Morgunblaðið - 07.07.2002, Síða 6

Morgunblaðið - 07.07.2002, Síða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 30/6 – 6/7 ERLENT INNLENT  ÁÆTLAÐ er að um 1.700 Íslendingar muni greinast árlega með krabbamein árið 2020 en í dag greinast að meðaltali um 1.000 manns. Tilfelli meðal karla aukast hraðar eða um 82% en meðal kvenna er spáð 62% aukn- ingu. Þetta kemur fram í spá norrænu krabbameins- skrárinnar sem kynnt var við upphaf alþjóðlegrar krabbameinsráðstefnu í Osló í vikunni.  FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur samþykkti samhljóða á fundi sínum í vikunni að bæta við einni kennslustund á dag í stundaskrá barna í öðrum, þriðja og fjórða bekk í grunnskólum Reykjavíkur.  TIL SKOÐUNAR eru í dómsmálaráðuneytinu hugmyndir um að flytja yfirstjórn Almannavarna ríkisins til embættis rík- islögreglustjóra. Engar breytingar verða þó á starfsemi almannavarna hér á landi.  MIKIÐ framboð er á óseldu húsnæði í Grafar- holti, sérstaklega stórum eignum. Um tímabundið ástand er að ræða, að sögn viðmælenda sem Morg- unblaðið hafði samband við í vikunni og hefur áhugi glæðst að undan- förnu.  GRUNSAMLEGUR pakki varð þess valdandi að varnarsvæðinu var lok- að í tæpa þrjá tíma á mið- vikudag. Þegar betur var að gáð reyndist hann inni- halda tímarit, súkkulaði og kökur. Árni Johnsen dæmdur í 15 mánaða fangelsi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í vikunni Árna Johnsen, fyrr- verandi alþingismann, í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi, rangar skýrslur til yf- irvalda, mútuþægni og umboðssvik. Árni játaði 12 ákærluliði af þeim 27 sem beindust gegn honum og var sak- felldur fyrir sex liði til viðbótar en sýkn- aður af níu ákæruliðum. Björn Kristmann Leifsson, Gísli Haf- liði Guðmundsson, Stefán Axel Stefáns- son og Tómas Tómasson voru allir sýknaðir af ákæru ríkissaksóknara. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað, hvorki af hálfu Árna né ríkissaksóknara. Þreifingar um kaup á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands ÞREIFINGAR voru uppi í vikunni um kaup eignarhaldsfélags í eigu Björgólfs Guðmundssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar Þor- steinssonar, stofnenda bjórframleið- andans Bravo í Rússlandi, á hlut ís- lenska ríkisins í LÍ. Á föstudag var ákveðið að taka ekki upp beinar viðræður um kaup þre- menninganna á hlut ríkisins í bankan- um án þess að gefa öðrum fjárfestum einnig kost á þátttöku. Í kjölfar þess að sú ákvörðun var kynnt þremenningun- um drógu þeir ósk sína um viðræður til baka. Gjaldskrá hækkuð um 8,5% að meðaltali ÍSLANDSPÓSTUR hækkaði í vikunni póstgjaldskrár um 8,5 prósent að með- altali. Þá hefur fyrirtækið auk þess lagt niður sérstaka gjaldskrá fyrir blöð og tímarit og hækkar dreifingarkostnaður á þeim umtalsvert. Flugslys yfir Þýska- landi kostaði 71 lífið SJÖTÍU og einn maður fórst þegar tvær stórar þotur skullu saman á flugi yfir Suður-Þýskalandi á mánu- dagskvöld. Var önnur þotan rúss- nesk, af gerðinni Tupolev 154, og í henni voru 69 manns, en hin var fraktvél af gerðinni Boeing 757 með tveggja manna áhöfn. Allir sem voru í þotunum fórust en ekkert manntjón varð á jörðu niðri þótt logandi braki úr vélunum hefði rignt yfir stórt svæði við bæina Überlingen og Konstanz við Bodenvatn á landamær- um Þýskalands og Sviss. Svissnesk yfirvöld greindu frá því að árekstravarinn í flugturninum í Zürich hefði verið óvirkur vegna við- halds þegar turninn tók við umsjón þotnanna áður en slysið varð. Þá hefði annar af tveimur flugumferð- arstjórum, sem voru á vakt í Zürich, brotið reglur með því að skreppa frá meðan árekstravarinn var óvirkur. Báðar þoturnar voru að lækka flugið til að forðast árekstur þegar þær skullu saman. Áhöfn Tupolev- þotunnar fékk ekki tilmæli frá flug- turninum um að lækka flugið fyrr en 44 sekúndum áður en áreksturinn varð, en ekki um tveimur mínútum eins og svissneska flugumferðar- stjórnin hélt fram í fyrstu. Áhöfn Tupolev-þotunnar byrjaði að lækka flugið 14 sek. síðar, eða 30 sek. áður en leiðir vélanna skárust, eftir að til- mælin höfðu verið tvítekin. Boeing- þotan var búin árekstravara og hafði þá einnig lækkað flugið til að forðast árekstur. Í rússnesku farþegaþotunni voru 52 börn og unglingar frá sjálfstjórn- arlýðveldinu Bashkortostan í Úral- fjöllum og höfðu þau unnið ferð til Barcelona á Spáni í verðlaun fyrir góða námsframmistöðu. Hópurinn átti að fara til Spánar tveimur dögum áður en missti af tengiflugi í Moskvu og fékk aðra flugvél til fararinnar.  