Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 22
Á UNDANFÖRNUM áratug- um hefur mikið verið rætt um kvenleg stíleinkenni inn- an bókmenntafræða sem leitt hefur til þess að margir lesendur eru nú mun meðvit- aðri um ólíkar leiðir til nálg- unar á viðfangsefnum bók- menntanna. Að sjálfsögðu er engin ástæða til að alhæfa um muninn á kven- og karlrithöf- undum, en af og til reka á fjörur manns athygl- isverð verk sem marka tímamót hvað fagur- fræði og stíl varðar – verk sem eru frábrugðin því sem hinn almenni lesandi á að venjast og vekja hann þar af leiðandi til umhugsunar um, ekki bara um efnivið bókarinnar, heldur einnig framsetningu, fagurfræði og tilgang bók- menntanna yfir höfuð. Verk af þessu tagi þurfa ekki endilega að vera meistaraverk til að vera lestrarins virði, þau geta meira að segja verið mein- gölluð að einhverju leyti. En það sem þau hafa til að bera umfram hið hefð- bundna er ákveðinn fersk- leiki; vilji til að nálgast bókmenntirnar frá nýju sjónarhorni og þróa nýjar aðferðir. Í andstöðu sinni við bókmenntahefð karl- manna, eins og hún hefur birst konum í gegn- um aldirnar, hafa kvenrithöfundar iðulega ver- ið mjög frumlegir í sköpun sinni, í tilraun til að kveðja sér hljóðs á sínum eigin forsendum sem vissulega hefur skilað mörgum gullmolanum – og um leið haft mikil og eftirtektarverð áhrif á þróun bókmennta samtímans. Kvenleg stílein- kenni hafa því á síðustu árum rutt sér rúms í bókum karla engu síður en kvenna og má nefna bækurnar Náin kynni eftir Hanif Ku- reishi og Sunnan við mærin, vestur af sól eftir Haruki Murakami sem gott dæmi um það, en báðar eru gefnar út í Neon-flokki Bjarts. Eins og rithöfundurinn og gagnrýnandinnMalcolm Bradbury bendir á í bók sinniThe Novel Today hafa bókmenntafræð-ingar að sjálfsögðu átt drjúgan hlut í því að þessi vitundarvakning hefur átt sér stað, þó þeir hafi að sjálfsögðu ekki lagt rithöfundum línurnar um hvernig þeim „beri“ að skrifa. Hlutverk bókmenntafræðinga í bókmennta- sögunni varð í raun ekki veigamikið fyrr en skáldsögur módernistanna komu fram á sjón- arsviðið, en bókmenntarýni tók að þróast sam- hliða skáldsagnagerðinni upp frá því. Sá tími rann þó að lokum upp að sumum fannst svo komið að bókmenntafræðingar hefðu meira um bókmenntaverkin að segja en sjálfir höf- undar þeirra, enda skilgreindu þeir hinar stóru stefnur og strauma fortíðarinnar, þróuðu flóknar kenningar um frásagnartækni, auk þess að rannsaka eiginleika texta og tungu- máls bókmenntaverkanna. Að því kom síðan að bókmenntafræðingar „afbyggðu“ það sem þeir höfðu „byggt upp“ og segja má að þá hafi um tíma myndast hugmyndafræðilegt gap á milli þess sem þeir komu auga á og þess sem sam- tímahöfundar töldu sig vera að gera. Í kjölfar þeirrar menningarlegu og fagurfræðilegu breiddar sem ríkt hefur á undanförnum ára- tugum hefur þó sem betur fer komið í ljós að það sem bókmenntafræðingar og skáld aðhaf- ast er ólíkur starfi – en um leið nátengdur. Flestum kemur nú saman um að hlutverk gagnrýnandans sé að rannsaka bakgrunn hinna ýmsu bókmenntategunda, eðli orðræðu skáldskaparins, skilyrði listrænnar tilveru og fleira þar fram eftir götunum. Sú var tíðin að það var einnig álitið vera hlutverk gagnrýn- anda að leggja mat á menningarlegt vægi bók- menntaverka, sem iðulega markaðist hrein- lega af þeirra eigin smekk eða jafnvel fordómum. Slíkar tilhneigingar eru því ekki vel séðar í