Morgunblaðið - 07.07.2002, Side 12

Morgunblaðið - 07.07.2002, Side 12
12 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL hátíðarhöldvoru í Hong Kong íliðinni viku vegnaþess að liðin vorufimm ár frá því að borgin varð á ný hluti kínverska ríkisins eftir að hafa í hátt á aðra öld verið bresk nýlenda. Jiang Zemin, forseti Kína, var mættur og Tung Chee-hwa, æðsti embætt- ismaður borgarinnar, sór á ný embættiseið en kjörtímabil hans er fimm ár. „Mikilvægasta verkefnið sem blasir við á nýju kjörtímabili stjórnarinnar er að leiða Hong Kong út úr tímabili efnahagssam- dráttar og efla á ný trú borgarbúa á framtíðinni,“ sagði Tung eftir eiðtökuna. Þrátt fyrir fögnuð kommúnistaleiðtoganna í Peking og stuðningsmanna þeirra var ekki hægt að leyna því að hagur Hong Kong-búa er nú mun verri en fyrir fimm árum. Hundruð andófsmanna lýstu óánægju sinni með stjórn kommúnista með því að hrópa að Jiang ókvæðisorð – að vísu úr hæfilegum fjarska vegna öryggis- ráðstafana lögreglunnar. Var heitið lýðræði en ... Þegar Bretar og Kínverjar sömdu um að Hong Kong yrði aft- ur hluti Kína var sagt að stefnt skyldi að því að borgarbúar fengju árið 2007 að velja sér stjórnendur með fullkomlega lýðræðislegum hætti en fyrir er þing sem að veru- legu leyti er kjörið í lýðræðiskosn- ingum. Kommúnistastjórnin hefur hins vegar þrengt að ýmsum lýð- réttindum á undanförnum fimm árum þótt hún hafi alls ekki gengið jafn langt í þeim efnum og sumir svartsýnismenn spáðu. Tjáningar- frelsið er enn að mestu óskert, enn er leyft að efna til mótmæla vegna morðanna á Torgi hins himneska friðar 1989, viðskiptalífið er ekki háð hömlum stjórnvalda, eignar- réttur einstaklinga virtur. Og í lið- inni viku sagði Qian Qichen, að- stoðarforsætisráðherra Kína, að ástæðulaust væri að breyta nokkuð kerfinu, það virkaði ágætlega. Draumurinn um lýðræði árið 2007 virðist því ekki munu rætast. Hong Kong-búar gætu með tím- anum orðið leiðarljós í baráttu lýð- ræðissinna í Kína en einræði kommúnistaflokksins væri þá ógn- að. Hann hefur þegar brugðist til varnar. Óþægir embættismenn frá tímum nýlendustjórnar Breta eins og Anson Chan, aðalritari stjórn- arinnar, sögðu fljótlega af sér vegna þvingana af hálfu komm- únista og mörg dæmi eru um að embættismenn reyni að kaupa sér frið með því að koma sér upp eins konar innbyggðri ritskoðun. Nýlega var mannréttindafröm- uðinum Harry Wu, sem býr í Bandaríkjunum, að sögn The Eco- nomist meinað að koma til Hong Kong og um 100 erlendir félagar í Falun Gong-hreyfingunni fengu ekki að stíga á land vegna þess að þeir ætluðu að taka þátt í þöglum mótmælum í tilefni fimm ára afmælisins. Fjölmiðlar verða æ tal- hlýðnari og óttast er að tækifærið verði notað þegar sett verða ný lög um öryggismál og þrengt að ýms- um andófshópum, þar á meðal Fal- un Gong, sem er bannað í Kína en enn þá leyft að starfa í Hong Kong. Embættismenn verði ábyrgir Tung hefur nú komið á þeirri skipan að helstu embættismenn séu pólitískt skipaðir en ekki ein- faldlega ráðnir í störfin. Segir hann að með þessu sé verið að gera þá ábyrga í lýðræðislegum skilningi en hætt er við að fáir skilji vel hvert lýðræðið er þar sem aðeins einn flokkur fer með völdin. Nýlendustjórnin var ekki lýðræð- isleg en landstjóri Breta þurfti þó að verja stefnu sína gagnvart breska þinginu í London, segja gagnrýnendur Tungs og fullyrða að markmið hans með breyting- unni sé fyrst og fremst að auka eigin völd. Í skoðanakönnunum nýtur Tung stuðnings aðeins um 20% borgar- búa. Lítið er að marka þótt hann fengi nýlega öll atkvæði 800 manna kjörmannasamkundu sem valdi hann í embætti; fulltrúarnir eru allir samþykktir af kommúnista- stjórninni. Jiang hvatti borgarbúa í ræðu sinni til að standa saman og fylkja sér um Tung og stjórn hans en athygli vakti að hann lét í ljós nokkra gagnrýni á frammistöðu Tungs. Jiang bætti þó við að Hong Kong-búar þyrftu sjálfir að standa sig betur og leggja sig fram um að „efla þróun ættjarðarinnar“. Tung var umsvifamikill kaup- sýslumaður í Hong Kong er hann var gerður að aðalfulltrúa Peking- stjórnarinnar í borginni og tók í reynd við svipaðri stöðu og lands- stjóri Breta hafði. Hann viður- kenndi á mánudag að margt þyrfti að bæta en sagði að þrátt fyrir allt væri svartsýni óþörf. „Við megum ekki staðna ... Við verðum að sækja fram, “ sagði hann. Tung hét því að virða starfsreglur réttarríkisins og stjórnarskrá borgarinnar en samkvæmt henni munu 6,7 milljónir Hong Kong-búa njóta sérstöðu í