Morgunblaðið - 16.08.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.08.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þrír erlendir leikmenn til liðs við ÍBV í handbolta / C1 Fylkismenn bjartsýnir þrátt fyrir 1:1 jafntefli / C2 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR  Opinberun Meðaljóns og Gunnu/B1  Fimar í Flamenco/B2  Alheimsmál í túnfæti/B4  Hugvit á heimsvísu/B6  Geggjað að geta hneggjað/B6  Auðlesið efni/B8 Sérblöð í dag Morg- unblaðinu í dag fylgir dag- skrá Menning- arnætur í Reykjavík 17. ágúst 2002. Blaðinu verður dreift um allt land. RÍKISÁBYRGÐ vegna stríðs- og hryðjuverka- trygginga flugrekenda verður ekki framlengd en samkomulag um tveggja mánaða framlengingu ábyrgðarinnar rennur út um næstu mánaðamót. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu, segir að tryggingarmöguleikar á hin- um almenna markaði hafi opnast sem geri það að verkum að íslensk stjórnvöld sjái ekki lengur rök fyrir ábyrgðinni og þeirri áhættu sem henni fylgir. Hann segir að það sé mat stjórnvalda að ekki sé lengur nauðsyn að ríkið ábyrgist þessar tryggingar, því tímabili sé lokið. „Þegar ákvörðunin um ríkisábyrgðina var tekin á sínum tíma, í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkj- unum, var það vegna þess að tryggingafélög voru hætt að veita þær tryggingar sem kröfur voru gerð- ar til að flugfélög hefðu, það er ábyrgðartryggingar vegna hryðjuverka. Íslensk stjórnvöld, eins og stjórnvöld í öðrum ríkjum, stóðu frammi fyrir því að ef flugsamgöngur áttu ekki að stöðvast urðu þau að grípa inn í og takast á hendur, beint eða með end- urtryggingum, þær tryggingar sem flugfélögin þurftu að hafa til þess að geta flogið,“ segir hann. Ákvörðunin í takt við það sem er að gerast í alþjóðaumhverfinu Hann bendir á að allar götur síðan hafi þessi mál verið í deiglunni en erfiðlega hafi gengið að finna framtíðarlausn þeirra. Hann segir að ýmsar hug- myndir hafi verið í gangi, til dæmis um sérstakt tryggingarkerfi sem ríki styddi með einhverjum hætti við bakið á. Hann bætir við að slíkar hug- myndir séu ennþá til umræðu þótt þær hafi ekki leitt til neinnar niðurstöðu. „Í kringum okkur hafa stjórnvöld í Danmörku, Noregi og Svíþjóð jafnframt dregið sig til baka og hætt að veita þessar tryggingar sem undirstrikar það enn að það eru að opnast og hafa opnast mögu- leikar fyrir flugfélögin til þess að fá þessar trygg- ingar á almennum markaði,“ segir Baldur. Hann telur því að afnám ríkisábyrgðarinnar eigi ekki að valda neinum truflunum á flugsamgöngum. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flug- leiða, telur að afnám ríkisábyrgðar hafi í raun litla þýðingu. Hann segir að það hafi stefnt í þá átt um nokkurt skeið að tryggingaheimurinn og flugheim- urinn næðu saman um þessar tryggingar. „Sú ákvörðun stjórnvalda að falla frá þessari ríkis- ábyrgð er í takt við það sem er að gerast í alþjóða- umhverfinu. Við erum sátt við það og nú getum við keypt þessa tryggingu á almennum trygginga- markaði og munum gera það,“ segir hann og bætir við að tryggingamál Flugleiða séu frágengin. Guðjón leggur áherslu á að lítill munur sé á þeirri þóknun sem Flugleiðir hafa greitt stjórnvöldum fyrir þessa ábyrgð og verði þeirra trygginga sem við taka. Afnám ríkisábyrgðar vegna stríðs- og hryðjuverkatrygginga flugrekenda