Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 25 Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Kanarí tilbo› 28. október í 33 nætur 56.940kr. miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára ferðist saman. Ef 2 ferðast saman 89.130 kr. Innifalið: Flug, gisting á Aloe, flugvallarskattar, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. TILBOÐ ÓSKAST í Dodge Durango SLT árgerð 2000 með 4,7 l. V-8 vél (ekinn 19 þús. mílur) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 9. júlí kl. 12-15. Ennfremur óskast tilboð í Cadillac Eldorado árgerð 1992 með 4,9 l. V-8 vél. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. ATH. Þetta er síðasta bifreiðaútboð fyrir sumarleyfi, sem verður frá 15. júlí til 19. ágúst. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA HINN danski Polyfoni-kór er á söngferðalagi hér á landi og heldur þrenna tónleika á næstu dögum:í Selfosskirkju annað kvöld, mánu- dagskvöld, 8. júlí, í Akraneskirkju á fimmtudag og í Seltjarnarneskirkju á laugardag, og hefjast allir kl. 20. Kórinn er skipaður 40 félögum úr Tækniháskóla Danmerkur. Á efnis- skránni eru verk eftir Svend S. Schults, R. Langaard, W. Spivery, W. Stenhammer og Hugo Alfvén auk amerískrar gospeltónlistar og ís- lenskra þjóðlaga. Stjórnandi kórsins er Jann Thorn- berg. Danskur kór í söngför RUNGWE Kingdon, forstjóri breska bronssteypufyrirtækisins Pangolin Editions í Englandi, heldur fyrirlestur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á morgun, mánudag, kl. 20.30 um bronssteyputækni. Hann fjallar um hinar ólíku að- ferðir við bronssteypu: „a cire perdue“ – að steypa með bráðnu vaxi og að steypa í sandi. Hann mun einn- ig sýna dæmi á myndskyggnum um mismunandi „patineringu“ brons- mynda, þ.e.a.s. hvernig hægt er að gefa þeim annan lit eða blæ, og í því samhengi fjalla um verk eftir nokkra þekkta myndhöggvara, þar á meðal Jon Buck, Pétur Bjarnason, Lynn Chadwick, Ann Christopher, Te- rence Coventry, Geoffrey Dash- wood, Antony Gormley, Damien Hirst, David Nash, Sir Eduardo Paolozzi og Olivier Strebelle. Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku og er öllum opinn. Bjarga tveimur verkum Sigurjóns frá eyðileggingu Rungwe Kingdon er staddur hér á landi ásamt aðstoðarmönnum sínum á vegum Listasafns Sigurjóns Ólafs- sonar. Þeir eru að gera steypumót af tveimur lágmyndum Sigurjóns, sem standa úti við safnið, í þeim tilgangi að bjarga verkunum frá eyðilegg- ingu. Fyrirlestur um brons- steyputækni GUÐ- MUND- ARVAKA hefur að geyma bestu lög- in sem leikin voru á tón- leikum hollenska píanistans Hans Kwakker- naats og félaga á Jazzhátíð Reykjavík- ur í fyrra. Jazzvaka voru yfirskrift tónleikanna sem voru samvinnuverkefni hátíð- arinnar og Jazzvakningar og helgaðir minningu Guðmundar Ingólfssonar og Viðars Alfreðssonar og kom út tvö- faldur diskur með þeim Guðmundi og Viðari, samnefndur, í tilefni tónleik- anna. Mörgum fannst sem Guðmundur Ingólfsson væri sjálfur kominn er Kwakkernaat lét gamminn geisa í sterkri sveiflu. Hans Kwakkernaat, Björn Thorodd- sen gítarleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari og Guðmundur Stein- grímsson trommari leika lög Guð- mundar Ingólfssonar; Blús fyrir Birnu og RóskIngó, Mávaskelfi eftir Björn Thoroddsen og tvo ópusa er jafnan voru á efnisskrá Guðmundar; Sweet Georgia Brown og Blue Monk. Krist- jana Stefánsdóttir syngur tvo söng- dansa með kvartettnum: Secret Love og Lady be Good. Síðan lýkur disknum á mikilli blás- araveislu þar sem Birkir Freyr Matt- híasson trompetleikari og saxófón- leikararnir Ólafur Jónsson og Jóel Pálsson blása með kvartettnum hinn víðkunna sveifluópus Guðmundar Ing- ólfssonar; Seven Special. Í tilefni útgáfunnar mun kvartettinn með Hans Kwakkernaat í broddi fylk- ingar halda ferna tónleika hérlendis. Fyrstu tvennir tónleikarnir verða á Kringlukránni í Reykjavík 11. og 12. júlí, þriðju tónleikarnir verða á Djass- hátíð Egilsstaða í Valaskjálf 13. júlí og þeir fjórðu á Listasumri á Akureyri í Ketilhúsi 14. júlí. Miðaverð á alla tónleika kvart- ettsins er kr. 1.500 kr. og hefjast þeir allir kl. 21. Útgefandi geislaplötunnar er Jazz- vakning. Djass VERKI á vegi þín- um er ætlað að sýna fjölbreytta og metnaðarfulla notkun stein- steypu á Íslandi á síðustu öld í máli