loknu í Stýrimannaskólanum réðst Magn- ús til danska skipafélagsins DFDS og sigldi sem stýrimaður á skipum þess til fjarlægra landa á árunum 1970–71. Fljótlega eftir heimkom- una réðst hann til Eimskipafélags Íslands hf. og hóf störf á skipum þess, í fyrstu sem afleysingamað- ur en fastráðinn stýrimaður í maí 1974. Næstu 14 árin sigldi Magnús sem 1. stýrimaður og afleysinga- skipstjóri á skipum félagsins, m.a. á ms. Selfossi (II), ms. Írafossi og ms. Eyrarfossi, sem voru í föstum Ameríku- og Evrópusiglingum. Eftir að Magnús hætti sjómennsku árið 1988 hóf hann störf í landi og réðst sem verkstjóri til fyrirtæk- isins Jónar hf., síðar Flutnings- miðlunin Jónar hf., og Jónar Transport til dauðadags. Útför Magnúsar Kjærnested verður gerð frá Fossvogskirkju á morgun, mánudag 8. júlí og hefst afhöfnin klukkan 13.30. des. 1981, og Aðal- heiður Björnsdóttir húsmóðir, f. 19. sept. 1904, d. 20. sept. 1987. Magnúsi og Ásdísi varð þriggja barna auðið og eru tvö þeirra á lífi: Krist- inn Kjærnested sölu- fulltrúi, f. 13. ágúst 1972, kvæntur Sig- rúnu Þóru Gunnars- dóttur leiðbeinanda, f. 10. maí 1972, þau eiga soninn Gunnar Darra Kjærnested, f. 17. sept. 1998, og Að- alheiður sölufulltrúi, f. 18. des. 1979. Sambýlismaður hennar er Högni Auðunsson, f. 26. ágúst 1977. Auk þeirra fæddist þeim drengur 3. apríl 1977, sem lést samdægurs. Að loknu gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum við Lindar- götu hóf Magnús nám í húsasmíði og lauk fyrri hluta iðnskólanáms í þeirri grein. Leið hans lá síðan í Það er mér ótrúlega sárt að kveðja elskulegan föður minn og kæran vin. Ég reyni að berja í mig eldmóð og vinna jákvætt úr reiðinni sem leitar á. Söknuðurinn er mikill og minning- arnar óteljandi. Er ég læt hugann reika man ég glöggt hve ég hlakkaði til sem polli þegar pabbi kom heim eftir að hafa stýrt skipum Eimskips í örugga höfn. Ég sat við stofuglugg- ann, mundaði kíkinn og beið eftir að hann sigldi framhjá í átt að Sunda- höfn. Hann kom aldrei tómhentur heim, alltaf fékk ég eitthvað dót. Síð- ar varð það aðalsportið að fá að fljóta með. Þeir voru ófáir túrarnir sem við sigldum saman. Hann passaði ávallt vel upp á mig og sá til þess að ég kæmist í land, þótt hann ætti vakt- ina. Vel valdir undirmenn hans fengu þann heiður að sjá til þess að ég sæi það sem spennandi var á við- komandi stöðum, hvort sem þeim líkaði það betur eða verr. Ég var, held ég, ekkert sérlega leiðinlegur krakki en kannski þorðu þeir ekki að segja annað en að ég hefði verið góð- ur strákur og verið duglegur að borða McDonald’s-inn. Við launuðum þeim greiðann með nýjustu fréttum um stöðu mála í fót- boltanum. Pabbi hlustaði eftir úrslit- unum, ég pikkaði þau á ritvél og stöðuna í deildinni hengdi ég síðan upp í matsölum skipanna. Þá var ég Bjarni Fel. hafsins. Pabbi vildi ekki að ég yrði sjómað- ur, hann ætlaði sér að koma í land og mikið varð ég glaður þegar það varð að veruleika, vorið 1988. Líkt og í draumi bauðst pabba vinna hjá „Jónunum“ í Hafnarfirði. Þar tók hann að sér verkstjórn og lét til sín taka svo um munaði og óhætt er segja að hann hafi átt stóran þátt í velgengni fyrirtækisins. Hann