dag, enda ekki nema eðlilegt að gagn- rýnendur bókmennta, rétt eins og gagnrýn- endur annarra listaforma, reyni að vera sem hlutlausastir í dómum sín- um, en nýti þekkingu sína til að upp- lýsa listneytendur um verkin, kosti þeirra og galla, með þeim hætti að neytendurnir séu betur í stakk búnir til þess að dæma fyrir sig sjálfir. Afleiðingin af þessum hug-myndafræðilegu vangavelt-um um hlutverk og tilgangbókmenntanna hefur þó í reynd fyrst og fremst orðið sú að bókmenntarýnendur og rithöfundar hafa komist upp á lag með að halda uppi athyglisverðri umræðu um list- ræna sköpun, umræðu sem án efa hefur orðið til þess að efla bókmennt- irnar innan frá og vekja áhuga les- enda á hlutverki bókmennta umfram það að vera ánægjuleg afþreying. Hér á landi eru þeir t.d. líklega afar fáir sem ekki hafa einhverja skoðun á bókmenntum líðandi stundar – sem betur fer. En svo vikið sé aftur að þeim kven- legu stíleinkennum sem nefnd voru hér í upphafi, þá er ekki úr vegi að veita orðum breska rithöfundarins Michèle Roberts um störf hennar sem rithöfundur athygli, en fyrir skömmu birtist viðtal við hana hér í blaðinu. Hún segir þar m.a. að veiga- mikill þáttur í þeirri ákvörðun henn- ar að gerast rithöfundur hafi verið tilraun til að endurskilgreina hvað felst í því að vera kona. Sú glíma hennar leiddi til þess að henni fannst hún knú- in til að þróa kvenlega fagurfræði þar sem „konur [hafa] að mörgu leyti verið svo undir- okaðar í vestrænni menningu að það hefur leitt til klofnings á milli kynferðis okkar og framtíð- arhorfa“, segir hún. „Ef mann langaði til að reyna að nálgast sannleikann um konur, eða þann sannleika sem ekki hafði verið sagður þegar ég var ung, þá krafðist það nýs forms. Ég gat ekki notað marga þætti sem tilheyrðu hefðinni, svo sem hinn alvitra sögumann. Mér fannst ég verða að finna leið til að segja sögur mínar með öðrum hætti. Í þessu fólst meira að segja ákveðin tortryggni í garð sagnahefð- arinnar, því mér fannst sagnahefðin sem slík ákaflega karlmannleg þegar ég var að vaxa úr grasi – rétt eins og feðurnir væru að segja frá og staðsettu konur í ákveðnum hlutverkum í sínum eigin sögum, án þess að þær kæmu sín- um sjónarmiðum að. Mig langaði til að vera í hlutverki sagnaþularins en fyrst þurfti ég að brjóta mér leið út úr sögum annarra – í lífi mínu sem og í ritstörfum.“ Hér á landi hafa komið út margar áhuga- verðar bækur eftir kvenrithöfunda þar sem merkja má áþekkan vilja og Michèle Roberts lýsir. Og nýverið kom einmitt út bók sem, þótt hún láti lítið yfir sér, markar nokkur tímamót hvað þetta varðar. Bókin, sem eins og þær sem nefndar voru hér að ofan, kom einnig út í Neon- flokki Bjarts og vakti í fyrstu athygli og gleði undirritaðrar þar sem bækur karlmanna hafa fram að þessu fyllt þann flokk í alltof yf- irgnæfandi meirihluta. Um er að ræða skáld- söguna Albúm, eftir Guðrúnu Evu Mínervu- dóttur, sem eins og þegar hefur verið bent á má líta á sem áhugavert dæmi um skáldævi- sögu. Guðrún Eva sýnir hér og sannar að hún er einn athyglisverðasti höfundur sinnar kyn- slóðar á Íslandi í dag, og hikar ekki við að gera þær tilraunir í formi og stíl sem væntanlega munu skila henni til enn frekari þroska í fram- tíðinni. Í þessu lágstemmda verki fjallar hún um uppvöxt ungrar stúlku, með þeim brota- kennda hætti sem oft einkennir frásagnarstíl kvenna og tekst þannig að kalla fram tilfinn- ingu fyrir því