Tryggingarmöguleikar á al- mennum markaði hafa opnast BJÖRN Bjarki Þorsteinsson, bæjar- fulltrúi í Borgarbyggð, segir að fulltrúar bæjarráðs ætli að óska eftir fundi með Páli Péturssyni félags- málaráðherra eftir helgi, til að fara fram á að réttaráhrifum úrskurðar félagsmálaráðuneytisins um nýjar kosningar í Borgarbyggð verði frest- að. Í úrskurðinum ber bæjarstjórn Borgarbyggðar að tilkynna ráðu- neytinu um nýjan kjördag fyrir 30. ágúst nk. og skulu kosningarnar fara fram fyrir 25. nóvember nk. Björn Bjarki segir í samtali við Morgunblaðið að fulltrúar bæjarráðs ætli að fara fram á að ekki verði boð- að til kosninga fyrr en niðurstaða liggi fyrir í dómsmáli því sem Óðinn Sigþórsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélags Mýrasýslu, er að undirbúa, en hann vill hnekkja fyrr- greindum úrskurði félagsmálaráð- herra. Björn Bjarki segir að dóms- málið geti tekið allt að þrjá mánuði. Eðlilegra sé að fá niðurstöðu úr því máli fyrst áður en farið verði út í nýj- ar kosningar. Fundur í bæjarráði Borgarbyggð- ar var haldinn í gærmorgun og var úrskurður félagsmálaráðherra m.a. ræddur. Var síðan lögð fram bókun, meirihlutans í Borgarbyggð, en minnihlutinn sat hjá. Í bókuninni var m.a. tekið fram að starfandi meiri- hluti í bæjarstjórn hefði ekki leitað til dómstóla vegna úrskurðar er fé- lagsmálaráðherra birti í kjölfar kæru Framsóknarfélags Mýrasýslu. Borgarbyggð Vilja bíða eftir dómi blaðsins af fundinum, þar sem rætt var um þær áætlanir sem þá voru uppi um byggingu Fljótsdals- virkjunar, kom fram í fyrirspurn- um að líklega yrði Eyjabakka- svæðinu sökkt og var Halldór spurður hvar hann myndi setja mörkin. HALLDÓR Ásgrímsson, utanrík- isráðherra og formaður Framsókn- arflokksins, lýsti andstöðu sinni við að Þjórsárverum yrði fórnað vegna virkjana á opnum hádeg- isverðarfundi sem haldinn var á Hótel Borg 14. október árið 1998. Samkvæmt frásögn Morgun- Halldór sagði að hver kynslóð yrði að svara þessari spurningu fyrir sig, en bætti við að ekki kæmi til greina að fórna Þjórs- árverum eða flytja Jökulsá á Fjöll- um og eyðileggja Dettifoss. Ekki náðist í Halldór í gær en hann er í sumarleyfi erlendis. Halldór Ásgrímsson á opnum fundi í október 1998 Sagði ekki koma til greina að fórna Þjórsárverum Morgunblaðið/Jim Smart STADDUR er á landinu dansk- bangladeski listamaðurinn Kajol, sem hefur þróað listrænt hugtak sem hann kallar „umferðarlist“, lit- skrúðug málverk á opinberum svæðum með risastórum myndum sem byggjast á þjóðsögum hvaðan- æva úr heiminum. Hér sést hópur ungra Íslendinga af ólíkum upp- runa vinna með Kajol við að mála bílastæði Norræna hússins. Á laugardaginn kl. 16 verður síð- an setningarhátíð í kjötkveðjuhá- tíðarstíl með óvæntar uppákomur. Alþjóða- umferðarlist MAÐURINN sem fannst látinn í Vesturhópi í Vestur-Húnavatnssýslu í fyrradag hét Jóhannes Magnússon. Hann var bóndi á Ægissíðu í Húna- þingi vestra. Hann var fæddur 9. jan- úar 1919 og lætur eftir sig fjögur uppkomin börn. Síðast sást til Jóhannesar um ell- efuleytið á miðvikudagsmorgun þeg- ar hann var að sinna skyldustörfum á jörð sinni og reka nágrannaskepnur af landareigninni. Talið er að hann hafi látist af eðlilegum orsökum. Jóhannes Magnús- son frá Ægissíðu. Fannst látinn í Vesturhópi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.