Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 30
SKOÐUN 30 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGINN 25. maí sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Eddu Sif Sigurðardóttur í Hafn- arfirði. Hún ræðir þar um þröng- sýni og fordóma gagnvart Ísraels- mönnum í átökum þeirra og Palestínumanna. Edda hvetur fólk til þess að skoða þessi mál for- dómalaust. Ég hvet hana til hins sama. Mér virðist, samkvæmt greininni, sem hún viti fremur fátt um bakgrunn þess ófriðar er nú rík- ir milli þessara þjóða eða leggi a.m.k. ekki þá þekkingu til grund- vallar máli sínu. Gyðingar yfirgáfu hið umdeilda land fyr- ir fimmtán hundruð til tvö þúsund árum og aðrir þjóðflokkar komu þangað og sett- ust þar að í aldanna rás svo sem gengur og gerist. Gyðingar dreifðust vítt um lönd og fundu hvarvetna farveg fyrir gáfur sínar og snilld. Þeim búnaðist vel og sýndu stundum tilhneigingu til að vera ríki í ríkinu. Það var hvergi vel séð. Sem barn og ung- lingur á fjórða tug síðustu aldar fylgdist ég, og raunar allir sem ég þekkti, með ógnfullri aðför að gyð- ingum og síðan helför þeirra. Ég þori að fullyrða að þeir áttu ein- læga samúð fólks almennt og sam- hug. Trúarbrögð skiptu ekki máli í afstöðu manna fremur en nú – að- eins manneskjan. Hið sama hug- arfar ríkti, er Sameinuðu þjóðirnar stóðu að því að stofna nýtt ,,föð- urland“ handa gyðingum árið 1948 – ríkið Ísrael. Menn fögnuðu því og voru glaðir jafnvel þó að menn vissu – misvel þó – að þetta land var tekið af öðru fólki – Palestínubúum, – sem flutt var burt af svæðinu og í flótta- mannabúðir þar sem það og afkomendur þess búa enn við full- komið mannréttinda- leysi og árásir Ísraela. Það voru sem sagt al- þjóðleg samtök – Sam- einuðu þjóðirnar – sem stofnuðu Ísraelsríki, ákváðu landamæri þess og hafa vafalaust sett því og nágrannaríkinu, Palestínu, mótaðar reglur um réttindi og skyldur beggja þótt ég muni þær ekki. Ísraelsmenn – gyð- ingar – tóku brátt að ganga á gerða samninga við alþjóðastofnanir. Þeir réðust inn í Palestínu og tóku með valdi lönd og eignir íbúanna og hófu að reisa eigin hús og mannvirki á svæðum, sem þeir áttu engan rétt til. Þessi yfirgangur leiddi til árekstra við alþjóðastofnanir og til aðgerða þeirrar og nýrrar friðar- og samningsgerðar árið 1967. Alla þá samninga og aðrar friðartilraun- ir, m.a. friðarsamning kenndan við Osló, hafa stjórnvöld í Ísrael virt að vettugi og haldið áfram að leggja undir sig þau eignarlönd Palest- ínumanna, er þeir fengu að halda 1948. Ég býst ekki við því að Íslend- ingar mundu sætta sig við aðfarir Ísraelsmanna, minnug landhelgis- deilna þeirra við útlendinga og landamerkjadeilna innbyrðis ár og síð. Þeir mundu áreiðanlega grípa til mótaðgerða þó ekki hafi þeir her. Það hafa Palestínumenn líka gert. Þar sem þeir hafa ekki brotið á sáttagerð Sameinuðu þjóðanna gagnvart Ísrael hafa þeir engum hlunnindum að fórna á þeim vett- vangi. Þeir hafa engan her eða her- búnað gegn best og mest vígvædda her veraldar. Forseti landsins og stjórn sitja í gjörgæslu Ísr- aelsmanna og allar stjórnstöðvar landsins eru í rústum í eiginlegri og óeiginlegri merkingu vegna aðgerða þeirra. Palestínumenn eiga því fárra kosta völ. Þeir hafa óskað eft- ir alþjóðlegu friðargæsluliði en fá það ekki vegna andstöðu Ísraela og Bandaríkjamanna. Þeir geta ekki beðið ríki trúbræðra sinna um hernaðaraðstoð. Þau mundu heldur ekki veita hana. Slíkt væri nánast ávísun á styrjöld, óútreiknanlega, víðtæka og lífseyðandi. Þannig eiga Palestínumenn aðeins ráð á eigin lífi sem einstaklingar til mótað- gerða gegn Ísrael. Sem slíkir kjósa þeir sjálfsfórnardauða og undir- strika hann sem hernað gegn Ísr- aelsmönnum með því að taka nokkra þeirra með sér áleiðis í dauðann. Þetta eru þeirra hern- aðaraðgerðir. Hvað sem manni kann að finnast um jafn vonlausan og óviðunandi verknað, þá er vissu- lega forvitnilegt og merkilegt að lesa og skynja mismunandi viðhorf manna til manndrápa og mann- drápsaðferða gegnum notkun mis- munandi og misvægra orða um at- burði í Palestínu. Í öllum opinberum fréttafjölmiðlum heitir sjálfsfórnardauði palestínskra ein- staklinga og fórnarlamba þeirra hryðjuverk. Gjöreyðing lands, heimila, skóla, ómetanlegra verð- mæta og hrikalegt mannfall í árás- um Ísraelsmanna heita hernaðar- aðgerðir á máli íslenskra fjölmiðla. Það væri bæði málfarslegt og sál- fræðilegt fróðleiksefni ef frétta- menn fjölmiðla gætu og vildu skýra þann skilsmun, er þeir gera á mannvígum með þeim misvægu orðum hryðjuverk og