Morgunblaðið - 07.07.2002, Side 17

Morgunblaðið - 07.07.2002, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 17 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð um verslunarmannahelgina til Verona. Beint flug þann 1. ágúst til þessarar fegurstu borgar Ítalíu þar sem þú getur notið hins besta af ítalskri menningu. Í boði eru góð 3 og 4 störnu hótel og nú getum við boðið miða á Carmen óperuna þann 2. ágúst á einstökum kjörum, en hún er flutt í Arenunni í Verona. Aðeins 40 sæti í boði Óperan Carmen í Arenunni í Verona 2. ágúst Miðar á Carmen kr. 2.900 Verð kr. 57.150 Flug, gisting á hótel Maxim, 3 stjörnur, með morgunmat. Skattar. Ekki innifalið: Forfallagjald, kr. 1.800, ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Verð kr. 33.050 Flugsæti með sköttum. Verslunarmannahelgin í Verona frá kr. 33.050 hafa notað Hrafn en það hafi verið til að selja folaldið og Orra hafi hann aldrei notað og það standi ekki til. Fróðlegt er að líta yfir mótskrá landsmótsins og skoða ættir þeirra hrossa sem þar koma fram. Eins og víða hefur fram komið er Orri mjög ríkjandi meðal einstaklings- sýndra kynbótahrossa, er þar með 26 afkvæmi en auk þess á hann þar fyrir utan 28 afkomendur í annan lið. Forfaðir hans Hrafn frá Holts- múla á sjálfur sex afkvæmi í dómi en afkomendur hans fyrir utan þessa 54 Orraniðja eru 107 talsins eða alls 161. Þetta er samkvæmt lauslegri talningu og vera kann og nánast fullvíst að þeir eru séu fleiri því öllum vafaatriðum var sleppt og auk þess er ættartalan í skránni takmörkuð. Samkvæmt þessum tölum eru í það minnsta 60% sýndra kynbótahrossa út af Hrafni frá Holtsmúla sem verður að telj- ast mikil útbreiðsla í úrvalinu af því besta. Þá eru hér ótalin áhrif þeirra í keppni gæðinga en ljóst er að Orri á þar nokkuð drjúgan fjölda afkvæma og vafalaust leyn- ast þræðir Hrafns þar mjög víða. Meðal afkvæmasýndra hrossa á Hrafn góðan skerf af erfðaþátt- unum og er þar fyrst að nefna Sleipnisbikarhafann Þorra sem er sonur Orra og er það út af fyrir sig einsdæmi að sonur fái þennan bik- ar á næsta móti á eftir föður sín- um. Að vísu verður að geta þess að Orri hefði getað fengið bikarinn 1998 á Melgerðismelum en eigend- ur hans kusu að fresta sýningu hans til heiðursverðlauna þar til árið 2000 í Reykjavík. 12,5% skyld- leiki er milli Gusts frá Hóli og Hrafns því sá síðarnefndi er langa- langaafi þess fyrrnefnda í móð- urætt. Oddur frá Selfossi er tengd- ur Hrafni í gegnum föður sinn Kjarval sem er sonur Hervars frá Sauðárkróki sem var sonur Her- varar frá Sauðárkróki en hún var dóttir Hrafns og því um 6,25% skyldleika að ræða. Víða kemur Hrafn við sögu Á meðal fyrstu verðlaunahest- anna kemur Hrafn alls staðar við sögu. Kormákur frá Flugumýri er sonur Kolskarar frá Gunnarsholti sem er dóttir Kolfinns frá Kjarn- holtum sem er sonur Hrafns. Skyldleikinn er 12,5%. Næstur er Andvari frá Ey I en hann er sonur Orra og gegnum hann kemur skyldleikinn við Hrafn sem er á þá leið að Orri er sonur Dömu frá Þúfu sem var aftur dóttir Adams frá Meðalfelli sem var sonur Hrafns. Orri er einnig skyldur Hrafni gegnum föður sinn Otur frá Sauðárkróki sem er undan Hervari og Hervar dóttursonur Hrafns eins og áður var getið. Samtals er því skyldleiki Orra við Hrafn 18,75% og skyldleiki Andvara við Hrafn því 9,37%. Næstur á blaði er Galsi frá Sauðárkróki sem er son- ur Gnóttar en hún er dóttir Her- vars. Skyldleiki Galsa við Hrafn er því 6,25% en heldur hann meiri hjá Hrynjanda frá Hrepphólum því hann er sonur Vonar frá Hrepp- hólum sem er