Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FÉLAGSDÓMUR hefur sýknað Samtök atvinnulífsins vegna Flug- leiða hf. og Flugfélags Íslands hf. og flugmenn Flugfélags Íslands hf. af kröfu hóps yngstu flugmanna Flugleiða hf. sem sagt var upp haustið 2001 um að flugmenn Flug- leiða hf. hefðu forgang að stöðum á Fokker 50-flugvélum í rekstri hjá Flugfélagi Íslands hf. Málavextir eru þeir að í júlí, sept- ember og október í fyrra var 45 flugmönnum sagt upp störfum hjá Flugleiðum hf. vegna samdráttar í áætlunarflugi. Í dómnum kemur fram að við uppsagnirnar hafi verið tekið mið af starfsaldurslista flug- manna Flugleiða hf. og að þeim flugmönnum sem stystan starfsald- ur höfðu hafi verið sagt upp störf- um. Meðal þeirra voru sjö flugmenn Flugleiða hf. sem störfuðu á Fok- ker 50-vélum hjá Flugfélagi Íslands hf. Á sama tíma var sex flugstjórum Flugleiða hf. á Fokker 50-vélunum sagt upp flugstjórastarfinu og áttu þeir allir að flytjast yfir í aðstoð- arflugmannsstörf á þotum Flug- leiða. Uppsagnir tveggja flugstjór- anna voru síðan dregnar til baka. Samtals losnuðu því ellefu störf á Fokker 50 vélunum. Í kjölfar uppsagnanna kom upp ágreiningur um hvernig skilja bæri samning milli Flugleiða hf., Flug- félags Íslands hf. og Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna (FÍA) frá 29. desember 1999. Markmið samn- ingsins var að flytja rekstur Fokker 50 véla Flugleiða hf. yfir til Flug- félags Íslands, þar sem síðarnefnda félagið hafði tekið yfir rekstur inn- anlandsflugs. Í samningnum kemur m.a. fram, þ.e. í 5. gr. hans, að þeir flugmenn Flugleiða hf. sem fljúga Fokker 50-vélum eigi að flytjast yf- ir á þotur Flugleiða hf. eftir því sem stöður losna á þeim. Deilt um hverjir eigi að ráða í stöðurnar Fyrrgreindur hópur flugmanna Flugleiða, sem sagt var upp síðast- liðið haust, telur að samninginn eigi að skilja sem svo að með uppsögn- um flugmanna Flugleiða á Fokker 50-vélunum beri Flugleiðum að manna þær stöður að nýju með öðr- um flugmönnum félagsins. Sam- kvæmt samningnum eigi flugmenn Flugleiða m.ö.o. rétt til þessara staðna þar til stöður losna á þotum Flugleiða hf. Telur hópurinn því að Flugleiðir hafi brotið gegn ákvæð- um umrædds samnings með því að ráða ekki að nýju í stöðurnar ellefu sem losnuðu á Fokker 50 vélunum. Flugleiðum hafi m.ö.o. borið að ráða í þær stöður sem losnuðu og fara við þær ráðningar eftir starfsald- urslista flugmanna Flugleiða. Hluti hópsins, eða þeir ellefu sem eru efstir á starfsaldurslista Flugleiða, hefðu því með réttu átt að færast yfir á Fokker 50-vélarnar. Af þeim sökum stefndi hópurinn Samtökum atvinnulífsins vegna Flugleiða hf. og Flugfélags Íslands sem og flug- mönnum Flugfélags Íslands. Hinir stefndu, þ.e. Samtök at- vinnulífsins vegna Flugleiða og Flugfélags Íslands og flugmenn þess síðarnefnda, töldu á hinn bóg- inn að það væri á valdi Flugfélags Íslands að ráða í þær stöður á Fok- ker 50-vélunum sem fylla þurfti eft- ir framangreindar uppsagnir og að við slíkar ráðningar giltu forgangs- réttarákvæði aðalkjarasamnings FÍA við Flugfélag Íslands hf. Stefndu héldu því fram að af orða- lagi og anda umrædds samnings í heild væri ljóst að hann veitti ekki öðrum flugmönnum Flugleiða hf. en þeim sem flugu á Fokker 50-flug- vélunum við gerð hans rétt til að starfa á þeim vélum. Engin ákvæði væru í samningnum sem gæfu flug- mönnum Flugleiða hf. forgangsrétt til þeirra starfa né yrði slíkur rétt- ur leiddur af öðrum ákvæðum kjarasamnings FÍA og Flugleiða hf. Fallist á röksemdir stefndu Í niðurstöðu Félagsdóms er fall- ist á þessar röksemdir stefndu, þ.e. Félagsdómur segir að af samningn- um megi ráða að miðað hafi verið við að hann veitti þeim flugmönnum Flugleiða