hernaðarað- gerð. Mér virðist grein Eddu Sig- urðardóttur frá 25. maí sl. bera með sér nokkurn keim þessa skilsmun- ar. Það væri forvitnilegt að heyra skilgreiningu hennar. Í grein sinni efast Edda Sigurðardóttir um frið- arvilja Palestínumanna. Ég er ekki dómbær um hann en ég vil minna hana á, að stjórnvöld Palestínu hafa oftsinnis lýst yfir vilja sínum til friðar og sátta samkvæmt forsend- um og fyrirmælum Sameinuðu þjóðanna frá 1967. En það vilja Ísr- aelsmenn ekki. Þeir virða ekki við- lits aðrar friðarhugmyndir en þær, sem koma frá Bandaríkjamönnum og miðast við hag Ísraela einna. Þetta kemur víða fram og nú síðast í Morgunblaðinu 30. maí sl. í viðtali, er blaðamaður Mbl. átti við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra að afstöðnu viðtali hans við Ariel Shar- on forsætisráðherra Ísrael og fleiri stjórnmálamenn þar. Í viðtölum þessum kemur skýrt fram, að stjórnvöld þeirrar þjóðar, er þá ríki sitt frá vinarhendi Sameinuðu þjóð- anna fyrir rúmum 50 árum, vill engin afskipti þeirra nú og bera því við, að flestar þjóðir sambandsins séu andvígar stjórnvöldum í Ísrael. Ef sú andúð er staðreynd þarf eng- inn að undrast hana svo mjög sem Ísraelsmenn hafa brotið á þeim gjörningum og samþykktum, er Sameinuðu þjóðirnar lögðu til grundvallar við stofnun og afhend- ingu Ísraelsríkis m.a. með stórtæku hérnámi á landi og eignum Palest- ínumanna. Háttsemi stjórnvalda í Ísrael stefnir að því að rýra og eyðileggja traust á hlutverki og starfi Sameinuðu þjóðanna. Þannig launa þau vinarþel þeirra frá 1948. Það er yfirlýst stefna Ariel Shar- on að hrekja Palestínumenn úr landi þeirra. Ég las fyrir alllöngu þau ummæli, eftir honum höfð, að helst vildi hann kaupa þá til brott- farar úr landinu. Hann nefndi ekki hvert þeir áttu að fara. Þessi hug- mynd hefur bersýnilega ekki komið að notum og Ariel Sharon þá gripið til skilvirkari útrýmingaraðferða svo sem með stóraukinni lands- og eignaupptöku með hervaldi [sbr. fréttir í dag 3. júní 2002] og fólks- fækkun með hernaðaraðgerðum. Útrýmingarhugsjón Ariel Sharon mun að líkindum takast með til- styrk Bandaríkjanna og fylgifiska þeirra. Að lokum ætla ég að víkja nokkr- um orðum að smápistli eftir Jón Guðmundsson, er birtist í Velvak- anda Morgunblaðsins 29. maí sl. Jón veit allt um vilja guðs en ég ekkert og deili því ekki um hann. Jón lýsir yfir algeru réttleysi Pal- estínumanna gagnvart Ísrael. Pal- estínumenn eru afkomendur þjóð- flokka er búið hafa í landinu í fimmtán hundruð til tvö þúsund ár og raunar miklu lengur. Íslending- ar hafa búið á Íslandi í rúm þúsund ár. Skyldi Jóni Guðmundssyni eða einhverjum öðrum detta í hug að þeir stæðu réttlausir gagnvart ann- arri þjóð er vildi leggja landið undir sig og setjast þar að? Að því er varðar landakaup bresks aðalmanns handa gyðingum þykir mér líklegt að þau séu sögu- legur misskilningur. Bretar voru um þessar mundir á höttunum eftir olíusvæðum handa sjálfum sér. En þeir gátu að sjálfsögðu leyft búsetu þar. Að kaupa land handa öðrum þjóðum var ekki þeirra ,,stíll“. BLAÐAÐ Í MANN- KYNSSÖGU LÍÐANDI STUNDAR Það er yfirlýst stefna Ariel Sharon, segir Ásgerður Jónsdóttir, að hrekja Palestínu- menn úr landi þeirra. Ásgerður Jónsdóttir Höfundur er fyrrv. kennari. Gasol® Heimsendingarþjónusta ÍSAGA nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Heimsendingargjald er kr. 500,- Afgreiðslan Breiðhöfða 11 er opin virka daga frá kl. 8 til 17. 800 5555 Hluti af Linde Gas Group ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11 Sími 577 3000 • Fax 577 3001 www.aga.is IS A -2 43 .1 – ÍD E A Myndataka fyrir káta krakka Myndataka fyrir káta krakka á aldrinum 0 -13 ára. Aðeins helgarnar 13. og 14. júlí og 20. og 21. Júlí. • Innifalið í verðinu eru 12 litamyndir í stærð A5 (21cm x 15 cm). • Myndirnar verða afhentar í möppu. • Búningar og fatnaður frá XXXXXXXXXX á staðnum. • Krakkar eldri en 3ára fá tækifæri til að taka þátt í tískusýningu sem verður í Húsdýragarðinum í lok ágúst. Verð: 12.900 kr. / Pantanir í síma: 820-0888 & 866-2718 útsalan er byrjuð.                  ! " ""#  $%&'(% ( )"" ""** + )"" ""*,                                 ! "#  $ %   "&  '  ( )*+  , ,          -    ,      ,       /      .  0  1##1  '  (    2  ' ( &31  4  #" '  (    5   6633"  5    177#3 '  ( /+     8   0  9     0         :);*    0      0     <  8            :/;  8  !8 0 !8  $  8   8 < 8 < ,  0.  8                        61     &37     6131# . /0 !1 2 %%  3 !  '  .  '  (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.