tók frá fyrsta degi miklu ástfóstri við Jónana og yfirmenn fyr- irtækisins sem honum þótti vænt um. Ég nefndi oft við mömmu hvað honum þætti vænt um Eimskip en hann elskaði hins vegar Jónana. Sem fyrr naut ég góðs af að eiga hann að því pabbi réð mig til sín í vinnu. Við vorum vinnufélagar í ellefu ár og í tæp sex ár vorum við samferða kvölds og morgna. Hann sótti mig alla morgna og það var eins gott að vera mættur út á horn þegar hann og Allý systir komu brunandi. Það var engin miskunn sýnd og hvorki stoppað né beðið ef ég var seinn fyr- ir. Á leið til vinnu gafst tækifæri til að ræða það sem framundan var og síðan var dagurinn gerður upp á heimleiðinni. Eitt af því sem við ræddum var að hann yrði að taka sig á í „símamál- unum“. Honum var frekar í nöp við síma og fannst stundum sem af hon- um stafaði óþarfa ónæði. Heimafyrir var svipað upp á teningnum. Sissa konan mín veigraði sér lengi við að hringja heim því ósjaldan svaraði hann með hálfum huga, niðursokk- inn í hasarmynd í kassanum og jafn- vel fimm, tíu eða fimmtán mínútum síðar sagðir hann, „Kiddi minn, það er síminn til þín“. Fátt þótti honum skemmtilegra í seinni tíð en að ganga til rjúpna og ná í jólamatinn og ófáar voru ferð- irnar farnar með Geira frænda. Snemma morguns var haldið af stað og einni ferð þeirra gleymi ég aldrei. Heima dressaði pabbi sig í til- heyrandi klæðnað og var all vígaleg- ur útlits þegar hann lagði af stað í flýti því engan tíma mátti missa. Á miðri leið til Geira bilaði Galant-inn hans nálægt BSÍ. Nú voru góð ráð dýr og stefnan tekin á nætursölu BSÍ, því hann þurfti að komast í síma til að hringja heim eftir aðstoð. Mamma brást fljótt við, hún kom innan stundar og sótti pabba á BMW-inum sem hann fór síðan á upp á heiðar. Fróðir menn héldu því fram að stúlkan í nætursölunni hafi þurft áfallahjálp eftir að pabbi var farinn af vettvangi. Henni leist ekki á blikuna og bjóst ábyggilega við hinu versta þegar hann kom í öllu sínu veldi, uppáklæddur í stríðsbún- ingi sínum og bað um að fá að hringja. Nóg var af rjúpunni þetta árið. Pabbi fékk sinn skerf af áföllum. Hryggbrotnaði við vinnu í bílskúrn- um er háaloftið gaf sig og hann féll niður. Var reyndar á þeim tíma í þungavigtarflokki, enda matmaður mikill. Steikurnar hans voru óaðfinn- anlegar. Nokkrum árum síðar hand- arbrotnaði pabbi mjög illa, en stóð það af sér af karlmennsku og kom eins og áður sterkari til baka. Hann var algjör jaxl og í dag dylst það eng- um. Þrátt fyrir þetta mátti hann ekkert aumt sjá og fann mikið til með mér þegar fótboltahnéð á mér gaf sig sumarið 1991. Úti varð draumur hans um að ég yrði at- vinnumaður og hann umboðsmaður. Pabbi, ég var bara ekki nógu góður, þetta breytti engu. Upp frá því tók- um við okkur stöðu í stúkunni, hann fylgdist með KR úr fjarlægð en gladdist eins og allir KR-ingar þegar sá stóri loksins kom aftur í Frosta- skjólið eftir langa bið. Gleðin yfir langþráðum titli varð hins vegar að víkja í október sama ár er hann greindist með krabbamein. Með lífs- viljann, baráttuandann og kraftinn að vopni var ráðist gegn þessum vá- lega gesti. Það var hafið nýtt mót, batinn varð góður