stjórnskipulagi Kína fram til 2047 og hafa „veru- legt forræði“ í eigin málum. Hug- myndin er kennd við hugtakið „Eitt land, tvö kerfi“ og átti orða- lagið að róa þá sem óttuðust að umskiptin 1997 myndu merkja endalok alls frjálsræðis og mark- aðsskipulags á staðnum. Hvernig túlka ber ákvæðið um eigið forræði er hins vegar umdeilt og Anson Chan sagði nýlega í grein í breska blaðinu The Financial Times að þróun lýðræðis í borginni næstu árin myndi sýna hvort Peking- stjórnin hygðist virða ákvæðið. Samkeppni við Shanghai Versnandi hagur borgarbúa er staðreynd, fasteignaverð hefur á nokkrum árum hrapað um 60% og margir greiða nú af skuldum sem eru hærri en nemur raunverði eignarinnar. Gámafjöldinn í höfn- inni, sem er meðal hinna stærstu í heimi, minnkaði í fyrsta sinn í manna minnum í fyrra, umsvifin drógust saman um nær 2% vegna samkeppni frá öðrum kínverskum hafnarborgum. Atvinnuleysi hefur þrefaldast og er um 7,4%, laun hafa lækkað og hagvöxtur var að- eins um 0,9% á fyrsta fjórðungi ársins, að sögn The Los Angeles Times. Kreppan sem skall á í mörgum Asíuríkjum fyrir nokkrum árum kom hart niður á borginni. Aðal- ástæðan fyrir erfiðleikunum er samt að Hong Kong hefur misst þá sérstöðu sem hún naut í efnahags- lífi Kína. Aðild Kína að Heims- viðskiptastofnuninni, WTO, hefur tryggt að aðrar kínverskar borgir geti keppt á jafnræðisgrundvelli um viðskipti og fjárfestingar við Hong Kong sem var áratugum saman aðaltengiliður Kína við lönd markaðshagkerfisins. Borgin ann- aðist hátt í helminginn af öllum ut- anríkisviðskiptum Kínverja. En eftir að Pekingstjórnin söðlaði um á áttunda áratugnum og fór að auka frjálsræði í atvinnumálum hafa aðrar borgir, ekki síst Shanghai, eflst mjög og tekið við þessu hlutverki að verulegu leyti. Sérfræðingar segja að umsvif Shanghai-hafnar verði sennilega meiri en keppinautarins í Hong Kong árið 2015. Atvinnurekendur í Hong Kong hafa auk þess síðustu árin sett upp fjölda útibúa á meg- inlandinu vegna þess að laun eru þar mun lægri, bankastarfsmenn í Shanghai eru aðeins hálfdrætting- ar á við kollega sína í Hong Kong. Taívanar fráhverfir Hong Kong- lausn Kínverjar hafa lengi reynt að fá Taívana til að samþykkja að eyrík- ið verði aftur hérað í Kína og muni þá áfram njóta sjálfsforræðis á sama hátt og Hong Kong er heitið. Oft hafa Pekingmenn sýnt klærnar og eyjarskeggjum verið hótað inn- rás og flugskeytum skotið í grennd við landhelgi Taívana til að minna þá að hafa sig hæga og lýsa ekki einhliða yfir sjálfstæði. En Taív- anar hafa nú komið á fullu lýðræði í landi sínu og eru nær allir sam- mála um að þeir muni ekki fórna því á altari sameiningarinnar. Skil- yrðið fyrir sameiningu sé að Kína verði einnig lýðræðisríki. Hátíðarhöldin á mánudag vöktu litla athygli á Taívan en nokkrum dögum fyrir þau birtu taívönsk stjórnvöld skýrslu þar sem kom fram harkaleg gagnrýni á þróun mannréttinda og lýðræðis í Hong Kong frá 1997. Og fjölmiðlar sögðu að borginni væri stjórnað af „um- boðslausum peningafurstum“ sem eingöngu stæðu reikningsskap gjörða sinni frammi fyrir jafn um- boðslausum stjórnarherrum í Pek- ing. Þótt Taívanar vilji friðsamleg samskipti – þeir hafa fjárfest mikið á meginlandinu og viðskipti við Kína vaxa stöðugt – finnst þeim reynslan frá Hong Kong ekki sannfærandi. „Íbúar Hong Kong hafa ekki notið hagsældar eftir valdaafsalið,“ sagði Annette Lu, varaforseti Taívans. „Þeir hafa hins vegar orðið vitni að afturför- um á sviðum lýðræðis, mannrétt- inda og efnahagsmála ... Er þetta ekki lærdómsríkt fyrir 23 milljónir manna á Taívan?“ Hong Kong berst við hnign- un og framtíðin ótrygg Lífskjör hafa versnað í Hong Kong og svartsýni rík- ir um framtíðina, segir í grein Kristjáns Jónssonar. Ekki bætir úr skák að fulltrúar kommúnista í Pek- ing virðast ekki ætla að standa við loforð um að koma á lýðræðislega kjör- inni borgarstjórn. Reuters Unglingar frá Hong Kong, Macao, Kína og Taívan taka þátt í að flytja brasilískt taktlag, „Tíu þúsund hjörtu slá sem eitt væri“, í Hong Kong í vikunni. Atburðurinn var liður í hátíðarhöldum vegna þess að fimm ár voru liðin frá sameiningu borgarinnar og Kína. Reuters Jiang Zemin (t.h.), forseti Kína, og Tung Chee-hwa, æðsti embættismaður Hong Kong, við hátíðarhöldin 1. júlí. Annað fimm ára kjörtímabil Tungs er nú hafið. ’ Aðalástæðan fyrirerfiðleikunum er samt að Hong Kong hefur misst þá sér- stöðu sem hún naut í efnahagslífi Kína. ‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.