dóttir Hrafns og skyldleikinn þar 25%. Roði frá Múla er sonur Orra og því eru þeir jafn skyldir Hrafni með 9,75%. Þær tvær hryssur sem fá heið- ursverðlaun fyrir afkvæmi eru Þrá frá Hólum sem er að því er virðist ekkert skyld Hrafni en Kolskör frá Gunnarsholti er í 25% skyldleika við Hrafn. Það sem kannski dregur örlítið úr skyldleikanum við Hrafn er sú staðreynd að hann er ekki undan útbreiddum eða fyrrum vin- sælum hesti en hins vegar er á bak við hann í langfeðratali styrkir stofnar eins og Nökkvi frá Hólmi og frægir hestar af Svaðastaða- kyni. Þótt margt sé líkt með frama- ferli þeirra frænda Orra og Hrafns má líka segja að ævi þeirra hafi verið ólík. Hrafn var lungann af sinni ævi í eigu hrossaræktarsam- taka og því ekki keyrt á fulla ferð á markaðs- og peningahyggjuna heldur hugsað meir um að gefa sem flestum kost á að halda undir hann og aldrei hljóp nein verð- bólga í folatollana hjá honum. Fljótlega eftir að Orri hafði verið sýndur var stofnaður félagsskapur um hann og einstaklingar keyptu hlut í honum. Þorvaldur á Kjart- ansstöðum segir að mjög vel hafi verið staðið að málum hjá Orra- félaginu og nánast allt gengið upp eins og best var á kosið í allri markaðssetningu hestsins. Fljót- lega fór verð á folatollum að hækka og hefur um árabil staðið í 350 þúsund krónum. Athygli vakti á sínum tíma þegar nokkrir með- limir félagsskaparins gerðu tilboð í og keyptu alla þá tolla sem áður höfðu verið seldir á frjálsum mark- aði og gengu þar með fram fyrir skjöldu og sýndu fram á hversu arðvænlegur Orri var orðinn. Keyptu þeir tollana á 150 þúsund krónur og þótti mikið. Margir hafa velt því fyrir sér hvort hægt hefði verið að leika svipaðan leik með Hrafn á sínum tíma og ná hærra verði á folatollana hjá honum. Efast ýmsir um að svo hefði verið og hafa bent á að allar aðstæður hefðu verið með öðrum hætti en nú er og þá verið að höfða til fjár- magnsins. Peningaveltan er um- talsvert meiri nú í hestamennsk- unni en var þá og hugsanlegt að tískusveiflur hafi ekki verið eins sterkar og áhrifaríkar og nú er. Framdrifnir bolkálfar Af því sem hér kemur fram og viðbrögðum fleiri aðila en hér er vitnað í virðast menn nokkuð ró- legir yfir þessari miklu útbreiðslu Hrafns og Orra. Gildir þar einu hvort um er að ræða yfirlýsta aðdáendur hestanna eða þá sem ekki eru aðdáendur. Enginn efast um miklar erfðaframfarir sem þessir hestar hafa skilað inn í ís- lenska hrossarækt. Allar samsær- iskenningar hafa fallið um sig sjálfar enda hefðu býsna margir þurft að koma að málinu ef svo væri. Umræðan um Orra hefur verið býsna óvæginn á köflum en Hrafn sigldi nokkuð lygnan sjó og var líkast að hann væri yfir dæg- urþrasið hafinn. Helst var það að Andrés heitinn í Kvíabekk næði að skjóta nokkuð föstum skotum að klárnum og þótti fyndinn þegar hann sagði þessa Hrafnssyni eins og framdrifna bolakálfa. Eftir því sem Orri hefur sannað yfirburði sína betur hefur umræðan færst upp á hærra plan og gagnrýnin orðið málefnalegri og þá um leið gagnlegri. Ágúst Sigurðsson óttast hvergi og vissulega hægt að gleðjast með honum yfir því að stóðhestar af öðrum meiði en hér um ræðir nái að slá í gegn með góðum afkvæm- um. En spennandi verður að sjá hvaða stóðhestur muni taka við af Orra sem yfirburðahestur í ís- lenskri hrossarækt. Morgunblaðið/Vakri Þorri frá Þúfu er í dag hæst metna afkvæmi Orra. Sylvia Rossel heldur í Þorra. Morgunblaðið/Vakri Forseti frá Vorsabæ er hæst dæmdi stóðhestur undan Hrafni frá Holtsmúla. vakri@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.