óreiðufulla ferli sem stýrir hugs- un manns við upprifjun minninga. Nafn bók- arinnar Albúm er góð vísbending um þá byggingu sem höfundurinn velur efniviðnum, enda birtist slitróttur söguþráðurinn sem „myndir“ á hverri síðu, sumar litlar og að því er virðist í fyrstu ómerkilegar, en aðrar stórar án þess þó að fela endilega í sér meiri áhrif eða búa yfir stærri sannleika. Stundum flæða myndirnar yfir á næstu síðu, svo þráðurinn verður ójafn rétt eins og í kvikmyndum þar sem mislöng myndskeið tvinnast saman en mynda þó að lokum þá samfelldu heild er eftir stendur í minningu þess sem les eða horfir. Einhverjir hafa orðið til þess að benda áað Guðrún Eva hafi hér komið með inn-legg í þann flokk bernskusagna sem ís-lenskir karlrithöfundar hafa verið iðnir við að fylla og sumir hafa hreinlega kallað „strákasögur“. Sú skilgreining gerir þessu verki þó lítil skil nema á yfirborðinu, því styrk- ur þess liggur fyrst og fremst í þeirri fag- urfræði sem þar er verið að vinna með; í bygg- ingunni, stílnum, myndmálinu og frásagnarmátanum. Þar er unnið af frumleika sem fer afar vel með þeirri lágstemmdu rödd sem höfundurinn hefur tamið sér og í öllum veigamiklum atriðum er hér fyrst og fremst um að ræða nýstárlegt verk þar sem kven- legum stíleinkennum hefur verið beitt af næmi og hugvitsemi. Skáldsagan Albúm leynir því töluvert á sér, liggur einhversstaðar í óskil- greinanlegu bili á milli prósaljóða, örsagna, smásagna og skáldsögu, og er til marks um áhugaverða nýsköpun í íslenskum bók- menntum þar sem (stráka)hefðinni er hafnað til að gefa raunsannari mynd af kvenlegum veruleika. (Stráka)hefðinni hafnað Your Gaze Hits the Side of My Face eða Augnatillit þitt skellur á vanga mínum, klippimynd eftir Barböru Kru- ger, er gott dæmi um þá gagnrýnu hugsun sem mótað hefur kvenleg stíleinkenni í listsköpun undanfarinna áratuga, hvort heldur er í myndlist eða bókmenntum. AF LISTUM Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.is LISTIR 22 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gleðileg jól og far-sælt komandi ár,þökkum liðið, Tóta, Kristinn, Sigrún og Sámur. Fólk skiptist í tvennt þegar kemur að gæludýrum. Annars vegar er það gæludýrafólk og hins vegar er það ekki- gæludýrafólk. Ég tilheyri án nokkurs efa síðari hópnum og tel að á því sé afar einföld skýring; ég hef aldrei átt gæludýr. Pabbi minn var einu sinni spurður að því, af manni sem kom inn í bíl til hans og settist í aftursætið, sem var þakið hárum, hvort hann ætti hund. „Nei,“ sagði pabbi, „en ég á tvær síðhærðar dætur.“ Maðurinn varð miður sín en pabba fannst þetta voða fynd- ið og stríddi okkur systrum óspart. Við svöruðum stríðn- inni með því að suða í honum um hund eða eitthvert annað dýr, en það eina sem okkur var boðið voru fiskar. Okkur leist ekkert á það, enda ekki hægt að klappa þeim og ein- hverntímann á unglingsárun- um gáfum við gæludýramálið endanlega upp á bátinn, enda hafði löngunin í ferfættan fé- laga smám saman horfið út í veður og vind. Síðan þá höfum við báðar verið ekki-gæludýrafólk og höfum gjarnan brosað út í annað að gæludýrafólkinu í vina- og fjölskylduranni okk- ar. Fólki sem talar um dýrin sín eins og manneskjur, miss- ir sig í smáatriðin þegar það segir sögur af þeim og síðast en ekki síst eyðir ómældum tíma og orku í uppeldi og umönnun dýranna. Svefn- lausar nætur yfir áhyggjum af skapbrestum hundsins eða taugaveiklun