Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 19 með um rúmar 53 þúsund krónur í tekjur á mánuði árið 2001 (sjá töflu 2). Þetta veldur því að mjög lágt hlut- fall af barnafólki hefur fullar barna- bætur,“ segir Harpa. „Ef við skoðum nánar forsendur barnabóta er ljóst að grundvallarat- riði er að skerðingarmörk tekna hjá foreldrum hafa hækkað sáralítið á sl. árum. Mjög fáir foreldrar fá fullar og óskertar barnabætur vegna lágra skerðingarmarka. Þetta kemur skýrt fram í niðurstöðum útreikninga sem Þjóðhagsstofnun gerði sérstaklega fyrir rannsókn mína og var miðað við álagningu 2001, vegna tekna 2000. Samkvæmt því fengju aðeins 11,4% einstæðra foreldra óskertar barna- bætur og 3,3% hjóna og sambúðar- fólks. Ástæðan liggur fyrst og fremst í þessum lágu skerðingarmörkum og miðað við þessar tölur er greinilegt að börn og barnafólk eru ekki að njóta stuðnings barnabótakerfisins. Jafnvel þótt viðmiðunin væri hækkuð í 150 þúsund krónur á mánuði, þá væru 65,5% einstæðra foreldra að fá óskertar barnabætur,“ segir Harpa. Markmiðum velferðarkerfisins ekki fylgt eftir Við endurskoðun á barnabótakerf- inu hefur algerlega verið horft fram hjá tekjuviðmiðunum til skerðingar á barnabótum, að sögn Hörpu, en það er jafnframt mjög mikilvægur áhrifa- þáttur að hennar sögn. „Rétt er að beina sjónum að því að aðgerðir stjórnvalda eru líklegar til að hafa mikil áhrif til fækkunar í hópi fá- tækra hér á landi, enda er það víða meginviðmið aðgerða til að sporna við fátækt og aftra því að barnafjöl- skyldur þurfi að búa við skort og fá- tækt. Hér er vert að hafa í huga þá staðreynd að á Íslandi er fjöldi barna mestur á fjölskyldu miðað við hin Norðurlöndin, en við verjum minnstu hlutfalli af vergri landsframleiðslu í aðstoð við barnafólk og hefur svo ver- ið til fjölda ára. Að tilteknum öllum áðurnefndum þáttum telur Harpa að brotalöm ís- lensks velferðarkerfis felist í því að markmiðum ríkisins sé ekki fylgt eft- ir í raunveruleikanum. „Fyrst hið op- inbera skilgreinir sjálft að það sé öll- um nauðsylegt í nútímasamfélagi að hafa þessa lágmarksframfærsluþætti til þess að komast af, þá þarf að færa lágmarksframfærslulaun og -bætur upp að þeim mörkum, svo fólk geti staðið undir eðlilegum framfærslu- þáttum. Árið 2001, voru til að mynda gerðar breytingar á lögum um al- mannatryggingar þar sem þetta markmið er ítrekað. Þar kom fram að hlutverk almannatrygginga, væri að vera öryggisnet sem byggist ekki á skilgreindum réttindum, heldur taki mið af framfærslu. Þrátt fyrir að stjórnvöld tali um að lífeyrir skuli taka mið af framfærslu, er engin skil- greining til um það innan stjórnsýsl- unnar, hvað sú framfærsla kosti líf- eyrisþega í krónum talið. Það hefur algerlega vantað að skilgreina hvað þessi framfærsla kostar. Í rannsókn minni „Aðstæður fá- tækra á Íslandi í lok 20. aldar“ hef ég fært skilgreinda framfærsluþætti til útgjalda og útkoman er harla bág- borin og undirstrikar m.a. ástæður fátæktar í íslensku samfélagi sam- tímans. Þær tekjur sem hið opinbera ákvarðar þeim sem þurfa að leita á náðir velferðarkerfisins, duga ekki fyrir lágmarksframfærslu, jafnvel þótt aðeins sé um að ræða hið alnauð- synlegasta. Þetta kalla ég fátækra- gildru og hún felst í því að það vantar allt að 40 þúsund krónur upp á til þess að tekjurnar dugi fyrir lág- marksframfærslu á mánuði. Í því liggur fátæktin,“ segir Harpa að lok- um.                                                                                !  "      # $%  & '   "  '()*+ , - '  ,    # .)'         * % + *   # / 0* % # 1  #     2 % 3   ,-  *"-   4 *%, 2,  ,& / *  ! %*  "-*       !" $%!&  / &  '## .   &  ' ,%    /' 5  &  6     00,% . &  ) ,%    /'  %!&                        +    &  7'8 /3 96%' 6 &  7/'800" &%  , :;;; 2  &     "6 ' 6  6 "  6    ! "   & ,      /3        &  6     "   00,%  9    "  6  ' ''          !"  () %**+ : # !   $    %%&  ' , &*   -.+%%& <  + .   , ,%  6  4 6%* ,-  % .   , ,%     6                                                             +'.=   ,        >*?  6      &  ,     9  29  @  &> :;;; %  +  6- :;; rsj@mbl.is Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 MasterCard tilbo› firjár vikur í sólina á ver›i tveggja Krít 15. ágúst 76.780kr. á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn 2ja-11 ára. Ef 2 ferðast saman 91.370 kr.* Miðað við 2 fullorðna í stúdíói. Innifalið: Flug, gisting á Malou, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallaskattar. Beni- dorm 21. ágúst 66.840kr.. á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn 2ja-11 ára. Ef 2 ferðast saman 87.030 kr.* Miðað við 2 fullorðna í stúdíói. Innifalið: Flug, gisting á Levante Club, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallaskattar. * * * Verðið miðast við að greitt sé með tveimur 5.000 kr. Ferðaávísunum MasterCard. Búið er að reikna það inní verð. Fær› flú Fer›aávísun MasterCard me› flínu kreditkorti? www.europay.is „SAUÐFÉ í sögu þjóðar“ er heiti á sýningu sem opnuð hefur verið í félagsheimilinu Sævangi við Stein- grímsfjörð. Á sýningunni getur að líta muni og minjar frá sauð- fjárbúskap á Ströndum fyrr og nú. „Fólk lét afskaplega vel af sýning- unni og hafði mikinn áhuga á að kynnast sauðfjárbúskapnum frá þessari hlið í máli og myndum og á opnunardaginn komu hingað um þrjú hundruð manns“ sagði Hrafn- hildur Guðbjörnsdóttir sýningar- stjóri. „Munirnir koma að mestu leyti úr sveitunum hér í kring. Það var haft samband við fólk sem fór að leita í geymslum og háaloftum og einnig fengum við hluti frá byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði. Þá leggur Grunnskól- inn á Hólmavík til vísindahornið á sýningunni, tölvu, víðsjá og fleira.“ Fyrir utan félagsheimilið hefur verið komið fyrir búvélum þar sem safnað hefur verið gömlum drátt- arvélum, plógum, herfi og sláttu- vélum sem eiga sér merkilega sögu. Það var hópur áhugamanna um sauðfjársetur á Ströndum sem hafði forgöngu um að opnað yrði sauðfjársetur sem hefði það meðal annars að markmiði að skapa atvinnu á svæðinu, treysta byggð, styrkja menningarlíf og mannlíf, auk þess að vinna markvisst að jákvæðri kynningu á sauðfjár- búskap eins og segir í stefnuskrá félagsins. Framtakið er meðal annars styrkt af landbúnaðar- ráðuneytinu, héraðsnefnd Strandasýslu og Kirkjubólshreppi. Sýningin verður opin alla daga til ágústloka. Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Gestir virða fyrir sér muni sem tengjast sögu sauðfjárbúskapar. 300 manns á opnunardegi Sýningin „Sauðfé í sögu þjóðar“ opnuð Strandir GENGIÐ hefur verið frá ráðningar- samningi við Einar Njálsson, bæjar- stjóra í Árborg, og kemur hann til starfa 22. júlí. Samningurinn var samþykktur í bæjarráði Árborgar 4. júlí og verður síðan staðfestur á aukabæjarstjórnarfundi 17. júlí. Einar var bæjarstjóri í Grindavík síðasta kjörtímabil og þar á undan Nýr bæjarstjóri Árborgar til starfa Selfoss var hann bæjarstjóri á Húsavík. Ein- ar er fæddur á Húsavík og er 58 ára að aldri. Eftir undirritun ráðningar- samnings fór Einar í kynnisferð um sveitarfélagið ásamt konu sinni, Sig- urbjörgu Bjarnadóttur, með Þor- valdi Guðmundssyni, forseta bæjar- stjórnar, Guðlaugu Sigurðardóttur fjármálastjóra og Helgu Maríu Bragadóttur og kom við í nokkrum stofnunum og fyrirtækum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.