AFGANSKIR embætt- ismenn segja að um 48 manns hafi beðið bana og yfir hundrað særst í sprengjuárás bandarískra herflugvéla á afganskt þorp á sunnudag. Að sögn Afgana voru gestir í trú- lofunarveislu á meðal þeirra sem urðu fyrir árásinni. Bandarískir embættis- menn segja að flugvél- arnar hafi ráðist á sex skotmörk nálægt þorpinu eftir að reynt hafi verið að skjóta eina þeirra niður.  ÞRÍR létu lífið og þrír særðust þegar vopnaður maður hóf skothríð við innritunarborð ísraelska flugfélagsins El Al á al- þjóðaflugvellinum í Los Angeles á fimmtudag, þjóðhátíðardegi Banda- ríkjanna. Ísraelar sögðu engan vafa leika á því að um væri að ræða hryðju- verk og töldu líklegra að árásarmaðurinn tengdist al-Qaeda en palestínskum hreyfingum. Árásarmað- urinn var af egypskum ættum og öryggisvörður skaut hann til bana.  ÖRYGGISRÁÐ Samein- uðu þjóðanna ákvað á mið- vikudag að framlengja til 15. júlí heimild samtak- anna til að vera með frið- argæslulið í Bosníu. Gefst þá tími til að leysa deilu Bandaríkjanna við flest önnur aðildarríki ráðsins um hvort Alþjóðlegi saka- máladómstólinn, sem tek- ur til starfa á næsta ári, megi lögsækja bandaríska friðargæsluliða. SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur farið yfir álit umboðsmanns Alþingis og mun taka tillit til ábendinga, sem fram koma í áliti hans, en í því segir að Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra hafi verið vanhæfur til að stað- festa, að beiðni vegamálastjóra, áform Vegagerðar ríkisins um lagn- ingu nýs þjóðvegar um Vatnaheiði. Staðsetning vega ákveðin af skipulagsyfirvöldum Í svari samgönguráðuneytisins kemur fram að ráðuneytið telur hins vegar rétt að taka skýrt fram að skilningur þess og Vegagerðarinnar hafi ætíð verið sá að samkvæmt vegalögum sé það vegamálastjóri sem er til þess bær að taka afstöðu og ákvörðun um legu vega og þá jafnframt áður en sótt sé um fram- kvæmdaleyfi hjá viðkomandi sveit- arfélagi, sé um óskipulagt svæði að ræða. „Gert er ráð fyrir því í lögum,“ segir í svarinu, „að staðsetning vega sé almennt ákveðin af skipulagsyfir- völdum. Er sá skilningur staðfestur í áliti umboðsmanns Alþingis. Ráðu- neytið hefur jafnframt litið svo á að ákvarðanir vegamálastjóra um stað- arval væri ekki hægt að framsenda til ráðherra til ákvörðunar, þ.e. sam- þykkis eða synjunar, heldur ein- göngu til staðfestingar á þegar tek- inni ákvörðun. Af hálfu samgönguráðuneytis var litið svo á að ekki væri verið að taka þátt í með- ferð máls eða ákvarðanatöku vegna staðarvals um lagningu vegar um Vatnaheiði á Snæfellsnesi. Skilning- ur ráðuneytisins á bréfi vegamála- stjóra var sá, að af hálfu Vegagerð- arinnar væri búið að taka ákvörðun um staðarval vegarins enda í sam- ræmi við upphaflegar tillögur og ákvarðanir Vegagerðarinnar, orða- lag bréfsins, svo og gildandi vegáætl- un fyrir árin 1999–2002. Sú vegáætl- un var hins vegar til endurskoðunar í ráðuneytinu. Því var leitað staðfest- ingar ráðherra á ákvörðun Vega- gerðarinnar enda hefði slíkt í för með sér að tillagna væri að vænta um fjárveitingar til verksins, sem síðan voru lagðar fyrir Alþingi til samþykktar.