Morgunblaðið - 16.08.2002, Page 1

Morgunblaðið - 16.08.2002, Page 1
190. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 16. ÁGÚST 2002 ÍSRAELSKI herinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir aðferðir sínar í hernaðinum gegn Palest- ínumönnum og er þeim jafnað við stríðsglæpi. Tilefnið er, að í fyrra- kvöld neyddu ísraelskir hermenn palestínskan ungling til að fara að húsi, sem þeir sátu um, og fá út með sér mann, sem grunaður er um hryðjuverk. Var unglingurinn skotinn í aðgerðinni. Ísraelsku hermennirnir sátu um hús í þorpinu Tubas á Vesturbakk- anum en þeir töldu, að þar væri að finna Hamas-manninn Nasser Jer- ar, sem sakaður hefur verið um hermdarverk. Er hann eða var fatlaður og í hjólastól. Hermennirnir neyddu palest- ínska unglinginn, Nidal Daragh- meh, til að klæðast skotheldu vesti, ógnuðu honum með byssum og skipuðu að fara inn í húsið og fá Jerar með sér út. Daraghmeh var hins vegar skotinn áður en hann komst inn og er ekki vitað hver það gerði. Að því búnu jöfnuðu ísr- aelsku hermennirnir húsið við jörðu án þess að reyna að ná Jerar út. Í Ísrael hefur þetta framferði verið harðlega gagnrýnt en ísr- aelski ráðherrann Effie Eitam segir, að herinn hafi notað þessa aðferð, að hafa óbreytta, palest- ínska borgara sér að skildi, árum saman og kallar „nágrannaað- ferðina“. Sagði ráðherrann, að að- ferðin væri „mjög siðleg“ vegna þess, að hún „drægi úr áhættu hermannanna“. Vissu ekki hvort einhver var í húsinu Yossi Sarid, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ísrael, sagði í gær, að þetta framferði væri líklega „stríðsglæpur“ og undir það hafa mannréttindasam- tökin B’Tselem tekið. Zehava Gal- on, leiðtogi Meretz, vinstrisinnaðs flokks, sagði, að um væri að ræða „mafíuaðferðir“ og Emmanuel Gross, kunnur lögfræðingur, sagði þær brot á alþjóðalögum. Komið hefur fram, að ísraelsku hermennirnir töldu en vissu ekki hvort Jerar var inni í húsinu og þeir vissu ekki hvort þar væri ann- að fólk þegar þeir brutu það niður. Palestínumenn segja, að Ísrael- ar beiti æ oftar þessari aðferð og hafi stundum neytt óbreytta borg- ara til að fara inn í hús, sem þeir óttast, að sé sprengjugildra. Ísraelskir hermenn skutu í gær fimm ára palestínskan dreng í þorpinu Khan Yunis á Gaza og særðu föður hans og annan mann. Kváðust hermennirnir hafa verið að svara skothríð einhverra Pal- estínumanna. Aðferðum ísraelska hers- ins jafnað við stríðsglæpi Jerúsalem. AP. Hermenn skýldu sér á bak við palest- ínskan ungling sem var skotinn GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að loka fyrir aukalega fjárhagsað- stoð við Egyptaland vegna dóms yfir egypsk-bandaríska mannrétt- indafrömuðinum Saad Eddin Ibrahim. Claire Buchan, talsmaður Hvíta hússins, staðfesti fréttir þessa efnis sem birtust í gær í Wash- ington Post og Chicago Tribune. Sagði hún að ákvörðunin breytti engu um aðra aðstoð við Egypta, sem nemur 170 milljörðum ísl. kr. árlega, en Mubarak hefur farið fram á 13 milljarða kr. að auki. Ahmed Maher, utanríkisráð- herra Egyptalands, sagði í gær að Egyptar myndu ekki láta undan þrýstingi af neinu tagi en ákvörð- un Bush vekur athygli vegna þess að Egyptar eru gamlir banda- menn Bandaríkjamanna. Ibrahim var dæmdur í sjö ára fangelsi 29. júlí en honum var gef- inn að sök fjárdráttur, að hafa tekið við ólöglegum erlendum