kattarins; við bara skiljum þetta ekki. Margar góðar vinkonur okkar teljast til gæludýrafólks, þær eiga dýr sem þær elska afar heitt og þegar dýrin hafa týnst, veikst eða dáið höfum við að sjálfsögðu sýnt þeim viðeigandi samúð, þó að við getum alls ekki sett okkur í þeirra spor tilfinningalega. Mér líður oft hálf illa yfir þessu og geri mér grein fyrir því að þetta kunni að bera vott um að ég sé tilfinn- ingalega köld, harðbrjósta eða eitthvað þaðan af verra (að mati gæludýrafólks að minnsta kosti). Í Kaliforníu er nánast guð- last að láta í ljós að maður sé ekkert sérstaklega mikið fyrir dýr. Þetta lærði ég fljótt þar og tjáði mig þar af leiðandi sem minnst þegar talið barst að gæludýrum, dýravernd eða öðru slíku. Í Kaliforníu er góðmennska og hjartahlýja fólks gjarnan miðuð við ást viðkomandi á dýrum og hin ótal mörgu samtök dýravina og -verndarsinna eru af merkilega fjölbreyttum toga, auk þess sem tíminn og pen- ingarnir sem Kaliforníubúar leggja í slík góðgerðarsamtök eru gríðarlegir. Ég tek fram að mér finnst slík samtök hið besta mál og frábært að fólk skuli finna sér lífsfyllingu í þeim. En mér finnst jafn- framt dálítið einkennilegt að fólk sem kýs að eyða tíma sín- um og peningum í góðgerð- armál skuli frekar kjósa að hjálpa dýrum en mönnum. Nú er alls ekki ætlunin hjá mér að setja mig á háan hest og segja að ég sé betri mann- eskja af því að ég gef Rauða krossinum frekar en Græn- friðungum. Ég er bara að benda á ákveðna firringu sem ég tel búa í því stórborgar- samfélagi sem ég kynntist í Kaliforníu, þar sem fólk klof- ar yfir heimilisleysingjana á leið á fund hjá samtökum til verndar vestur-afríska dverg- krókódílnum. Og ekki þarf að fara alla leið til Kaliforníu til að sjá vafasama forgangs- röðun í þessum málum, en sjálfsagt er að velta því fyrir sér hversu mörg börn hefði verið hægt að klæða, fæða og mennta fyrir þau ógrynni fjár sem náttúruverndarsamtök víðsvegar um heim hafa dælt í Vestmannaeyinginn Keikó. En svo vikið sé aftur að okkur ekki-gæludýrasystrum þá bar nokkuð til tíðinda í ekki-gæludýramálum okkar nú vikunni. Systir mín er nefnilega stödd hjá ætt- ingjum okkar norður í Hörg- árdal, en auk húsdýra er heimilisfólkið þar með fjölda gæludýra; tíkurnar og mæðg- urnar Perlu og Lenu, kettina Snúð og Snældu og fjóra kett- linga. Ég talaði við systur mína nú rétt fyrir helgi og henni var mikið niðri fyrir. „Manstu, hvernig við höfum aldrei skilið svona gælu- dýrabrjálæðinga,“ sagði hún og ég játti því. Við rifjuðum upp hvernig við héldum niðri í okkur hlátrinum út af hinu og þessu sem tengdist gæludýr- um ættingja okkar og vina og svo hélt hún áfram; „Það gerðist svolítið rosalegt í dag.“ „Hvað?“ spurði ég alveg á nálum. ,,Krakkarnir á næsta bæ komu hlaupandi inn til okkar öskrandi, „Snúður er fastur, Snúður er fastur!“ Ég fékk sting í magann og hljóp út og þá sá ég Snúð fastan í steypujárni. Mig svimaði, ég fékk óraunveruleikatilfinn- ingu og svo, þegar hann náði að losa sig, veistu hver var eina manneskjan sem fór að gráta? ÉG! Ég meina, hann er stjúppabbi kettlinganna!“ Við ræddum slys og batahorfur Snúðs um stund og svo kvaddi ég systur mína, sem er líklega komin langleiðina með að telj- ast til gæludýrafólks. Og verði hún að gæludýrafólki, þá verð ég það náttúrlega líka. Birna Anna á sunnudegi Morgunblaðið/Jóra Snúður er fastur bab@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.