hf. sem störfuðu á Fokker 50-vélunum þegar samning- urinn var gerður rétt til að starfa á þeim vélum en ekki öðrum flug- mönnum Flugleiða hf. „Það er því álit dómsins að túlka verði sam- komulagið á þann veg að um tíma- bundnar ráðstafanir hafi verið að ræða varðandi þá flugmenn Flug- leiða hf. sem biðu eftir að flytjast yfir á þotur félagsins enda er þar hvergi gert ráð fyrir að flugmenn- irnir kæmu til baka og hæfu störf á Fokker 50-flugvélum Flugfélags Ís- lands hf. eftir að þeir hefðu flust yf- ir á þoturnar. Á sama hátt verður að skilja samkomulagið á þann hátt að þegar flugmenn Flugleiða hf. hættu að fljúga á Fokker 50-flug- vélunum kæmu ekki nýir flugmenn þess félags til starfa hjá Flugfélagi Íslands hf. þegar þær stöður losn- uðu.“ Félagsdómur sker úr ágreiningi sem reis eftir að flugmönnum Flugleiða var sagt upp Hafa ekki forgang á Fokker 50-vélum FLESTAR bókaverslanir hafa nú lækkað útsöluverð á innfluttum bók- um um 8,4% en Alþingi samþykkti á vorþingi lækkun á virðisaukaskattin- um úr 24,5% í 14% í kjölfar ráðgef- andi álits frá EFTA-dómstólnum á mismunandi skattlagningu á bókum hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Rík- islögmanni hefur ekki enn verið tekin ákvörðun um hvort nýlegum dómi Héraðsdóms verði áfrýjað til Hæsta- réttar en í dómnum segir að ríkinu beri að endurgreiða Herði Einars- syni oftekinn virðisaukaskatt af bók- um sem hann pantaði frá útlöndum sumarið 1999. Því liggur ekki enn fyrir hvort aðrir aðilar sem keypt hafa erlendar bækur og greitt af þeim 24,5% virðisaukaskatt eigi end- urgreiðslukröfu á ríkið en mjög lík- legt verður að dómnum verði áfrýjað ti Hæstaréttar. Allt að fimmtíu þúsund í námsbækur á önn Brynjólfur Stefánsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir lækkun virðisaukaskattsins vera mjög jákvæðar fréttir fyrir stúdenta. Kostnaður stúdenta vegna kaupa á námsbókum hafi aukist í fyrra vegna hás gengis Bandaríkjadals og menn þekki dæmi þess að stúdentar hafi verið að greiða allt upp í fimmtíu þús- und krónur á önn fyrir námsbækur. Þá bendir Brynjólfur á að verð á sumum námsbókum hafi verið komið upp í átta til tíu þúsund krónur og námsmenn hafi oft beðið með að kaupa þær, ljósritað úr þeim eða fengið þær lánaðar. Brynjólfur minn- ir á að útgjöld vegna námsbóka séu stór hluti af kostnaðinum við nám og auðvitað vilji flestir stúdentar eiga sínar bækur. Það skipti því vissulega miklu máli að hafa fengið virðisauka- skattinn lækkaðan og ekki spilli fyrir ef gengisþróun verði áfram hagstæð. Aðspurður segir Brynjólfur að stúdentar hafi ekki ákveðið neitt í sambandi við mögulegar endurkröf- ur á hendur ríkisins. Sér þyki líklegt að máli Harðar verði áfrýjað til Hæstaréttar. Brynjólfur segir að stúdentar hafi engan sérstakan áhuga á að klekkja á ríkinu, þeir hafi verið mjög ánægðir með að lækkun virðisaukaskattsins hafi verið keyrð í gegn á vorþinginu. Góð sala í erlendum vasabrotsbókum Bryndís Loftsdóttir hjá Pennanum segir að verð á öllum erlendum bók- um, sem Penninn flytji inn hafi verið lækkað um 8,43% þannig að neytend- ur fái alla lækkunina á virðisauka- skatti til sín. „Við höfum sett lítið skilti út í glugga og bækurnar eru tví- merktar hjá okkur þannig að fólk sér hvert verðið er fyrir og eftir breyt- ingu. Og það hefur verið rosalega góð svörun og fólk hefur verið að kaupa erlendar vasabrotsbækur í miklum mæli.