og allt lék í lyndi. Vorið 2000 tjáði pabbi mér að við værum á leið til Bítlaborgarinnar, stefnan var tekin á Anfield Road. Við vorum í fantaformi og tókum hressi- lega á því. Sáum til gamans Stoke og fengum höfðinglegar móttökur. Við vorum samt fegnir að eiga ekki hlut í klúbbnum, spilamennskan var afleit. Engar kvartanir bárust þó frá okkur vegna bjórsins sem við teyguðum á vellinum. Degi síðar vorum við staddir á „VIP“-barnum á Anfield og spáðum í leikinn með sjálfum Kenny Dalglish. Við sungum eins og venja er „You’ll never walk alone“ og sáum Liverpool rúlla yfir Tottenham, stemmningin var engu lík. Mér þótti skondið að í ferðinni virtist pabbi hafa tekið símann í sátt því hann hringdi reglulega heim til að gefa skýrslu, eða rapport eins og hann kallaði það, til mömmu, Allýjar, Sissu eða vinnufélaganna. Ég fékk heldur lítið útborgað þennan mán- uðinn því símreikningurinn var í hærra lagi. Það kom þó ekki að sök því ferðinni gleymi ég aldrei, þökk sé þér elsku pabbi. Mikið vildi ég að okkur hefði gefist fleiri tækifæri til að endurtaka leikinn. Ég á erfitt með að skilja hvers vegna svo góður faðir er tekinn burt í blóma lífisns. Við Sissa fáum hon- um aldrei fullþakkað fyrir allt það sem hann gerði fyrir okkur. Gunnar Darri vill fá afa Magga heim og við vitum að þú munt halda verndar- hendi yfir honum á lífsleiðinni. Þegar nýja veiðistöngin frá Magga afa verður vígð er ég viss um að þú verður nálægur. Þjáningum pabba er nú lokið, hann var hetjan okkar og við munum passa vel upp á klettinn okkar, hana mömmu, fyrir þig. Ég kveð þig nú elsku pabbi og til- hugsunin ein að ég sé þinn eini sonur er allt að því ósanngjörn því þig hefðu margir kosið að eiga. Þinn þakkláti sonur, Kristinn. Mín fyrstu ár var pabbi á sjónum og sigldi þá til útlanda. Tilhlökkunin að fá hann í land var ógleymanleg og við Kristinn biðum spennt í stofu- glugganum til að sjá hann sigla í höfn, og alltaf færði hann okkur eitt- hvað fallegt. Ég man eftir hjólunum tveimur sem hann færði mér, annað hjólið var aðeins minna og það átti ég að nota til þess að æfa mig á. Síð- an mátti ég byrja að nota hitt. Silver Cross-dúkkuvagninn á ég enn. Þær voru ógleymanlegar ferðirn- ar sem ég fékk að fara með pabba þegar hann sigldi innanlands á Mánafossi. Þá fékk ég að sitja í brúnni og tilkynna komu okkar í tal- stöðina og þegar skipið kom í höfn hófst veiðin. Pabbi lét mig fá færi og kenndi mér að dorga sem varð til þess að ég stóð tímunum saman á dekkinu og veiddi marhnúta. Þegar pabbi var kominn í land og farinn að vinna hjá Jónunum eydd- um við mun meiri tíma saman. Hon- um fannst tími til kominn að ég lærði að veiða fyrir alvöru og eftir að hafa legið í öllum blómabeðum og tínt ánamaðka var förinni heitið að El- liðavatni. Þar eyddum við mörgum kvöldum saman í yndislegri kyrrð og ró. Við vorum alltaf á sama stað og veiddum grimmt. Við Högni festum kaup á íbúð um miðjan febrúar og fengum hana af- henta í júní sl. Pabbi hlakkaði mikið til fyrir okkar hönd, hann vildi mála, smíða betri girðingu í garðinn og flísaleggja baðherbergið svo eitt- hvað sé nefnt. Svo veiktist hann svo mikið og fór á spítala