og myndum. Myndirnar eru all- ar í lit og fylgir ýmis fróðleikur um hverja byggingu fyrir sig, s.s. staðsetning, hönnun og byggingarár. Bókinni er einkum ætlað að vera ferðalöngum um landið til gagns og gamans. Tilefni útgáfunnar er 30 ára afmæli Stein- steypufélags Íslands, í desember árið 2001. Bókin kemur einnig út á ensku. Ritstjóri er Gísli Sigurðsson. Í rit- nefnd voru Ólafur Erlingsson og Jón- as Frímannsson verkfræðingar og Pétur Ármannsson arkitekt. Auk þeirra yfirfóru byggingafulltrúar víða um land texta um mannvirki á þeirra svæði og margir tæknimenn komu með athugasemdir, ábend- ingar, sömdu texta eða lögðu til myndir. Útgefandi er Steinsteypufélag Ís- lands. Bókin er 56 bls., prentuð í Slóveníu. Forsíðu prýðir mynd sem Einar Hafliðason tók af Borgarfjarð- arbrú. Mannvirki SPURNINGUNNI hvers vegna ein ljósmynd telst myndlistarverk frekar en önnur getur verið vandi að svara og mörkin oft óskýr. Algeng afstaða á meðal listþenkjandi manna er að ljósmynd sé myndlist ef hún er niðurstaða eða ákjósanleg útfærsla á hugmynd eða hugmynda- vinnu. Þannig má aðgreina ljós- myndarann sem rekur ljósmynda- stofu frá myndlistarmanninum sem notar eiginleika ljósmyndarinnar til að gera skil á hugmyndum sínum og lífssýn. Sjálfur er ég nokkuð sáttur við þessa útskýringu en vil þó ekki útiloka þá sem taka ljósmyndir ljós- myndanna vegna líkt og aðrir mynd- listarmenn sem eru að skapa mynd- listarinnar vegna. Í galleríi Sævars Karls sýnir Egill Prunner ljósmyndir sem hann hefur tekið í London, París og Reykjavík á síðastliðnum tveim árum. Nöfn borganna er yfirskrift sýningarinn- ar, en það er ekki að sjá að Egill vinni með borgirnar eða reyni að gera sérkennum þeirra skil. Allar ljósmyndirnar á sýningunni hefðu þess vegna getað verið teknar í einni borg. Skipta má sýningunni í tvo þætti innan ljósmyndaformsins. Það eru uppstilltar portrettmyndir og svo augnablik tekin í mynd eða „snap shots“. Portrettmyndirnar eru flest- ar af ungum konum sem falla undir frjálslynda evrópska kvenímynd sem við þekkjum úr kvikmyndum eins og Betty Blue og Frantic. Ljós- myndirnar eru heldur dæmigerðar með áherslu á kynþokkann umfram persónuleikann. Í augnabliksmyndunum er Egill að bregðast við aðstæðum sem skapast í hans augsýn. Listamaður- inn þarf því að vera vakandi fyrir lít- ilsháttar atvikum eða hlutum sem standa upp úr í umhverfinu, sjá list- ræna eiginleika þeirra og festa á filmu. Þær myndir gefa okkur sýn ljósmyndarans á umhverfi sitt. Egill talar einnig til okkar með framsetningunni á myndunum. „Money, Paris“ og „Plastic airgun on wooden floor, Paris“ eru tvær ólíkar ljósmyndir sem hanga hlið við hlið. Sú fyrri er af fáklæddri Par- ísardömu sem liggur á rúmi ásamt nokkrum dollaraseðlum og sú síðari er, eins og titillinn gefur til kynna, af loftbyssu á trégólfi. Saman minna þær á kyrrmyndir úr glæpamynd. „D.mon driving from rue D’avron, Paris“ er ljósmynd tekin inni í bíl og „My grandmothers drive in, Reykjavík“ er tekin af bílum á bíla- stæði. Myndirnar hanga þétt hlið við hlið og þótt þær séu sjálfstæðar hvor fyrir sig hafa þær áhrif á hvor aðra eins og að um eitt verk sé að ræða. Af verkunum að dæma er Egill listamaður sem notar ljósmyndavél- ina til skrásetningar en er jafnframt snortinn af fagurfræðilegum eigin- leikum ljósmynda. Myndir hans bera með sér faglegan metnað en sýninguna skortir hugmyndalega heild. Það er einmitt hugmyndalegt inntak ásamt faglegum metnaði sem gerir ljósmyndara eins og Andreas Gursky, Rineke Dijkstra, Thomas Ruff og Thomas Struth áberandi í alþjóðlegri myndlist í dag. Augnablik í mynd og uppstillt portrett MYNDLIST Gallerí Sævars Karls Sýningin stendur til 27. júlí og er opin á verslunartíma. LJÓSMYNDIR EGILL PRUNNER Ljósmyndir á sýninu Egils Prunner í galleríi Sævars Karls. Jón B. K. Ransu LÚPÍNUBLÁMI nefnist fyrsta ljóðabók Bjarna Gunnarssonar og hefur að geyma ljóð ort á árunum 1995-2002. Titillinn vísar í þá huglægu upp- græðslu sem falist getur í ljóðlistinni þegar vel tekst til, segir í fréttatilkynn- ingu. Forsíðuna prýðir grafíkmynd eftir Guðjón Rúdólf Guðmundsson, móð- urbróður Bjarna. Höfundur gefur bók- ina út, sem er 46 bls. í kiljubroti. Bók- in er prentuð í Prentmeti ehf. Ljóðabók ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.