“ Töldu vanhæfisreglur ekki geta átt við Í svarinu segir einnig að ráðuneyt- ið hafi lagt þann skilning í bréf vega- málastjóra að verið væri að fram- senda endanlegt ákvörðunarvald um það hvaða leið skyldi verða fyrir val- inu, enda ekki tekið fram í bréfinu. Af þeim sökum hafi það aldrei komið til álita að vanhæfisreglur stjórn- sýslunnar gætu átt við, þar sem ekki hafi verið talið að ráðuneytið væri með málið til efnislegrar meðferðar. „Álit umboðsmanns Alþingis felur hins vegar í sér að hann leggur ann- an skilning í bréf vegamálastjóra og samgönguráðherra og að samkvæmt vegalögum og almennum reglum stjórnsýsluréttar sé heimilt fyrir vegamálastjóra að framsenda ákvarðanir um staðarval til ráð- herra, sé um veglagningu á óskipu- lögðu svæði að ræða. Þó að ráðu- neytið geti ekki fallist á þá skoðun umboðsmanns að í máli þessu hafi ákvarðanataka um staðarval verið framsend til ráðuneytisins mun það taka tillit til niðurstöðu umboðs- manns í framtíðinni og gæta þess að orðalag bréfa geti ekki verið skilið á víðtækari hátt en þeim er ætlað.“ Í svari ráðuneytisins segir einnig að vegna mikilla anna í ráðuneytinu hafi orðið meiri dráttur á svari til umboðsmanns en æskilegt kann að vera. Eftirleiðis verði leitast við að hraða svörum til umboðsmanns Al- þingis. Samgönguráðherra svarar umboðsmanni Alþingis vegna vegar um Vatnaheiði Tekur tillit til ábend- inga umboðsmanns JÓN Guðmundsson út- gerðarmaður lést á heimili sínu 1. júlí sl., 73 ára að aldri. Hann fædd- ist 15. maí árið 1929 að Hvammi í Landssveit. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson bóndi og Steinunn Giss- urardóttir. Jón ólst upp að Hvammi. Hann fór ung- ur í Iðnskólann í Reykjavík og nam þar trésmíði. Hann hlaut síðan meistararéttindi í þeirri grein. Eftir námið starfaði Jón við húsa- smíði í Reykjavík en vegna slysa sem hann lenti í þurfti hann að breyta um starfsvettvang. Hóf hann þá akstur bifreiða og var einn af stofnendum Sendibílastöðvarinnar í Reykjavík. Árið 1963 byrjaði Jón að starfa við útgerð en þá keypti hann bát, Sjóla, ásamt tengdaföður sín- um, Haraldi Kristjáns- syni skipstjóra. Síðan þá hefur reksturinn, Sjólaskip hf., dafnað jafnt og þétt og er hann nú orðinn afar umsvifa- mikill, einkum á er- lendri grund. Á árunum 1970 til 1998 rak Jón einnig umsvifamikla fiskvinnslu í Hafnar- firði, Sjólastöðina. Jafnframt því sem Jón starfaði að eigin rekstri kom hann að rekstri ýmissa annarra fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi og tók hann þátt í stjórnun þeirra. Þá var hann félagi í Rótarýklúbbi Hafn- arfjarðar. Jón kvæntist Marinellu Ragnheiði Haraldsóttur 31. maí 1953. Þau eign- uðust fjögur börn. Barnabörnin eru ellefu og barnabarnabörnin þrjú. Andlát JÓN GUÐMUNDSSON STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri opnuðu form- lega á föstudag ný mislæg gatnamót Hringvegar og Víkur- vegar. Gatnamótin eru samvinnu- verkefni Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar, en samtímis þessari framkvæmd var unnið við endurnýjun og lagfæringar á stofn- lögnum Orkuveitu Reykjavíkur á svæðinu. Með þessum nýju gatnamótum batnar umferðartenging frá íbúða- byggðinni í Grafarvogi um Víkur- veg á Hringveg, auk þess sem um- ferð úr nýja íbúðahverfinu í Grafarholti á eftir að ganga greið- ar fyrir sig. Hringvegur var tvöfaldaður að Úlfarsá í þessum fyrsta áfanga sem nú hefur verið tekinn í notkun og ljósgatnamót við Víkurveg voru lögð af en Víkurvegur hefur verið lagður á brú yfir Hringveginn með tilheyrandi römpum. Nýi Víkurveg- urinn tengist núverandi Víkurvegi í hápunkti á Keldnaholti vestan Hringvegar, en að austanverðu tengist hann við ný ljósagatnamót Þúsaldar- og Reynisvatnsvegar. Öryggi gangandi vegfaranda mun einnig aukast, en Grafarholt og Grafarvogur tengjast með nýrri gönguleið. Brúin yfir Hringveg verður tvö- földuð í síðari áföngum, en áætlað er að árið 2008 verði umferð um Víkurveg um það bil 16 þúsund bílar á sólarhring og umferð á Hringvegi undir brúna um 20 þús- und bílar á sólarhring. Árið 2000 var umferð um Víkurveg um 10 þúsund bílar á sólarhring að meðaltali. Tvær brýr eru fyrirhugaðar á gatnamótunum og er nýja brúin sú syðri. Öll hönnun hennar miðar að því að halda þversniði opnu til að mynda léttleika í ásýnd mannvirk- isins. Ný mislæg gatnamót Hringvegar og Víkurvegar opnuð Bæta tengingu úr Grafar- holti og Grafarvogi Morgunblaðið/Arnaldur Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri klippa á borða og opna nýju gatnamótin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.