í byrjun júní, en ráðleggingar hans voru okkur dýrmætar. Ég trúi að hann eigi eftir að koma oft í heimsókn og vera hjá mér. Elsku besti pabbi. Ég elska þig svo heitt að hjarta mitt brennur. Ég get varla með orðum lýst hversu sárt ég sakna þín. Þú varst mér alltaf svo góður og vildir allt fyrir mig gera og svo ótrúlega duglegur baráttunni við sjúkdóminn. Ég get lofað því að þú átt eftir að verða stoltur af mér rétt eins og ég er af þér og ég á eftir að hugsa vel um mömmu. Þín dóttir Aðalheiður. Við dánarbeð Magnúsar Kjærne- sted leita á hugann minningar um góðan og eftirminnilegan vin sem kallaður er á brott á besta aldri frá fjölskyldu sinni eftir mikla baráttu við illvígan sjúkdóm. Ferskur and- vari barst með Magnúsi við fyrstu kynni þegar hann tók að venja kom- ur sínar á heimili væntanlegra tengdaforeldra sinna, Aðalheiðar Björnsdóttur og Kristins Lýðssonar, á Hringbraut 52 í Reykjavík. Ásdís, yngsta barn þeirra og síðar eigin- kona Magnúsar, bjó þá í föðurhúsum og var hann strax aufúsugestur á heimilinu. Um þær mundir var Magnús að hefja nám í Stýrimanna- skólanum sem hann lauk að fjórum árum liðnum, 1970. Samhliða skóla- námi stundaði hann sjóinn og var m.a. háseti á ms. Litlafelli. Sjó- mennskuferil sinn hóf Magnús sem léttadrengur á ms. Esju, en var síð- an á Sambandsskipunum ms. Helga- felli og ms. Arnarfelli. Með far- mannspróf upp á vasann tók hann að undirbúa framtíðarstarf sitt og til að afla sér reynslu og meiri þekkingar réðst hann til danska skipafélagsins DFDS og sigldi sem stýrimaður á skipum þess sem voru m.a. í ferðum til Brasilíu og Argentínu. Heimkominn til Íslands aftur 1971, gekk Magnús að eiga unnustu sína, Ásdísi Kristinsdóttur, sem þol- inmóð hafði beðið hans í festum. Með hana sér við hlið var stofnun heimilis næsta verkefni sem Magnús tók sér fyrir hendur. Góðan stuðning fengu ungu hjónin frá foreldrum sínum og til marks um það bjuggu þau fyrsta búskaparár sitt á heimili foreldra Ásdísar á Hringbrautinni og þar voru þau þegar fyrsta barn þeirra, Kristinn, kom í heiminn árið 1972. Næstu árin bjuggu þau í Hafnarfirði í nýrri íbúð sem þau höfðu fest kaup á og innréttað. Þar fæddist þeim annar sonur 1977 sem þau urðu að sjá á bak sama dag og hann fæddist. Hugurinn stefndi hærra í íbúðamál- um og ekki leið langur tími þar til þau fluttu inn í framtíðarheimili sitt, fallegt einbýlishús við Sefgarða á Seltjarnarnesi, sem þau keyptu í smíðum og innréttuðu af mikilli smekkvísi. Meðan á frágangi hússins stóð, sem tók á annað ár, fengu þau aftur inni á Hringbraut 52. Í húsinu við Sefgarða hefur heimili Magnúsar og Ásdísar verið síðan og þar bættist dóttirin Aðalheiður í hópinn árið 1977. Húsið þeirra stendur skammt frá sjó norðanmegin á Nesinu þar sem öldurnar lemja sjávarklettana annan daginn en gæla mjúklega við fjöru- steina hinn og þaðan er fallegt að horfa út á sjóinn með Akrafjall, Skarðsheiði og Esju í öllum sínum margbreytileika í bakgrunni. Út um stofuglugga gat Magnús fylgst með skipaferðum og eftir að hann kom í land, leikur ekki vafi á því að honum hefur verið hugsað til fyrrum félaga sinna er þar héldu um stjórnvölinn. Til að hlífa