“ Sigurður Pálsson, framkvæmda- stjóri Bóksölu Stúdenta, segir að verð á öllum bókum hjá Bóksölunni, sem áður báru 24,5% virðisaukaskatt en eigi að bera 14%, hafi verið lækkað um 8,4%. Sigurður segir þetta vera mjög gott innlegg í verð á námsbók- um fyrir haustið en bendir jafnframt á að fleira hafi áhrif á verð erlendra bóka: „gengi krónunnar er nú hag- stæðara en í fyrra og ef það helst hef- ur það einnig áhrif á verð námsbóka í haust“. Sigurður Svavarsson hjá Eddu – miðlun og útgáfu, segir að útsöluverð á öllum erlendum bókum hjá versl- unum Eddu hafi verið lækkað um 8,4%. Virðisaukaskattur á erlendar bækur Útsöluverð lækkar um 8,4% MIKILL fjöldi manns er saman- kominn á Færeyskum dögum sem haldnir eru í Ólafsvík um helgina. Að sögn lögreglunnar á Ólafsvík voru á að giska 4 þús- und manns á svæðinu í gærmorg- un. Heiðskírt var og átti lögregla von á að fleiri gestir gerðu sér ferð á útihátíðina. Nokkur þúsund manns hlýddu á Árna Johnsen og Klakabandið sem léku fyrir gesti á föstudags- kvöld. Að sögn lögreglu var tölu- verð ölvun og róstusamt um nótt- ina. Meirihluti gesta á svæðinu er fjölskyldufólk. Þá var í gær opnaður mark- aður með yfir 40 sölubásum. Leiktæki voru í boði fyrir börn, Ómar Ragnarsson skemmti, sterkustu menn landsins sýndu kraftlyftingar, sýndir voru þjóð- dansar og færeyskur kántrí- söngvari tróð upp. Hápunktur há- tíðarinnar var ball um kvöldið þar sem færeysk hljómsveit lék fyrir dansi. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Gestir á Færeyskum dögum í Ólafsvík létu ekki á sig fá þótt rignt hefði á þá á útidansleik á föstudagskvöld. Nokkur þúsund manns á svæðinu ALÞÝÐUSAMBAND Íslands mót- mælir harðlega nýlegum gjaldskrár- hækkunum Íslandspósts, að því er fram kemur í tilkynningu frá sam- tökunum. Segir þar að forsvarsmenn fyrir- tækisins hafi sagt að hækkanir hafi verið fyrirhugaðar um síðustu ára- mót en að þeim hafi verið frestað vegna efnahagsástandsins í þjóð- félaginu. Bent er á að frá síðustu ára- mótum hafi verðbólga lækkað veru- lega og sé svipuð því sem hún er í nágrannalöndunum. Á sama tíma hafi krónan styrkst um á annan tug prósenta, vextir lækkað og allt bendi til að sú þróun haldi áfram á næstu mánuðum. Í tilkynningunni segir enn fremur að ástæða sé til að for- svarsmenn Íslandspósts svari því hvort þessi þróun efnahagsmála skipti fyrirtækið engu. Alþýðusamband Íslands Mótmælir gjaldskrár- hækkunum Íslandspósts LANDSPÍTALI – háskólasjúkrahús er byrjaður að greiða það sem hann skuldar birgjum innan Samtaka verslunarinnar – FÍS. Nema skuld- irnar a.m.k. 520 milljónum króna án dráttarvaxta. Að sögn Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka versl- unarinnar – FÍS, gengu fulltrúar samtakanna á fund heilbrigðis- og tryggingaráðherra á þriðjudag en þá stóð fyrir dyrum fundur ráðherrans og Geirs H. Haarde fjármálaráð- herra, að sögn Andrésar. Fyrr um morguninn tóku allverulegar greiðslur frá LSH að berast til fyr- irtækjanna og í samtali við heilbrigð- isráðherra á þriðjudagskvöld stað- festi ráðherrann við samtökin að vanskilagreiðslur yrðu greiddar upp á allra næstu dögum. Andrés sagði ekki ljóst að svo stöddu hversu háar fjárhæðir hefðu þegar verið greiddar til lyfjaheild- sala en að farið yrði yfir stöðuna á mánudag. LSH greiðir skuldir við birgja Greitt upp á allra næstu dögumÁ FUNDI Evrópusambands spari-sjóða, sem haldinn var í Reykjavík á föstudag, var samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir óskoruðum stuðningi við starfsemi sparisjóðanna á Íslandi og því mikilvæga hlutverki sem þeir hafa fyrir land og þjóð, eins og segir í ályktuninni. „Á grundvelli sérstöðu sparisjóðanna nýtur almenningur fjármálaþjónustu þar sem þarfir við- skiptavinarins eru hornsteinninn í starfseminni. Í heimi stöðugra breytinga er nauðsynlegt að standa vörð um hin nánu tengsl sem ein- staklingar og samfélög hafa við starfsemi sparisjóðanna.“ Styður starfsemi sparisjóða á Íslandi Evrópusamband sparisjóða ályktar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.