framlögum, meðal annars frá Evrópusambandinu, og að hafa svert ímynd Egyptalands erlend- is. Það hafi hann gert með því að ýja að kosningasvindli í landinu og ofsóknum gegn koptum eða kristnu fólki. Amnesty International hefur mótmælt dóminum og einnig John Gerhart, rektor Ameríska háskólans í Kairó, en þar var Ibrahim prófessor í félagsfræði. Bush andvígur meiri aðstoð við Egypta Washington. AP, AFP. ÞESSAR þrjár sænsku yngismeyjar voru í gær að kæla sig í gosbrunni í Stokkhólmi en þá fór hitinn þar í 31 gráðu á Celsíus. Ólíkt veðurfarinu sunnar í Evrópu hafa miklir hitar verið á Norðurlöndum í sumar og þeir mestu í Svíþjóð frá því mæl- ingar hófust 1860. Ef undan eru skildar miklar rigningar í Suður- Svíþjóð í júlílok hefur sumarið ver- ið eitt hið þurrasta í áratugi og það sama er að segja frá Noregi og Danmörku. Óvenjulegir þurrkar hafa líka verið í Færeyjum og þar er nú víða farið að gæta vatns- skorts. Í Finnlandi er einnig um hitamet að ræða en þar hefur hitinn verið um 30 gráður vikum saman. Í sólinni í Svíþjóð Reuters út í ána frá efnaverksmiðju í Tékk- landi. Tugþúsundir hermanna og annarra björgunarmanna unnu að því í gær að flytja burt fólk og bjarga ómetanlegum listverkum frá skemmdum en áætlað er, að tjón á mannvirkjum og efnahagslegt tjón í Þýskalandi einu nemi hundruðum milljarða ísl. kr. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalandi, hét í gær fyrstu aðstoð við fórnarlömb flóðanna, rúm- lega 30 milljörðum kr. Hefur Evr- ópusambandið einnig heitið mikilli hjálp. Í Tékklandi og Austurríki hleypur tjónið líka á hundruðum milljarða kr. en þar virðist það versta vera afstað- ið. Flóðin í Dóná halda enn áfram að aukast er austar dregur og var mikill viðbúnaður vegna þeirra í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, og Brat- islava, höfuðborg Slóvakíu. FLÓÐIN í Saxelfi og Dóná voru í gær þau mestu í meira en heila öld og hafa þau valdið gífurlegu tjóni allt frá Þýskalandi til Rúmeníu. Flóðin í Moldá hafa hins vegar sjatnað nokk- uð og í gær skein sólin á íbúa Prag- borgar í fyrsta sinn í langan tíma. Vegna flóðanna í Saxelfi hefur orðið að flytja tugþúsundir manna frá þorpum og bæjum við ána og í Dresden eru margir borgarhlutar undir vatni. Í gær var vatnsborðið í ánni átta metrum hærra en venjulega og spáð var, að það færi í 8,5 metra í dag. Nálgast það metið frá 1845, sem er 8,76 metrar. Óttast var um tíma, eftir að stífla brast, að bærinn Bitterfeld og efna- verksmiðja, sem þar er, færu undir vatn en úr þeirri hættu dró er á dag- inn leið. Mikill klór barst hins vegar Gífurlegt tjón af völd- um flóðanna Dresden. AP, AFP. UPPÞOT voru í Caracas, höf- uðborg Venesúela, í fyrrakvöld og fyrrinótt eftir að hæstiréttur lands- ins sýknaði fjóra háttsetta herfor- ingja en þeir voru þeir sakaðir um að hafa átt þátt í skammvinnu valdaráni í apríl síðastliðnum. Jafn- gildir dómurinn því að ekki hafi verið um neitt valdarán að ræða þótt Hugo Chavez, forseti Vene- súela, hafi verið í fangelsi í tvo daga. Olli úrskurðurinn mikilli reiði meðal stuðningsmanna forset- ans, sem efndu til mikilla mótmæla fyrir utan byggingu hæstaréttar í höfuðborginni. Særðust tveir menn er þjóðvarðliðið réðst til atlögu gegn mótmælendum með táragasi og gúmmíkúlum. Mótmæli í Caracas Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.