viðkvæmum sumargróðri og trjám, sem þau hjónin lögðu mikla alúð við að koma upp við húsið, reisti Magnús skjólgarða sem nýtt- ust einnig sem skjól fyrir fjölskyld- una þegar hún safnaðist saman á góðviðrisdögum. Húsinu hefur alla tíð verið vel við haldið og ótaldar eru stundirnar sem fóru í að dytta að, bæði innan húss og utan. Ekki er langt síðan Magnús, sem bágt átti með að sitja iðjulaus, málaði sjálfur húsið að utan og lagði mikla vinnu í að endurnýja þakið með vini sínum. Megnið af sjómennskuferli sínum starfaði Magnús Kjærnested hjá Eimskipafélagi Íslands. Þangað réðst hann skömmu eftir heimkom- una frá Danmörku og störfin hjá DFDS, fyrst sem háseti og afleys- ingamaður í brú, en 1974 var hann fastráðinn sem stýrimaður hjá félag- inu. Næstu árin sigldi hann sem 1. stýrimaður og afleysingaskipstjóri á glæsilegustu skipum Eimskip þeirra tíma. Má þar nefna ms. Selfoss (II), ms. Írafoss og ms. Eyrarfoss, sem voru í föstum Ameríku- og Evrópu- ferðum. Sjómennskunni fylgdu lang- ar fjarverustundir, en þær stundir sem gáfust til samvista með fjöl- skyldunni voru vel nýttar og gleði ríkti á heimilinu. Til að lengja sam- verustundirnar fór Ásdís ófáar ferð- ir með Magga sínum til ókunnra landa. Mikil breyting varð á þegar Magnús hætti störfum á sjó árið 1988, en gerðist verkstjóri hjá flutn- ingafyrirtækinu Jónar-Transport í Hafnarfirði þar sem hann vann allt fram undir það síðasta meðan heils- an leyfði. Þótt vinnudagurinn væri oftast langur og þreyta hefur án efa sagt til sín, var hver frístund notuð til hins ítrasta til að hlúa að heim- ilinu og fegra umhverfið. Það geta þeir borið vott um sem til þekktu. Öllum sem þekktu Magnús Kjærnested, nánasta skyldfólki hans, jafnt sem venslafólki, vinum, kunningjum og öðrum sem honum kynntust, er harmur í huga og hans er sárt saknað við ótímabært fráfall. Sama má að segja um heimilishund- inn Gæja, en milli þeirra Magnúsar ríkti einstakt vinarþel. Við hjónin þökkum Magnúsi ánægjuleg samvistarár og auðsýnda góðvild í okkar garð, barna okkar og fjölskyldna þeirra. Elsku Ásdís, við sendum þér, börnum þínum og fjölskyldum þeirra hugheilar samúðarkveðjur. Unnur og Valgeir. Elsku bróðir og mágur, nú er komið að kveðjustund, þriggja ára þrautagöngu þinni er lokið, sjúk- dómurinn hefur haft yfirhöndina og sigrað líkama þinn. Síðustu daga lífs þíns kom svo berlega í ljós úr hverju þú varst gerður, þú gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Þú varst baráttumaður mikill og lítið fyrir að bera á torg þjáningar þínar. Þegar þú varst spurður var svarið alltaf „ég hef það ágætt“. Nú þegar við hugleiðum farinn veg streyma margar góðar minning- ar um samverustundir sem við átt- um með þér og fjölskyldu, sem mun lifa og lina sorg okkar allra sem vor- um svo lánsöm að þekkja þig. Vinir og ættingjar allir sem áttu með þér leið biðja í Herrans hallir þér heimkoman verði greið. Þó skilji vinir á vegi vaxa í hjörtum blóm sem lifa þó líkaminn deyi í lausnarans helgidóm. (Vígþór H. Jörundsson.) Elsku Ásdís, Kristinn, Aðalheiður, Sigrún, Högni og Gunnar Darri. MAGNÚS KJÆRNESTED
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.